Þjóðólfur - 14.12.1906, Side 1

Þjóðólfur - 14.12.1906, Side 1
58, árg. Reykjavík. föstudaginn 14. desember 1906. Jú 55. „Sá hlær bezt, er síðast hlær“. Svo hefur það verið, og svo mun enn verða; mun það sannast fylljlega á hinum stóra og glæiilega sem nú er opnaður uppi á loptinu í Austurstrœti 9. Þar má fá flest það, er hugurinn óskar og hjartað girnist, bœði til gagns og prýði. FjölsKrúOugri Jólabazar hefur ekki áður þekkst hér, enda er þar saman komið mikið úrval af Bazarvörum víða að. Allir óska sér Jólagjafa úr Edinborg, enda er þar sannast af að segja, að þar má fá þær við hvers manns hæfl og smekk. Þar fást meðal annars brúður, sem segja mamma. Gleymið ekki bleasnðuro börnunum um jólin. Xonungskoman að sumri verður eflaust þýðingarmesti at- burðurinn í sögu þjóðarinnar næsta ár, ekki eingöngu sakir þess, að þetta er ann- að skiptið, sem konungur landsins heim- sækir það, heldur ekki síður vegna þess, að þetta er fyrsta skiptið, sem úrval af löggjafarfulltrúum dönsku þjóðarinnar gist- ir land vort, og þar á meðal eflaust þeir fulltrúarnir, sem fjalla eiga um sambands- mál landanna 1 sameiningu við kjörna ís- lenzka löggjafarfulltrúa. Það er enginn efi á, að í þessum ríkisþingsmannahóp, 40 að tölu, verða flestir eða allir foringj- ar hinna einstöku stjórnmálaflokka í Dan- mörku og aðrir atkvæðamenn úr þing- liði þeirra. Það skiptir því ekki litlu, að vér íslendingnr og íslenzku þingmennirn- ir sérstaklega, högum allri framkomu vorri þannig, að ríkisþingsmennirnir sjái, að oss sé full alvara að ná sem fyllstu sjálf- stæði 1 vorum eigin málum, og að vér sættum oss alls ekki við þau sambands- lög, er ekki rýmka rétt vorn til mikilla muna. Vér verðum að gera dönsku þing- mönnunum það skiljanlegt, að því að eins verðum vér ánægðir með sambandið við Danmörku, að vér séum skoðaðir sem frjáls þjóð í frjálsu landi, en engar und- irlægjur. Og það ætti ekki að vera erf- itt að koma hinum frjálslyndari hluta ríkis- þingsmannanna að minnsta kosti í skilning um þetta og vinna þá á vort mál, svo framarlega, sem sitt segir ekki hver hinna íslenzku lulltrúa. En þ a r liggur ein- mitt hættan og ógæfan, að dönsku þing- mönnunum verði skýrt frá óskum og vilja þjóðarinnar á mjög mismunandi hátt. Og afleiðingin verður sú, að þeir þykjast kom- ast að raun um, að frásögn íslenzku þing- mannanna sé ekkert að marka, þjóðin sé sjálfri sér sundurþykk, og engin alvara í neinu. Og þá geta dönsku þingmennirn- ir með góðri samvizku hallast að tillög- um þeirra, er allra skemmst vilja fara og engar eða þýðingarlitlar kröfur gera. Þá höfum vér spilað úr hendi vorri þessu fá- gæta tækifæri, er oss veitist til að fá framgengt hinum fyllstu kröfum vorum, Menn sjá það ef til vill síðar, en ofseint þá. Og á því óhappi verður ef til vill aldrei síðar bót ráðin. Nú er mönnum það fullljóst, að góð- vilji konungs í vorn garð er hafinn yfir allan efa. Hann hefur lýst því yfir, að það væri hjartans ósk sín að gera ossís- lendinga ánægða, og hví skyldum vér þá ekki mega láta hann vita, hvers vér ósk- um ? Og hversvegna skyldum vér ekki nota tækifærið, ekki nota kynni vor við dönsku þingmennina til að skýra fyrir þeim kröfur vorar og fá þá til að fallast á þærí Allir stjórnmálaflokkar hér munu þó nokkurnveginn sammála um það, að virð- ing landsins krefji, að sem virðulegast sé tekið á móti konungi og ríkisþingsmönn- unum, enda mun ekkert til þess sparað, eptir því sem vér höfum föng á. En vér megum ekki gleyma alvarlegum málum í þeim veizlufagnaði, ekki gleyma því, að vér höfum tvennar skyldur að rækjajafn- framt: kurteisisskylduna gsgnvart