Þjóðólfur - 14.12.1906, Blaðsíða 2
210
ÞJÓÐÓLFUR.
Stokkseyri (gjaldkeri) og Eriendur Þórðar-
son verksmiðjustjóri. Söfnun hlutabréfa
kvað ganga greiðlega, og hafa ymsir menn
hér í bænum tekið hluti. Að hlynna að
skynsamlegum innlendum iðnaðarfyrirtækj-
um, ætti að vera hvöt fyrir hvern þjóðhollan
mann.
Brú á Hvítá.
Fyrir skömmu var þess getið hér í
blaðinu, að ákveðið væri að gera brú á
Tungufljót á leiðinni millum Geysis og
Gullfoss, svo að konungur vor gæti fengið
að sjá þennan fagra foss. Var 1 fyrstu gert
ráð fyrir, að konungur færi þaðan niður
eptir Biskupstungum og yfir Hvítá á Iðu-
ferju, en með því að sú leið er allógreið-
fær og mýrar allslæmar yfir að fara, kvað
sú breyting vera gerð af móttökunefnd-
inni, að gera brú á Hvítá á svonefndum
Brúarhlöðum (skammt fyrir ofan Haukholt
í Ytrihrepp). Er áin þar örmjó og brúar-
stæði ágætt, svo að brú þar verður mjög
ódýr, en mjög nauðsynleg fyrir samband
upphreppanna í Árnessýslu, og þægindi
mikil fyrir alla ferðamenn millum Geysis
og Heklu. Er svo til ætlazt, að konung-
ur fari frá Geysi austur yfir Hvítá um
þessa nýju brú og suður Ytrihrepp niður
að Þjórsárbrú. En Ytrihreppsmenn kvað
hafa lofað að gera við veginn innanhrepps
svo sæmilegur verði. Mega Árnesingar
hrósa happi yfir konungskomunni, þá er
þeir fá tvær nauðsynlegar brýr yfir jafn-
mikil stórvatnsföll sem Hvítá og Tungu-
fljót, auk vegarins yfir Þingvallahraun og
annara smærri vegabóta innan sýslu. En
hér er heldur ekki um óþarfar samgöngu-
bætur að ræða, heldur um þær bætur, er
orðið hefði að gera, hvort sem konungur
hefði komið eða ekki. En koma hans
flýtir að eins fyrir þeim.
€rlení simskeyti
til Pjóðólfs frá R. B.
Kaupm.höfn 11. des., kl. 6 siðd.
Nóbelsverðlaunin
eru uú veitt. Friðarverðlaunin hefur
Roosevelt forseti Bandaríkjanna feng-
ið, bókmenntaverðlaunin Carducci í
Bologna, verðlaunin 1 eðlisfræði Thom-
son 1 Cambridge, í efnafræði Moisson
f París, í læknisfræði G o 1 g i í Pavía og
Cajal f Madrfd (til jafnra skipta).
íslenzka varðskipið
»Va)urinn« ieggur af stað til íslands um
nýjár undir forystu Saxild’s og »premier-
lautenant’s* Malthe-Bruun’s, og suúa þeir
heim aptur að ári liðnu.
Hœstiréttur
hefur dæmt morðingjann frá Hvidbjærg
til dauða.
Mikill stormur
hefur geisað við vesturströnd Noregs, og
eitt fiskveiðagufuskip sokkið. Þar drukkn-
uðu 8 menn.
13. dtS., kl. 6 siðd.
Óskar Svíakonungur
hættulega veikur af hjartasjúkdómi.
Mótorbála-pöntun.
Lauritzen konsúll í Esbjærg hefur pantað
7 mótor-»kúttara« til fiskveiða við ísland.
Sameinaða gufuskipafélagið
ætlar að fá sér 2 ný gufuskip með ný-
tízku útbúnaði til íslandsferða.
Tjón af ofviðri.
Farizt hafa 30 fiskimenn við Noregs-
strendur í ofviðrunum þessa daga.
*
* *
Nr-6- Bein viðskipti við Ameríku.
Býður nokkur betur?
Hér með tilkynnist, að kanpmenn, bakarar og pöntunarfélög- landsins geta framvegis feng-
ið hveiti, haframél og fóöurmél, beint frá mylnunum í NewYork í Ameríku, á lægsta heildsölu-
veröi — þ. e. markaðsverði í NewYork á þeim og þeim tíma — að viðbættum l8/4 eyri pr. pd. fyrir
flutningskostnaði öllum, ábyrgð og útvegunarkostnaði, á höfn hér viö land. — Innkaupsreikningar fram-
lagðir til sýnis ef vill.
