Þjóðólfur - 02.03.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.03.1906, Blaðsíða 1
58. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. marz 19 06. Verzi. EDIN BORGI Reykjavlk hefur með s/s „Hólar" fengið allmiklar birgðir af nauðsynjavörum og ýmsu, er til útgerðar heyrlr. Einnig ávexti í dósum, mjög margar tegundir. Allskonar brauð. Allskonar kryddvörur Ennfremur ávexti svo sem epli, appelsínur. bananas, vín— ber, sítrónur O. fl. — Svínslæri reykt eru komin aptur, þau eru bezt og ódýrust í Edinborg. _______IL-ll—— »■■■ BII' II H ■! H—■■■——■! «11 ■■ —I I !■ ——TTIM—Him 1 1 Sjömenn! Lítið á s j ófötin í, Liverpool* Þar er stórt urval af góðitm og ódý r u m .sjófatnaði, bæði á full- orðna og unglinga. Einnig ýmsar tegundir af Sjóstígvélum t. d. mjög hlý vetrarstígvél, fóðruð að innan með loðnu skinni. Allskonar VÖrur, er sjómenn þurfa með út á sjóinn, fást ávallt í ,Liverpool‘. , Þýðingar H- Heine: Buch der Lieder. Lyrisches Intermezzo. I. Jeg þóttist fyrrum öllum jafnheitt unna af yður: rós og lilja, dúfa og sunna. Nú er það breytt. Nú annjeg baraeinni, einni — stúlku, smárri, prúðri, hreinni. Hún er æðin allra munar brunna, í einu: rós og lilja, dúfa og sunna. II. Leggist þú fyrri ljúfan mfn ' í legurúmið svarta, klökkttr strax jeg kem til þín og krýp þér fast að hjarta. Teg kyssi, faðma’ og kjassa þig kaldan, bleikan náinn. Gleði og skjálfti grípttr mig, jeg græt og hníg svo dáinn. Þeir dauðu rísa’ um dimma nótt og dansa’ á grafarbörmum, en við ein kyr þá hvilumst hljótt, hvort 1 annars örmum. Þeir dauðu risa’ er dæma rögn dattðum raun og gleði, en við því sinnttm enga ögn og ttnum kyr á beði. III. Það hlær á hlýrtitn þínum ið hlýja sumar snót, en vetur kaldur velkir þér veika hjartans rót. En þetta breytist bráðum, það breytist hjartað mitt. Hélan sest að hlýrum, en hlýjan á brjóstið þitt. L. H. B. Bókmenntir. ®ugge, Alexander: Vikingernc. Billeder fra vote forfcedres liv. Anden samhng. Köbenhavn og Kristiania IQOÓ. 142 bls. 8. Nordisk forlag. Höfundur þessa rits, sonur hins fræga norska vísindamans Sophusar Bugge, hef- nr þegar áður gefið út annað safn sama efnis, um Hf feðra vorra á víkingaöldinni, einkum vestan hafs á Englandi og írlandi og í Vestureijum, og hefur Þjóðólfur áður lauslega getið um firra safnið (í 56. árg. á 195 bls.). í báðum ritunum er mjög mikill fróðleikur, mart nítt tekið fram, sem vér vissum ekki aður, um hf viking- anna firir vestan haf, um landnám þeirra Og viðureign við þær þjóðir, sem firir vóru, Ira og Engilsaxa, Og um allan hag þeirra. í firra safninu hneigðist höf. einkum að þvf að lisa viðskiftum þeirra við íra og keltneskar þjóðir, lífinit á ír- landi, í eijunni Mön o. frv. Enn 1 þessu síðara safni er langur og mjög fróðlegur kafli urn landnám víkinganna á Englandi og viðskifti við Engilsaxa, Sínir höf. þar Ijóslega fram á, hve djúpan feril vfking- arnir hafa markað í þjóðltfi Englendinga, svo að þess gætir jafnvel enn í löggjöf Breta og landstjórn, hve fastheldnir þeir vóru á þjóðerni sínu og máli — norræn eða dönsk tunga hjelst jafnvel sumstaðar á Englandi fram á miðja 12. öld — og hvernig þeir runnu