Þjóðólfur - 24.01.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.01.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 15 Frá útlöndum. Uppleysing þýzka ríkisþingsins. (Frá fréttaritara). Svo sem kunnugt er orðið var þýzka ríkisþingið leyst upp 13. des. Orsökin til þess var sú, að stjórnin varð undir við atkvæðagreiðslu í þinginu, þar sem fellt var að veita henni um 30 milj. ríkismarka á fjáraukalögum til nýlendanna í Suðvest- ur-Afríku, sem hún krafðist. Urðu um þetta mál mjög harðar umræður og voru dregin fram 1 dagsbirtuna ýms ófögur dæmi um grimmd og harðýðgi, sem ný- lenduembættismenn stjórnarinnar hefðu beitt gagnvart hinum innbornu búum Voru það svo sem vant er jafnaðarmenn, er báru fram ákærur þessar, en auk þeirra tók nú klerkaflokkurinn (Centrum), sem annars hefur lengi verið stoð og stytta stjórnarinnar til hvers sem er, í sama strenginn. Einkum bar þingmaður sá af klerkaflokknum, er Rören heitir, fram þungar ákærur á hendur nýlenduembætt- ismönnunum. Fyrir svörum stóðu Dern- burg, sem nýlega er orðinn nýlenduráð- herra, og svo Biilow kanzlari. Attu þeir í vök að verjast og þegar til atkvæða- greiðslunnar kom féll fjárveitingin með 178 gegn 168 atkv. Jafnaðarmenn og klerkaflokkurinn greiddu atkvæði gegn henni, en aptur á móti studdu framsókn- arflokkarnir hér stjórnina ásamt íhalds- flokkunum. A undan atkvæðagreiðslunni hélt Btilow ræðu mikla og alleinbeitta og kvaðst hvergi mundu vfkja, en áður en henni var lokið las hann upp boðskap keisara um að leysa upp þingið, sem hann hafði haft við hendina til vonar og vara. Það kemur nú til þjóðarinnar kasta að skera úr, hvort Þýzkaland á að halda áfram að kasta hverjum miljónatugnum á fætur öðrum til þess að halda í hinar víð- áttumiklu en strjálbyggðu nýlendur sínar f Suðvestur-Afrfku. Kosningarnar nýju er ákveðið að fram fari 25. þ. m. og má óef að búast við, að bardaginn verði býsna harður. Pétur Serbfukonungur er sagður valtur í konungssætinu. Óvild- in gegn konungsættinni fer vaxandi í land- inu, einkum vegna óvinsælda krónprinz- ins, sem hegðar sér eins og hálfbrjálaður maður. í helztu götum höfuðstaðarins, Belgrad, heyrist opt hrópað: »Lifi lýð- veldið!«, og menn telja víst, að alvarlegt samsæri sé í aðsigi til að reka Karageorge- vitsj-ættina af konungsstóli í Serbíu, setja þar bráðabirgðarstjórn og snúa sér þvf næst til stórveldanna til þess að fá erlend- an prinz fyrir konung, þvf að æðri stétt- irnar eru móthverfar lýðveldisstjórn. Hef- ur verið sagt, að jafnvel nú þegar hafi verið leitað til Játvarðar Englakonungs að skipa konung f Serbíu, en hann hafi neit- að því sæmdarboði. sömuleiðis hafi her- toginn af Kumberland neitað að senda son sinn þangað. Konungsstóllinn f Serb- íu þykir ekkert keppikefli með konungs- morðingjana kringum hásætið. Ekki kvað Serbar samt ætla sér að stytta Pétri kon- ungi aldur, heldur veita honum einhver eptirlaun og senda hann aptur til Genf. Allsennilegt er, að fregnir þessar séu samt nokkuð ýktar, en eitthvað mun þó hæft í þeim, og ekki ólfklegt, að spádómurinn uin brottrekstur Péturs konungs rætist von bráðar. Um ínland hefur flnnski rithöfundurinn Rolf N o r d e n s t r e n g, er hér ferðaðist um fyrir skönnnu, ritað alllanga og ítar- lega grein í hið nafnkunna sænska tíma- rit „Ord och Bild“ (nóvemberheptið 1906). Eru þar margar myndir frá íslandi, og greinin öll rituð með Ijósri þekkingu á