Þjóðólfur - 22.12.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.12.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. desember 19 05. Jú 53. Frá útlöndum herma Marconi-skeyti 19. þ. m. sömu óeirðarsögurnar sem fyr frá Rússlandi. Þó vírðist ástandið þar vera altaf að vcrsna. Einkum kveður allmikið að upp- reisn í Riga. Landeigendur þar í grend flýja til Pétursborgar. Járnbrautar- og ritsímasambandi slitið, en rauðir fánar dregnir upp á öllum almannabyggingum í Riga, skotgarðar hlaðnir um strætin og þar barist, en borgin sett undir her- gæzlu, en það stoðar lítt, af því að her- lið vantar. Sagt að kveikt hafi verið í stjórnarheimkynnum í Rigu, og sömuleið- is í bænum Mitan á Kúrlandi og hroða- fréttir sagðar bæði frá Liflandi og Kúr- landi. Fyrsti hópur herliðsins austan úr Mandsjúrfinu var korninn til Moskva í atgerðu agaleysi, herniennjrnir höfðu á leiðinni kúgað járnbrautarlestarstjóra til að hafa viðdvöl í ýmsum þorpuni, meðan herliðið sat þar að óhóflegu drykkjusvalli. Rússneska stjórnin kvað vera smeik við, að fá herinn heim um þessar mundir, og virðist það ekki ástæðulaus uggur. Loptskeyti í g æ r k v e 1 d i flytur þá frétt að árangurinn af hinum nýjustu að- gerðutn rússnesku stjórnarinnar sé sá, að lýst verði yfir almennu verkfalli í Pétursborg og Moskva þá samdægurs (þ. e. í gær). Þetta mun ineðal annars stafa af því, að sendinefnd verkmanna- fulltrúa, 150 manns að tölu, var hneppt öll í varðhald, er hún kom til Péturs- borgar, en þó látin laus aptur bráðlega nema 32 menn, er mestur hefur þótt slægurinn í. Kósakkahersveitir æða nú um Eystrasaltslöndin drepa fólk hrönnum saman, og vinna ýms spellvirki. Allt setu- liðið úr Pétursborg nema varðlið bæjar- ins sjálfs, er á leiðinni til Líflands, en tala uppreisnarmanna þar er 60,000. Hersveit ein f Moskva gerði uppreisn og ástandið var þar ískyggilegt um tfma, en hersveit þessi gafst loks upp. — Mælt er, að stjórnin ætli sér að kveðja sér til að- stoðar nokkurn hluta af Kósakkahersveit- um úr Mandsjúríinu, til að kúga bænda- upphlaupin heima fyrir. Að líkindum fer svo, að almenn stjórnarbylting verði í landinu, því að allt virðist benda til þess, að stjórnin geti við ekkert ráðið, er fram 1 sækir. Upphlaup og róstur í Shanghai og út- litið alvarlegt. 20 kínverskir uppreisnar- roenn fallnir. Þýzkt herskip komið þang- að, og tvö japönsk herskip á leiðinni til að skakka leikinn. Stórt járnbrautarslys varð í New-York (Park Avenue), og er ætlað að fjöldi manna hafi þar meiðzt eða misst lífið. Mannvinur einn að nafni Herving hef- ur gefið Hjálpræðishernum (f Lundúnum) uroráð yfir 100,000 pd. sterl. til að stofna heimkynni fyrir atvinnulaust fólk. Dæmdir hafa verið til dauða 3 Ar- menar, fyrir að hafa gert tilraun til að myrða soldán með sprengivél í júlím. síðastl. Roosevelt forseti hefur lýst því yfir 1 ræðu, er hann hélt 1 New-York, að ó- friður væri réttmætur, ef þjóð væri rang- lega áreitt en hann lét það álit í ljó-i, að ef gerðadómafyrirkomulagið væri lat- ið ná til hernaðarsaka myndi það fyrir- byggja öll vandræði. Kveldskemmtun til ágóða fyrir minnisvarða Jónasar Hallgrímssonar var haldin f Báruhúsinu í gærkveldi, og allvel sótt. Var skemmt- un þessi hin fjölbreytilegasta og þótti mjög vel takast. Meðal annars var gerð- ur mjög mikill rómur að söng frk. Elfn- ar Matthíasdóttur, enda á hann það fylii- lega skilið, fer þar saman rnjög lagleg rödd og snildarleg meðferð á efninu. Frú Henriette Biynjólfsson lék á hljóð- færi prýðilega vel, og sötig síðan nokkr- ar danskar gamanvfsur, er áheyrendunum þótti mikil skemmtun að, og þótti henni takast það ágætlega. Hr. Árni Thorsteins- son ljósmyndari söng »sóló« einkar lag- lega, meðal annars 3 ný lög, er hann hefur sjálfur samið, þar á meðal eitt við textann: »Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla« eptir H. Hafstein um Jónas Hallgrímsson. Átti mjög vel viðaðsyngja