smátt og smátt saman við þær þjóðir, sem firir vóru. Það er enginn efi á því, að víkingarnir frá Norðurlöndum, sem settust að vestan hafs, hafa orðið firir mjög rfkum áhrifum af Vesturþjóðunum og aftur haft áhrff á þær, og að þaðan hafa aftur borist öfl- ugir menningarstratimar heirn til Norður- landa og til Islands. Enn höf. hættir til að gera of mikið úr þessu, einkuni þar sem hann kemst út í að tala um afstöðu Vesturþjóðanna við bókmentir Islendinga. Hann heldur því fram, eins og faðir hans, að sagnaritun á norræna tungu hafi birj- að á írlandi meðal Norðmanna, sem þar bjuggtt, og orðið grundvöllur undir sagna- ritun vor Islendinga. Enn þetta og því um likt er eintómur heilaspuni. Svo er og um skoðanir höf. á Eddukvæðunum. Ef hann finnttr eitthvað í þeim, sem hon- um finst vera af írskri rót rnnnið, hættir honum til að álikta af því, að það og það kvæði sje ort af Norðmönnum á Ir- landi, t. d Rígsþttla, af því að nafnið Rfgr sje írskt orð, er þíði ’konttngur’. Enn höf. gleimir því, að f Islendingum er tals- vert af frsku blóði. Sumir af landnáms- mönnunum íslensku, og allmargir af þræl- unt þeirra, vóru Irar, og er því engin furða, þó að einstaka írskt orð hafi vilst inn í íslenskuna af þeim kinblendingi. Og síst gegnir það furðu, þó að frska orðið rí(g) væri kunnugt á Islandi, þar sem sumar höfðingjaættir, t. d. Breiðfirð- ingar o. fl., töldu kin sitt til írskra kon- unga. I Hávamálum stendur »gjalti glíkir verða gumna synir«og enn í dag er sagt »að verða að gjalti«. Varla er nokkur efi á því, að þetta orð »gjalt« er aðfengið úr írsku (ír. geilt, vitstola). Enn þar sem orðið er algengt á Islandi að fornn^og níju, er ekkert lík- legra enn að það hafi komist hér inn á landnámsöldinni. Líkt er um fleiri orð (kalkr, skutill o. frv.). Þó að þau sjeu útlend (írsk eða ensk) að uppruna, hefur íslenskan sett sitt mót á þau og markað þau undir mark hinnar íslensku þjóðar. Allmart er athugavert hjá höf., enn rúm- ið leifir ekki að ræða það. Þó get jeg ekki bundist að taka það fram, að það er ekki rjett hjá honum, að öllum beri saman um, að Þorsteinn rauðr Og Ey- steinn Ólafsson, sem getið er í írskum annálum, sé sami maðurinn. J. E. Sars segir í Noregssögu-ágripi sínu (I. 178), að þetta sé aðeins »laus getgáta«. Og ekki batnar nú, ef það er rétt sem höf. segir (312. bls.), að í írsku annálunum standi, að Eysteinn hafi verið drepinn — ekki af Skotum, sem hingað til hefur verið haft firir satt að þar stæði, — heldur af »Halfdani«, þvf að helsta ástæðan firir því að gera einn mann úr þessum tveimur var einmitt það, að báðir áttu að hafa verið drepnir af Skotum. Það virðist vafalaust,'að hjer sje um tvo menn að ræða, þó að báðir væru Ólafssinir. Ef Ari fróði hefur ekki vitað rjett nafn jafnnáins forföður síns, þá má um leið draga stórt strik ifir alla íslenska ættfræði. Annars er bókin skrifuð með miklu fjöri, skemtileg aflestrar og svo Ijós, að hver alþíðumaður, sem dönsku skilur, getur haft bæði gagn og gaman af henni. Meinleg prentvilla er á 307. bls. ; þar eiga 13. og 14. lína að standa efst, enn hafa vilst inn á rangan stað. B. M. Ó. Kosning. Á fundi í gærkveldi kaus bæjarstjórnin þá 6 menn, er hún samkv. 