Þjóðólfur - 11.01.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.01.1907, Blaðsíða 1
59. árg Reykjavík, föstudaginn 1 1. janúar 1907 2. Frá 1. janúar þ. á. greiðir Landsbankinn innlánsvexti 4°/o (fjóra af hundraði) af því fé, er hann hefur til ávöxtunar með sparisjóðskjörum. cTr. <3unnarsson. Qáskilamálið. Stórmál þetta hefur að kalla má legið 1 þagnargildi næstliðin 10 ár eða lengur. Stjórnarbótarbarátta síðustu ára hefur þok- að því burtu af dagskrá blaðanna og þjóðarinnar, eins og mörgum fleiri þýð- ingarmiklum málum. En hún hefur eigi kæft það til fulls, því að það mun bráð- lega rísa upp með nýjum krapti. Og virð- ist nú einmitt tími til kominn að rjúfa hina löngu þögn, er verið hefur um það, einkanlega þá er nú er fenginn einn að- alþátturinn, ein aðaldeildin 1 þessari menntastofnun: innlendur lagaskóli, sem lítil von var um að fá, er háskólamálinu var fyrst hreyft. Saga máls þessa er hvorki löng né margbrotin. Því var fyrst hreyft rækilega og röksamlega í Sunn- ! anfara 1892 af þáverandi ritstjóra hans, dr. Jóni Þorkelssyni, og fékk málið þá þegar góðar undirtektir. Bar dr. Jón upp á alþingi 1893 frumvarp til laga um stofn- un háskóla, og var það samþykt sem iög frá þinginu eptir allsnarpar umræður, og fyrir ötula forgöngu flutningsmanns og Benedikts Sveinssonar, en vitanlega synjað samþykktar af stjórninni. í þing- lok 1893 mynduðu margir þingmenn og nekkrir af heldri borgurum bæjarins, alls 30 manns, samtök um, að hrinda máli þessu áleiðis með því að gangast fyrir samskotum um land allt. Þessir 30 kusu svo 9 manna nefnd til að standa fyrir samskotum þessum, og sendi nefndin þeg- ar út áskoranir um þetta.1) Er hún prent- uð t Þjóðólfi 1. september 1893, oghafði góðan árangur. Safnaðist á nokkrum dögum rúmar 1000 kr. í Reykjavík, og töluvert var gefið hingað og þangað á landinu og dálttið í útlöndum. Mál þetta varð meðal annars til þess, að >Hið ís- Jenzka Kvenfélag« var stofnað í janúar 1894 og gekkst Þorbjörg Sveinsdóttir ljós- móðir mest og bezt fyrir því, og varð það eitt hið fyrsta verk félagsins, að halda tombólu til styrktar háskólasjóðnum haust- ið 1894. Var það einhver hin stærsta og mikilfenglegasta tombóla, er hér hefur verið haldin, því að hreinn ágóði af henni varð 1200 kr., er rann allt í samskota- sjóðinn. Alls gaf Kvenfélagið 1763 kr. til sjóðsins (sbr. Þjóðólf 31. jan. 1896). í árslok 1895 munu samskotin hafa ver- 1) Nefndarmennirnir voru: Benedikt Sveinsson, Hannes Þorsteinsson, Jón Vída- hn, Jón Þorkelsson, J. Jónassen, Sighvat- ur Árnason, Sigurður Gunnarsson, Sigurð- ur Stefánsson og Þórhallur Bjarnarson. ið orðin hátt á 4. þústtnd króna. og hef- ur lítið bæzt við síðan. í apríl, maí og júnl 1896, birtum vér í Þjóðólfi langa grein um málið, og var það fyrirlestur, er ritstjóri þessa blaðs flutti á afmæli Kvenn- félagsins 1 janúar 1895, nokkuð aukinn og breyttur. Síðan hefur svo að segja ekkert verið um málið ritað að kalla má. 1895 var þegar tekið að bóla á nokkurri mótspyrnu gegn því frekar en áður og sumir, er verið höfðu stuðningsmenn þess á þingi 1893 snerust gegn því von bráð- ar, og fóru að kalla það »blóðlausa hug- mynd«, er varð »vængjað orð« um tíma og mjög notað til að spilla fyrir málinu. Það var því auðveldara þá, sem andstæð- ingar þess fullyrtu, að lagaskólinn fengist ekki, en það var hugmynd flutnings- manna málsins, að prestaskóli, læknaskóli og lagaskóli mynduðu eina samfellda menntastofnun, er gæti verið háskólavfsir, og nefndist háskóli, en svo yrði fleiri kennslugreinum bætt við, eptir því, sem efni leyfðu og þörf krefði. Mótstöðu- mönnunum þótti hins vegar nafnið »há- skóli« ofveglegt á samsteypu þessara menntastofnana með væntanlegum við- aukum og það var heldur ekki látið liggja í