landshögum vorum og stjórn'- arfari. Er þar allangur kafli um sjálf- stæðisbarattu vora hin síðari árin. Minnist höf. þar meðal annars á heim- boð alþingismanna til Danmerkur í sumar, og kveðst ekki geta seð, hvað Danir græði á því, að sinna ekki rétt- mætum kröfum íslendinga. Vilji Is- lendingar gefa Hafstein ráðherra jarls- nafn, er bezt mundi í samræmi við „gamla sáttmála", þá væri Dönurn meinfangalaust að látaþað eptir. „Kröfur Íslendínga", segir hann, „koma ekki í nokkurn bága.við danska hagsmuni og það væri sómastryk af Dönum að bæta nú fyrir það, sem forfeður þeirra hafa brotið gegn lítilli þjóð, sem ekki hefur getað varið réttindi sín með vopnum". Höf. hefur mikla trú á framtíðarhorfum landsins, segir, að það haíi verið kallað „landið, sem sveltur með fullt borð matar fyrirframan sig“, en nú sé kom- inn tími til, að það taki til sín af rétt- unum o. s. frv Öll greinin er mjög skynsamlega og vingjarnlega rituð, og algerlega laus við villur þær og öfgar, er optast úir og grúir af hjá útlending- um, er um land vort rita. Borgarflrði (Reykholtsdal) 6. jan. Árið sem leið hefur að mörgu leyti mátt heita með þejm betri, veturinn allgóður, en vorið með lakasta móti, var útlit orðið um tíma allt annað englæsilegt; þó varð hvorki borfellir eða niðurskurður fyrir heyleysi hér um slóðir, en unglambadauði varð þó nokk- ur sumstaðar. Heyfyrningar urðu með minnsta móti og í sumum hreppum engar, mestar heyleifar í sýslunni munu hafa orðið á búnaðarskólan- um á Hvanneyri. Hér í hreppi munu heyfyrn- ingar tæplega hafa farið fram úr 36 kýrfóðrum í öllum hreppnum; séra Guðmundur Helgason t Reykholti og Erlendur bóndi á Sturlu- Reykjum munu hafa orðið þar langhæstir. Heyskapur mun hafa orðið í góðu meðal- lagi og nýting góð, þó síðslægjur hafi hrak- ist nokkuð víða. Þó munu bændur hafa lógað fé sínu með meira móti í haust, enda var fjársala allgóð. Þrátt fyrir það mun fjárstofn manna ekki hafa gengið saman til neinna muna, enda mun féð hafa verið orð- ið með flesta móti, sem það hefur orðið nú um langan tíma. Hrossum fjölgar hér ár frá ári, svo beinn voði virðist standa af, ef harður vetur kæmi, þar almennara er, að þau séu sett á „guð og gaddinn" en hey og hús. Haustveðurátta var hér fremur hagstæð til jólaföstu, þá brá til umhleypinga. Frost- hörkur og snjógangur um jólin, jarðbannir tll dala og hagskart á láglendi, alger inni- staða fyrir sauðfé og hross komin víða á gjöf. Fénaðarhöid fremur góð það sem af er þessum vetri, bráðapest gerir þó vart við sig á stöku stað. Fjárkláði finnst nú hvergi og er það órækur vottur um árangur bað- anna. Fyrsta skoðun í vetur um garð geng- in í öllum hreppum. Póltískt logn nú um allar sveitir. Margir hugsa gott tll blaðamannaávarpsins og vona að greiðist farsællega úr tvíveðrungsbliku þeirri, er virðist bóla á í tveimur höfuðstað- arblöðunum. Með verklegum framförum má helzt telja umbætur á húsabyggingum, svo sem járn- vötðum heyhlöðum, sem hér fjölga nú óðum og peningshúsum með járnþökum, enn frem- ur eru hér víða komin timburhús í stað torfbæjanna; þó þau enn séu allt of fá, þá fjölgar þeim nú óðum. Jarðabætur, helzt túnasléttur, eiga sér nú orðið stað í stórum stýl njá einstökum mönnum, og flestir gera eitthvað íþááttina; túngirðingar með gadda- vír fara líka mikið í vöxt, Skilvindur eru komnar því nær á hvert einasta heimili. Verzlun hefur gengið liðugt þetta ár, allar afurðir