Þjóðólfur - 04.05.1906, Page 1

Þjóðólfur - 04.05.1906, Page 1
58. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. maí 1906. M 21. Meðal alls þess „sælgætis“ sem fæst í Verzi. EDlNBORGíReykjavík má meðal annars nefna: Cadbury’s Cream Chocol. í kössum á O, io, 0,25, 0,35 o. s. frv. do. milk Cliocol. 1 plötum 0,50. Kirsebær (kandiseruð 1,10 og allskonar á.vexti ferska og í dósum o. m. fl. Nóg til af hinum annáluðu 1 j úffengu svínslærum er allir sækjast eptir. — Einnig nýmjóikurostar bráðfeitir á 0,75, 0,85 og 1,00 svo og thebraud og kaffibrauö margskenar. Sítron sodavatn og Mörk Carlsberg til að skola matnum niður með, o. m. fl. Vefnaðarvörubúðin að Jngólfshvoli' er nú ein af stærstu vefnaðarverzlunum bæjarins, en þó að eins tveggja ára gömul. Hefur verzlunin lagt aðaláherzlu á, að selja vandaðar, en þó ódýrar vörur; enda hefur fólk kunnað að nota það, því alltaf fara viðskiptin við hana vaxandi og verzlunin þar af leiðandi stækkað mjög mikið á svo stutt- um tíma. Vörurnar eru í ár sérlega vel valdar og ódýrar að vanda. Sérstaklega ■skal benda kvennfólkinu á SVUntutauín — kjóiatauin, og þá eigi sízt á SJÖLIN, sem hvergi fást önnur eins. Járnrúm frá 6 kr. Saumavélar frá 28 kr. Útsala á öllu, sem eptir er af japönskum munum. 250/0 afsláttur! 250/0 afsláttur! Útlendar fréttir. Kaupmhöfn 20. apríi. Jarðskjálftinn í San Francisco. Miðvikudaginn 18. þ. m. kl. 5V4 vökn- uðu bæjarbúar 1 San Francisco við ógurlegan jarðskjálfta, sem er lýst þann- ig, að fyrst hafi jörðin virzt sökkva, síðan lypzt hátt í lopt upp og sokk- ið svo aptur niður. Jarðskjálftakippur- inn kom aptur, og á fáum mfnútum umbreyttist stór hluti borgarinnar í rústir. Göturnar hrundu saman og húsin lyptust frá grunni eins og smáknettir og hrundu saman með miklu braki yfir höfðum fbúa sinna, sem annaðhvort drápust og lim- lestust eða komust á flótta. Allt fólk flúði, eins og geta má nærri, út úr 'núsum þeim, er uppi stóðu, og sumt hálf nakið upp úr rúmunum. En það var ekki nóg með eyðileggingar þær, er jarðskjálftinn olli, því skömmu seinna kom upp megn eldsvoði hér og þar í borginni, er hefur nú geisað þar í 2 daga samfleytt, og full- komnað eyðileggingarverkið. Ástandið í hinni eyðilögðu borg er, eptir þeim hraðskeytum að dæma, sem streyma hingað frá Amerlku, hið voðaleg- asta sem hugsazt getur. Það er fullyrt að um 5000 mannshafimisstlffið, en flestir íbúar borgarinnar séu h ú s - næðislausir eða fullar 300,000 manna; skaðinn af tjóninu er metinn 2000 miljónir króna. Eins og áður er getið, brennur borgin enn í 25 stöðum og slökkviliðið getur ekkert ráðið við eldinn, vegna þess að vatnsverkin eru eyðilögð. Allar opinber- ar byggingar stórborgarinnar eru annað- hvort hrundar til grunna eða brenndar niður til ösku. Ofan á allar hörmungarnar í borginni bætist, að ræningjar og aðrir stórglæpa- menn rup]a öllu og ræna, bæði lifandi menn og lík hinna drepnu. Hver maður, sem gripinn er í ránum eða þjófnaði, er tafarlaust skotinn til bana. Eins og nærri má geta, hafa menn um öll Bandaríkin flýtt sér að veita hjálp á allan hátt. Stjórnin í Washington hefur þannig veitt 10 miljónir dollara til hjálpar hinum nauðstöddu, 200,000 tjöld til skýlis hinum húsviltu, ógrynni af matvælum og mikið herlið hefur einnig verið sent til San Francisco til hjálpar. