Þjóðólfur - 14.12.1906, Blaðsíða 1
58. árg.
Um slátrunarhúsið og fleira,
Fátt heyrist talað um framkvæmd á
því máli síðan í fyrra vetur, er slátrunar-
húsnefndin sat á rökstólum í Reykjavík;
en eptir því sem maður segir manni,
munu þó bændur hafa á því allmikinn
áhuga, einkum í þeim sveitum, þar sem
áður eru stofnuð smjörbú, og er það
eðlilegt af tvennu. Fyrst hafa bændur
þar áþreifanlegasta sönnun fyrir því,
hverju vöruvöndun og félagsskapur hafa
komið til leiðar, sem er smjörið. Og
annað, að þar eru helztu brautryðjendur
búnaðarframfaranna yfirleitt. Eg ætla
ekki að fara að lýsa fyrirkomulagi slátr-
unarhússins né rekstri þess, því til þess
eru margir mér miku færari menn, en eg
vildi leggja áherzluna á það, að þótt enn-
þá sé hvorki sýnt né sannað reiknings-
lega, að slátrunarhúsið hafi þá hagsbót í
för með sér, sem menn gera sér vonir
um, þá er það í alla staði sennilegt,
þegar litið er á málið frá fleiri hliðum,
og að öðru leyti athugað það, sem sér-
staklega er haft á móti því sem óþörfu.
Það sem slátrunarhúsið aðallega verður
að hafa fyrir augum, er vöruvöndun, sem
að sjálfsögðu eykur eptirspurn og um leið
hærra verð. Leitum eptir markaði í út-
löndum fyrir vel verkaðar Qárafurðir,
kjöt og gærur — tilraunir með sölu á
kældu kjöti og ( ls, einnig söltuðu og ef
til vill niðursoðnu. Fækkun á óþörfum
milliliðum er nauðsynleg, ekki eingöngu
á hinum venjulegu kjötmöngurum, heldur
hinum mörgu fjárpröngurum, sem kaupa
af bændum og selja aptur fjárkaupmönn-
um. Þessa tvo milliliði verða fjáreigend-
ur og kjötkaupendur að fæða og fylla
pyngju þeirra, því allir vilja græða og
gera, eptir því sem þeir eru duglegir.
Einnig þarf slátrunarhúsið að koma á
meiri reglu með fjárrekstrana, svo nú-
verandi markaður verði ekki svo fylltur
á stundum, eins og opt hefur orðið, og
aíðast í haust, að nærri öll kjötsala stöðv-
ast. Hafa þá kjötmangarar ekki haft
önnur ráð, en að færa verðið hver niður
fyrir annan, eða rokið til að salta, í þeirri
von að síðar seldist; en hvort það kjöt
hefur orðið til að hækka verð eða því
til meðmæla utan lands eða innan, er
óþarft að fara mörgum orðum um. Lík-
indi eru til, að minni kostnaður yrði við
slátrun, þegar hún væri mest rekin á
eina hönd og með sem fullkomnustum
áhöldum, og síðast en ekki sízt algerður
sparnaður markaðshaldara og þeirra mörgu
sendisveina, sem kosta mikið fé, en sem
undir núverandi fyrirkomulagi hlýtur allt
að leggjast á fjárverzlunina og ýmislegt
fleira.
Það sem sumir hafa á móti slátrunar-
húsi, er það, að markaður sé ekki nægur
í Reykjavík og þar í kring, sem eg og
fleiri eiga bágt með að samþykkja, því að
opt hefur fé verið þvælt port úr porti
dag eptir dag, af því að enginn vildi
kaupa, fyr en að lokum, að menn hafa
orðið að selja það hrakið og hungrað með
afföllum.
Er þetta nógur markaður? Nei, og
aptur nei!
Og þótt nú kaupmenn kaupi féð á
Reykjavík, föstudaginn 14. desember 1906.
Jú 56.
endanum, eins og áður er skýrt frá, og
sem stundum virðist gert af hálfgerðri
gustuk við seljanda, skyldu þeir þá gera
það að gamni sínu, að láta hafa í vörzlu
stundum sem skiptir þúsundum, og sem
kostar þó mörg hundruð krónur, og þar
á ofan leggur féð af og hrekst, jafnvel
þótt geymt sé ( góðu haglendi, að eg
ekki tali um, þegar það er í stórhópum
viku eptir viku á hinum annáluðu hrossa-
högum í og í grennd við Reykjavík. Sú
rýrnun nemur víst á hverju hausti meir
en menn gera sér í hugarlund, — og þetta
er svo kallaður nógur og góður markaður.
Svo segja kaupendur, að kjötið sé dýrt.
