Þjóðólfur - 04.05.1906, Síða 2

Þjóðólfur - 04.05.1906, Síða 2
78 ÞJÓÐÓLFUR. lýsingum gegn gerðum stjórnar og meiri hluta þings, og finnum því enga skyldti vora að beygja oss mótmælalaust fyrir gífuryrtum sleggjudómi ókunnugs manns um menningu vora, skaplyndi og skoð- unarstefnu. Þar sern þú í grein þinni hefur önnur eins orð um kjósendur hér, eins og »ræf- ilsgrey*, sóvönduðustu prakkarars, »góð skinn* o. s. frv., þá verður þú að fyrir- gefa, þótt eg gjaldi þér ekki orðbragðið 1 likri mynt aptur, því að þótt þú liafir aðra skoðun en eg á surnum aðalmálum þjóðar vorrar, þá met eg þig engu minni mann fyrir það, og að ausa yfir þig fúk- yrðum, tet eg sjálfum mér ósamboðið, enda enga sönnun fyrir málstað mínum. Þú segir, að þjóðin þarfnist »menntaðra og sjálfstæðra borgara«. Rétt er þetta mælt, en vart mun það þó þjóðinni einhlítt. Þú ert »menntaður borgari«,— Lestu nú æsingalaust grein þína um oss Kyr- bekkinga. — H\er fær séð af henni að hún sé rituð af manni, sem varið hefur 12—r4 árum æfinnar til að mennta sig ? Eða sýnist þér hún sjálfum samin og rök- studd sem mentuðum manni sæmir? Þú ert einnig ssjálfstæður borgari«. — Og hvernig lýsir sér nú sjálfstæði þitt gagnvart oss Eyrbekkingum ? Þannig, að þú þykist einn allt vita, en lítilsvirðir og smánar þá, sem líta annan veg á lands- mál en þú. Eg fer þvf að ætla, að þjóð vor þurfi einhvers fleira við, en þess sem þú 1 þetta sinn kallar menntnn og sjálfstæði. Eg hygg, að þörf væri á meira um- burðarlyndi við þá, sem gagnstæðar skoð- anir hafa, og meiri lipurð í að sýna and- stæðingum sfnum frarn á, að hverju leyti þeir hafa á röngu að standa, — á meiru af rökum, minna af illyrðum og fullyrð- ingum, sem aldrei sanna neitt. Þá fyrst hygg e8 menntaður og sjálfstæður borgari verði landi sínu til blessunar. Já, það er þessi menntunarskortur, sem þér er svo tíðrætt um. En hvernig var það'á þingi í sumar? Ráðherra vor barðist fyrir að fá fjárveit- ingu til fræðandi og vekjandt fyrirlestra út um land. Attu sýslunefndir fyrir fé þetta að fá hæfa menn til þess að halda þessa fyrirlestra þar sem hentast væri, borga húsnæði o. fl., og menn þá að að skemmta sér a eptir. Hér var eflaust stigið spor áleiðis til þess að vekja ahuga alþýðu a að menntast, og jafnfiamt iffa hana upp úr deyfðinni og stritinu, sem hún býr við, og sem rekur margt ur.g- mennið úr sveitinni til kauptuna eða af landi burt til tjóns fyrir landbúnaðinn. Þessari fjárveitingu varst þú eigi með öllu hlynntur (Þingtíð. 4. hepti, bls. 495), eða vildir f öllu falli lækka hana. Hún var felld, en eigi fæ eg séð, að sam- kvæmni sé í, að þú nemir fé við nögl þér í þessu máli, en bregðir svo alþýðu um þekking irskort og menntunarley-i. Þú ert eigandi og ritstjóri blaðs, o*: þig vantar hvorki vit ré nienutun til þe-s að stuðla að alþýðtifiæðslu, el þu vilt. Óskandi vært að þú ben dir þíi um nrklu hæfilegleikum að þv( starfi, heldur en að atyrða alþýðu, þótt hún lati álit sitt t Ijósi um sín eigin mal, því að yfirlýsmg vor Eyrbekkinga er þó — þegar öllu er á botninn hvollt — ekkert annað en einn þattur úr vilja laudsbúa, einmitt þeitn vilja, sem blöðin svo