það við þetta tækifæri, og lagið hið feg- ursta, samsvarandi textanum. Hr. Á. Th. er óvenjulega mikill smekkmaður á söng, enda bera lög hans þess ljósan vott. Söngfélagið Gýgjan söng nokkur lög. Stjórnaði frk. Valgerður Lárusdóttir því prýðilega. Hall- dór Jónsson söng ásamt kvennakór »Skóla- kennarann« og »Forsöngvarinn og fólkið«, og Jón Ólafsson las upp. Skemmtunin stóð 27» kl.st. Um Vestm.eyj a-læknishérafl sækja Ingólfur Gfslason, Halldór Gunn- laugsson, Guðm. Scheving og Jón Rósen- kranz. Hjá ritstjóra ísafoldar. Hinn 29. f. m. heimsótti eg ritstj. ísaf. til að gefa honum færi á að spyrja mig um ferðalag mitt, og afhenti honumjafn- framt blað með þessum orðum : íRitsfmastaurarnir. Hr. ritstjóri I Leyfið mér að gera þá stuttu athugasemd út af smágrein með þessari yfirskript í blaði yðar síðast, [að »samningar« um ritsímastauraflutning í Skagafirði voru engir til fyr en 9. þ. m., að eigi var unnt að veita þá atvinnu þar, fremur en annarsstaðar þar nyrðra, svo mörgum sem þiggja vildu] og að svo virtist mér sem flutningstilbjóðendur þar væru menn, er vissu hvað þeir gerðu, eigi sfður en aðrir. Eigi varð eg þess var, að Skagfirðingar fremur en aðrir tryðu öfgum, sem ssagðar* eru eða »skrifaðar« um þunga stauranna, né óttuðust, að af komu þeirra þar mundu stafa nein undur, svo sem algerður hrossa- fellir; en það væri eina lfklega ástæðan til að ætla, að flutningskostnaðurinn gæti »komizt upp í 15 kr. á staur«. Gröf, 28. nóv. '05. Björn Bjarnarsom. Eg. spurði ritstj., hvort hann vildi biita þetta 1 blaði sfnu, og eptir að hann hafði lesið það með athygli, kvað hann ekkert vera á móti því. Ekki hefur hann þó gert það, en að eins tekið meininguna úr þeim orðum, sem hér eru sett milli hornklofa. Hví hann hefur séð sig um hönd, veit eg ekki. Hann tók mér lið- Algengt, fágætt, skrítið. Algengt er: allskonar, matvörur, munaðarvörur, kaðlar, línur o. m. fl., en það er ekki algengt, að þe’tta sé allt af beztu tegundum, og þó ódýrara en annarsstaðar eins og í verzluninni EDINBORG í REYKJAVÍK. Fágætt er. Caecream, skókumargarine, Vita, Harrisons Prjónavélar, Spiritista- verkfæri o. fl. o. fl., sem fæst hvergi á íslandi nema í verzlun- inni EDINBORG. Skrítnir og fagrir eru óteijandi smamunir, bæði til skrauts og nytsemdar- og sem hvergi fást aðrir eins og á Jólabazar Edinborgar, En skrítnust af öllu er þó horngrýtis hnotan, sem hangir í bandi, og seðlar í kring. Hafið þér gizkað á hana f Það spiliir ekki. Hátíðadrykkir e e en með og án áfengis eru beztir í Telefon i67. vln & ölkjallaranum í ia7. „Ingðlfshvoli“. Það þarf ekki að gizka á hvar mest og bezt úrval sé af alls konar vefnaðarvöru og öðrum nauðsynlegum varningi til jólanna. því það vita allir að er að Ingó’fshvoli. Nýkorc.19 er: stórt úrval af skinn-búum, svart silkitau í svuntur p^.lit gardínutau m. m. Þ»að er alveg dæmalaust hvað verzlunin LIVERPOOL selur ódýr og góð emailleruð áhöld og úrvalið er stórkostlegt. lega, og meðferð hans á svörum mínum finn eg ekki að. Ekki spurði hann mig um, hve dýrar þessar ferðir mínar f símaerindum hefðu orðið, og mátti það þó telja drengilegra en að dylgja um kostnaðinn af þeim. Með hreiskilni mundi eg hafa svarað slfkri spurningu eins og öðrum; enda tel eg mér og landsmönnurn, þeim er eg hef átt skipti við á ferðunum, heiður að því, hve lítið þessar ferðir mínar hafa kostað. Af því mér finnst, að nafni minn og gamli kunningi ritstj. Isaf. eigi bágt með að sýna óhlutdrægni f þessu máli, sendi eg þessar línur öðru blaði. B. B. .MUi.......... ...... . .. ■,,.... Tiinlóðir til sölu við Laufásveg Gísli Þorbjarnarson. Höfuðfot. Harðir hattar 1,65- Linir 1,50- -6,00. -4,50. ^ Kaskeiti 22 teg. 0,50—2,25. i Vetrarhúfur 0,65—8,00. ^ Silkihattar 4.50—10,50. ^ Enskar húfur 0,50—1,50. ^ 3 þúsund stk. fyrirliggjandi. i C. & L. Lárusson. ^ Þingholtsstræti 4.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.