Þjóðólfur - 08.06.1906, Blaðsíða 2
100
ÞJÓÐÖLFUR.
mjög ógreinilegt um sjálft tilræðið. Sagt
er að konungur hafi 2 sólarhringum áður
fengið aðvörun um, að setið væri um
líf hans. Það er talið einkennilegt og
lskyggilegur fyrirboði, að Alfons konungi
var veitt samskonar banatilræði í París
einmitt þennan sama dag, 31. maí, í
fyrra, er hann ók i vagni með Loubet
forseta. iíiræði þetta hefir vakið hina
mestu skelfingu um allan hinn siðaða
heim, eins og eðlilegt er.
Frá Jótlandi.
Bréf til Fljótsdæla
frá Hákoni Finnssyni.
Kæru vinir! Eg hef nú dvalið hér ár-
langt, og því orðinn talsvert kunnugur,
bæði af sjón og reynslu, og af lestri og
frásögn annara, sem eg hef kynnzt og
verið samtíða víðsvegar að.
Margt er hér ólíkt og heima, bæði að
því leyti, sem snertir búskaparlag og lifn-
aðarháttu. Af því að eg hugsa, að þið
og fleiri kunnið að hafa gaman af að lesa
um sitthvað af því, skrifa eg þessar sundur-
lausu frásagnir, en sundurlausar verða
þær af því, að eg ætla helzt að geta þess,
sem að minni vitund hefur eigi áður verið
minnzt á heima í fréttapistlum héðan.
Ýmislegs verður þó líklega ógetið, sem
ykkur hefði fýst að vita, en sem tíminn
og rúmið hér leyfir eigi að fara inn á.
En á það skal eg minnast, þegar við
væntanlega finnumst.
Vinnan og búskaparlaglð.
Vorvinnan byrjar á því, að sú jörð, sem
á að sá í, er plægð og herfuð. Nokkuð
er það mismunandi, hve snemma er sáð.
Fer það eptir tíðarfarinu. Vori vel, er
það gert í apríl, en sé köld tíð og óþurk-
ar og jörðin of blaut, er það eigi gert fyr
en í maf. Síðastliðið vor var heldur kalt
og eigi lokið við að sá fyr en um miðjan
maí.
Á minni heimilum er sáð upp á gamla
mátann, með hendinni, en á öllum þeim
stærri er það gert með vélum, sem eru
tvenns konar. Aðrar sá á víð og dreif,
en hinar í jafnar þráðbeinar raðir, sé þeim
vel stýrt. Þær eru líka miklu dýrari, kosta
4—5 hundr. krónur, en hinar um 100 kr.
Raðsáðvélarnar hafa líka mikla kosti fram
yfir hinar, því auk þess sem þær sá í
raðir og þannig veita hverju frækorni
jafnan og mátulegan blett, sá þær lfka
öllu korninu jafndjúpt og þekja yfir það
um leið, svo að eigi þarf að herfa á eptir
það, sem með þeim er sáð.
Þegar búið er að sá, taka við önnur
vorverk, t. d. að plægja ósáð land („Brak-
jord") og að uppræta illgresi. I miðjum
júní byrjar heyskapurinn. Tekur hann
óvíða langan tírna, r, 2 eða 3 vikur, því
flestir brúka sláttu- og rakstrarvélar, þar
eð allt er slétt. Hvergi sést þúfa.
Ekki gengur mikil vinna til þess að
þurka heyið, því að bæði er það heldur
létt, og svo er um þann tíma ársins svo
heitt í veðri, sé að eins þurt, að það þorn-
ar þar, sem það liggur, án þess að á því
sé sléttað, eða því snúið. Svo þegar það
hefur viðrast nóg, er það sett í dálitla
stakka svo sem 1 eða 2 bagga í stað, sem
það er látið standa f, venjulega 8 daga
áður en þvf erj ekið inn í hlöður. Öllu
hér er ekið í vögnnum. Ekkert bundið
eða reitt. Grasið er víðast hátt, en gisið
og fallrýrt.
Fóðurrófur eruhérvíða ræktaðar í stór-
um stíl og er stöðugt að færast í vöxt.
En rojög mikil vinna er það, sem gengur
til þess að hirða um þær. Á stórbýlum
eru teknir Pólverjar til þess, karlar og
konur, því þeir gera minni kröfur, bæði
til kaups og fæðis, en danskir verka-
menn.
Með hverjum Pólverjahóp fylgir túlkur,
sem á að segja þeim til verka og leiðbeina
þeim að öðru leyti. Kornskurðartíminn
byrjar síðast í júlf eða fyrst f ágúst. Hve
lengi hann stendur yfir, fer eptir tíðarfar-
inu og því, hvort uppskeran er góð eða
eigi. Sjaldan varir hann lengur en 6 vikur.
