Þjóðólfur - 01.02.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.02.1907, Blaðsíða 2
i8 ÞJÓÐÓLFUR. neitað. En hitt nær engri átt, að ekki m e g i leysa þann hnút öðruvísi á viðun- anlegan hátt. Nú mun »Lögréttuliðið« spyrja allt í bendu ákaflega hróðugt: Hvernig þá? Það fólk er nfl. frakkara að spyrja en svara. Svarið liggur beint við: Ríkisráðshaptið getum vér ekki leyst nema í samráði við Dani, það hafa flestir viðurkennt nú, Og það á að verða aðal- hlutverk hinnar væntanlegu scmbands- laganefndar, að ráða svo fram úr þessu vandamáli, leysa sérmál vor undan áhrif- um ríkisráðsins, svo að sjálfstæði voru sé betur borgið eptir en áður. Og það er lítill vafi á, að það er mjög hægt, enda þóttgrýla »Lögréttumanna«— landstjórinn — komi ekki í staðinn, svo framarlega sem ekki skortir góðan vilja hjá íslenzku fulltrúunum. En annars er oss lítt skilj- anlegur þessi landstjóra-uggur og ótti, sem verið er að reyna að troða inn hjá fólki. Og það mun sannast er frá líður og e f engar bætur verða ráðnar á þessu núverandi stjórnarfyrir- »ii »i »*« —na D þróast og komulagi br iilli i ° magnast hjá þjóðinni kröfurnar um lan stjóra, svo framarlega sem fullkomin sam- bandsslit verða þá ekki efst á baugi, sem ekki er ósennilegt. Að hafa danskan prinz hér að landstjóra, getum vér ekki fellt oss við, þótt Benedikt Sveinsson væri á sínum tíma því hlynntur, en það þarf víst ekkert að óttast það, og því óþarft að gera veður úr slíkum óskum, þótt Einar Benediktsson hafi varpað þessari sinni eigin skoðun fram í samtali við danskan fréttasnata. En gamlir og tryggir heimastjórnarmenn hafa jafnan rækt til landstjórahugmyndarinnar í sjálfu sér frá fornu fari, og þeim mun seint skiljast það, að sú krafa sé nú orðin svo úrelt og óheppileg, að ekki megi á hana minn- ast. En hitt dettur þeim ekki i hug, að setja hana yfir allar aðrar væntanlegar umbætur á núverandi stjórnarformi voru, þv( að þær breytingar á þv( geta hugs- a z t, er betur samsvöruðu þörfum vorum, eða væru að minnsta kosti kostnaðar- minni. En með ráðherran fastan í ríkis- ráði Dana, eru slíkar umbætur óhugs- andi. Þessvegna verður að leysa þann hnút á viðunanlegan hátt, og þeirri kröfu heldur blaðaávarpið fram t v í m æl a lau st, en alls ekki neinu sérstöku, ákveðnu stjórnarfyr- irkomulagi að öðru leyti. Þetta vonum vér að mönnum skiljist. Og þá jafnframt það, að ummæli hr. E.B. ( »Politiken« miðast alls ekki við ávarpið og tilgang þess, enda setur hann þau sjálf- ur ekki íneittbeint samband við það, svo að það er hártogun ein og venjuleg sann- söglisráðvendni, að skýra þau á þann hátt. »Lögrétta« hefði að minnsta kosti átt að vera ráðvandari en svo. Um sannsöglina talar enginn. Það tekur eng- inn til þess, þótt hún flytji kerlingar yfir sannleikann, jafn biluð sem hún er á öllum skilningarvitum fyrir langa van- brúkun. Þessi mikli púðurhvellur, sem gerður hefur verið í herbúðum Lögréttuliðsins út af ummælum hr. E. B., sýnir ljósast, að nú séu flest bjargráð þrotin þeim meginn. En »nota flest í nauðum skal«. Sá rétti heimastjórnarflokkur í landinu mun naum- ast fá hlustarverk af þeim vandræða- hvell. Búnaðarbendingar. Eplir isl. búfrœðinemanda á Jótlandi. Eg hef áður sagt, að án efa sé það svína- og kúaræktin, sem borgi sig bezt hér í Danmörku. Það má heita, að svínarækt sé óþekkt heima, en kúaræktin er, og hefur ver- ið, þekkt um margar aldir, enda þótt hún fyr á tímum hafi verið rekin öðru- v(si. Nú á seinustu árum hefur kúaræktin aukizt mikið, og stuðla rjómabúin mikið að því, því vegna þeirra ei það, að menn eru farnir að hugsa um aS hafa mjólk og mikið smjör. Það að kýrnar fjölgi og smjörið vaxi, er nú mikið gott, og