Minnsta pöritun upp á þcssi kjör, er 500 seKRir í einu, til sömu hafnar, til eins manns, af einni
sort eða fleirum til samans. — í hverjum sekk eru 127 pund dönsk.— En sé pöntun minni en þetta, er verðið
ögn hærra en hér er tilgreint.
Hverri pöntun verður að fylgja ábyrgð fyrir fullri borgun, sem íslandsbanki í Rvík tekur gilda.
Gegn 2 kr. borgun sendi ég sýnisskamta af þessum vörum með pósti, þeim sem þess óska.
Með þessum kjörum kostaði gott til ágætt hveiti, þetta ár 7—ÍO aura pundið, hér komið lægst. —
Heila gufuskipsfarma get ég lika útvegað, þá þess er þöif.
Menn hér hafa lengi óskað eptir beinu yiðskipta-sambandi við Ameríku. — jlíú er þaó fengió.
Notið það því, og strax, með því að betri kjör eru ómöguleg. Þessi kjör: (heildsöluverð í NewYork og 1 */*
au. pr. pd. fyrir allan kostnað hér til lands), bjóðast heldur ekki iengi fyrir gíg.
Reykjavík, 1. desember 1906. S. B. Jónsson.
Roosevelt forseti hefur fengið friðar-
verðlaunin aðallega fyrir afskipti sín af frið
arsamningnum milli Rússa og Japana og
aðra framkomu sfna í deilumálum þjóða á
milli, er jafnan hefur miðað að því að stilla
til friðar. Auk hans eru tveir þeirra, er
Nobelsverðlaunin hafa fengið, allvíðfrægir
menn, einkum enski visindamaðurinn Thom-
son, er ekki getur annar verið en eðlisfræð-
ingurinn William Thomson, fyrrum
háskólakennari í Glasgow 53 ár samfleytt
(1846—1899), kunnastur með aðalsnafni
sínu Kelvin 1 ávarður og nú 82 ára gam-
all (f. 1824). Hann var hafinn í aðalsmanna-
tölu 1892 vegna vísindastarfsemi sinnar.
Þykir hann frægastur vfsindamaður f sinni
grein með Bretum, og hefur skrifað fjölda
vísindalegra rita. ftalinn Carducci, há-
skólakennari í bókmenntum í Bologna, er
talinn hið mesta skáld ítala, sem nú er
uppi. Hann er nú rúmlega sjötugur að aldri
(f- >835). ____________
Malthe Bruun, er á að verða varaforingi
(næstur yfirforingjanum) á „Valnum" næsta
ár, var foringi á æfingaskipinu „Georg
Stage", þá er það stórslys bar að höndum,
að annað skip sigldi á það í Eyrarsundi 22.
júní 1905, og yfir 20 ungra drengja drukkn-
uðu.
Hvidbjærgsmorðinginn, er hæstiréttur hef-
ur nú dæmt til dauða, var einn þeirra, er
hin hryllilegu morð frömdu á Jótlandi sfð-
astl. vor.
„Kong Helge“
skip Thorefélagsins kom hingað frá út-
löndum 11. þ. m., 5 dögum á eptir á-
ætlun með fátt farþega. Fer héðan til
ísafjarðar, Akureyrar og Eskifjarðar.
„Laura“
fór héðan áleiðis til Hafnar í fyrra
dag. Með henni sigldu Björn Kristjáns-
sonkaupm., Th. Thorsteinsson kaupro., og
frk. Þórunn Jónsdóttir (skólastjóra Þór-
arinssonar). Hún fór til lækninga gegn
berklaveiki á heilsuhæli erlendis.
Blaðið „Vestri“
hefur tekið vel og drengilega undir
blaða-ávarpið, og heitir því eindregnu
fylgi sínu varnaglalaust. Sömuleiðis hitt
ísfirzka blaðið, »Valurinn«. Eru þá 8
blöð landsins, sem kunnugt er um, að á
einu máli séu í þessu, en 2(»Lögrétta«
og »Norðri«)að miklu leyti samdóma þeim.
Og sama mun vera að segja um »Austra«.
En um »Dagfara« er enn ókunnugt.