4. gr. laga um iandsdóm á að kjósa í þann dóm. Kosnir voru: Ásgeir Sigurðsson kaupm., Halldór Jónsson bankagjaldkeri, Sighvatur Bjarna- sonbankastjóri, ÞórðurThoroddsen banka- gjaldkeri, Þorleifur Jónsson póstafgreiðslu- maður og E. Hjörl. rítstj., — helmingur heimastjórnarmenn, helmingur valtýskur. Alls verða kosnir á öllu landinu 72 menn í dóm þennan, en af þeim ryður efri deild alþingis burtu 24, og af þeim 48, sem þá eru eptir, er helmingurinn (24) dregnir með hlutkesti í sameinuðu þingi og sá hluti á sæti í dómnum, en hinn helming- urinn er varamenn. Auk þess skipa dótn- inn 6 lögfræðingar (yfirréttardómendurnir séu þeir ekki alþingismenn og 3 elztu lög- fræðingar), alls 30 rnanns, en er til máls- sóknar kemttr gegn ráðherranuro, er dóm- urinn svo ruddur af sóknara og ákærða, að ekki dæma nema 15. Enginn, sem á sæti á alþingi er kjörgengur í dóminn og ekki yngri menn en 35 ára, né eldri en 60. Þá er landsdómsmaður er kominn yfir þann aldur, víkur ltann úr dóminum. Lögin um landsdöminn eru prentuð i heild sinni í Þjóðólfi 22. sept. f. á. (nr 40 B.) og vísast til þess hér. Kosning þessi í bæjarstjórninni var hlut- fallskosning og er alleinkennileg. Sýnir t. d. kosning ritstj. ,,Fj.konunnar“(!) ljóslega hvernig Valtýingar mundu æskja að lands- dómurinn yrði skipaður og hversu fegnir þeir vildu traðka sanngirni og réttlæti 1 pólitískum málttm, ef þeir fengju því ráðið. Frá útlöndum fátt tíðinda þessa vikuna að því er séð verður af leptskeytafregnum. Helzt tíð- indavænlegt frá Kína. Loptskeyti í gær- kveldi segir meðal annars svo: „Æsingar gegn útlendingum í Kína er orðin mjög alvarleg, flest stórveldih eru í óða önn að senda herskipaauka og hergögn austur þangað. Sagt að kínverski keisarinn ráði engu, og upphlaup séu í ýmsum hlutum ríkisins. — Illa gengur stjórnarhernum rússneska að bæla niður uppreisnina í Eystrasaltslöndunum, og hafa uppreisnar- menn opt borið hærra hlut„. „Hölar" komu hingað frá Khöfn 25. f. m. og fara héðan aptur á morgun. Með skipinu fer Halld. Dan. bæjarfógeti i 6 mánaða orlof erlendis (sbr. síðasta blað), ennfrem- ur snögga ferð Jón Þorláksson verkfræð- ingur með frú sinni. Botnvörpuskip enskt, („Golden F,agle« frá Hull) strand- aði suður á Miðnesi, skammt frá Stafnesi, aðfaranóttina 17. f. m. Mannbjörg varð, en einn háseti dó af kulda, er á land var komið. Norskir sjómenn 72 að tölu kom hingað 21. f. m. með gufuskipinu „Riberhus“ beint frá 'Noregi. ýeir eru ráðnir á þilskip hér af Kolbeini ^orsteinssyni skipstjóra, er fór utan i )eim erindum, Um 20, er ráðnir voru, cornu ekki, er skipið átti að leggja af stað með þá Þessir, sem hingað komu nú, virðast vera öllu álitlegri yfirieitt en hópurinn í fyrra. Hver þessara norsku sjómanna fær ókeypis ferð hingað og kaup fyriv febrúar, en mánaðarkaup þeirra er nokkru lægra en ísl. fiskimanna. „Islandsfalken ' heitir nýja varðskipið danska, er kem- ur hingað í þessurn mánuði. íslendingai' ættu að kalla það eingöngu »Valinn«. Það er fallegt nafn og á vel við (»Valur er á veiðum«).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.