Þjóðólfur - 26.10.1906, Page 4

Þjóðólfur - 26.10.1906, Page 4
182 ÞJÓÐOLFUR. Ætíð bezt kaup á skófatnaði í Aðalstræti 10. Islending'ar! Vér göngum að því vísu, að allir íslendingar muni telja sér það bæði ljúft og skylt, að halda uppi á þessu landi minningu vors ágæta og lofsæla konungs, Kristjáns hins niunda, þess kon- ungs, er heimsótti land vort á þúsund ára afmæli þess, færandi oss þá stjórnarskrá, er varð undirstaða og byrjun þeirra stórkost- legu framfara í öllum greinum, sem landið hefur síðan tekið, þess konungs, er sýndi það alltaf i verkinu, þegar þrautir og óhamingja lögðust yfir land vort, hve heitt hann unni landinu og þjóð vorri og lét sér annt um heillir og hag þess. Með þeirri sannfæringu, að allir íslendingar beri í brjósti þá ást og virðingu fyrir minningu hins látna öðlings, að þeir vilji, eins og samþegnar vorir í Danmörku, sýna merki þessarar tilfmningar á einhvei'n sýnilegan hátt, leyfum vér undirritaðir, sem kjörnir voru á ijölmennum fundi hér í bænum, oss, að beina þeirri áskor- un til allra landsmanna, æðri sem lægri, ungra og gamalla, að leggja fram, eptir því sem hver hefur eíni og vilja til, tjárupphæð til að koma upp standmyud Kristjáns konung-s hins IX, sem ætlazt er til að verði sett upp á hæfdegum stað í Reykjavík. Reykjavík í september 1906. Kl. Jónsson, Hallgr. Sveinsson. J. Havsteen. Eiríkur Briem. form. nefndarinnar. G. Zoega. Jón Helgason, D. Thomsen, ritari nefndarinnar. gjaldkeri nefndarinnar. Ritsíminn Eptirlitsstöðin Staður í Hrútafirði verður frá 20. október, almenn landsímastöð af 3. flokki. 44 eins íjórir menn, sem eg veití leyfi til þessa: prinsinn, auðvitað, — Pitt, — hr. Otta, frakkneski sendiherrann — og Hawksbury lávarður. »Eg er ákaflega hreykinn yfir þessum mikla heiðri«, sagði faðir minn, og leit dálitið hissa á gestinn, um leið og hann hnyklaði brýrnar, því að þetta tilgerðarlega tai og hátíðlega aivara stakk svo í stúf við hið kviklega, broshýra augnatillit, og pabbi vissi ekki tii fulls, hvernig hann átti að taka þessu hjá Charles. »Stúlka getur verið eptirlát við pilt«, hélt móðurbróðir minn áfrum, »—og karlmaður getur boðið öðrum manni í nefið úr dósunum sínum, en hvorugt má gera með léttúð. Það væri gagnstætt góðri hegðun, já, meira að segja brot á móti siðgæðislögunum! Hérna um daginn sat eg hjá honum Watien með opnar neftóbaksdósirnar mínar hjá mér á borðinu, fínasta Makubatóbak, og veiztu hvað, mágur! þá leyfir frskur biskup sér að stinga tveimur putum sínum ofan í þær. »Þjónn!« kallaði eg þá, »neftóbaksdósirnar mínar hafa verið skitnar út, taktu þær burtu«. Manntetrið ætlaði vitanlega ekkert að móðga mig með þessu, en niaður má ekki láta slíka pilta verða of nærgöngula«. »Biskup!« sagði faðir minn, »þér dragið markifnuna hátt uppi, heiðraði mágur!« »Já, satt er það, og það eru hin fegurstu minningarorð, er eg get óskað á legstein minns. Nú var mamma komin inn aptur og vér settumst að snæðingi. »Kæra María mín«, sagði móðurbróðir minn, »afsakaðu ókurteisi mína, það er dónalegt að koma með mat með sér, en eg er undir læknisumsjón hr. Abernethy’s, og eg þori ekki að hætta mér út í góða, kröptuga matinn þinn, hérna úti á landsbyggðinni. Ofurlítið af hvitu víni og kjúklingsvængur, það er allt og sumt, er hinn strangi Skoti segist geta leyft hinni veikluðu meltingu minni«. »Það væri gott að hafa yður með í austanroki á Miðjarðarhafinu, þegar allar hafnir eru lokaðar«, sagði faðir minn. »Hvað munduð þér segja um dá- lítinn bita af söltu nautakjöti og maðksmogið svartabrauð? Þar yrðuð þér knúður til að hafa þær varúðarreglur í matarhæfi, sem yður mundi þykja nóg um«. Móðurbróðir minn fór þegar að spyrja pabba um herferðir hans, og meðan borðað var, var ekki talað um annað en orustuna við Abukir, hafnarbannið 1 Toulon, umsátrið um Genúa og fleira, sem pabbi hafði tekið þátt 1. En hvenær sem pabbi