Menn uppskera með ýmsu móti. Sum-
ir með orfi og ljá, og binda svo kornið í
knippi með höndunum. Það er aðferðin
á minni býlum. En á þeim stærri eru
hafðar vélar til þess að mestu leyti. Þær
eru tvenns konar, annaðhvort „Mejemask-
iner“, sem slá kornið og leggja það í
knippi, eða „Selvbindere“, setri gera það
sama og þær fyrnefndu, en binda korn-
knippin auk þess. Þessar vélar kosta
mismikið, eptir því hvort þær binda eða
eigi, 3—8 hundr. krónur.
Haustvinnan liggur í því, að sá vetrar-
sæði, t. d. rúg og hveiti, og að plægja.
Þá er plægt allt það land, sem á að verða
sáðland næsta ár. Stórbændur brúka
mest hjólaplóga („Dobbeltplov"). Þeir gera
2 plógför í senn og eru því miklu fljót-
virkari en hinir. Sé plægt djúpt með
með þeim, eru 5 hestar hafðir fyrir.
Á vetrum afla menn eldiviðar og þreskja.
Langmest er skógur og svörður hafður til
eldsneytis, en kol mjög lítið, en að brenna
taði eins og heima, þekkist ekki.
Þegar gott er veður, er verið í skóg að
höggva tré, sem síðan eru söguð óg klofin
í smástykki. Eru þau síðan sett í hlaða
nokkuð líkt og eldiviður heima, þeir,
látnir standa fram á sumar þangað til
tréð í þeim er orðið gegnþurt, síðan
látnir 1 hús.
Að þreskja er mjög óhollt verk, og að
flestu leyti erfitt. Smábændur gera það
með gamla laginu, slá kornið af með
þreskibarefli. Stærri bændur þreskja með
vélum, sem annaðhvort ganga fyrir gufu-
krapti eða hestar eru látnir ganga fyrir,
2, 4 eöa 6, eptir því hve stórar þær eru.
Að jafnaði er eigi lokið við að þreskja
fyr en um það leyti, sem vorvinna byrjar.
Pið hafið heyrt talað um sáðskipti. Þau
eru viðhöfð hér sem annarstaðar erlendis.
Eru þau til þess að gera jörðinni léttara
fyrir með ávöxtinn, og til þess að fá hann
sem mestan. Korntegundirnar þurfa nfl.
mjög mismunandi efni til vaxtar. Væri
stöðugt sáð sama korninu í sama jarðveg,
mundi það áður en langt um liði enda
með algerðu þroti sumra efna í honum.
Eg set hér til dærais eina sáðskipta um-
ferð til þess að skýra fyrir ykkur hvernig
þeim sé háttað:
1. ár hafrar
2. — ósáið (hvflt)
3- — fúg
4. — rófur
Umferðin tekur
S' ár bygg
6. — hafrar
7. — gras
8. — gras.
þannig yfir 8 ár, og
byrjar svo umferðin á ný svona eða öðru
vlsi, því menn hafa það á ýmsan veg,
eptir því sem bezt á við jarðveg eða skoð-
anir hvers bónda.
Hér er áburður borinn á ýmist haust
eða vor. Mykja er borin á akurlendi og
plægð niður, en for er borin á graslendi
á úthallandi vetri eða snemma á vori.
Ávinnsla eins og heima þekkist ekki.
Þeir, sem eigi hafa nægan áburð undan
gripum, kaupa tilbúinn áburð; notkun
hans fer stöðugt vaxandi. Sumir grafa
»mergel“ upp úr jörðinni og bera hann á.
Á vetrum er öllum gripum gefið inni.
Gjöfin handa kúm og nautgripum er:
hey, hálmur, korn, olíukökur og fóðurróf-
ur. Hestar fá malaða hafra og hálm.
Hálmurinn er skorinn smátt handa þeim;
það er gert með vél, sem hestar ganga
fyrir, og er fljótvirk. Samt skera sumir
minni bændur hann með handverkfæri,
sem mest lfkist brauðhníf. Fé fær mest
hey; svín korn, helzt bygg, kartöflur og
mjólk. Þau eru fóðruð allt áriðumkring.
Hestar eru líka að mestu hafðir á inni-
gjöf á sumrin. Séu þeir úti, eru þeir
tjóðraðir. Sama er að segja um sauð-
fé og nautgripi. Víða eru kýr hafðar
úti yfir nóttina, enda er hér svo hlýtt í
veðri þá, jafnvel þótt úrkoma sé, að lítt
sakar. (Frh.)
