Þjóðólfur - 01.02.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.02.1907, Blaðsíða 1
« 59. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. febrúar 19 07 JS 5. Qáskilamálið. (Niðurl.). Jafnframt því sem kennslusam- band yrði myndað milli hinna æðri mennta- stofnana vorra, ætti þingið að veita ákveðna fjárupphæð til að halda fyrirlestra við íslenzka háskólann í ýmsum vísinda- greinum auk guðfræði, læknisfræði og lögfræði, en föst aukakennaraembætti þyrfti ekki að stofna að svo stöddu eða að minnsta kosti ekki fyr, en reynsla væri fengin fyrir því, hver hæf- astur væri í hverri grein fyrir sig. Það vlll einmitt svo vel til, að vér eigum ein- mitt allmörgum efnismönnum á að skipa, er í einstökum greinum gætu fullkomlega jafnast á við aukakennara (dósenta) við háskóla í öðrum löndum. Nú höfum vér og efnarannsóknastofu, og færan mann fyrir henni. Stofnun þessi ætti að vera í sambandi við háskóla vorn. Án þess að vér nefnum sérstök nöfn, eigum vér mjög færa menn í grasafræði, eðlisfræði, stærð- fræði, heimspeki og sagnafræði, sérstak- lega í íslenzkri sagnafræði, sem vér hlyt- um að leggja mjög mika áherzlu á við þesskonar stofnun, því að hún á fyrst og fremst að vera íslenzk. Á því verð- ur orðstír þessarar stofnunar aðallega að byggjast, að hún veiti meiri og áreiðanlegri þekkingu 1 öllum íslenzkum fræðum, en unnt er að fá nokk- ursstaðar annarsstaðar í heimi. Þá mun eptirtekt útlendinga fljótt bein- ast hingað, og erlendir námsmenn fara að stunda hér nám, þó ekki væri vegna annars en hinna fornu bókmennta vorra. Og mundi slíkt afla háskóla vorum þess álits út í frá, sem er undirstaða allra sannra þrifa. Setjum t. d. að vér ættum kost á að fá dr. Björn Ólsen til að hafa á hendi kennslu í fornnm íslenzkum bók- menntum og málfræði við þennan háskóla. Hann hefur einmitt áunnið sér orðstír meðal vísindamanna erlendis í þessum greinum, enda allra manna færastur í þessu og reyndur kennari. Mundi svona löguð kennsla með fyrirlestrum í þessum greinum einmitt samsvara ágætlega hæfi- leikum hans, og verða honum og læri- sveinum hans til ánægju. Yrði hann þá aðallega kennari þeirra útlendinga, er þennan skóla sæktu. Dr. Ólsen er enn á bezta skeiði að kalla má, og með fullum óskertum kröptum, sem enn gætu lengi verið arðberandi út á við. Gegn ein- hverri árlegri þóknun getum vér naum- ast trúað öðru, en að hann vildi taka að sér kennslu við háskólann í þeim grein- um, sem hann er allra manna bezt fær um að kenna, og hann gæti naumast neitað því. Það er sannarlega ekk hörg- ull á kennslukröptum, sem hnekkir því, að álitlegur háskólavísir komist hér á fót, heldur framtaksleysi, deyfð og dáðleysi og ótrú á, að hér geti þróazt og dafnað uokkurt andlegt llf annað eða meira en Það, sem nú sýnir sig á prestaskólanum °g læknaskólanum. En það þarf vænt- anlega ekki að eyða neinum orðum að Þv'í, hve sllkur samanburður er á góðum tökum byggður. Það mætti segja margt og mikið um þetta efni, frekar en hér er gert, og að líkindum verður slðar að því vikið betur. Mál þetta má ekki lengur liggja í þagn- argildi. Það verður að takast á dagskrá. Og stjórnin verður að undirbúa það að einhverju leyti til næsta þings. Vitan- lega vantar hús til þessarar kennslu, því að helzt ætti hún að fara fram í einu og sama húsi, þótt við hitt megi bjargast í fyrstu, að leigja húsnæði víðar en á ein- um stað. En til lengdar verður ekki við það unað. Og enda hætt við, að slík sundurdreifing hafi óheppileg áhrif á kennsluna f heild sinni. Þykist stjórnin ekki geta snúizt við því nú, að undirbúa þetta mál fyrir þing, þarf það ekki að kosta hana nein heila- brot, að flytja á fjárlögunum uppá- stungu um ákveðna fjárveitingu til að halda uppi fyrirlestrum í nokkrum vís- indagreinum, meðan verið sé að undir- búa reglulega háskólastofnun. Þetta getur stjórnin þó hæglega gert og í ástæðun- um fyrir frumvarpinu gert grein fyrir skoðun