Þjóðólfur - 02.03.1906, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR.
35
Patentstrokkurinn
er viðurkenndur að vera, þegar alis er gætt, langbezti heimilis strokkurinn, sem til er
nú i heiminum-, og óefað er hann sá langhezti, sem þekkzt hefur hér á landi. — Því
mega menn trúa (s já „Hlín"). Verð 38—44 kr., afsláttur ef 6 eru keyptir 1 einu. Hér
eru sýnd vottorð nokkurra valinkunnra bænda á suður- og suðausturlandinu, um gildi
þessara Patentstrokka :
„Af því eg er einn af þeim fyrstu hér á landi, sem hafa reynt Patentstrokkinn
amerlkanska, sem hr. S. B. Jónsson í Reykjavík hefur flutt hér til lands og gefiðmönn-
um kost á að nota, þá finn eg mér skylt að skýra stuttlega frá reynslti minni á hon-
um, og er hún þannig:
Strokkur þessi er svo léttur 1 drætti (að strokka) að hvert stálpað barn, sem
hefur vit og stöðuglyndi til að hreyfa hann, er öldungis óþreytt, þegar strokkuninni
er lokið í hvert sinn — honum er snúið með vogstangarsveiflu — og er það eitt
svo mikilsverður kostur, að fullnægir til að taka hann fram yfir alla aðra strokka,
sem eg hef átt kost á að reyna. Við 2 samanburðartilraunir, sem eg hef gert meíJ
hann og gamla bullustrokkinn okkar, með 12 pd. af skilvindurjóma í hvert sinn, sama
hita á rjómanum á báðum (15—16 st. á C.), þá fengust 18 kvlnt af sméri meira
úr „Patentstrokknum" en úr bullustrokknum. Eg ræð því öllum til að fá sér
»Patentstrokkinn«, því með honum er sparað mikið erfiði við að strokka, og smérið
aukið til muna jafnframt, til móts við að nota bullustrokkinn. Auk þess er hann
mikið snoturt og eigulegt, og að því er séð verður, mjög varanlegt áhald.
Ef margir kaupa hann, sem ætti að vera, þykir mér sennilegt, að hann yrði enn
ódýrari en hann er nú.
Hr. S. B. Jónsson hafi þökk fyrir að flytja hann hér til lands.
Meðalfelli í Kjós, í desember 1903.
Eggert Finnsson (bóndi).
Patentstrokkurinn nr. 1, sem eg keypti af hr. kaupm. S. B. Jónssyni í
í Rvfk á síðastl. vori, hefur mér reynzt að öllu leyti gott verkfæri, og að mfnu áliti
er hann ómissandi á hverju heimili. Þetta votta eg eptir beztu vitund.
Geldingaá f Borgarfirði, 21. janúar 1903.
Ólafur Jönsson.
Aths. Stuttu eptir að hr. E. Finnsson hafði eignast Patentstrokkinn, pöntuðu
16 nágrannar hans hann f félagi; svo nauðsynlegur virtist þeim hann vera.
S. B. Jdnsson.
Eptirfylgjandi eru vottorð 9 undirskrifaðra bænda í Árnessýslu. Þau eru öll
samhljóða í aðalatriðunum, að efninu til, eins og handritin með hvers eins undirskript
sýna, en eru hér samandregin í eitt rúmsins vegna. Þau eru dagsett flest árið 1904
og hljóða þannig:
Patenístrokkurinn (nr. 1—2) sem vér undirskrifaðir höfum keypt af hr.
S- B. Jónssyni kaupm. í Reykjavfk, líkar oss í alla staða vel. Hann er léttur í drætti
— svo léttur, að hvert stálpað barn getur hæglega snúið honurn, og sfrokkað til enda
án þess að þreytast. — Hann sparar tfma og léttir erfiðið, en eykur þó smjörið a ð
mun, sé réttra hitastiga gætt við strokkunina, til móts við bullustrokkinn gamla.
Ennfremur heíur hann þann stóra kost, að hann er mjög hrainlegt áhald, svo, að alls
ekkert ryk getur komizt í rjómann meðan strokkað er.
Kolbeinn Guðmundsson,
Úlfljótsvatni.
Ögmundur Kolbeinsson,
Hjálmholti.
Sigurður Guðmundsson,
Helli,
Sigurður Jóhannesson,
Kröggólfsstöðum.
Guðm. Guðmundsson,
Hróarsholti.
Jón Sigurðsson,
Búrfelli.
Hróbjartur Jónsson,
Oddgeirshólum.
Guðm. Erlendsson,
Skipholti.
Oddur Ögmundsson,
Árbæ.
Strokkar þessir fást aðeins hjá
kaupm. s. b. Jónssyni
í Reykjavik (Box 15 a.).
hagsástæður hreppsins eru góðar, og jarðir
þar hækka óðum í verði.
Mosfellshreppi leyft að ábyrgjast lán úr
Ræktunarsjóði fyrir „girðingafélag" hrepps-
ins. 12 bændur hafa þegar fengið járnefni
í túngirðingar, sumar þegar fullgerðar.
