Þjóðólfur - 24.01.1907, Page 2

Þjóðólfur - 24.01.1907, Page 2
14 ÞJOÐÓLFUR. landsins. Aðskilnaði er hann þó ekki hlynntur og telur hann viðsjárverðan, það sé hægt fyrir íslendinga að halda fullu sjálfstæði sinu og óskertu þjóðerni í sambandi við Danmörku, og gagn- vart erlendum yfirgangi sé þetta sam- band alls ekki svo lítil trygging fyrir íslenzkt þjóðerni. — Að lokum tekur höf. dálítið ofan í lurginn á Georg Brandes fyrir háðgreinar hans um ís- land, sem minnzt er á annarstaðar hér í blaðinu. Kemst hann þar svo að orði: „Að bera ísiand saman við Amager, Borgundarhólm eðajafnvel Jótland, eins og prófessor Georg Brandes gerir í „Politiken" 16. þ. m. (des.), er hrein- asta fjarstæða, meira að segja ósæmi- legt. Staða íslands frá þjóðlegu og sögulegu sjónarmiði er gersamlega ólík afstöðu þessara landshluta. Og með háðungarorðum og spéskap tekst oss sannarlega ekki að ná samkomulagi við íslendinga". Er þetta bæði rétt mælt og drengi lega, og hafi höíundurinn alúðarþökk allra sannra íslendinga fyrir dreng- skap sinn í vorn garð. Stér-Sana rembingurinn í dr. Brandes. Háðgreinar iians nm ísland. Hinn alkunni fagurfræðingur dr. G e - org Brandes hefur spreytt sig á þvf í tveimur löngum greinum 1 »Politiken« 16. og 22. des. f. á., að óvirða land vort og þjóð og gera sjálfstæðiskröfur vorar hlægi- legar í augum Dana, með þvl að líkja íslandi við Amager og oss Islendingum við Amagerbúa. Hefur hann ætlað sér að vera allfyndinn í þessum tveimur háð- greinum og finnst sjálfum eflaust mikið til um það, og samlíkingarnar smellnar. En vér getum ekki neitað því, að oss virðist þessi frægi rithöfundur leggjast nokkuð lágt í þessu og honum naumast vansæmdarlaust að beita gáfu sinni til að gera réttmætar sjálfstæðiskröfur lítill- ar þjóðar gagnvart miklu voldugri þjóð fyrirlitlegar og hlægilegar að eins til að spana þá sem hafa töglin og hagldirnar til að sinna þeim að engu. Það er að minnsta kosti ekki drengilegt af jatn frjálslyndum manni sem dr. Brandes þyk- ist vera, eða vill sýnast að vera, því stundum hefur hann þó tekið svari lítil- magnans gegn yfirgangi valdhafanna. En það er Stór-Dana rembingurinn, sem hleypt hefur honum af stað í þennan leiðangur. Hann hyggur eflaust, að al- ríkisheildin danska rofni, ef íslendingar fá kröfum sfnum framgengt. En það e r alls ekki farið fram á aðskilnað við Dan- mörku. Um þ a ð eru allir stjórnmála- flokkar sammála, svo að ótti og gremja Brandesar um sprenging ríkisheildarinnar er öldungis ástæðulaus. Og þótt Brandes hafi stundum áður í ræðu og riti farið hlýlegum orðum um íslendinga, þá aptr- ar það oss ekki frá að víta þessar slð- ustu ritsmíðar hans að verðleikum, enda mun hylli sú, er hann áður hefur unnið sér hér á landi meðöllu hverfa fyiir þess- ar sakir. Vér þolum engum, ekki einu sinni dr. Brandes, að draga dár að því, sem oss er helgast og dýrmætast, því að svo mikla lotningu berum vér ekki fyrir frægð hans, að vér tökum með þökkum hverju þvi, sem honum þóknast að bjóða oss. Sá hugsunarháttur er óþekktur hér á landi. Jábræður og eptirhermur Brand- esar, er hefja til skýjanna allt er hann skrifar, illt og gott, er nauða fámennur flokkur meðal Islendinga, sem betur fer. Því miður er ekki unnt að taka hér ítarlegt ágrip af þessum einkennilegu rit- smíðum prófessorsins í »Politiken«, (er hún skipar til sætis aptarlega í blaðinul), því að þæreru svo langdregnar