seljast vel og peningaviðskipti meiri og greiðari en menn hafa átt að venjast undanfarandi, og þar af leiðandi velmegun bænda betri en verið hefut; hefur Kaupfé- lag Borgflrðinga, sem staðið hefur undan- farandi ár, átt mikinn þátt í að bæta verzl- unina, vörur í því hafa verið miklum mun ódýrari en hjá kaupmönnum, fyrir utan, að það hefur aukið samkeppni og gert verzl- un kaupmanna mun betri; félagið hefur allt af farið vaxandi, og nú s. 1. ár hefur það haft að líkindum a/s parta af verzlun alls héraðsins, og virðist því að Borgfirðingum sé farið að skiljast það, að það eru bænd- ur sjálfir en ekki kaupmenn, sem eiga að hafa alla verzlunina með höndum, og að kaupfélagsskapurinn er eina leiðin til að hrinda verzluninni í það æskilegasta horf, og ef til vill, stærsta atriðið, sem keppir að því marki, að koma velmegun bænda og alls landsins á það stig, sem við megi una. Þrjú rjómabú eru nú komin hér á fót, við Geirsá, á Hvftárvöllum og við Gufá; hafa þau komið smjörinu í mjög gott verð og virðast bændur vera vel ánægðir með á- rangur þeirra. Sláturhúsmálið er nú á dagskrá, og virðist ,það hafa fengið allt of daufar undirtektir í byrjun, en virðist nú vera fremur að glæð- ast, verður það tekið tjl umræðu á fundi, sem haldin verður f Deildartungu 7. þ. m. I slíku nauðsynjamáli er vonandi, að Borgfirðingar verði ekki eptirbátar annara héraða, þegar til framkvæmdanna kemur. €rlenð simskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.höfn 22. jan., kl. 6 siðd. Pegnréttin dasam ningur hefur verið gerður milli Danmerkur og Þýzkalands 11. þ. m. Með hon- um er börnum slésvískra kjörþegna tryggð prússnesk þegnréttindi. Vetrarhörkur 1 hafa verið óvenjumiklar um alla Norð- urálfu síðustu daga. * * Það er venja í hernumdu landi, eða landi, sem afhent er öðru ríki, að íbúarnir innan ákveðins tfma greiði atkvæði um, hvort þeir vilja öðlast þegnréttindi hins nýja rfkis, eða vera án þeirra. Þessir menn eru kallaðir „Optantar" (kjörþegnar). í Slésvík er fjödli manns, er ekki hefur neytt þessa rétt- ar síns á ákveðnum tíma og Þjóðverjar hafa beitt mikilli harðneskju við þá, rekið þá hlífðarlaust yfir landamærin og þetta harð- ræði orðið að miklu óvildarefni milli Dana og Þjóðverja. Samningar þeir, sem nú eru ákomnir munu binda enda á þetta harð- ýðgisatierli Þjóðverja. ... . * Hafi einhver misskilið skeytið f síðasta blaði um yfirforingjann á „Beskytteren", virðist rétt að geta þess, að þessi yfirfor- ingi, kapteinn Brun, er allt annar maður en kapt. Daniel Brun, sem íslendingum er kunnur, en ekki er ósennilegt, að hinn sé eitthvað skyldur honum, þótt oss sé það ekki kunnugt. Valurinn („Islands Falk") kom hingað loks á sunnu- dagsmorguninn 20. þ. m. Með honum kom Jón Vídalfn konsúll. Stýrimannapróf við Bogö stýrimannaskóla í Danmörku hafa tveir íslendingar tekið nýlega: Guðmundur Porvarðsson úr Gullbringusýslu með 110 st. og Þórólfur Beck frá Eskifirði með 91 st. — Forstöðumaður þessa skóla heitir H. P. Hjelm, og gefur hann þeim er óska upp- lýsingar um skóla þennan. Efnalitlir nem- endur, er ætla að taka stýrimannapróf, geta gert sér von um námsstyrk. Bogö er lítil eyja milli Sjálands, Manar og Falsturs, og stýrimannaskólinn þar er stofnaður af C. Berg hinum nafnkunna stjórnmálamanni Dana. Látin er 17. þ. m. í Silkiborg á Jótlandi, frk. Maria Stephensen, dóttir Þorvaldar Thorodd- sens prófessors, en kjördóttir