sinni á málinu og á hvern hátt hún hugsi sér framkvæmd þess. Það verður ef til vill ekki meira af henni heimtað að svo stöddu. En þetta er einn- ig hið minnsta, er krafizt verður. Kostnaðurinn við háskólastofnunina þyrfti alls ekki að verða mikill fram yfir það, sem nú er kostað eða verður kostað til allra skólanna þriggja, að undanskildri húsbyggingu, en það hús mætti jafnframt nota til annars. Undirtektirnar undir samskotin til háskólastofnunar 1893 urðu að vísu allgóðar í bili, en urðu endasleppar. Það er reynsla fyrir því hér á landi, að á þann hátt safnast sjaldnast mikið íé, nema helzt í guðsþakkaskyni (mannskaða- samskot o. fl.). Háskólasjóðurinn nær því skammt til að koma máli þessu til framkvæmda. Til hans hafa gefizt alls 4380 kr., sem með vöxtum eru nú orðn- ar 7 2 2 o k r. Sjóðurinn er í tvennu lagi, það sem karlmenn hafa gefið, 4470 kr. með vöxtum, og það sem konur hafagef- ið, aðallega Kvennfélagið, sem er alls 2750 kr. með vöxtum. Þær hafa orðið meira en hálfdrættingar við karlmennina í þessu, og eiga skilið þakkir fyrir. Að knýja á almenning með samskota- áskorunum á nýjan leik, mundi hafa lít- inn árangur nú. En það er enginn mæli- kvarði fyrir fylgi þjóðarinnar. Hún mun ei að síður verða málinu hlynnt sem fyr og óska þess, að þingið geri nú þeg- ar ráðstafanir til að koma því í fram- kvæmd að einhverju leyti, og þá ætti ætti ekki að standa á þinginu til þess. Og trauðla fer stjórnin að spyrna fæti við þvl. Hún hlýtur þvert á móti að hlynna að því eptir föngum, getur ekki verið þekkt fyrir annað, því að málið er eitthvert hið allra þýðingarmesta velferðarmál vort 1 nútíð og framtíð. Ný fána-tillaga. Frá hr. mag. art. Holger Wiehe, sama manni, er ritað hefur svo hlýlega um ís- land í dönsk blöð, höfum vér fengið svo- látandi bréf ds. í Kaupmannahöfn 10. an. og ritað á hreinni og góðri í s 1 e n z k u, eins og sjá má: „Hciðraði ritstjóri! Leyfið mér að stinga upp á meðfylgj- andi ftaggi sem íslands-flaggi*). Fyrir- myndin er svissneska flaggið (hvítur kross á rauðum feldi). Reyndar er krossinn stýfður og ftaggið p'ess vegna ekki i fullu samrœmi við hin Norðurlanda flöggin. En pað hefur pað fram yfir hitt, sem sumir hafa nú kosið: engin önnur pfóð á pað og í fjarska líkíst pað einna mest gamla fálkamerkinu, enda er pað mjög fallegt. Og svo framarlega sem menn viija ekki breyla litunum eða kjósa aðra „rún“ en krossinn, er pessi mynd eina úrræðið. Hitt er pví miður óhafandi, alveg eins og fálkamerkið er af ýmsum (p. e. öðrum) ástœðum. Með mestu virðingu. H. Wiehe«.. •ji Það er sannarlega fullkomin ástæða til að íhuga uppástungu þessa danska vinar vors. Fyrir honum vakir, að það sé ó- tækt, að íslenzki fáninn llkist mjög fána annara þjóða, svo að naumast verði sund- urgreint nema í nánd, þótt hann sé ekki nákvæmlega af sömu gerð. Að halda ríg- fast við eina ákveðna fánagerð, þá er um nýjan fána er að ræða, er fásinna, svo framarlega, sem sýna má fram á og sanna, að önnur gerð sé heppilegri. Aðalatrið- ið er, að koma sér saman um sérstakan fána, hvort taka eigi hann upp eða ekki, og þá er menn eru orðnir ’ásáttir um, að fána skulum vér hafa, þá kemur til greina valið á honum. Hér er það heldur ekki til fyrirstöðu, að ein sérstök fánategund hafi unnið sér hefð, því að fálkamerkið telst ekki. Yér höfum því algerlega óbundnar hendur í valinu. Og' oss lfzt mjög vel á fána-uppástungu hr. Wiehes. Sýnishorn hans er einkar fallegt, og það er enginn vafi á, að fáni með þeirri gerð er engu ófegurri en fáni Stúdentafélags- ins, og hefur auk þess þann kost, að ekki er unnt að hnekkja honum með þeim mótmælum, að nokkur önnur þjóð í heimi hafi fána af sömu eða mjög svipaðri gerð. Vér þyrftum og ekki að skammast oss fyrir, þótt vér sæktum fyrirmyndina til Svisslendinga, þessarar sjálfstæðu þjóðar, er varizt hefur allri útlendri yfirdrottnan og unnið svo mörg frægðar- og hreysti- verk undir