hinum göfgu gestum vorum og ættjarðarskyld- una, skylduna gagnvart föðurlandi voru, að gleyma því ekki í glaumnum. Ef vér rækjum þessar- tvær skyldur dyggilega, getum vér gert oss góðar og miklar von- ir um konungskomuua og heillarlkar af- leiðingar hennar fyrir ættjörð vora. Það er oss sjálfum að kenna, ef þær góðu og miklu vonir rætast ekki. Síldveiðar Norðmanna við ísland. Thomas S. Falck konsúll í Stafangri hefur eins og undanfarin ár sent Thor E. Tulinius stórkaupm. í Höfn fróðlega skýrslu um síldveiðar Norðmanna hér við land þetta ár, og hefur hr. Tulinius sent oss skýrslu þessa til birtingar. En aðalefni hennar er á þessa leið. »Eins og yður er kunnugt*, segir kon- súllinn, »hafa ýmsar þjóðir stundað veið- ina þetta ár, því að auk íslendinga, Dana og Norðmanna, hafa einnig sænsk, ensk og þýzk útgerðarfélög tekið þátt í henni. Eins og eg minntist á í skýrslu minni f fyrru, er notkun herpinótar (»Snurpenot«) meir og metr að færast í vöxt, og eg hygg, að það láti nærri, að 70 slíkar næt- ur hafi verið notaðar þetta árið. Síðan árið 1900 að eg byrjaði á veiði þessari í smáum stíl, hefur aflinn verið hér um bil þessi: 1900 . . . . 536 tunnur 1901 . . . 816 — 1902 . . . . 5,000 — 1903 • • • . 40,000 — 1904 . . . . 85,000 — 1905 • • • . 120,000 — 1906 . . . . 175,000 — Þetta er fádæma mikil framför, og töl- urnar farnar að gerast háar. Þá er eg ætlast á, að aflinn í ár sé 175,000 tn., þá er eg sannfærður um, að eg tel hann heldur oflítinn en ofmikinn. Til Noregs hafa verið fluttar inn 141 þús. tunnur, en afgangurinn hefur farið til Danmerkur, Svíaríkis, Englands og Þýzkalands beint frá íslandi. Það er ekki svo auðvelt að ákveða með nokkurnveginn áreiðanlegri vissn, hve mikils virði þessi afli er, með þvf að verðið hefur verið allmjög mismunandi frá 16—25 »• kg- (2 Pund). en eg hygg. að óhætt sé að reikna meðalverðið 20 a. frá fyrstu hendi. Sé meðalþungi (tunnu) talinn 75 kg. (= 150 pd.) þá ætti verð- mæti aflans fyrir oss (Norðmenn) að vera um 2,600,000 kr. (rúmlega 2'/« milj. kr.). Á íslandi hefur verið greidd mikil fjár upphæð í vinnulaun og útflutningstoll, og verzlunin við þessa mörgu fiskitnenn verð- ur og að teljast nokkurs virði, Fleiri íslenzkir kaupmenn hafa látið stunda veiði þessa nú en áður, svo að á- hugi þeirra á henni er að aukast, og eg hef nú þegar komizt að raun um, að næsta ár muni verða stofnuð eitt eða tvö ný fslenzk hlutafélög til að stunda þessa veiði með gufuskipi og herpinót. Herpinótin hefur einnig nú í ár reynzt ágætt veiðarfæri, og eg veit dæmi til þess. að gufuskip með einni einustu nót hef- ur aflað nál. 5.000 tunnur á þessum stutta tíma, er veiðin var stunduð. Öll skipin hafa fengið einhvern afla, og mér er nær að ætla, að yfirleitt megisegja, að allir hafi grætt á útgerðinni, þótt á- góðinn hjá flestum sé ekki jafnmikill sem í fyrra, sakir hins lága verðs. Síldin, er veiðst hefur f ár, hefur verið góð og meðferð aflans einnigí góðulagi*. Loks skýrir konsúllinn frá því, að sam- kvæmt tilmælum frá dönsku fiskiveiðafé- lagi nokkru, hafi 3 danskir fiskimenn ver- ið hásetar á skipum hans við veiðarnar. og hafi þeir allir hegðað sér vel, og haft eflaust viðunanlegan ábata af för sinni. Skýrsla þessi sýnir ljóslega, hve geisi- lega síldveiði Norðmanna hér við land hefur aukizt á næstl. 