St. Stephen- sens umboðsmanns á Akureyri, gáfuð og efnileg stúlka, hálf-þrítug að aldri. Hún sigldi næstl. sumar til berklaveikishælisins í Silkiborg', en hafði legið hér áður alllengi í lungnatæringu. Bruni Hinn 17. þ. m. brann verzlunarbúð og vörugeymsluhús Popps verzlunar á Hofsós. Upptök eldsins ókunn. [Eptir símskeyti frá Sauðárkrók]. Fóðurpöntun. Símað er frá Sauðárkrók, að Húnvetn- ingar og Skagfirðingar hafi f sameiningu pantað fóðurbæti (kornmeti) frá útlöndum, og standi kaupfélögin fyrir því. Búist við skipinu með farminn um miðjan febrúar. 61 »Þú ert nú orðinn nógu gamall, litli frændi, til að horfa á hlutina, eins og þeir eru«, sagði hann, »og það munu brátt opnast á þér augun, þá er þú hefur samlagazt þeim félagsskap, sem eg ætla að láta þig kynnast. Enginn þekkir prinzinn betiir en eg, og enginn hefur minna traust á honum. Aldrei hafa jafn andstæðir eiginleikar átt heima í einu og sama höfði. Hann er sannarlega afareinkennilegur maður. Avallt er hann önnum kafinn og aldrei hefur hann neitt að starfa. Hann vasast í hinu og þessu, er honum kemur alls ekkert við, en vanrækir jafnframt með mestu ró skyldur þær, sem hann á að gegna. Hann eys fé f menn, sem engar kröfur hafa á hendur honum, en féflettir þá, sem hann skiptir við, með þvf að borga aldrei skuldir sínar. Hann er vingjarnlegur og góðlátlegur við þá sem standa honum fjarri, en föður sinn er honum illa við, hefur andstyggð á móður sinni og varpar aldrei orðum á konuna sfna. Hann þykist vera hið mesta prúðmenni landsins, en sanntigið, göfugt fólk í landinu svarar honum með þvf að útiloka nánustu kunningja hans frá öllum félagsskap, ogmeð því að mælast til þess við hann sjálfan svo sem í vinarskyni, að koma ekki á veðreiðar í í Newmarket, með því að hann hefur verið sterklega grunaður um fjárpretti. Hann talar stöðugt eins og hann væri ágætismaður með göfugum hugsunarhætti, en hann kynokar sér ekki við að fremja hið lúalegasta athæfi. Hann segir sögur af sínum eigin afreksverkum, sem eru svo bjánalegar, að þær verða að eins skiljanlegar við það, að maður- inn er viti sfnu fjær. Og þrátt fyrir allt þetta getur hann samt sem áður, þá er svo ber undir, verið kurteis f viðmóti, tígulegur í framgöngu og vingj irn- legur, og eg hef séð hjá þessum manni vott um svo falslausa hjartagæzku, að það hefur fengið mig til að draga fjöður yfir bresti, er aðajlega koma af því, að hann er í þeirri stöðu, sem enginn á öllu jarðríki er jafnófær urn að standa f sem hann. En þetta er nú sagt okkar á milli, frændi góður, og nú skaltu koma með mér og fá sjálfur að dæma uin«. Það var ekki langur gangur, en samt vorum við lengi á leiðinni, því að móðurbróðir minn þraínmaði áfram mjög fyrirmannlega með knipplaða vasa- klútinn í annari hendinni og göngustafinn rneð rafhnúðnum í hinni. Allir virtust þekkja hann, og hattarnir voru á lopti, er við gengum framhjá, en hann svaraði að eins með því að hneigja sig lítið eitt eða banda hendinni. Þá er við gengum yfir svæðið fyrir framan sumarskálann, mæftutn við skrautlegum vagni nteð 4 hrafnsvörtum hestum fyrir, er keyrðir voru af mið- aldra manni, ruddalegum útlits, í gamalli, veðurbarinni kápu. Hann var ekki í neinu frábrugðinn réttum og sléttum ökumanni, nema að því leyti, að hann talaði með miklum ákafa við snotra, lágvaxna konu, er sat við hliðina á hon- um í ökumannssætinu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.