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari og Fallieres forseti Frakklands hafa þegar sent hlut- tekningarskeyti til Roosevelts forseta. Eldgos úr Vesúv. Eins og menn sjálf- sagt hafa þegar frétt, hafa hin mestu eld- gos úr Vesúv átt sér stað frá byrjun þ. m. og fram í rniðjan mánuðinn, og gert afar- mikinn skaða og manntjón í bæjum og horg- um, sem liggja umhverfis þetta fræga eldfjall. Margir bæir, svo sem Ottojano, er hefur 19,000 Ibúa, og Guiseppe eyddust með öllu, sömuleiðis umluktust bæirnir 1 orre del Greco og Boscotrecasse o. fl. af glóandi hraunflóði og lögðust í eyði. Fleiri bæir og borgir, svo sem Neapel, biðu einnig ógurlegt tjón við þessi miklu eld- gos og jarðskjálfta þá, er fylgdu með þeim, í>eai kvað að 9. ög 10. apríl. Öskufallið var svo feiknalegt, að jörð- in huldist með 5 álna þykku öskulagi á mörgum stöðum. Prófessor Mattucci, sem hélzt við á athugunarstöðinni á Vesúv allan tím- ann, þrátt fyrir öll ósköpin, sem á gengu, hefur skýrt frá, að eldlogarnir upp úr fjallinu hafi verið 500 metra háir, og gló- andi steinar hafi þeytst3ooo fet í lopt upp. Skaðinn af eldgosum þessum á Italíu er áætlaður um 500 miljónir króna; hér urn bil 150,000 manns urðu húsviltir ‘og sagt er að alls hafi 800 manns misst lífið. Konungur og stjórn hafa gert allt til að hjálpa hinum nauðstöddu, og sömuleiðis hafa Frakkar, Þjóðverjar og Austurríkis- menn rétt nágrannaþjóð sinni hjálpar- hönd með fégjöfum. Próf. Mattucci hefur fengið há heiðurs merki fyrir hina ótrauðu framkomu sína. Marokkofundnrinn. 8. þ. m. skrifuðu full- trúar stórveldanna á alþjóðafundinum í Algeciras undir gerðabók (protokoll) fund- arins og var þá þannig lokiö hinum fræga fundi um Marokko. I sfðustu fréttum var getið um höfuðatriði og árangur fund- arins, og þess að Þýzkaland eða réttara sagt Vilhjálmur keisari hefði undir niðri verið sáróánægður með úrslit hans. Þetta kom og mjög greinilega í Ijosí þakkarhrað- skeyti, er keisarinn sendi Goluchowski utanríkisráðgjafa Austurrlkis fyrir þá hjálp og aðstoð, er Austurríkisfulltrúinn hefði veitt Þýzkalandi á fundinum í Algeciras. Þessi orðsending hefur vakið mikið um- tal og gremju, bæði á Italíu, sem engar þakkir fékk, en þó einkum á Frakklandi og Englandi. Ungverjaland. Loks hefur Franz Jó- seph keisara tekizt að mynda sér nýtt ráðaneyti. Hinn nýi ráðaneytisforseti, sem tók við völdum af Fejervary, heitir Wekerle og einn af ráðgjöfunum er Kossuth, sonur frelsishetjunnar frægu; er af því augljóst, að keisaiinn hefur orð ið að brjóta odd af oflæti sínu. Aptur á móti er ekki hægt að segja, að Ungverjar hafi að öðru leyti unnið mikið við slðustu tveggja ára pólitiska baráttu sína og t. d. verður þýzka töluð í ungverska hernum eins og áður. Rússland hefur fengið nýtt ríkislán, 2225 miljónir franka að upphæð, einkum í