vonandi vex okkur smjör, bæði hvað framleiðslu og verðhæð snertir, mikið enn; en hvernig fjölga kýrnar ? Sumstaðar heima lítur út fyrir, að kýrnar fjölgi á kostnað sauðfjárins, og það, að fjölga kúnum á þann hátt, tel eg þess vert, að athuga. Menn hafa dæmið héðan, því að hér hefur það gengið svona ; kýrnar fjölga, en sauðféð fækkar. Nú eru margir bændur, sem enga kind hafa, aðrir i—2—3, og fáir fleiri en 10. Fjárræktin telst hér sem aukagrein, sem ekki borgi sig, borin saman við svína- og kúarækt. Rjómabúshugmyndin er líka ættuð héð- an, og hún blessast líka mikið vel heima, þó nokkuð breytt frá því sem hún er framkvæmd hér. Enginn efi er á því, að rjómabúin gera þjóðinni þó enn meira gagn, eptir því sem þau verða fleiri og stærri, af því, að því stærra sem búið er- rækta landið, og fá meira fóður, því að þá fyrst getum við haft fleiri kýr. Rófna- rækt gæti líka án efa borgað sig, og ennfremur getur maður keypt kraptfóður til að fóðra með. Það er annars efa- mál, hversu nauðsynleg öll sú eggjahvíta er, sem kýrnar fá í kökunum, og mennirn- ir í kjöti og öðrum eggjahvítukenndum efnum, en ef til vill skrifa eg um það síðar. A þennan hátt — með því að afla meira fóðurs — geta menn fjölgað bæði kúm og kindum á skömmum tíma. £g veit vel, að margir munu segia, að vélarnar vanti til að vinna með. Hent- uga og stutta plóga höfum við, bæði Ól- afsdalsplógana og frá Aadals & Hasle Brug, sem hafa reynst vel við gróðrarstöð Rækt- unarfélags Norðurlands. Af herfum eru líka mörg, sem við getum haft* ÍKUilsga ' not af. Af sláttuvélurji-^r "efasamt hverj- ar eru . jjgztar, eg fyrir mitt leyti álít því mun betur borgar þa^ig^eð^J^f^g^ules bezta. og hvers vegna? Vegna þess, að hún slær næst rótinni og gengur stærri riarntr. régar litið er á þau skilyrði, sem eru fyrir hendi hér og heima, hvað það snert- ir, að fjölga kúnum en fækka fénu, þá verður maður að segja, að þau eru ólík. Þar sem Danir eru ekki komnir eins langt áleiðis að rækta landið, eins og hér, t. d. úti á hinum józku heiðum og Vestur- Jótlandi, er fjárrækt líka meiri en hér í Álaborgaramti. Jótland er láglendi, eg kalla heiðarnar það líka, sem eru að mestu ræktaðar upp. ísland er aptur á móti hálendi, og stór hluti af Islandi verður aldrei ræktað upp. Þessir landshlutar (fjöllin, dalbotnarnir heiðarnar) eru sérstaklega vel fallnir til haga fyrir féð um sumarið, og þar sem svo góð vetrarbeit fylgir með, þá er mjög sennilegt, ef ekki víst, að sauðfjárræktin borgar sig betur en kúaræktin. Náttúrlega gildir ekki það sama í öllum sveitum, og það geta verið þær sveitir, sem kýrnar borga sig bezt, en hitt mun þó vera víða, að sauðféð borgar betur fóður sitt — þann höfuðstól, er í þv( liggur. Þess verður vonandi ekki langt að bíða, að það koma slátrunarhús heima, og í sambandi við slátrunarhúsin kemur það, að ketið hækkar í verði. Þá fyrst sjáum við að sauðfjárræktin er arðvæn- leg. En það þarf að breytast mikið með verkunina á kjötinu okkar, áður en það getur orðið góð verzlunarvara, og þessi breyting fæst með sláturhúsum. Sú hug- mynd er líka runnin héðan, og það er ekki hægt að sjá, að hún þurfi mikla breytingu heima. Þó fylgir sá galli bæði á rjómabúunum, og kemur að sjálfsögðu líka til að verða á slátrunarhúsunum, að þau geta ekki starfað allt árið. Á meðan ekkert sláturhús er, þarf ekki að tala um það, en ugglaust mun verða langt þangað til, að þau geta starfað allt árið. Aptur ætti ekki að verða svo langt, þangað til rjóma- búin gætu starfað allt árið. Það er komið undir kúnum. Kýrnar fjölga, en þær mega ekki fjölga á kostnað sauðfjárins. Nei, maður verður að finna einhver ráð til að afla meira fóðurs. — Þá heyrir