í fyrra buðu Mosfellingar að leggja fram
1000 kr. og sýslan 3000 kr. til þjóðvegarins
frá Elliðaánum norður á við, ef landssjóður
legði hann að öðru leyti upp að Esju. Nú
veitti þingið að eins 4000 kr. á móti. Fund-
urinn samþ. að nýju framlag sýslunnar, og
Mosf.hr. stendur við sitt boð. Þetta litla
sýslufélag leggur á sig 4000 kr. gjald og
býður það frarn landssjóði til lijálpar, til að
gera samgangnabót, sem honum einum bar
skylda til. Hvar eru slfks dæmi? Auðvitað
er búist við, að landssj. haldi veginum á-
fram.
Þá var Mosf.hr. leyft að taka 1000 kr.
lán til vegargerðar og jarðakaupa.
Óskað var að gufubáturinn „Reykjavík"
kæmi 4 sinnum á ári áætlaðar ferðir á
Maríuhöfn í Kjós. Heitið var 1000 kr. úr
sýslusjóði til að kaupa hluti í mótorbáti til
áætl ferða um Kollafjörð og Hvalfjörð, með
skilyrðum urn hluttöku í undirbúningnum af
sýslunefndarinnar hendi.
Umsóknir um kaup á 3 þjóðjörðum lá
fyrir fundi. Þótti þurfa sérstök lög fyrir
sölu einnár þeirra, Valdastaða, samkvæmt
2. gr. þjóðjarðasölulaganna.
Sýsluvegagjald ákveðið 2 kr. fyrir verk-
færann mann. — Ákveðið að jafna niður
1500 kr. sem sýslusjóðsgjaldi þ. á.
Fræðslumálafrumvarp efri deildar aðhyllt-
ist meiri hl. sýslunefndarinnar. Gerðar
ýmsar athugasemdir við málið.
Ágangsfrumvarpinu mótmælt, nema að
hreppa- eða sýslufélög fengi samþykktarvald
í þeim málum, m. fl. athugasemdum.
Seltj.hreppi leyft að selja gamla barna-
skólahúsið, og taka 2,500 kr. lán til að
byggja nýtt.
i8/2—06. B.
Heiðurssamsæti
héldu Þingvallasveitarmenn Hannesi
bónda Guðmundssyni í Skógarkoti hinn
11. febrúar; þá var hann sjötugur
að aldri. Samsætið hófst litlu eptir nón
Og hézlt fram til morguns daginn eptir.
Var þar mælt fyrir minni heiðursgestsins
og honum flutt kvæði, sem kona hafði
ort; loks var honum gefinn silfurbúinn
stafur með fangamarki hans. Samsætið
fór hið bezta fram og tóku menn þátt í
því með mikilli gleði og einlægni, því
Hannes er maður vinsæll og virtur þar í
sveit. Hann hefur búið allan sinn búskap 42
ár í Þingvallasveit, fyrst á Heiðarbæ, svo
1 Miðfelli og svo mörg ár í Skógarkoti,
og þar býr hann enn. Alla þessa tíð
hefur hann mátt teljast með beztu bænd-
um sveitarinnar, hefur ætíð búið við góð
efni og borið þung gjöld, því opt hafa
mikil sveitarþyngsli hvílt á hreppnum, en
mest hefur þótt um það vert, hver bjarg-
vættur hann hefur verið, þegar í raun-
irnar hefur rekið og hve hjálpsamur hann
hefur reynzt, þegar mönnum hefur legið
á. Hann hefur því að maklegleikum
traust og virðingu sveitunga sinna, sem
fegnir vildu óska að kraptar hans og
heilsa mættu sem lengst endast.
í samkvæmi þessu gaf Hannes Þing-
vallahrepp 1000 kr., sem skyldi vera stofn-
fé fyrir ekknasjóð í hreppnum eptir hans
dag. Nákvæmari skipun á fyrirkomulagi
sjóðsins verður tiltekið á manntalsþingi
á Þingvöllum á komandi vori. Áður
hefur Hannes gefið Þingvallakirkju mjög
vandaða og fagra altaristöflu; með þessu
hvorutveggju hefur hann sýnt sveitarfélagi
sínu og kirkju meiri rækt Og höfðingskap
en almennt gerist.
S.
Lausn frá prestsembœtti frá
fardögum 1906 hefur fengið 23. f. m. Hi'or-
leifur Einarsson, prófastur að Undirfelli í
Vatnsdal, samkvæmt beiðni hans, með ept-
irlaunum, og séra Emil Gudmundsson að
Kvfabekk í Eyjafjarðarprófastsdæmi, sökum
heilsubrests, og eptir beiðni hans, með ept-
irlaunum
Lausn frá prófastsembætti hefur séra
J ó n a s próf. Jónasson á Hrafnagili feng-
ið, og er séra Geir Sæmundsson
á Akureyri settur prófastur f Eyjafjarðarsýslu.
Laust prestakall. Kviabekkur í
Eyjafjarðarprófastsdcemi. Mat. kr. 944,30.
