Þjóðólfur - 11.01.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÖLFUR.
7
F y rir 1 estra r.
Vér viljum leyfa oss að vekja athygli bæj*
arbúa á auglýsiugu hér í blaðinu frá hr.
Helga Jónssyni grasafræðingi, er ætlar að
halda hér tólf fyrirlestra um vísindagrein
sína, sem hann er allra manna bezt fær 1
þeirra manna íslenzkra, sem nú eru uppi’
og er í miklu áliti meðal vísindamanna
erlendis. Það er þvf enginn efi á, að
það verður margt og mikið að græða á
fyrirlestrum hans um þetta efni, sem allur
þorri manna er gersamlega ófróður um,
enda mun honum takast að gera efnið
svo Ijóst og skiljanlegt, að| allir geti haft
þess not.
Bsejarstjórnarkosning.
Eptir símskeyti frá Akureyri 5. þ. m.
voru kosnir þar 1 bæjarstjórn 3. þ. m.:
Friðrik Kristjánsson bankaútbússtjóri, Jón
Kristjánsson ökumaður, Sigurður Hjörleifs-
son ritstjóri og Sveinn Sigurjónsson
prentari.
„Inga strandið .
»Pervie« fór frá Akureyri 5. þ. m. til út-
landa með skipshöfnina af »Inga konungi*.
Taugaveikín
er nú loks heldur í rénun hér í bæn-
um. Hinn 4. þ. m. andaðist úr henni
Gunnlaugur Sigurðsson múrari, ungur
maður.
Dálnn
4. þ. m. Ólafur Þórðarson bók-
haldari, bróðir Þorgríms læknis í Kefla-
vík. Banamein hans varð botnlangabólga.
■
Innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðn minningu Sig- ríðar sálugu dóttur okkar, með ná- Tist sinni 4. þ. m. og á annan hátt hafa sýnt okkur sto innilega hlnt- tekningn í sorg okkar. Ingunn Knútsióttír. Kristján Kristiánsson. Lindargötu 28.
Samkonmhúsið Betel.
Sunnudaga: Kl. ó1/^ e. h. Fyrirlcstur.
Mtdvikudaga: Kl. 81/* e. h. Bibliusamtal.
Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bænasamkoma
og bibliulcstur.
Óskilakindur
seldar í Grafningshreppi 1906.
1. Hv. lhr„ m.: sýlt h. miðhl. v.
2. Hv. lhr., m.: sýlt h. biti fr., stúfr. v.
3. Hv. gimbl., m.: sýlt h. stfj. a., sneitt
apt v. bragð fr.
4. Hv. ær tveggja v., m.: sýlt h. tvírifað í
stúf v. biti fr.; hornm.: blaðstýft a. h.,
tvírifað í sneitt a. v., brm. G. 8. h., B.
7 v„
5. Grátt g.lamb, m.: stúfrifað h., hamar-
sk. v.
6. Bfldhölsótt ær þriggja v., m.: tvístýft a.
h., sneitt fr. biti a. v.
7. Hv. g.lamb, m.: tvístýft a. h., sneitt fr.
biti a. v.
8. Hv. gimbr.l, m.: tvístýft fr. h., sneiðrif.
fr. v.
9. Hv. kollótt gimbr.l., m.: lögg a. h.,
sneitt a. v.
Grafningshreppi *s/12 1906.
Jón Svcinbjörnsson.
ieldnr óskilafiénadui*
f Kjósarhreppi haustið 1906.
1. Hv. lambhr., m.: sýlt biti a. h., blaðst.
fr. v.
2. Hv. lambhr., m.: sneitt a. v.
3. Hv. gimbr.l., m.: tvístýft fr. h., stfj. 2
a., biti fr. v.
4. Hv. gimbr.l., m:. tvístýft fr. h., tvírifað
í stúf v.
5- Hv. gimbr.l., m.: heilhamrað biti fr. h.,
hvatt v.
6. Hv. gimbr.l., m.: lögg fr. h., sneitt fr. v.
7. Hv. gimbr.l., m.: gat, biti a. h., blaðst.
fr. v.
8. Hv. kollótt ær 1 v., m.: sneiðrifað fr. h.,
standfjöður a. v.
9. Hv. hrútur 1 v., m.: blaðstýft a. h.,
sneitt fr. v., hornamark sama; brm.:G. J.
Sk. h. G. Rvík v.
10. Hv. hrútur 1 v., m.: biti a. h., tvístýft
fr. standfjöður a. v.
11. Hv. gimbr.l., m.: stig, biti a. h., hálftaf
fr. standfjaðrir 2 a. v.
12. Hv. gimbr.l., m.: tvírifað í stúf h., sneitt
a. v.
13. Hv. lambhr., m.: stýft biti fr. h., sýlt
biti a. v.
14. Hv. gimbr.l., m.: hamarskorið h., tvíst-
a. v.
15. Hv, gimbr.l., m.: blaðstýft a. h., blaðst.
fr., standfjöður a. v.
