Þjóðólfur - 08.06.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.06.1906, Blaðsíða 1
58. árg. Reykjavfk, föstudaginn 8. júní 19 06. JK 27. Nýlendu vörudeild B dinb org’arverzlunar Austurstraeti 9. — Telefón 66. selur meðal annars: Kaffi 0,60 í pd. 0,58 í 10 pd. Strausykur 0,25 í pd. 0,23 í Export 0,45 . _ o,43 - - Hveiti nr. 1 0,12 - — 0,11 - Kandís 0,26 - - 0,25 - — - Hálfbauuir 0,12 - — 0,11 - Topprnelís 0,25 - - 0,23 - - - Hrísgrjón 0,13 - — 0,12 - Högg. melís 0,25 - - - 0,23 - - — Margarine E. 0,48 - — 0,46 - Púðursykur 0,22 - -- 0,21 - - - Margarine D. 0,45 - — 0,44 - Svo þegar tekið er tillit til þeirra 5%, sem verzlunin gefur, mun óhætt að fullyrða að hvergi fáist betri kaup en í Edinborg I Útlendar fréttir. Kaupmhöfn 28. maf. Rússland. Þar í landi hafa allmerkir viðburðir orðið undaufarinn tíma, I byrjun þ. m. lagði Witte niður völdin sem ráðaneytisforseti. Þessi fregn kom mönn- um ekki á óvart, þvl að öllum var kunn- ugt, að mikil misklíð og skoðanamunur hefur átt sér stað milli hans og stórfurst- ans og annara vaidamanna við hirðina í St. Pétursborg um langa hríð. Einn af hans svæsnustu mótstöðumönnum, innan- ríkisráðgjafi Dutnovo, fór einnig frá völd- um samtímis. Það er sagt að apturhalds flokkur sá, er komst að völdum við hirð- ina eptir brottför Witte, hafi af kænsku hagað því þannig, að þessir andstæðingar 1 stjórnmálum færu frá völdum á sama tíma, til þess að það liti svo út, sern þeir hafi verið sammála í hinni miklu harðstjówi, er beitt var til þess að brjóta niður upp- reisnina síðastliðinn vetur. Seinna upp- leystist allt ráðaneytið. Sá heitir Gore- mykin, sem tókst á hendur að mynda nýtt ráðaneyti. Eptirmaður utanríkisráðgjafa Lambsdorfs varð Isvolski. Hann hefur til þessa tíroa verið sendiherra Rússa hér í Kaupmannahöfn. Isvolskí er mest þakkað að bandalagið milli Rússlands og Frakk- lands komst á. 10. þ. m, var hið nýja fulltrúaþing Rúss- lands, ríkisduman opnuð með mikilli við- höfn. Nikulás keisari kom sjóleiðis frá Peterhof til St. Pétursborg. Hann hafði þá ekki verið í höfuðborg sinni í ir/= ár, eða ekki sfðan blóðsúthellingar sunnudag- inn 22. jan. 1905. Hin hátíðlega viðhöfn fór fram í Georgshöllinni, og var hirðin, öll stórmenni ríkisins og hinir nýju þjóðar- fulltrúar þar viðstaddir. Keisarinn hélt langa þingsetningarræðu. Hann sagðist óska af heilum hug, að sjá þjóð sína ham- ingjusama, og að geta eptirlátið syni sín- um í arf, öruggt og upplýst ríki, og von- aði hann að hið nýja þing mundi verða sér á allan hátt hjálplegt til þess að ná þessu takmarki. Ríkisduman tók svo til starfa og kom þá brátt í Ijós, að mikill meiri hluti henn- ar heyrir til frjálslyndri stefnu í stjórnmál- um og algerlega andstæð stjórninni. Eitt af þeim fyrstu málum, sem fjallað var um, var frumvarp um, að öllum pólitískum föngum væri gefin uppgjöf allra saka, veitt fullkomin »amnesti«. Það hafa og komið frumvörp fram um fullkomið trúarbragða- frelsi, málfrelsi, félagsfrelsi og almennan kosningalrétt bse;ði fyrir menn og konur. Öll þessi mál hafa mikinn meiri hluta full- trúanna með sér, en stjórnin hefur alltaf farið undan í flæmingi 1 svörum sínum til dúmunnar. Loks tók þó ráðaneytisforseti Goremykin til málsí gærog sagði afdráttar- laust, að stjórnin gæti ekki á neinn hátt slept öllum pólitískum föngum lausum, því slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þegar fulltrúar ríkisdúmunn- ar höfðu heyrt þessar undirtektir stjórnar- innar, var ráðaneytinu gefin vantrausts- yfirlýsing með nálega öllum atkv. Menn hyggja að ráðaneytið