— Hin fasta uppbót brauðsins er greidd
með kirkjujörðum frá Völlum." — Brauðið
hefur um allmörg ár einnig fengið bráða-
birgðauppbót, 200 kr. optast.
Húsabótalán hvílir á prestakallinu, upp-
runalega að upphæð 450 kr., samkvæmt
landshöfðlngjabréfi 30. maíí 1900. fStjórnar-
tíðindi B, bls. 77).
Veitist frá fardögum 1906 að telja.
Auglýst 27. febr. 1906.
Umsóknarfrestur til 11. aprfl 1906.
Yfirlit
yfir
hag íslandsbanka 31.jan. 1906.
Acti va:
Kr. a.
Málmforði.....................332,700,00
4°/o fasteignaveðskuldabréf . 42,900,00
Handveðslán...................477,896,83
Lán gegn veði og sjálfskuldar-
úbyrgð....................1,234,923,46
Víxlar........................534,022,62
Verðbréf......................159,900,00
Erlend mynt ................ 375.°9
Inventarium....................51,936,56
Byggingarkonto.................78,208,23
Kostnaðarkonto................. 2,213,03
Útbú bankans................1,032,305,68
I sjóði....................... 12,250,31
Samtals 3,959,631,81
Passi va:
Kr. a,
Hlutabréfakonto........2,000,000,00
Seðlar í umferð..........775,185,00
Innstæðufé á dálk og með
innlánskjörum .... 523,199,27
Vextir, disconto o. fl. . . 24,317,95
Erlendir bankar ogýmsiraðr-
ir kreditorar..............636,929,59
Samtals 3,959,631,81
Firma-tilkynning.
Samkvæmt lögum nr. 42 frá 13.
nóvember 1903, hefur neðangreint
firma verið tilkynnt til innfærslu í
verzlunarskrá Vestmannaeyjasýslu.
Stórkaupmennirnir etazráð J. P. T.
Bryde og H. J. Brydfe, báðir til heim-
ilis í Kaupmannahöfn, reka verzlun bg
fiskiveiðar í Vestmannaeyjum undir
firmanafninu J P. T. Bryde. —- Báðir
félagar hafa ótakmarkaða ábyrgð, og
hvor um sig ótakmarkaðan rétt til að
rita firmað. Undirskript firmans er J.
P. T. Bryde.
Skrifstofu Vestmanneyjasýslu
23. febr. 1906.
Magnús Jónsson.
Aðalfundur
sýslunefndarinnar í Gullbringu- og
Kjósarsýslu fyrir árið 1906 verður
haldinn í Hafnarfirði þriðjudaginn 27.
marz næstk. og byrjar kl. 11. f. h.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu,
27. febr. 1906.
Páll Einarsson.
Fjármarlc Jóns Jíelgasonar Blábringu
á Rangárvöllum er biti fr., lögg apt. h.,
blaðstýft apt., standfj, fr. v. Brennimark:
Jón.
Tapazt hefur frá Hreiðurborg ( Flóa,
morflekkóttur hundur með ól um hálsinn
með Ó J A 13. Finnandi er vinsamlega
beðinn að gera undirskrifuðum aðvart eða
senda ef hægt er. =% 1906.
Olafur Jóhatinesson.
Síðdegisguðsj>jón. í dómkirkjunni
á sunnud. kl. 5 (séra B. Hjaltested).
Söluumboðsmenn óskast.
Sú pakkalitaverksmiðja fyrir
heimalitun, er hefur bezt orð á
sér slfkra verksmiðja í Danmörku,
viil koma litum sínum að á ís-
Iandi og óskar eptir seljanda á
hinum ýmsu verzlunarstöðum \
Iandinu. Verksmiðjan býr að eins
til liti af beztu tegund, sem eru
öldungis ekta og auðvelt að fara
með, Nánari upplýsingar, sýnis-
horn og meðmæli sendast ef ósk-
að er.
R. Hansens & Söns Farvefabrik.
Varde.
Kaffi
ágætar tegundir.
Hvort heldur í smakaupum eður
heilum pokum.
Langódýrast i verzl.
B. H. Bjarnason.
Eyvindarstaðir á Álptanesi eru til
leigu nú frá næstu fardögum. Semja má
við Sturlu kaupm. Jónsson.
Líkkistu-
magasín
á Laugaveg 27
selur svartar líkkistur fyrir fullorðna
frá 14—100 kr. og gular 20—-IOO
kr. (hver), barnakiatur frá 2 kr.; allt
vönduð vinna, og fylgir að láni fögur
ábreiða á skammelin í kirkjttnni.
Kisturnar má líka panta hjá herra
kaupm. Matth. Matthíassyni.
/S / • sjóvetling-
Uromr ar eru keyptir
í Bakkabúð.
Sjómenn
munið eptir að skoða meðal annars
nærfötin, utanyfirfötin og þá ekki sízt
Oliufötin, sem verða lang ódýrust
eptir gæðum í Bakkabúð.