16. Hv. lambhr., m.: stýft standfj. a. h.
17. Hv. lambhr., m.: blaðstýft a. biti fr. h.,
blaðstýft fr. v.
18. Svartkollótt ær 1 v. m.: stúfrifað biti fr.
h., heilhamrað v.
19. Hv. geldingsl., m.: hálft af fr. standfj. a.
h., hálftaf a. biti fr. v.
Neðra-Hálsi 29. des. 1906.
Þórður Guðmundsson.
Bújörð.
Tólf grasafræðisíyrirlestrar
Ein bezta laxTeiðijörðin í Ár-
nessýslu, með nokkurri selyeiði,
sléttum túnum og afgirtu landi
rétt bjá þjóðTeginum, fæst keypt
og til ábúðar frá fardögum 1907.
Verðið afarlágt og skilmálar góðir.
Semja verður um kaupin sem
jfyrst við
Gísla Þorbjarnarson,
Reykjavík.
ALFA
MARGARINE
er ágætlega hent-
ugt til að steikja
með og baka.
Reynið o£ ðæmið,
verða fluttir í Búnaðarfélagshús-
inu að kvöldi dags, kl. 6—7 eða
7—8 eða 8—9, eptir því, sem hæfir
áheyrendum. Aðgöngumiðar að
þessum 12 fyrirlestrum í röð kosta
6 krónur og fást í bókaverzlun S.
Eymundssonar, bókaverzlun ísa-
foldar, hjá forstöðukonu kvenna-
skólans, fröken I. Bjarnason, garð-
yrkjumanni Einari Helgasyni og
undirrituðum.
Fyrirlestrarnir byrja síðast í
þessum mánuði og verður það til-
kynt áheyrendum.
Rvík 8. jan. 1907.
Helgi Jóniion.
Til leigri
Leikfélag RejkjaTíkor.
Kameliu-frúin
verður lcikin sunnudaginn 13. jan.
1907 kl. 8 síðd. — Tekið á móti
pöntunum á aðgöngumiðum í at-
greiðslustofu ísafoldar.
frá 14. maí næstkomandi húsið
»Merkisteinn« við Vesturgötu hér
i bænum. Semja ber við
Gísli Porhjarnarson, BergSt-Str. 36.
(Heima kl. 10—11 og 3—4).
Ernst Reinh. Voigt Markneukirchen 45 (Þýzkalandi).
Bezti sölustaður á allskonar hljóðfaerum og öllu þar að
lútandi o. fl. Verðskrá á dönsku ókeypis. Biðjið um
sérstakan verðlista yfir mínar ágætu harmoníkur o. fl.
Á síðastl. hausti heimti eg hvítt gimbur-
lamb með réttu marki mínu : sneiðrifað fr. h.
Hver sem getur sannað eignarrétt sinn til
þessa lambs, getur fengið andvirði þess, að
frádregnum kostnaði, sem af því hefur leitt,
ef hann semur við mig fyrir næstkomandi
fardaga.
Fögrubrekku við Hrútafjörð, 3. des. 1906.
Sigriður Kristjdnsdóttir.
<3öréin JEifli-cfiotn
í Botnsdal fæst til kaups og ábúðar í næstu
fardögum. Semja á við ábúandann
Beintein Einarsson.
Hér með er öllum bannað að
líma auglýsingar á hús okkar í
Austurstræti 3, bæði á húsið sjálft
og portið, og verða þeir, er brjóta
gegn þessu, tafarlaust kærðir.
Hannes Porsteinsson. Jón Brynjólfsson.
„iagan af Þuríöi formanni
og kainbsránimönnum^ fæst
öll á afgreiðslu Þjóðólfs. Kostar 3 kr.
Að eins örfá eintök til sölu.
56
mann á þyngd við Wilson, er gæti staðið honum á sporði. Eg sagði, að eg
hefði ekki heyrt nefndan nokkurn ungan mann, er treysta mætti til þess, en
eg þekkti roskinn mann, sem mörg ár hefði ekki stigið fæti sínum inn fyrir
»hring« [svo kallast afgirt svæði við hnefleikabardaga], en sá maður gæti ef til
vill látið Wilson iðrast þess, að hann hefði farið til Lundúna. Hvort hann er
ungtir eða gamall, mælti Lothian, gerir ekkert til, hann má vera fyrir innan tvítugt
eða meir en hálffertugur, þér getið komið með hvern sem þér viljið, eg veðja
tveimur gegn einum, að Wilson skal bera hærri hlut«.
»Það stoðar ekki, hr. Charles!« mælti smiðurinn og hristi höfuðið. »Það
lltur glæsilega út — en þér hlustuðuð'sjálfur á — — —«.
»Jæja, úr því að þú fæst ekki, Harrison, þá verð eg að reyna að ná í
einhvern efnilegan áflogamann. Mér þætt vænt um, ef þú gætir hjálpað mér
í því----------, en eptir á að hyggja, eg á að vera forstöðumaður við íþrótta-
mannaveizlu á veitingastaðnum »Hesti og vagni« í St. Martinsgötunni á föstu-
daginn kemur, og mér væri ánægja að þvl, ef þér vilduð koma . . . Halló,
hver er þarna?« og hann þreif óðar augnaglerið sitt.