ogmærð- armiklar, með ýmsum útúrdúrum. En ofurlítið bragð þykir oss rétt að gefa lesendum vorum af þeim, svo að betra sé en ekki og menn fái ofurlitla hug- mynd um, hversu virðulega og vingjarn- lega þessi danski »íslandsvinur« ritar um oss Islendinga. Fyrri greinin, er birtist 16. des. nefn- ist »Amagers Lösrivelse* (»Sambands- slit Amager« þ. e. við Danmörkul) og þykist höf. hafa fengið hana senda til birtingar frá Amagerbúa, Jens Piter Jes- persen, sem vitanlega er skröknafn eitt. Og þennan Jespersen lætur höf. svo hafa orðið og krefjast þess fyrir hönd Amager- búa að slfta öllu sambandi við Dan- mörku. Hugumstórir íslendingar hafi með miklurn hávaða sett Dönum stólinn fyrir dyrnar, þeir haldi því afdráttarlaust fram, að danskir fiskimenn hafi engan rétt til fiskveiða i landhelgi við ísland og neiti því, að menn fæddir í Danmörku hafi rétt innborinna manna á Islandi. Minni nútíðarástand landsins þá á að fara hægt 1 sakirnar, þá minnist þeir að eins fortfðarinnar með miklum rembingi. Og verði þeir að kannast við að landið sé fámennt, þá líti þeir að eins á stærð þess og hjartað tútni út í brjóstum þeirra og orðin streymi af vörum þeirra. Ama- gerbúar hafi einnig glæsilega fortíð, og séu afkomendur hinna frægu Hollend- inga, er á dögum Kristjáns 2. hafi verið fengnir til að flytja inn í landið. Danir hafi áldrei átt menn, er geti jafnazt við sjóhetjurnar hollenzku Tromp og Ruyter, engan málara, er komist í hálfkvisti við Rembrandt o. s. frv. Það sé því engin furða þótt Amagerbúar séu hreyknir af ætterni sínu, en það hafi verið farið sví- virðilega með þá, og Amager skoðuð sem hjálenda (»Biland«) við Sjáland, stærsti bær þeirra Kristjánshöfn eins og viðauki við Kaupmannahöfn o. s. frv. — Reykjavík sé höfuðstaður íslands, en þó hafi Kristjánshöfn tífalt fleiri fbúa. Og þá er konungurinn kemur til Reykjavíkur, þá er ekkert húsnæði til handa honum, svo að »slá verður saman« einskonar skúr honum til skýlis. En á Kristjánshöfn er nógu stórt húsnæði fyrir konunginn og alla hirðina og meira að segja, þrír æztu metorðaflokkarnir gætu flutt þangað og mundi ekki skorta þak yflr höfuðið. — Svo er langur vaðall um það, hvernig Amagerbúar séu hafðir út undan í öllu og lítilsvirtir. Á eyjunni hafi óbótamenn verið höggnir öldum saman, púðurbirgða- hús og betrunarhús reist þar og sorpið úr Kaupmannahöfn flutt þangað. Þetta geti Amagerbúar ekki lengur þolað og vilja þvf skilja við Danmörku, en ætlast þó ekki til að eyjan verði fullkomlega sjálf- stætt ríki. Það sé að ýmsu leyti athuga- vert. Én þeir verði að gera kröfu til Amagertorgs og sé vissara fyrir Hafnar- búa að sleppa því með góðu. Nafnið sýni hvar það eigi heima. En fyrst og fremst verði Amager að krefjast sérstaks fána. Æskulýðurinn vilji gjarnan hafa gulrófu f fánanum, og stafi það frá gömlu þjóð- kvæði. ’ Fáninn eigi [auðvitað að vera grænn, því að hvft gulrófa mundi sóma sér ljómandi vel á þeim grunni. En sum- ir vilji hafa mynd af höfði í fánanum og hafi greitt atkvæði fyrirkálhöfði á grasgræn- um grunni. Enn séu aðrir á sömu skoð- un og Islendingar, að ótækt sé að hafa jurtamynd eða dýrsmynd í fánanum, held- ur krossmark, eins og kristnum mönnum sómir. Höf. segir að Amagerbúar eigi þjóðsöng nýlega ortan og hælir honum mjög, Er fyrsta vísuhendingin (ort af Brandes ?) prentuð til sýnis, auðvitað hrein- asta bull: um hvítrófur, gulrófur, Ama- gerkerlingar