„Laura“
kom í fyrra dag og með henni nokkrir
farþegar, þar á meðal stúdentarnir Björg-
ólfur Ólafsson, Guðm. Guðmundsson. Jón-
as Einarssori, Lárus Fjeldsted og Sig-
urður Sigtryggsson. Ennfremur frá Skot-
landi Sigfús Eymundsson bóksali, Finnur
Ólafsson kaupstjóri, Emanuel Cortes, sænsk-
ur prentari til Gutenbergsprentsmiðju og
nokkrir útlendir ferðamenn. Frá Vest-
mannaeyjum kom fyrv. héraðslæknir Þor-
steinn Jónsson og Jón Rósenkranz cand.
med.
,Kong Trygve'
kom hingað t fyrra dag rétt á eptir
»Lauru« og með honum margir farþegar,
þar á meðai Jón Hjaltalín Sigurðsson hinn
nýi læknir Rangæinga, Sveinn Sigfússon
kaupm. og frú, stúdentarnir Bogi Brynjólfs
son, Guðm. Ólafsson og Gunnar Egilsson,
ennfremur Kolbeinn Þorsteinsson snikkari,
frk. Valgerður Þórðardóttir (frá Hól) og
milli 20 og 30 danskir landmælingamenn
(úr »Generalstaben«).
Fyrri hluta lagaprófs
hefur Kristján Linnet tekið með 1. eink-
unn.
Um hafísinn
hefur fyrir rúmri viku frétzt úr Húna-
vatnssýslu, að hann var þá ekki kominn
á austanverðan Húnaflóa, og hafði aldrei
verið þar að ráði né austur lengra (á
Skagafirði). En með vesturlandinu, Stranda-
megin og inn á Hrútafirði var ísinn um
það leyti.
VeOurátta
er nú orðin nokkurn veginn sumarleg.
Skepnuhöld vonum fremur góð hér á Suð-
urlandi og fellir enginn. Sögur þær, er
sum blöðin hafa flutt af ástandinu, hafa
sumpart verið ýkjur einar, sumpart hauga-
lygi, eins og t. d. sagan í »ísafold« um
bóndann í Reykholtsdal, er hafði átt að
skera 150 fjár(l), en í þeim hreppi hefur
engtnn bóndi skorið nokkra skep?iu afheyjum
ívot. Slíkar og þvílíkar lygasögur þarf að
bera til baka, þegar þæreru settar á prent.
Vestanblöðunum verður matur úr slíku
æti, einsog skurðar sögunni í »ísaf.« Það
sannast. Hver veit nema hún hafi líka
verið beinlínis prentuð sem texti handa
þeim þar vestra til að leggja út af i margra
dálka hugvekjum um eymdina, harðindin
og horinn hér heima.
VerkfrœOingup landsins
hr. Jón Þorláksson er nú á ferðalagi
um Árness og Rangárvallasýslu til að
rannsaka brúarstæði á Ytri Rangá og víð-
ar, og ákveða vegarstefnu frá Sogsbrúnni
upp Grímsnes og Biskupstungur að Geysi,
og þá með væntanlegri brú á Brúará milli
Miklholts og Spóastaða að líkindum. Þeg-
ar sú vegagerð er komin í kring og við-
unanlega gert við veginn frá Þingvöllum
austur á Lyngdalsheiði, má loks segja,
að vegamálum þar eystra sé komið i
sæmilegt horf, en fyr ekki. En þá er að
vísu eptir sú samgöngubótin, sem fyr eða
síðar hlýtur að verða gerð, en það er
jdtnbrautatlagning úr Reykjavík austur í
Árness- og Rangárvallasýslur. Það er
margt sem bendir á, að það fyrirtæki eigi
ekki svo afarlangt i land, að nokkur ó-
hæfa sé að fara að minnast á það svona
hvað af hverju úr þessu. Eptir því sem
oss er kunnugt um staðhætti mundi lang-
auðveldast og heppilegast að leggjabraut-
ina austur um Lágnskarð austur í Ölfus
og þaðan inn sveitina inn fyrir Núpa og
svo þvert yfir Ölfusið ofanvert austur að
Ölfusá. Ekki ósennilegt, að styrkja mætti
brýrnar á Ölfusá og Þjórsá svo, að þær
gætu borið litla járnbrautarlest. En um
pað og fleira þessu viðvíkjandi verða sér-
fræðingar auðvitað að dæma.
Þá er hr. Jón Þorláksson er kominn úr
för sinni, mun Þjóðólfur skýra frá niður-
stöðu þeirri, er hann kemst að um vega-
lagningu og brúagerðir þar eystra.