láginni, að hlunnindi þau, sem íslenzk- ir námsmenn nytu við Kaupmannahafn- arháskóla væru svo dýrmæt, að það kæmi ekki til nokkurra mála að hafna þeim. Nú á síðustu árum hefur skoðun manna í því efni dálltið breytzt, er það hefur komið í ljós, að allur þorri stúdenta vorra (nálega allir sum árin) þyrpist til Hafnar- háskóla, en æðri menntastofnanirnar inn- lendu, læknaskólinn og prestaskólinn sér- staklega, standa svo að segja auðar. Læknaskólinn hefur einkum mest verið sóttur af stúdentum, er horfið hafa aptur úr Hafnarvistinni eptir 1—3 ár og lengri tfma, við litla frægð margir hverjir. Þrauta- lendingin hefur orðið hér heima álækna- skólanum og prestaskólanum, þótt menn hafi ekki viljað líta við þessum stofnun- um, er menn sluppu úr latínuskólanum. Og þetta hefur farið versnandi ár frá ári, eptir því sem útstraumurinn úr lætða skólanum hefur orðið meiri. En á þessu alvarlega vandkvæði verður engin bót ráðin, meðan hlunnindin við Hafnarhá- skóla laða og lokka námsmenn vora til sín. Og þetta ástand batnar eflaust ekk- ert með lagaskólanum innlenda. Hann verður eins og hinar stofnanirnar teknar í »bakslagnum« sem neyðarhöfn. En það hefur naumast verið tilgangurinn með stofnun hans, að hann ætti að hanga hér á horriminni og hirða hratið frá Höfn. Þessar þrjár menntastofnanir vorar ná aldrei neinurn þroska eða þrifum með þessu fyrirkomulagi. Kennararnir verða sljóir, áhugalausir og hirðulitlir, eins og eðlilegt er, þegar þeir sjá, að sneitt er hjá þessum kennslustofnunum og áheyr- endurnir ef til vill ekki nema 2—3, og stundum hafa kennarar þessir orðið að hýma yfir einum pilti. Má geta nærri, að það sé fremur fjörgandi, eða hitt þó heldur, svo að það er engin furða, þótt kennararnir verði að steingerfingum eða andleysingjum. Enginn kennari getur lát- ið sig það litlu skipta, eða horft á það með jafnaðargeði, að stofnun sú, sem hann á að halda uppi sé í stöðugri apt- urför og auðsjáanlega að dragast upp, án þess honum sé það sjálfum að kenna. Hér er því brýn þörf á gagngerðri breyt- ingu á öllu fyrirkomulaginu við kennsluna á hinum æðri menntastofnunum vorum, og sú breyting þyrfti að komast á og ætti helzt að komast á, um leið og laga- skólakennslan byrjar. Það verður að finna öflug ráð til þess að efla þessar stofnanir svo, að þær geti orðið landinu til sannarlegs gagns, og að hinir ungu námsmenn vorir hafi enga hvöt til þess að leita fremur til Hafnarháskóla en hinna innlendu stofnana. Og það verður bezt gert á tvennan hátt: með því að fá Garðsstyrknum.eða að minnsta kosti nokkr- urn hluta hans, breytt á þann hátt, að hann geti komið nemendum hér að not- um, og í öðru lagi með þvf að mynda kennslusamband milli þessara þriggja stofnana, stofna háskólavlsi með viðauk- um smátt og smátt í ýmsum vísindagrein- um, er við háskóla í öðrum löndum eru kenndar. Það veitir sannarlega ekki af að rjúfa þögnina um þetta alvörumál. Sá tími er nú kominn, að vér eigum að fara að standa á vorum eigin fótum, vera húsbændur á heimilinu og reyna að sækja sem minnst til útlanda þeirra hluta, er vér getum veitt oss sjálfir heima fyrir. Verður ftarlegar á þetta minnst í næsta blaði. (Niðurl. næst). Hugleiðingar við áramótin, Eptir F r o s t a. II. ' Þá er til starfanna kemur verður oss fyrst fyrir að athuga aðalatvinnuvegi vora, og skal þá fyrst drepið ofurlítið á s j á v- arútveginn. Það hefur svo opt kveðið við, að hafið kringum Island væri ótæmandi auðsupp- spretta, enda er það sanni nær, því marg- ur fiskurinn er dreginn úr sjó hér við land bæði af innlendum og útlendum mönnum. En um leið og talað er um auðsuppsprettu hafsins verður mörgum hverjum eflaust á að spyrja, hvort vér hagnýtum oss þessa auðsuppsprettu nægi- lega. Hér skal þó ekki farið ítarlega í þá