muni ekki segja af sér völdum, þó að það hafi fengið þessa vantrausts yfirlýsingu. Forseti dúmunnar heitir Muromzof. Morð og rán og aðrar óeirðir eiga sér alltaf stað í Eystrasaltslöndunum. I byrjun þ. m. var landstjórinn í Jekaterinoslav, Sheltanovsky, myrtur. Svíþjóð. Ráðaneytið Staaff, þetta nýja vinstrimanna ráðaneyti, er tók við stjórn fyrir rúmlega V® úri síðan, hefur nú þegar lagt niður völdin. Staaff lagði til í nafni ráðanéytisins að ríkisdagurinn yrði upp- leystur og efnt svo til nýrra kosninga, vegna þess að menn gátu ekki orðið sam- mála um rýmkun kosningarréttarins. Deilan stóð aðallega á rnilli 1. málstofu annars- vegar og 2. málstofu og ráðaneytisins hinsvegar. En Óskar konungur neitaði að gefa samþykki sitt til uppleysingarinn- ar, og lagði þá ráðaneytið völdin niður. Nú kemst hægrimanna stjórn aptur að völdum í Svíþjóð. Sá heitir Lindmann sem hefur tekið að sér, að rnynda hið nýja ráðaneyti. Hinrik Ibsen (lauður. Skáldið, meistar- inn, tspekingurinn er látinn og eitt af fræg- ustu nöfnum heimsins heyrir hér eptir til fortíðinni. Ibsen andaðist rólega og þján- ingarlaust á heimili sínu í Kristjaníu 23. þ. m. 78 ára að aldri. Hinrik Ibsen er fæddur 20. marz 1828 í Skien. Ætt hans var upprunalega dönsk, en flatti til Noregs í byrjun 18. aldar. Faðir hans var kaupmaðtir, og vel efnaður 1 fyrstu, en missti allar eigur sínar 1836 og 13 ára gamall varð Ibsen að fara frá heimili sínu. I þorpinu Giimstad stundaði hann apótekarafræði t 5 ár. Arið 1850 varð hann stúdent. Seinna varð hann leikhússtjóri, fyrst í Bergen svo í Krist- janíu. Um iSóogiptist hann Snsönnu Thore- sen frá Bergen, er lifir mann sinn. 1864 fór hann utanlands og dvaldi í 27 ár ! Róm, Berlín og Miinchen og víðar. 1891 fór hann aptur til ættlands síns, Noregs, og hefur dvalið þar síðan að mestu leyti. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um snilldarverk hins mikla látna skálds, sem skarað hefur langt fram úr öllum skáldum og rithöfundum Norðurlanda að fornu og nýju. Önnur eins ritverk eins og »Gengangere«,»Vildanden«, »RosmerhoIm« „Bygmester Solness", „Kongsemnene", „Per Gynt" og „Brand", munu ávallt skína á himni bókmenntanna sem stjörn- ur fyrstu stærðar og gera nafn Ibsens ó- dauðlegt. Jarðarför Ibsens á að fara fram á kostnað ríkisins. Þess má geta, að Ibsen er einn af þeim fáu, sem orðið hafa stórríkir af ritstörfum sínum. Það er álitið að Ibsen hafi verið orðinn miljónaeigandi. Póstfundnr í Róiuaborg. í þessum mán- uði hefur verið haldinn allsherjar póstmála- fundur í Rómaborg. Það hefur verið samþykkt á fundunum að einföld bréf megi vega 4 kvint framvegis, og burðar- gjald undir bréf, sem vega yfir 4 kvint, á að færá niður um 40% frá því sern áður hefur verið. Um miðjan mánuðinn andaðist Beyinn af Tunis Muhamed El. Hadshi 55 ára gamall. Fi'ændi hans E1 Nagor tók við stjórn eptir hann. Annars eru öll stjórn- arvöld í Tunis í raun og veru í höndum Frakka, er veita Beyinum laun en leyfa honum ekki að taka neinn þátt í stjórnar- störfum landsins. Seint í ágúst eða byrjun september ætlar Ameríkumaðurinn Walter Wellmann að leggja af stað í loptskipi til Norðurheim- skautsins. Hann ætlar að leggja af stað frá Spitsbergen frá sama stað og Andrée forðum. Diminörk. Undanfarinn tíma hefur hin megnasta pólitíska barátta átt sér stað hér í landi og undirbúningur undir kosningar þær til ríkisdagsins, er fram eiga að fara hér á rnorgun um land allt. Menn hyggja að stjórnarflokkurinn „Reformpartíið" — muni tapa mörgum umdæmum, en frjáls- lyndi flokkurinn, hinir svo nefndu »Re- beller«, muni eflast mjög við kosningarn- ar. Það er t. d. fullyrt að Alberti muni falla við kosningarnar og fleiri af ráðgjöf- unum. Eins og undanfarin ár var haldinn „barnahjálpardagur" hér í borginni 9. þ. m. Nú fyrst er búið að telja saman pen- ingana, sem söfnuðust saman og var það rúmlega 88,000 kr. eða um 15,000 kr. minna en í fyrra. Fyrir nokkrum dögum andaðist söngv- arinn Æ J. Simonsen, einn af frægustu og beztu söngmönnum við konungl. leikhúsið, sextugur að aldri. Viðauki. Rvfk 8. júní. Kosningarnar i Danmörku hafa ekki farið eins og fréttaritari vor spáir um og fullyrt var í vinstri blöðun- um. Allir ráðherrarnir voru t. d. endur- kosnir, þar á meðal Alberti í Kjöge, að vísu að eins með 90 atkv. meiri hluta og eptir mjög harða sókn. En þar var keppi- nautur hans Bransager ritstjóri, ötull mað- ur og harðsnúinn úr flokki hinna frjáls- lyndu vinstrimanna (Radikale Venstre). Sá flokkur, er gerði sér svo miklar vonir um aukið fylgi, hefur einmitt fækkað um 4 fulltrúa á þingi, voru áður 13, nú 9, (vann 1 kjördæmi en missti 5). Deuntzer sigraði að eins með 100 atkv. meiri hluta í Höy- rup. Stjórnarflokkurinn (Venstrereformpar- tiet) hefur unnið 4 kjördæmi, en misst 7, og er því 4 fulltrúum færri en áður, sóslalistarj unnið 9, en misst 1, og hafa því áinnið mest allra þingflokka. Miðlunar- vinstrimenn (Moderate Venstre) hafa unn- ið 1 en misst 4, hægrimenn unnið 5, en misst 3. Afstaða þingflokkanna eptir kosning- arnar er þannig: Stjórnarliðar 55, áður 59 Sósfalistar 24 — 16 Miðlunarvinstrim. 9 — 12 Hægrimenn 13 •— 1 l Frjálsl. vinstrim. 9 — 13 Flokksleysingjar 3 — 3 113 114 Ófrétt er enn um kosningu í Færeyjum, en þótt stjórnarliði verði kosinn þar, hefur stjórnin ekki meiri hluta þingmanna, að eins nær helming, og ver#ur þvi að koma sér saman við einhvern hinna flokk- anna, lfklega helzt við hina hægfara vinstri menn (moderate Venstre), því að með fylgi þeirra getur hún haft nægan meiri hluta. En þá er allhætt við, að sá flokk- ur krefjist, að einhver þeirra manna verði tekinn upp í ráðaneytið, og að ráðaneyt- isbreyting verði því að einhverju leyti. Banatilræði var konurrgshjónunum spánversku veitt í Madríd á sjálfan brúðkaupsdag þeirra 31. f. m., er þau voru á leiðinni frá hjónavígslunni í kirkjunni heim til sín. Maður nokkur varpaði sprengikúlu ofan af veggsvölunum á húsi nokkru, er móðir konungsins átti, en hafði leigt út; ætlaði skálkurinn að stilla svo til, að kúlan . * lenti á vagni konungshjónanna, en hitti ekki nákvæmlega. Rúðurnar í vagninum brotnuðu, en konungshjónin sakaði ekki. Hinsvegar misstu 8 menn lífið við spreng- inguna og 25 menn særðust rneira og minna, að því er talið er, og blóðslettur komu á föt drottningar. Varð hún mjög skelkuð eins og eðlilegt var, og fór að gráta, en konnngur bar sig betur. Ensk blöð segja, að það hafi verið ítalskur stjórnleysingi, Mateo Moral, að nafni, er sprengikúlunni varpaði, en óljósar sagnir um illræðismanninn að öðru leyti. — I.optskeyti hingað komið 4. þ. m. segir, að hann Iwfi ráðið sér sjálfur bana, er tilræðið misheppnaðist. Konungur og drottning fengu samfagnaðarskeyti frá flestöllum stjórnendum Norðurálfunnar, og loptskeyti segja, að þau hafi ekið á mótorvagni um göturnar í Madrfd daginn eptir (á föstudag) án gæzluliðs og fengið hinar mestu fagnaðarviðtökur hjá lýðnum. A laugardaginn 2. þ. m. voru þau stödd við þakkarguðsþjónustu í Madríd, og fóru því næst að horfa á nautaat, að því er loptskeyti hermir, sem að öðru leyti er

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.