opt vitna í, en sem þér eigi fellur í geð í þetta sinn, af því að hann befur annan lit en þeir þættir, sem þú vilt spinna úr framtfð þjóðar vorrar. Eyrarbakka 20. apríl 1906. Ásgeir Blöndal. M anntjón enn. I of-arokinu aðfaranótt föstudagsins 27. f. m. fórst mótorbátur Gunnars kaupm. Gunnarssonar hér í bænum á leið hingað sunnan úr Leiru, og drukknuðu þar 2 menn: Guðmundur Einarsson útvegsbóndi i Nesi við Seltjörn og Ólaf- ur Ólafsson úr Reykjavík (Hverfis- götu 31). Höfðu þeir lagt af stað úr Leir unni kl. 7 á fimmtudagskveldið, og var þá tekið nokkuð að hvessa. Höfðu þeir bát f eptirdragi og 2 menn á honum, og var bæði hann og inótorháturinn hlaðnir salt- fiski. Þá er veður tók að hvessa siitnaði báturinn aptan úr og rak undan upp í kletta hjá Kúagerði á Vatnsleysuströnd, og brotnaði þar í spón en mennirnir björguðust með naumindum. Var þá tim miðnætti. Haldið er að mótorbáturinn hafi sokkið nálægt Hafnarfjarðarmynni, rétt eptir að hinn báturinn slitnaði aptan tir. Hefur rekið nokkuð af honum á Minni-Vatnsleysu, (járnhylki ofan af „mó- tornuni" tunnur o. ft.).— Guðmundur heit. var rúinlega álffirnmtugur að aldri, dugn- aðarmaður mikill og einhver efnaðasti bóndi hér við Faxaflóa, sjósóknari mikill fyrrum og hafði tvisvar verið bjargað úr lífsháska, en nú hættur sjóferðum að mestu leyti. Olafur heit. var og etnismað- ur og dugnaðarmaður á bezta aldri. Móð- ir Guðmundar heit. (Anna Jónsdóttir ekkja í Bollagörðum) er enn á lífi, áttræð að aldri, og hefur nú á 4 mánaða fresti átt að sjá á bak 2 sonum sínuin (Guðm. í Nesi og Sigurði bónda á Seli, er dó í janúar), og dóttursyni sínum og uppeldis- syni, Lopti Loptssyni stýrimanni, er tók útbyrðis aí fiskiskipinu „Valtý“ 5. f. m. Stórkostlegustu manntjón f y r r u m. A einum og sama degi 7. f. m. hafa farizt í sjó hér á Faxaflóa 68 menn, en 77 alls í sama mánuðinnm að meðtöldum skiptapanum í Grindavík. Svo stórkostlegt sem þetta manntjón er, þá eru þó dæmi til þess hér á landi áður, að nær helmingi meira mann- tjón hefur orðið á einumdegi. En vitanlega eru þatt dæmi ekki mörg. Hinir stórkostlegustu mannskaðar, er oss er kunnugt um að orðið hafi á sjó hér við land á einum degi voru 9. marz 1685 og 8. marz 1700. Er greinilegast og rétt- ast skýrt frá mannsköðum þessum í ó- prentuðu n annál eptirsíra Eyjólf Jónsson lærða á Völlum ( Svarfaðardal (J- 1745). Það handrit er nú í landsbókasafninu. I hvorttveggj.i skiptið var það ofsaveður af útsuðri, er manntjóninu olli, og prentum vér hér orðrétta frásögn annálsins um þetta, því að hún er merkileg ( sjálfu sér. Þar segir svo: „1685 . . 9. Martii [eptir gamla stílj, sem var góuþrællinn kom hræðilegt veður af útsuðri snögglega úr góðviðri, er mörgum mönnum varð að bana. 7 skiptapar á Stafnesi, drukknuðu 58 menn, hið 7. (8.?) skiþið þaðan gat hleypt inn I Hamarssund ot! bjargaðist við það. Flestir menn þeir, er á þessum skipum létust voru norðan um land og margir hverjir færir. Nóttina og daginn eptir rak upp menn á Skaga, óg þar nærri 41 af þeim er týnzt höfðu. Voru þeir allir færðir til Utskálakirkju f Garði, og grafnir þar í almenningi að kórbaki, næsta dag, sem var miðvikudag ur annar ( föstu. 