sálma, því fiskiveiðarnar eiga eflaust marga betri talsmenn en mig, en úr því eg fór að koma með þessar nýjárs-hug- leiðingar, get eg ekki stillt mig um að koma ofurlítið við þær. Það er hvorki margt né mikið, sem eg ætla mér að drepa á, en eg beini máli mínu einkum til útgerðarmanna og sjómanna yfir höf- uð að tala, Et þeir vildu athuga spurn- ingar mínar vel og ítarlega, er mínum tilgangi náð. Hvernig standa fiskiveiðarnar? Eru þær komnar á það fullkomnunarstig, sem vænta mætti, eða er þeim ábótavant ? Eg er ekki í neinum efa um, hvernig þess- um spurningum verði svarað. Það mun eflaust kveða við úr öllum áttum, að fiskiveiðunum sé ábótavant. En í hverju er þeim þá ábótavant? Hvað þarf að umbæta? Er skipum og veiðarfærum á- fátt eða dugnaði fiskimanna ? Þegar til skipanna kemur er eflaust mjög þýðing- armikið að athuga nákvæmlega, hvers konar skip eru hentugust til veiðanna, hvort heldur gufuskip eða seglskip. Það er mjög líklegt, að gufuskipin muni reyn- ast of dýr, nema fiskur hækki að mun í verði og jafn-llklegt má telja, að segl- skipin verði framtíðar-fiskiskipin. Þetta atriði verða menn að íhuga mjög vand- lega, áður en ráðist er í að kaupa dýr gufuskip til fiskiveiða, því ef svo tæri að þau borguðu sig ekki víeri ver farið en heima setið. Mundi ekki vera hyggileg- ast sem stendur að bæta seglskipastólinn eptir föngum og leggja þess utan aðal- áherzluna á, að bæta veiðarfærin, við- hafa hinar beztu veiðiaðferðir og koma upp duglegum og æfðum fiskimönnum. Enginn skilji þó orð mín svo, að eg bregði sjómönnum vorum um ódugnað; þeirra á meðal eru auðvitað margir dug- andi drengir, en í heildsinni munum vér þó standa ýmsum öðrum fiskiþjóðum að baki, t. a. m. Norðmönnum í veiðidugn- aði. Væri ekki hyggilegt að senda nokkra unga og efnilega sjómenn til Noregs og láta þá verða háseta á fiskiflota Norð- manna? Þeir mundu þá kynnast öllum veiðiskap Norðmanna og gætu eflaust kennt oss margt og mikið, þegar þeir kæmu aptur. Þá mætti og senda aðra efnilega sjómenn til hinna annara fiski- þjóða til að læra af þeim. Ef svo væri gert, er enginn efi á því, að betur væri farið en heima setið. Þetta látum vér nægja að sinni um fiskiveiðarnar og biðj- um þá, sem hlut eiga að máli, að íhuga nákvæmlega öll fiskimálefnin. Þákomumvér að landbúnaðinum. Þó auðæfi hafsins séu mikil og það sé mik- ils vert, að hagnýta sér þau auðæfin, sem bezt, þá er landbúnaðurinn alls ekki minna verður. Þegár vér hugleiðum, hvernig landbún- aðurinn er staddur, þá getur tæplega hjá þvf farið, að útlitið virðist nokkuð í- skyggilegt. Er þó vonandi, að vel ræt- ist úr því öllu saman, ef farið er að með hyggindum og dugnaði. Það sem gerir út- litið ískyggilegt, er einkum það, að fólk er farið að þyrpast saman í kaupstaðina. Verður því hörgull á vinnufólki til sveit- anna og kaupgjaldið hækkar. Vel getur svo farið, að kaupgjald hækki svo mik- ið, að húsfeðurnir geti ekki rönd við reist. Þá eru góð ráð dýr. Yfirleitt ber alt að sama brunninum með tillfti til búskapar- ins, nefnilega, að búa við svo fátt fólk, sem mögulegt, er og vinna svo mikið með vélum, sem við verður komið. En til þess að vélum komi við, þarf jörðin ákveðinn undirbúning. Túnin verða að vera vel ræktuð og eggslétt. Þess utan þurfa tún- in að vera miklu stærri. Þau ættu helzt að vera svo stór og svo vel ræktuð, að ekki þyrfti á aðra jörð að ganga til slægna. Væri svo, mætti láta hesta og vélar vinna aðalverkið og mannkraptinn mætti spara von úr viti. Það er nú hægra sagt en gert, að koma öllu í þetta horf. Svo má nefnilega næstum því að orði kveða, að landið sé að mestu leyti órækt- að. Forfeður vorir hafa látið sér nægja að nota sömu þúfnakollana ár eptir ár.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.