rak í vörðurnar, gat móðurbróðir minn ávallt komið honum á réttan kjöl aptur, svo að það var erfitt að segja, hvor þeirra var betur heima í umræðuefninu. H úsgögn stærsta, fjölbreyttasta og ódýrasta úrval er hjá cTSnaían Porsfeinssyni, Laugaveg 31. Aldrei eins fjölbreytt og- nú. „Reynslan er sannleikm,“, sagði Repp. Portvínin og Sherryvínin spánsku, er Ben. S. arinsson selur, eru víðfræg um heim allan fyrir það, að þau lækna alla taugaveiklun og bæta meltinguna, en brennivinið þjóðarfræga fyrir það, að það lífgar, hressir, huggar og gleður mannsms anda. Ben. S. Þór. er þögull og segir aldrei frá, hverjir við hann verzla. íslands banki tehur móli fé til ávöxtunar með innlánskjörum. Hæstu innlánsvextir 472°/°. Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík Gerir kunnugt: að mér hefur tjáð Bjarni Jónsson trésmiður hér í bænum, að hann, fyrir hönd erfingja Jóhann- esar Teitssonar húsmanns hér í bænum sé neyddur til, samkvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann hefur til þess feng- ið, dags. í dag, að fá ónýtingardóm á veðskuldabréfi, að upphæð 368 lcrónur 35 aurar, er Jónas Olafsson hefur gefið út 19. febrúar 1887 til handa H. Th. A. Thomsen kaupmanni í Reykjavík með 3. veðrétti í háifri húseigninni nr. 57 við Vesturgötu hér í bænum, þinglesnu 3. marz s. á., en veðskuldabréf þetta hefur glatazt, ept- ir að það var innleyst, án þess að vera afmáð úr veðmálabokinni. Þ'yrir þvi stefnist hérmeð með árs- og dags fresti þeim, sem kynni að hafa ofangreint veðskuldabréf í höndum til þess að mæta á bæjarþingi Reykja- víkurkaupstaðar fyrsta réttardag(fimmtu- dag) í desembermánuði 1907 á venju- legum stað (bæjarþingsstofunni) og stundu (kl. 10 árd.) eða á þeim stað og stundu, sem bæjarþingið verður þá haldið, til að koma fram með veð- skuldabréfið og sanna heimild sína til þess, með því að stefnandi mun, ef enginn kemur fram með það innan þess tíma, krefjast þess, að téð veð- skuldabréf verði ónýtt með dómi. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Reykjavík 17. september 1906. Halldór Daníelsson. (L. S.) Uppboðsauglýslng, íbúðarhús og lóð dánarbús J. Ved- holms á Isafirði verður selt við opin- ber uppboð mánudagana 19. nóv., 3. og 17. des. þ. á. á hádegi. Tvö fyrri uppboðin verða haldin á skrifstofunni, en hið síðasta við húseignina, sem selja á. Uppboðsskilmalar til sýnis a skrifstofunni. Bæjarfógetinn á ísafirði, 11. okt. 1906. Magnús Torfason. Á 3 uþpboðum, sem haldin verða föstudagana 2., 16. og 30. nóv. þ. á. á hádegi, verður boðin upp til sölu húseign a Sólmundarhöfða, tilheyr- andi danarbúi Ólafs Ölafssonar. Tvö fyrri uppboðin fara fram hér á skrif- stofunni, en hið síðasta í húsinu, sem selja á. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, 28. sept. 1906. Sigurður Þórðarson. Steingrímnr jViatthíasson settur héraðslæknir býr í Miðstræti 8. Heima kl. 2-3. Glatazt hefur viðskiptabók við Sparisjóð Húsavíkur, nr. 216, höfuð- bók A. bls. 240. Handhafa bókarinn- ar er því hérmeð stefnt, samkvæmt tilskipun 5. jan. 1874, til þess, að segja til sín innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. I stjórn sparisjóðsins. Húsavík 29. sept. 1906. Jónas Sigurðsson. St. Gudjohnsen. Ernst Reinh. Voigt Markneukirchen 45 (Þýzkalandi). Bezti sölustaður á allskonar hljóðfaerum og öllu þar að lútandi o. fl. Verðskrá á dönsku ókeypis. Biðjið um sérstakan verðlista yfir mínar ágætu harmoníkur o. fl. Verzl. B. H. Bjarnason hefur nú tekizt á hendur útsölu á hin- um góðkunnu vínum frá Compania Hollandesa og selur vínin hvort heldur í stór- eða smásölu. Reynið t. d.: Sherry Ideai og White Porto Sanitario. Jörðin Suður-Rcykir í Mos- fellssveit í Kjósarsýslu með eyðijörð- inni Amsterdam, fæst til kaups og ábúðar næsta vor. Upplýsingar gefur járnsmiður Helgi Magnússon í Rvík. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.