Skarlatssóttin
er orðin mjög útbreidd á Akureyri. Um
næstliðna helgi var beitt þar sóttvörnum
gegn 60 manns í 28 húsum, og nú f vik-
unni hefur verið símað þaðan, að sýkin
sé stöðugt að breiðast út þrátt fyrir sótt-
varnirnar. Er hún komin allvíða í Eyja-
fjarðar- og Þingeyjarsýslur.
Taugaveikin
er að færast í vöxt hér í bænum, svo
að spftalarnir geta ekki veitt öllum sjúk-
lingunum móttöku. En veikin er heldur
væg enn sem komið er. Mest eru það
unglingar, er sýkjast, en þó allmargir full-
orðnir.
Veltt læknishérað.
Vopnafjarðarhérað er veitt Ingólfi Gísla-
syni héraðslækni í Reykdælahéraði.
Samsöngur
var haldinn hér í dómkirkjunni í fyrra
kvöld til ágóða fyrir söngflokk kirkjunn-
ar. Brynjólfur Þorláksson organleikari
stýrði söngnum, er fór laglega, en var
ekki sérlega tilkomumikill, Var þar bæði
karla- og kvennakór, og einnig sungu þær
frú Elizabet Þorkelsson og frk. Elín Matt-
híasdóttir nokkur lög »solo«. Samsöng-
urinn var vel sóttur.
Málverkasýningu
Ásgríms Jónssonar, sem sjá má í Good-
templarahúsinu á hverjum degi frá kl. n
til 3 ætti almenningur að skoða, því að
hún er sannarlega þess verð. Eru þar
margar ágætar myndir frá ýmsum stöð-
um, t. d. úr Snæfellsnessýslu (Búðum,
Stapa, Ólafsvík og víðar) frá Vestmanneyj-
um (með útsýn til Eyjafjallajökuls)úr Fló-
anum og víðar úr Árnessýslu o. s. frv.,
auk hugsmíðismynda allmargra, er áður
eru flestar kunnar og flestar ágætar í
sinni röð.
Kjöbenhavn
Grand Hotel Nilsson
má óhætt mæla með. Fæði og bústaður
mjög ódýrt, ef lengi er dvalið. íslenzkir
ferðamenn fá auka-afslátt.
Jóla-Bazar
fjölbreyttur og skrautlegur mjög,
er nú
OD
vormi
J. P. T. Bryde’s
I Reykjavík
(uppi á loptinu). Fást þar margir
góðir og gagnlegir munir, hentugir til
jóla- og nýjársgjafa.
Spil »« jólakerti
fá,st í verzlun
Matthiasar Matthíassonar.
Syltetau
iiiiii •ininiiKiii ti(iiiii«ir(iiiiiiii!iiii»iiiiifiriiiiiii'iiiii:i!i>iriii:riiiiiiiiliriiiiiiii:ii*iii
ágætt, lang-ódýrast
O^C^O, bæði frá Hol-
landi, Þýzkalandi og Danmörku
fæst í rerzlun
Matthíasar Matthíassonar.
ódýrasta útsala í Danmörku af
allskonar olíufatnaði, einkum fiski-
mannastökkum, einnig buxura og
STuntum.
Verðskrá með myndum ókeypis
Samkomuhiísið Betel.
Sunnudaga: KI. 61/* e. h. Jyrirlestur.
Miðvikuaaga: Kl. 8'/, e. h. Bibhusamtal.
Laugardaga: KI. 11 f. h. Bcenasamkoma
og bibliulestur.
í Aðalstræti XO.
Fyrir jólin
þurfa allir menn að fá sér nýtt um
hálsinn, svo sem: flihba, kraga,
slaufur hv., sv. og misl. — Ennfr.
kragahlífar og hálsklúta. — Alt þetta
o. m. fl, er lang-bezt að kaupa hjá
H. Andersen & Sön.
Jólatrés-skraut,
mikið og FAGURT nýkomið
í verzlun
MATTHÍASAR MATTHÍASSONAR.
Sólskinssápa, Sápuspznir
°konar" ljanisápnr,
bæði vandaðar og ódýrar í verzlun
Mattbiasar Mattbíassonar.
liOÁVíDr.®
7 kr. 50 au.
pr. tunna,
fást með þvi verði til jóla
í verzlun
Jólatré
af öllum stærðum
væntanleg með Vestu
nál. 20. þ. m. til
J. P. T. Bryde’s
verzl. í Reykjavík.
Sturlu Hönssonar.
Til jólanna:
Vestis-efnin mislitu.
Mikið úr að veija hjá
H. ANDERSEN & SÖN.