1 skiptapi á Gufuskál um, drukknuðu 6 menn. 1 skiptapi á Hólmi f Leiru, drukknuðu 5 menn. 1 skiptapi f Njarðvfk, drukknuðu 4 menn. 1 skiptapi á Eyrarbakka, drukknuðu 9 menn. 4 skipstapar f Vestmanneyjum, drukknuðu 50 menn. Létust svo alls í því eina veðri á sjó 132 m e n n". Um manntjónið árið 1700 segir svo í þessum sama annál: „8. Martii, föstudag- inn sfðastan í góu, snemma dags, kom úr góðu veðri hastarlegt og hroðalegt storm- viðri af útsuðri, með öskufjúki, svo engri skepnu mátti vært segjast utan húsa. Varð þá rnikill mannskaði suður um Nes. Skip- tatiar 1 í Grintiavik: 2 áttserrng'er ög 1 sexæringur, drukknuðu 26 menn. 4. átt- æringtir brotnaði þar í lendingu, komust af menn allir nerna kaupmannspilturinn, er þar var á. 2 skiptapar á Stalnesi, tf- æringur og sexmannafar, drukknuðu 18 menn; 2 menn tók út af áttæringi frá Býjaskerjum. Bátstapi í Garði, drukkn uðu 2 menn, í Leiru 2, sinn al hvoru skipi. 3 bátstapar á Vatnsleysuströnd, drukknuðu 6 menn. 7 bátstapar í Hraun um og á Álptanesi, drukknuðu 14 menn. r2 skiptapar á Seltjarnarnesi: 9 sexmanna- fara og 3 tveggjamannafara, drukknuðu 43 menn. 6 skiptapar fyrir Jökli, drukkn- uðll 22 inenn. Fórust svo alls í þessum eina byl 136 menn. Ekki var[a]ði þetta veður mikið yfir eykt" (þ e. 3 kl stundir). Alls drukknuðu syðra á þessttm vetri 153 menn að vitni séra Eyj- ólfs, sem þessu var manna kunnugastur því að faðir han>, Jón varalöginaður Eyj ólfsson bjó þá í Nesi við Seltjörn og séra Eyjólfar þá þrítugur að aldri, og hef ur haft af þessu sannar sagnir, þótt ekki •væri hann það ár syðra. Kong Trygve kom fra útlöndum 1. þ. m. og með honum margir farþegar, þar á meðal frú Henriette Brynjólfsson (kona Péturs Ijós- myndara) frk. Þóra fósturdóttir Jóns skrifst.- stjóra Magnússonar, Jón Vídalfn konsúll, Brynjólfur H. Bj irnason kaupm., Peter- sen verkfræðingur (frá Rauðará) og 30 noiskir ritsímamenn til að vinna að rit- símalagningunni hér sunnanlands. Laura kom hingað af Vestfjörðum að morgni 27. f. m. þá er ofviðrið var sem mest, og komust hvorki farþegar né póstur í land fyr en síðari hluta daginn eptir. Með skipinu komu ur Stykkishólmi, ekkjufrú Kristjana Havsteen. — Laura Iagði af stað til útlanda 1. þ. m. Með henni fór land- ritari Klemenz Jónsson. „Kong Helge" kom af Vestfjörðum 1. þ. m. og fór dag- inn eptir til Austfjarða áleiðis til útlanda. Með skipinu kom frá fsafirði Jón Laxdal verzlunarstjóri. Skípströnd og brunar Tangsverzlan, sem hefur aðalbækistöðu slna á ís.firði, hefur orðið fyrir allmikl- um óhöppum i næ-tl. mánuði. S. d. (11. f.m.), sem eldur kviknaði I »kútter« verzl- unarinnar hér á höfninni, kviknaði eldur í húsi Jóns Laxdals verzlunarstjóra á ísa firði. Þar tókst reyndsr að slökkva, en »Vestri« segir, að húsið sé alltnikiö brunn- ið og skemmt. — Hús verzlunarinnar á Sandi undir Jökli brann til kaldra kola 19. sarna tnan. og varð verzlunarbókum ekki bjargað. — Um sama leyti strandaði á Hvammsfirði »Hans«, »mótorkútter« sömu verzlunar. Er skrifað úr Stykkis- hólmi 26. f. m,, að gufuskip verzlunar- innar »Varanger« sé þá að reyna að koma »kútternum« á flot. Á bókmenntafélagsfundi Reykjav(kurdeildarinnar 27. f. m. voru kjornir heiðursfélagar: Eiríktir Briem prestaskólakennari, fyrv. forseti félagsins, og Eirikur Magnússon meistari f Cam- bridge. Skipströnd. Á Búðum vestra strandaði að kveldi 26. f. m. lítil flutningaskúta »Agn- es«, er send haíði verið þangað með ýmsar vörur frá Thomsens verzlun, mest timbur, járn og matvöru. Það allt vátryggt, en skipið ekki. Tveir menn, er á skip- inu voru, björguðust í land við illan leik. Á Stokksi-vri sleit upp vöruskip ný- komið þangað til Ó afs kuupm. Árnason- ar. Það var f ofsaroki á laugardags- morguninn 28. f. m. Nokkuð af vörun- um náðist úr skipinu, en matvara öll mjög skemmd. t landsdóminn hefur sýsiunefnd Árnesinga kosið þá Ágúst Helgason í Birtingaholti, Eggert Bendiktsson í Laugardælum, Gunnlaug Þorsteinsson á Kiðabergi. Jón Sveinbjörns- son a Bíldsfelli, séra Öluf Magnússon í Arnarbæli og Vigfús Guðmundsson 1 Haga. Veðurátta enn mjög köld og vetrarleg með norðan- kólgu og frosti. I gær hríðarveður til sveita og snjóaði hér niður við sjó. 1 Horfur fremur ískyggilegar til lands og sjávar. Til sölu er nú þegar með mj'óg vœgu verði verzlunarhús mín á Sauðárkrók, Kolku- ós og Selnesi, ásamt öllum verzlunar- áhöldum. Ennfremur flutningabátur 7 tons, með festum og seglum mjóg vandaður. Húsunutn fylgja ágætar lóðir. Semja má við V. Claessen í Reykja- vík eða Kristján Blöndal á Sauðárkrók. Rrykjavík í maím. 1906. V. Claessen. Auglýsing. í fjárlögunum fyrir árin 1906 og 1907, 15. gr. 21, eru fyrir yfirstand- andi ár veittar allt að 10,000 kr. til abyrgðarfélaga, er vátryggja mótor- báta. Styrkurinn veitist með því skil- yrði, að vátrygging hvers félags á mótorbátum nemi að minnsta kosti 40,000 kr., enda séu lög félagsins staðfest af stjórnarráðinu, og veitist þá hverju félagi allt að 6% af vá- tryggingarupphæðinni, þó aldrei meira en 3,000 kr. Umsoktiir um styrk af fé þessu verða að vera komnar til stjórnar- ráðsins fyrir 1. júní næstkomandi. Stjórnarráð íslands, 20. apríl 1906. Sundmagi fyrir peninga f .verzlun B. H. BJARNASON. Ókeypis leiðbeining fyrir alla. 1- o n (/) c Cú +J cú c o cú £ o X (O cö 0) ro c 3 2 IO cú +j cn cn C c ctf ro Q 3 cú X -o XI c 0 l_ 3 ro ■cö u cð c o cn </) c ö 4-> 9) Husgögn, svo sem: Sófar, — Stólar, þar á meðal rúm- --stólarnir þægilegu, — Ruggustólar, 12 tegundir, — Samlagningsstólarn- ir þægilegu. — Rumstæði frá 5 kr., þar á meðal skáprúmin eptir- spurðu. — Legubekksrútnin, sem má brúka sein rúm og legubekk og kosta að eins 12 lir. — Ferðamannarúmin, sem halda má á undir hendinni, o. m. fl. — Borð og spegla alls konar. — Blómsturstatív og Blómsturborð. — Linóleum og Gólfvaxdúk, feikna-stórt úrval. Borðdúka og yfir höfuð alls konar vaxdúk. — Borðdúka. — Chaiselongueteppi. — Gólfteppi. Ferðakoffort og töskur. — Veggjapappír og rósettur. Aktygi og reiðtygi og allt þess háttar. — Barnavagna og kerrur. Er lang bezt að kaupa hjá undirrituðum, sem hefur stærst úrval, selur vandaðar vörur ódýrast og afgreiðir pantanir fyrst. fO ctí R L '<í Virðingarfylst Jónatan ÞorstQinsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.