Frakklandi. Castro forseti Venezuela hefur lagt niður völdin, og var hann orðinn þreytt- ur á að standa í stórræðunum. Var fyrv. varaforseti Gomez valinn eptirmaður hans. Hinn frægi vfsindamaður próf. C u r i e í París, er fann upp undramálminn „ra- dium", andaðist 18. þ. m. Hann datt á götu, en í sömu andránni var vagni ekið ekið yfir hann. Hann var strax borinn á spítala, en lézt þar af áverkanum eptir nokkrar klukkustundir. Curie varð að eins rúml. 40 ára gamall. Frá Höfu. Þessa dagana dvelur k í n - versk seadinefnd hér í borginni sem er send áf stjórninni til þess að kynnast menntun vesturlandaþjóða. Tign- ustu meðlimir nefndarinnar er mennta- málaráðgjafinn kínverski T s a i-H u n g-T s e og jarlinn af Foutshov T u a n -F a n g. Þessum herrum hefur verið tekið hér með hinum mestu virktum. Friðrik kon- ungur veitti þeim áheyrn, og íéllu þeir til fóta honum. Líka hafa þeim verið haldn- ar miklar og dýrðlegar veizlur og sýnt allt það markverðasta, sem höfuðborgin hefur að geyma. 10. þ. m. andaðist prófessor A x e l H a s 1 u n d rúmlega 60 ára að aldri. Hann var elztur og merkastur húð- og kynsjúkdómalæknir Dana. Nýlegalézt og hér í borginni hin fræga leikkona frú Eckardt 67 ára gömul. Hún var íslenzk í föðurætt, þremenningur að frændsemi við Berg Thorberg lands- höfðingja. Til ritstjóra Skúla Thoroddsen! í 3. tölublaði Þjóðólfs þ. á. birtu 102 kjósendur hér f Eyrarbakkahreppi trausts- yfirlýsingu til meiri hluta þings og stjórn- ar. vorrar, og lýstu jafnframt yfir því, að þeir væru ósamþykkir hinum sffelldu og ómaklegu árásum á stjórnina. Ætla hefði mátt, að jafn hógvær yfir- lýsing hefði annaðhvort verið látin ó- átalin, eða þá að mælt hefði verið á móti henni með rökum og sæmilegum ,orðum, enda hefur hún verið látin hlutlaus af öllum nema þér, sem í blaði þínu hefur ritað afar illyrta grein í garð Eyrbekk- inga. Þú bregður oss um »þekkingarskort« og sfádæma ræfilshátt«. Því skal sízt neita, að menntun ýmsra hér er á lægra stigi, en vera skyldi, en svo er víða um land, einnig meðal þinna eigin kjósenda. Hitt er jafn víst, að hérer margt manna,sem fullfærir eru um að mynda sér sjálfstæða skoðun á landsmálum af lestri blaða og alþingistíðinda. Og hvað sem því líður, þá brestur þig gersamlega kunnugleik til þess, að geta með nokk- urri sanngirni dæmt um menntun og þekkingu kjósenda hér. Þú telur sennilegt, að nokkrar stjórn- arsleikjur hafi »narrað« menn til undir- skriptanna. Það er leitt, að það sem þú telur sennilegt, skuli vera ósatt, en því er þó svo varið í þetta sinn. Þeir sem máls hófu á þessari yfirlýs- ingu, eru stjórn vorri lítt eða alls eigi persónulega kunnugir, og menn hafa hér sjaldan verið betur sammála en í þessu yfirlýsingarmáli. Það þurfti því engan að »narra« til undirskriftar. . Vér Eyrbekkingar þykjumst hafa það góðum mönnum á að skipa, að vér höf- um jafnfullan rétt til, og eins mikið vit á að láta í ljósi skoðanir vorar á lands- málum, eins og ýmsir flokksmenn þínir, sem á síðastliðnu sumri létu rigna yftr-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.