Getur vel verið frá þeirra bæjardyrum,
að það sé. Þeim er heldur ekki láandi,
þótt þeir vilji fá það sem ódýrast. En
hafa ekki bændurlkömu þörf og skyldu
við sjálfa sig fyrir pví, að gera allt sem
í þeirra valdi stendur til að fá sem mest
fyrir fé sitt? Jú, og svo eykst framleiðslu-
kostnaðurinn ár frá ári. Lögin heimta
meira hey og betri hús, kaupafólkið er
hækkað í verði allt að helming, vinnu-
fólk er lítt fáanlegt. — Allir miða við
Reykjavík og þilskipin, og sumir við
gullið. En um það hvað sé hæfilegt
verð á kjötpundi, er ekki til neins að
þrátta, heldur verður það að stjórnast
eptir verði á kjöti á útlendum markaði,
og hann verður að finna næstum því hvað
sem það kostar, enda verður það eitt, sem
hið væntanlega slátrunarhús hlýtur að
leggja áherzlu á. Fyrir kaupmönnum er
hætt við það dragist, þeim heldur engin
knýjandi nauðsyn. Eg veit með vissu,
að kaupstaða- og útvegsmönnum er slátr-
unarhússtofnunin heldur um geð, af ótta
fyrir að kjötið hækki í verði, og getur
svo farið, að sá ótti sé ekki ástæðulaus.
En hverjir hafa hafið baráttuna móti land-
búnaðinum, með því að bjóða hátt kaup ?
Þess vegna þurfa bændur nú að neyta
allrar orku til að fá svo mikið fyrir vöru
sína og hægt er, til þess að geta líka
boðið og borgað hátt kaup, því þrátt
fyrir yndi og, unað kaupstaðanna vilja
margir enn vera í sveit, ef peningarnir
eru jafnir. Að lokum vil eg minnast á
það, að ætli það þætti flestum ekki fjar-
stæða, ef einhver segði, að á íslandi væri
nógur markaður fyrir saltfiskinn, og að
það verð, sem þá myndaðist á honum
fyrir meira framboð, en eptirspurn væri
nóg. Jú, eg held það. Eins verður með
kjötið, sem er aðalvara sveitanna, að verð
það sem myndast fyrir meira fram-
boð en eptirspurn, verður heldur lágt
og þvingun fyrir seljanda, svo hann getur
ekki boðið eins góð kjör og aðrir atvinnu-
vegir og staðizt samkeppnina, sem nú er
á milli svéita- og sjávarmanna. Eins og
nú stendur, er því eina hugsanlega ráðið
fyrir bændur að bindast samtökum og
öflugum félagsskap til að koma slátrunar-
húsinu upp, ef verða mætti til að koma
aðalvöru þeirra í hærra verð og meira
álit en hingað til hefur verið, og það
sem fyrst. Að hika, er sama og tapa.
Eggert Guðmundsson.
90 ára afmæli
merkismannsins Magnúsar Jónssonar, fyrver-
andi bónda f Snjallsteinshöfða á Landi héldu
á því heimili, 2. nóv. þ. á., synir hans, Teit-
ur og Jóhann, er þar búa stórbændur hin
síðari ár og annast með umhyggju og sóma
sinn háaldraða föður. Buðu þeir nokkrum
hans vildustu vinum og veittu vel og rík-
mannlega. Var öldungurinn við það tæki-
færi, sem jafnan, aðdáanlega hress og ung-
ur í anda. Mátti eins vel geta þess til, að
io—20 ár hefði hann hlaupið einhversstað-
yfir á skeiðfletinum, eða að fæðingarár hans
væri fremur 1826 en 1816, sem kirkjubæk-
urnar bera þó' með sér. Til minningar um
rétt 90 ár að baki og öldungnum til glaðn-
ings, gáfu gestirnir honum göngustaf vand-
aðan með ástungnu nafni hans og aldri.
Þakkaði hann gjöfina og þann sóma, er hún
vottaði, með hugsun og orðum, sem heyra
til nútíðinni, en ekki fornum, liðnum tím-
um, eins og opt og eðlilega á sér stað hjá
öldruðu fólki.
Magnús hefur alla tfð fylgzt vel með tím-
anum, haft yndi af bókum og áhuga mik-
inn á framförum og nýbreytni allri, sem sam-
rýmzt hefur skoðun hans. Enn þann dag í
dag hefur hann glögga sjón til að lesa og
binda bækur, smíða eitt og annað, sem hans
var vandi fyr, en heyrn hefur hann nokkuð
daufari, þó svo, að vel má við hann tala.
Frá 1841 —1887 bjó hann sæmdarbúi í
Snjallsteinshöfða með uppbyggilegri og sér
samhentri konu, Margréti Teitsdóttur, þar
fæddri og uppalinni, nú dáin fyrir 12 ár-
um. Varð þeim 19 barna auðið. Má það
með mörgu fleiru telja mikilsvert í lffsstarfi
Magnúsar, hve börn hans, er upp komust,
urðu hraust og þrekmikil — má s. )a af-
burðamenn að vexti, kröptum og vinnuþoli.
— 90 ára gamall á hann 40 barnabörn og
17 bamabarnabörn. Þess er einnig vert að
geta, að þrfbura eignaðist hann með konu
sinni eitt sinn. Má af öllu þessu ráða, að
væru íslenzku bændurnir svo kynsælir al-
mennt, sem Magnús á Snjallsteinshöfða,
mætti fleira framkvæma, en færra ógert láta
af ýmsu, er landi og lýð horfir til heilla og
fólkseklan f sveitunum er slagbrandur í vegi
fyrir hin síðustu árin.