o. s. frv. Síðast í greininni skýrir höf. frá sýn nokkurri, er hann sá í anda kveld eitt við Knippilsbrú. Hann þóttist sjá Ama- gerbúa frjálsa og algerlega lausa við Dan- mörku, en á bak við sig heyrði hann hrópað með þúsund röddum: Amager fyrir Amagerbúa! [sbr. Island fyrir Islend- inga]. Og hann sá fólk ráðast á betrun- arhúsið (á Kristjánshöfn) eins og menn réðust á »bastilluna« í Frakklandi. Og fólkið tók sér landstjóra, sem honum heyrðist nefndur Jespersen (skröknafn Brandesar undir greininni). Hversvegna skyldi það ekki geta verið, kvaðst hann hafa hugsað. Jörgensen hefur verið kon- ungur yfir íslandi. Og greinin endar á því, að ýmsir draumar séu fyrirboði um ókomna hluti. Allir menn sjá, að greinin er alstað- ar eingöngu stfluð upp á Island og Is- lendinga, og að því hæðst, hve vesalir og lítilmótlegir þeir séu, alveg á borð við Amagerbúa og jafnt innlimaðir Danmörku sem þeir, en séu þó að hreykja sér hátt með hlægilegum og fávíslegum sjálfstæð- iskröfum. Síðari grein Brandesar, er nefnist »Amagers Flag«, birtist 1 »Politiken« 22. des. (6 dögum síðar en hin) og með sama dulnefninu. Er hún nokkru styttri, en að öllu leyti enn ósvífnari. Lítur helzt út fyrir að Brandes ætli að láta þennan Amager- Jespersen halda áfram að óvirða þjóð vora og gera gabb að henni. Og er það fremur lof- leg iðja eða hitt þó heldur, af helzta rit- höfundi Dana. Þessi síðari grein snýst aðallega um fánann og er þar vikið aptur að gulrófunni á grænum grunni, hafi þúsund fánar verið pantaðir með þeirri gerð, 600 með kálhöfðinu og 400 með hvítum krossi. Þetta sé alveg eins og á íslandi, menn vilja eindregið hafa sérstak- an fána, en séu ekkl sammála um gerð hans. Svo sneyðir höf. allmjög að Einari Benediktssyni og fánasöng hans, sem Bran- des hefur orðið afargramur yfir,—Hann læt- ur yfirréttarmálaflutningsmann Hollænder halda ræðu (á leynifundi) fyrir Amagerbúum auðvitað, og kemsthann meðal annars svo að orði: »Vér svörum hverri tilslökun með ósvífni og sérhverri nýrri tilslökun (nýj- urn vott um þrekleysi) með nýrri ó- svffni, höldum svo áfram að brúka kjapt, þangað til Danir þagna. Það gengur eins og í sögu. Danir hafa stundum kallað hinar heiðarlegu konur vorar „baunakerl- ingar" af því að þær sitja á Amagertorgi og selja meðal annars baunir. En þeir sjálfir eru „b a una kerli ngar", [undir- strykað af Brandes] baunakerlinga-þjóð. Og fáeinir hugrakkir hljóðabelgir geta fyr- irhafnarlaust yfirbugað þá.------— — — Á hvern mælikvarða er menningin mæld? Eflaust fyrst og fremst á sápueyðslunni. Forfeður vorir voru hinir þrifnustu menn á jörðinni. Gömlu íslenzku víkingarnirhöfðu ýmsar dyggðir, en það var illur þefur af þeim, þeir þekktu ekki sápuna. Hollendingar eru enn þann dag í dag þrifnasta þjóð heims- ins. Ferðamenn, sem mest hafa verið hrifnir af náttúrufegurð íslands og dugn- aði íslendinga hafa ekki séð sér fært að hrósa þeim á þennan hátt. Áður en þeir taka upp sérstakan fána, gætu þeir haft góðan tfma til að reisa stóra sápuverk- smiðju og sjá um, að hún fari ekki á hausinn. — — — — — En vér eigum for- feður og þeir hafa þvegið sér." — — — Því næst er beinllnis minnzt á EinarBene- diktsson og teknar upp hendingarúr fána- söng hans. Að lokum er þessi hr. Hollænder látinn segja: »Sá dagur mun vissulega í nánd, er hans hátign konungurinn gengtir fram mitt á meðal konunghollra Amagerbúa