4 árum, hún hefur t. d. næstum því fertugfaldast á því tíma- bili. Það er galli, að ekki sést á skýrsl- unni, hversu skipin hafa verið mörg, er Norðmenn héldu hér úti þetta ár, sem nú er að líða. En aukning þessa fiskiflota hlýtur að vera stórkostleg á þessum síð- ustu árum. Um veiði íslenzku skipanna og fjölda þeirra vanta allar skýrslur og er það leitt. En vitanlega slagar sá afli ekki mikið upp í afla Norðmanna. Hinar hraðvaxandi tölur í skýrslu þessari um aukning aflans og ábata Norðmanna á þessari veiði, ætti að vera næg hvöt fyr- ir Islendinga að leggja allt kapp á, að efla þennan útveg sem mest má verða og láta Norðmenn ekki eina um, að ausa upp auðæfum sjávarins hér við strendur lands- ins. Annars þyrfti fiskiútgerð vor að gerbreytast, enda er sennilegt, að hún geri það innan skamms, því að eins og henni er nú háttað, getur hún tæpast orðið til frambúðar í hinni sívaxandi sam- keppni og með þeim framförum f veið- arfærum og veiðiaðferðum, sem nú eru, eða verða stöðugt ár frá ári hjá öilum þjöðum, er fiskveiðar reka í stórum stíl. Og þar h 1 j ó t u m vér íslendingar að fylgjast með tímanum. Reykjafoss. Hlutafélag með þessu nafni varstofnað á fundi við Þjórsárbrú 25. okt., eins og getið var um í Þjóðólfi 9. f. m. Lög fé- lagsins eru nú þegar prentuð, og ertekið fram í 2. gr. þeirra, að tilgangur þess sé »að efla innlendan iðnað með þvf að vinna úr fslenzkri ull, keyptri og aðsendri. Aðalstarf félagsins er fyrst um sinn kemb- ing, spuni, klæðagerð og prjón. Félagið hefur á hendi útsölu á varningi, er unn- inn er f verksmiðju félagsins*. í 3. gr. er skýrt frá, að stofn- og rekstursfé félags- ins sé 60,000 krónur í hlutum á 100 krónur, og skal */s hlutabréfs greiddur við áskript, en eptirstöðvarnar innan loka félagsársins. Hlutafélag þetta hefur keypt vélahúsin og vélarnar á Reykjafossi ásamt tilheyr- andi lóð og hálfum fossinum, af eigend- unum Gunnlaugi óðalsbónda Þorsteins- syni á Kiðabergi og Erlendi verksmiðju- stjóra Þórðarsyni, fyrir 34,000 kr. Einnig hefur það keypt hinn helming fossins (af Birni kaupm. Kristjánssyni í Rvík) fyrir 4,000 kr. ásamt réttindum yfir landinu þar umhverfis, svo að það hefur nú ráð á öllum fossinum, þvf að það þótti viss- ara, ef svo kynni að fara, að nota þyrfti allt fossaflið til annars en vélareksturs, t. d. til raflýsingar annarsstaðar en í verksmiðjunni, eins og komið hefur til orða, t. d. ef rafmagnsleiðsla væri lögð þaðan til Eyrarbakka, en vitanlega er það mál lítt rannsakað enn, og ekki ráð fyrir því gert að svo komnu. Reykjafoss er mjög vel f sveit komið, sem sambandslið millum Reykjavíkur og austursýslnanna, og alveg í leiðinni, ör- skot frá þjóðveginum. Á staður þessi ef- laust gpða framtíð fyrir sér. Eru þar og ýms þægindi auk vatnsaflsins, t. d. heitt vatn í laugum, og vegna jarðhitans þar f grennd frýs Varmá aldrei, svo að þar má nota vatnsaflið jafnt vetur sem sumar. Heilsuhæli fyrir berklaveika vaéri eflaust mjög vel sett þar fyrir flestra hluta sakir, bæði aðflutninga, þæginda og hollustu. Stjórn þessa fyrirhugaða hælis ætti því að taka til rækilegrar íhugunar þennan stað, áður en tekin verður ákvörðun um, hvar það skuli reisa. í nágrenni Reykjavíkur mun naumast heppilegt að hafa það, en þó ekki heldur svo langt frá höfuðstaðn- um, að auðvelt samband sé ekki milli þess og hans, og aðflutningar sem hæg- astir. Sumum mun hafa komið til hugar að hæli þetta ætti helzt að vera nálægt Þingvallavatni, en þar skortir einmitt ýms þægindi, er plássið við Reykjafoss í Ölfusi hefur að bjóða. Vér höfum ein- mitt viljað vekja máls á þessu nú þegar til bendingar fyrir heilsuhælisstjórnina, því að það skiptir miklu, að staðurinn fyrir sjúkrahæli þetta verði haganlega valínn. í stjórn Klæðaverksmiðjufélagsins »Reykjafoss« eru nú Sigurður Sigurðsson ráðanautur (form.), Sigurður Einarsson á

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.