Jim kom út úr sroiðjunni með hamar í hendinni. Eg man það, að hann
var í grárri ullarskyrtu opinni í hálsinn, og ermarnar uppbrettar. Móðurbróðir
minn virti hinn velvaxna Jim fyrir sér frá hvirfli til ilja, og sá eg, að honum
leizt mjög vel á hann.
»Þetta er bróðursonur minn, hr. CharlesL mælti smiðurinn,
»Er hann hjá yður?«
»Foreldrar hans eru dánir«.
»Hefur hann nokkru sinni verið í Lundúnum?«
»Nei, hr. Charles! hann hefur verið hjá mér síðan hann var á stærð við
hamarinn þann arna«.
Móðurbróðir minn vék sér að Jim.
»Mér er sagt, að þér hafið aldrei verið í Lundúnum*, mælti hann. Hann
föðurbróðir yðar kemtir 1 veizlu, sem eg held á föstudaginn í sHesti og vagni*.
Langaði yður ekki til að vera með ?«
Augun í Jim tindruðu af fögnuði.
»Eg mundi hafa mjög mikla ánægju af því«, svaraði hann.
»Nei, alls ekki, nei«, SAaraði smiðurinn stuttur í spuna. »Mér þykir leitt
að eg verð að neita þér um þetta, drengur minn, en eg hef gildar ástæður til
þess, og það er réttara, að þú sért heima hjá frænku þinni«.
»Hvaða bull, Harrison! lofaðu honum að koma«, mælti móðurbróðir minn.
«Nei, hr, CharlesL mælti smiðurinn. »Það er hættulegur félagsskapnr
53
móðurbróðir minn. «Eg ætia að reyna, hvort Stultz eða Weston geta ekki
skinnað piltinn upp. En þangað til hann fær nýjan fatnað, verður hann að
halda kyrru fyrir«.
Móð r mín roðnaði 1 framan, er hún sá hve bróðir hennar gerði lítið úr
sparifötunum mínum, og móðurbróðir minn, er ^ar athugull um smámuni, tók
eptir því.
»Fötin þau arna eru mjög lagleg hér 1 Munkaeik, systir góð!, en þúgetur
eflaust getið því nærri, að þau samt sem áður geti litið fornfálega út í Pall
Mall (í Lundúnum). Ef þú vilt láta mig ráða, þá skal eg sannarlega sjá
um þetta«.
»Og hve mikið fé þarf ungur maður í Lundúnum til fatakaupa«, spurði
faðir minn.
Með aðgætni og hæfilegri sparsemi getur ungur maður, er klæðir sig eptir
nýjustu tízku, komizt af með 800 pd. sterl (14.400 kr. ) á ári«, svaraði móður-
bróðir minn.
Eg sá, að faðir minn varð nokkuð hvumsa við þetta svar.
»Eg er hræddur um að Roddy verði að láta sér lynda sveitafötin sín«,
mælti hann, »því að jafnvel þótt sparisjóðsinnstæða mín — — —«
»Við skulum ekki tala meira um það«, greip móðurbróðir minn fram í.
Eg skulda Weston þegar meir en 1000 pd., svo að nokkur hundruð í viðbót
gera hvorki til né frá. Með því að systursonur minn á að búa hjá mér, þá
sé eg um hann, það er þegar klappað og klárt, og eg ber ekki við að vera að
þrefa neitt frekar um það«. Hann bandaði með hendinni, eins og hann væri
að vlkja einhverju frá sér til merkis um, að þetta væri útkljáð mál.
Foreldrar mínir ætluðu að þakka honum, en hann sló þá út í aðra sálma
og sagði:
»Eptir á að hyggja, úr því að eg *er hérna í Munkaeik, þá er ofurlítið
annað erindi, sem eg vildi gjarnan ljúka nú um leið. Eg hygg að hér sé bú-
settur fyrverandi hnefleikakappi. Harrison aS nafni, Á fyrri árum var veslings
Avon og eg ákafastir í meðhaldi með honum við veðjanir. Eg vildi gjarnan
ná tali af honum«.
Það má geta nærri, að eg var ekki lítið hreykinn yfir því, að ganga eptir
þorpsgötunni með þessum mikilsháttar ættingja, og eg leit út undan mér til að
sjá, hvernig fólkið þyrptist út í gluggana og út í dyrnar til að horfa á okkur,
er við gengum fram hjá. Hnefleikakappinn stóð úti fyrir smiðjunni sinni og
tók ofan húfuna, er hann komauga á móðurbróður minn.
»Nú dettur alveg ofan yfir mig!«1 mælti smiðurinn. Hver hefði getað
ímyndað sér, að hr. Charles mundi koma til Munkaeikur. O, ja, margar