Verði hans æfikvöld friðsælt og fagurt!
K u n n u g u r.
Um blaða-ávarpið og tilorðningu
þess, þykist ritstj. „ Þjóðviljans" þurfa að
fræða lesendur sína í blaðinu 7. þ. m. Eign-
ar hann það beinlínis samþykkt á einhverj-
um „þjóðræðisfundi", er haldinn hafi verið
6. f. m. Þetta er alveg samskonar, eins og
þegar „þjóðræðismenn“ og ritstj. „Þjóðv.“
sérstaklega var að eigna s é r árangurinn af
þingmannaförinni í sumar með ofurlitlum til-
styrk „Lögréttumanna". Hvað á slíkur
barnaskapur að þýða? Eg gæti skýrt rit-
stjóra „Þjóðv." frá því, ef eg vildi, hverja
hlutdeild eg átti í stefnu ávarpsins, stefnu,
sem aðrir ávarpsmenn hafa fallizt á og við-
urkennt rétta eptir skilningi þess, jafnvel rit-
stjóri „Þjóðv.“, enda þótt honum hafi tæp-
lega verið það að skapi, því að mér leikur
grunur á, þótt rnérsé það ekki „fullkunnugt",
að einmitt h a n n hafi ætlað sér að fleyga
inn í ávarpið áskorun um stjórnarskrárbreyt-
ingarbaráttu nú þegar, eða að minnsta kosti
um Þingvallafundarhald að vori o. s. frv.
(sbr. Þjóðv. 15. f. m.), en að það hafi verið
strykað út fyrir honum, og þess vegna sé
einhver „gutti" í honum og hafi því ætlað
að stríða mér með þessu „þjóðræðis-
faðerni" ávarpsins. En mér stendur alveg
á sama um það, því að eg skrifaði ekki
undir það sem ávarp frá neinum sérstökum
pólitískum flokki, heldur af því að eg taldi
það ganga alveg í rétta átt sem samkomu-
lagstilraun um kröfur vorar út á við gagn-
vart Dönum, og af því, að það var, um ríkis-
ráðsatriðið, í fullu samræmi við mína skoð-
un, skoðun, sem eg hef haft frá því fyrsta,
er „valtýskan" kom hér fram 1897, þótt eg
eins og fleiri hafi ekki verulega barizt fyrir
henni síðan 1902, þá er allir þingmenn urðu
sammála um að taka ráðherra-búsetuna,
þrátt fyrir Alberti-fleyginn — ríkisráðsset-
una — er fáum þingmönnum mun hafa
þótt meiri vábiti en mér, sem eg þá dró
ekki heldur neinar dulur á.
H. P.
Qoll og heilnxm kenning.
Gloðiii er aðalskilyrði þess, að
að oss mönnum líði vel og vér
verðum langlíflr á förðunni. Það
er því óbrotin skylda vor, að gera
allt sem í voru valdi stendur og
vér framast megnum, láta oss
líða vel og vera glaðir og lengja
lífdaga vora. En til þess verðum
vér að hafa hemil á ástríðum vor-
um, og láta þær greyin ekki dansa
lausbeizlaðar, og alltaf við og við
að fá oss á flöskuna af hinum
heilnæmu og styrkjaudi vínum og
hrennivíni, er ávallt er að fá í
víuverzlun Ben. §. IViraiins-
sonar.
Ársfundur IVirnleíf'afólags-
Ins verður haldinn mánudaginn
17. þ. m. kl. 5 e. h. í húsi presta-
skólans.
Reykjavík, 12. des. 1906.
Eiríkur Briem. *
Annaðhvort
fínasta rjóma-
^jbúasmjörj
eða
ALFA" Margarine.
Uppboðsauglýsing.
Húseignin nr. 61 við Grettisgötu
hér í bænum með tilheyrandi lóð, eign
Guðmundar Jónssonar, verður seld ept-
ir kröfu Sigurðar E- Málmkvist, sam-
kvæmt fjárnámsgerð, er fram fór 5.
des. þ. á., á 3 opinberum uppboðum,
sem haldin verða laugardagana 29.
des. þ. á. og 5. og 12. jan. 1907,
tvö hin fyrri hér á skrifstofunni, en
hið síðasta á eigninni sjálfri. Veð-
bókarvottorð og söluskilmálar verða
til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir
hið fyrsta uppboð.
Bæjarfógetinn J Reykjavík,
13. des. 1906.
llalldói* Daníelsson.
Samkvæmt lögum um Söfnunar-
sjóð íslands dags. 10. febr. 1888
16. gr. verður fundur haldinn á
starfstofu sjóðsins í Lækjargötu 10
fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 5 síð-
degis til að velja endurskoðara fyrir
hið komandi ár.
Reykjavík, 13. des. 1906.
Eiríkur Briem.