fána sínum. Á þessum óróa- tlmum, þá er gremjan sýður í Dönum yfir fánamálinu hér heima, þá er það sann- arlega mikilla þalcka vert að |fá hugheil- ar bendingar og skynsamlegar tillögur frá dönskurn manni í þessu máli, bendingar, sem lýsa bæði ræktarsemi og velvilja 1 vorn garð í þeirri hreyfingu, sem flestir Danir líta mestu hornauga nú sem stend- ur. Vér kunnum því hr. Wiehe hinar beztu þakkir fyrir tillögur hans um þetta efni, eins og fyrir annað, er hann hefur lagt til mála vorra þar ytra. Hann mun og vera svo að segja hinn einasti al- *) Sýnishornið höfum vér því miður ekki getað sýnt hér í blaðinu. Það er hvítur kross stýfður (þ. e. álmurnar ganga ekki út í flaggjaðrana) á bláum grunni og lít- ur mjög laglega út. Hver sem vill getur fengið að sjá það hjá oss. Ritstj. danskra manna, er kann íslenzku til hlít- ar og getur ritað hann lýtalaust. Það má varla minna vera, en að honum sé sú kurteisi sýnd af oss Islendingum, að fána-uppástunga hans sé tekin til ræki- legrar íhugunar, því fremur, sem hún virðist mjög heppileg og á gildum og góðum rökum byggð. Litlu »Ingólfur« hefur fyrir hönd Landvarnar- flokksins eindregið mótmælt því, að Éinar Benediktsson hafi talað í nafni þess flokks, það sem eptir honum er haft í »Politiken« 14. des. f. á. í viðræðu við fréttasnata þess blaðs. Þau ummæli standi að eins fyrir hans eiginn reikning, en blaðið ef- ast um, að þau séu rétt höfð eptir hon- um. Þetta snertir sérstaklega þau ummæli hans, sem »Lögréttu« með sannsöglina hangandi 1 rófunni hefur þótt mestur slægur í, að landvarnarflokkurinn vilji viðurkenna forræði (Overhöjhed) Dana á Islandi og að þeir skipi hér landstjóra, helzt dansk- an prinz. Og þessu snýr »Lögr.« og rófu- ljós hennar þannig við, að þetta hafi verið hin sanna meining allra þeirr a, erundir blaðaávarpið rituðu. Vitanlega er þetta í þeim tilgangi gert, að leiða athygli þjóðarinnar frá höfuðatriði ávarpsins — ríkisráðssetuákvæðinu — og reyna að hleypa af stað rifrildi um landstjórafvrir- komulagið til þess að draga með því fjöður yfir allan hinn fáránlega hringlanda og vandræða-útúrdúra Lögrétturitnefndar- innar í sambandi við ávarpið. Ogmiður samvizkusamlegt er það, að eigna ávarps- mönnum þær skoðanir og skýringar á ávarpinu, sem einhver kann að láta í ljósi, er alls ekki hefur undir ávarpið ritað, því að skýringar þeirra, er undir það hafa ritað varnaglalaust, eru einar gildar. Og hingað til hafa ekki komið fram neinar mismunandi skoðanir í því efni frá »réttum hlutaðeigendum«. Af því að »Lögréttumenn« hyggja, að landstjórafyrirkomulagið hafi nú sem stend- ur ekki byr hjá þjóðinni, þá streitast þeir við af öllum mætti að telja fólki trú um, að rlkisráðshnúturinn verði ekki leystur nema með landstjóra. Þar sé engin önn- ur leið, segja þeir. Þessi fullyrðing halda þeir að falli í góðan akur, og geti orðið til þess, að menn sætti sig við að ráð- herrann sé bundinn í rfkisráði Dana um aldur og æfi. Þá er forræði Dana yfir Islandi sannarlega viðurkennt og tryggt miklu fremur en með landstjórafyrirkomu- laginu. En þá er eflaust allt gott og blessað, því að þá verður engin breyting á núverandi stjórnarfyrirkomulagi, og það er einmitt þetta, sem »Lögréttumenn« eru að bisa við. Þeir þykjast víst nú hafa feugið svo mikið sjálfstæði, svo fullkomna »heimastjórn«, að frekar verði ekki á kosið í sambandi við Dani. Og það megi ekkert hrófla við þessari byggingu Albertis frá 1903, því að þá hrynji allar stoðir, allir máttarviðir íslenzks sjálfstæðis. Mikið megum vér Islendingar vera þakklátir þeim manni! Vitanlega er það grýla ein og vísvitandi blekking, áð rfkisráðshaptið verði ekki leyst á nokkurn annan hátt en með land- stjórafyrirkomulaginu. Auðvitað fellur það burt af sjálfu sér, jafnskjótt sem landstjóri er skipaður, og það er því auðveldasta og brotaminnsta leysingin, þvf verður ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.