og heitir þeim, að framvegis muni kon- ungsættin ein tengja þá við Danmörku. Vér vitum, að Islendingar óska ákaft eptir að fá Gústaf prinz fyrir landstjóra. Eu vér vonum, að ef þeir taka Gústaf frá oss, þá fáum vér að hylla Harald prinz sem landstjóra eyjar vorrar. — — Svo er fundinum slitið í mestu einingu. En loks bætir höf. við frá sjálfum sér, að hann hafi sjálfur gengið langan tíma með landstjóra í maganum. En hinn almenni þjóðarvilji á Amager og Islandi hafi sann- fært hann um, að Gústaf prinz sé betur til stöðunnar fallinn, meðal annars útlits- ins vegna. Og þessvegna kveðst höf. taka framboð sitt aptur, en bætir svo við að lokum: »Eins og hver maður sér, er hreyfingin á Amager um að fá dannebrogsfánann afnuminn, ekki að neinu leyti særandi fyrir Danmörk, miklu fremur má þetta skoðast sem heiður fyrir þennan litla skika, sem smátt og smátt verður eptir af hinu kæra gamla ríki«. Svo mörg eru þessi orð hins hál[f]ærð* prófessors. Það sýður í honum gremjan yfir því, að vér munum ætla að útrýma »dannebrog«, og hann svífist ekki í bræði sinni að bregða oss um allskonar vammir, sóðaskap hvað þá heldur annað. Er lítt viðkunnanlegt að stimpla alla þjóðina á þann hátt eptir meira og minna vitlausum ferðabókum. Sjálfur hefur hann aldrei verið hér á landi og getur ekkert um óþrifnað vorn dæmt af eigin reynd. Hann dæmir því þar eins og blindur um lit. En þetta sýnir eitt með öðru, hversu ó- stillingin hefur hlaupið með hann í gönur, er hann reit greinar þessar. Háð hans og spéskapur mun að öðru leyti ekki verða til þess að kveða oss í kútinn eða fá oss til að falla frá réttmætum og sann- gjörnum sjálfstæðiskröfum. Það er dr. Brandes ofraun, að ætla sér að vinna það með svona löguðum ritsmíðum, þótt hann haldi þeim áfram á hverri viku í »Poli- tiken«. Oss stendur f rauninni alveg á sama um, þótt hann líki landi voru við Amager og telji það jafn innlimað Dan- mörku, sem þá ey. Það er svo mikil fjarstæða og fásinna, að hún getur engan skaða gert eða hindrað gang mála vorra. En greinar þessar sýna, hvers vér megum vænta 1 sjálfstæðisbaráttu vorri af öðrum eins Stór-Dönum og dr. Brandes, sem ekki geta skilið það eða vilja ekki skilja það, að vér erum ekki danskir, og getum aldrei orðið danskir, fremur en t. d. Norðmenn eða Svfar. Samlfkingin við Amagerbúa er því sannast að segja nokk- uð barnaleg, en vitanlega er hún gerð til að storka oss og gera lítið úr oss sem sérstakri þjóð. Stillilega og æsingalaust en þétt Og fast viljum vér halda fram kröfum vorum án nokkurrar móðgunar í Dana garð, enda hefur danska þjóðin í heild sinni aldrei verið hædd eða svívirt í nokkru íslenzku blaði. Það er svo langt frá, enda mundi hver íslendingur telja það ósæmilegt, og um Danahatur er alls ekki að ræða hér á landi. Það er mis- skilningur einn, og má ekki blanda sam- an við stjórnmáladeilur þær, er verið hafa milli Islendinga og dönsku stjórnar- i n n a r aðallega. En enginn mun geta láð oss, þótt vér kunnum þvf illa, að jafn- kunnur maður sem dr. Brandes fari hæði- legum óvirðingarorðum um þjóð vora og sjálfstæðisbaráttu hennar. Því getum vér ekki tekið með þökkum, enda miða slík- ar greinar ekki til eflingar friðar og ein- drægni. Þær sá f jarðveginn því illgresis- fræi, er aldrei getur borið góðan áröxt, ekkert sprottið upp af nema stingandi þyrnar og þistlar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.