Slys
mjög hraparlegt varð hér í bænum 4.
þ. m. Stúlkubarn á öðru ári datt út um
glugga og rotaðist ti) bana, Hafði vagga
barnsins staðið út við glugga, er var op-
inn eða að eins hallað aptur, en meðan
stúlka sú, er barnsins gætti, skrapp frá til
að líta eptir eldra barni, hefur ungbarnið
velt sér upp úr vöggunni út um gluggann.
Eldur kviknaði
í verzlunarbúð Hannesar S. Hansons
kaupm. hér í bænum (Grettisgötu 1) á
hvítasunnumorgun milli kl. 4 og 5. Fólk-
ið, sem bjó í öðrum enda hússins, varð
undir eins vart við eldinn. Tókst fljótt að
slökkva og urðu litlar skemmdir á húsinu.
Glögg merki þóttust menn sjá til þess,
að eldurinn stafaði af mannavöldum,
hafði verið hellt steinolíu yfir vörur 1
hyllunum. Eigandinn er sjálfur er-
lendis í snöggri ferð, og búðin hafði ver-
ið lokuð síðan hann fór. Rannsókn um
þetta mun ekki enn lokið.
Sjóðstofnun.
Sex stúdentar frá Reykjavíkurskóla 1880
er héldu 25 ára stúdentsafmæli sitt í fyrra
vor hafa „að Lögbergi við Öxará" 25. júní
f. á. stofnað sjóð, er heita skal „Minn-
ingarsjóður 25 dra stúdenta frd Reykja-
aikurskóla". Stofnendur sjóðsins eru þeir
H. Hafstein ráðherra, Jón Jakobsson forn-
gripavörður, séra Jónas próf. Jónasson á
Hrafnagili, Pálmi Pálsson adjunkt, Sigfús
Bjarnarson konsúll á ísafirði og Þorgrím-
ur Þórðarson héraðslæknir í Keflavík.
Gat hver þessara sex þá þegar 50 kr. til
sjóðsins. í stofnskránni er kveðið svo á,
að sjóðinn skuli ávaxta í aðaldeild Söfn-
unarsjóðsins og leggja öll tillög og gjafir
við höfuðstól hans, en „vöxtunum skal
verja til að styrkja unga menn, karla og
konur, sem orðið hafa stúdentar frá Reykja-
víkurskóla og lokið hafa síðan námi í ein-
hverri hinna æðri menntastofnana lands-
ins og virzt frábærir að gáfum, siðprýði
og ástundun, til þess að framast enn
meir í samskonar menntastofnunum í útlönd-
um. Þá er vextir sjóðsins eru orðnir svo
miklir, að 3/4 hlutar þeirra nægja til dval-
ar einum kandídat erlendis um eitt ár,
má veita styrk af sjóðnum í fyrsta sinn,
en afganginn skal jafnan leggja við höfuð-
stólinn, unz veita má tveimur, og því næst
þremur o. s- frv. slíkan styrk 1 senn. Eng-
um má veita minni styrk en 1200 kr.“
Rektor Reykjavíkurskóla á einn að hafa
stjórn sjóðsins á hendi, og annast um
styrkveitingar úr honum ásamt forstöðu-
mönnum hinna æðri menntastofnana eða
menntadeilda landsins, en ráðherra sá, er
fer með kennslumál Islands, staðfestir
veitinguna. Sjóðurinn tekur við tillögum
frá öllum þeim, er framvegis verða 25
ára stúdentar og eitthvað vilja láta af
hendi rakna til hans, svo og gjöfum frá
eldri stúdentum.
Sjóðstofnun þessi er hin þarfasta og
eykst sjóðurinn væntanlega allfljótt með
ríflegum gjöfum á hverju 25 ára stúdenta-
afmæli eptirleiðis. Stofnendurnir hafa og
riðið laglega á vaðið með það. Nú í ár
geta 9 stúdentar hér á Iandi (frá 1881)
haldið 25 ára afmæli sitt, og auk þess
3 búsettir í Ameríku.
Afmœllsdagur konungs
vors, Friðriks hins 8., er nú bar upp á
hvítasunnudag, var haldinn hátíðlegur
daginn eptir 4. þ. m. með samkomu á
„Hótel Reykjavík". Komu þar saman til
miðdegisverðar um 80 embættismenn og
borgarar bæjarins. Auk þess hafði ráð-
herrann boðið þangað nokkrum yfirmönn-
um af varðskipunum „Valnum" og „Heklu“.
Mælti hann snilldarvel fyrir minni kon-