maður títt talað um fólksekluna og að vinnukrapt vanti. Það er eðlilega nokkuð hæft í því, en þegar við erum komnir upp á að brúka hest- kraptinn og vélar, þá munum við ekki finna svo mikið til fólksleysis. Til hvers höfum við allan okkar hrossahóp, ef ekki til að hjálpa okkur, til að láta hann lypta undir byrðina. Eg tel ekki efamál, að grasfræsáning megi vel heppnast heima, að minnsta kosti hafa allar þær tilraunir er eg þekki, bæði frá Tilraunastöðinni á Akureyri, Snorra kaupmanni Jónssyni, á Hvanneyri, Tilraunast. í Reykjavík, Ólafi ísleifssyni við Þjórsárbrú og víðar, að vel megi heppnast að brjóta land á þann hátt. það er okkar verk, sem nú lifum, að í þéttara gras en flestar aðrar sláttuvélar, er eg þekki. ítt l( vestan kfs. „Lögberg" frá 22. nóv. síðastl. skýrir frá stúdentafundi í Winnipeg 17. nóv-, þar sem „rökrætt var afnám og viðhald móð- urmáls Vestur-íslendinga". Sækjendur voru tveir og verjendur tveir. Blaðið skýrir frá sókn og vörn málsins og úr- skurði dómenda á þessa leið : „Spursmálið var rætt með allmiklu fjöri. Hinir fyrnefndu héldu fram, að íslenzkan mundi fyr eða síðar líða hér undir lok, og það stæði oss að eins fyrir þrifum, að reyna að halda henni við. Oss væri langt um betra að leggja hana frá oss, því þá gætum vér hindrunarlaust fleygt oss út í hinn amerík- anska menningarstraum og sökkt oss niður í hinar ensku bókmefintir; þær hefðu hvort sem væri miklu meira að bjóða. Enn fremur héldu þeir fram, að íslenzk- an væri orðin svo afskræmd og orðskípin svo mörg hjá oss, að landar vorir væru í stórvandræðum með að skilja oss fyrst þegar þeir kæmu að heiman. Afleiðingin væri sú, að almenningur tapaði öllum smekk fyrir fegurð málsins, öllum smekk fyrir rithætti, og tæki möglunarlaust við hvaða óþverra, sem kæmi fram í íslenzk- um blöðum og bæklingum, Verjendur aptur á móti héldu því fram, að þó það ef til vill lægi fyrir fslenzkunni að líða einhvern tíma undir lok, þá væri það háleit skylda vor allra að leggja rækt við móðurmál vort og varðveita tungu vora og þjóðerni svo lengi, sem oss væri unnt. Það væri svo margt göfugt í þjóðerni voru ogmargtfagurt í vorum bókmenntum, sem vér mættum alls ekki missa. Þeir sýndu fram á, að ef vér fleygðum frá oss íslenzk- unni, þá væri bræðrasambandið milli Aust- ur- og Vestur-íslendinga slitið, Og um leið ræktarsemi til ættingja og vina, til lands og þjóðar, sen» væri hin fegursta dyggð í fari hverrar þjóðar, gereyðilögð, Sýndu þeir einnig með dæmum fram á, að móðurmáiið stæði mönnum ekki og hafi aldrei staðið íslendingum hér fyrir þrifum. hvorki í menntalegu eða verklegu tilliti. Dómendur voru, Mr. Hannesson lög- maður, J. B. Johnson og M. Hjaltason. Eptir þeirra úrskurði báru sækjend- ur sigur úr býtum (þ. e. þeir, sem af- nema vildu íslenzkuna með öllu)“. Þetta er eptirtektavert tákn tfmanna, og sýnir ljósast, að íslenzk tunga á ekki upp á háborðið meðal Vestur-íslendinga, enda mun það sannast, er Þjóðólfur hef- ur sagt fyrir löngu, að án stöðugs inn- flutnings frá íslandi, stöðugrar blóðtöku frá gamla Fróni, verður íslenzk tunga sjálfdauð í Vesturheimi. Afkomendur ís- lenzkra innflytjenda verða í 2. og eflaustí 3. lið alenskir. Viðhald íslenzks þjóðernis vestanhafs verður aldrei til frambúðar, og gamla ísland þarf einskis styrks þaðanað vænta í framtíðinni. Sem Islendingar eru útflytjendurnir dauðir og algerlega tap- aðir íslenzku þjóðinni, áður en 2 kynslóðir af íslenzku bergi brotnar eru til moldar gengnar þar vestra. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.liöfn 2í. jan., kl. 7 siðd. Konungskoman. Nú er fastákveðið, að konungur fari til Islands á gufuskipinu B i r m a, er það kemur heim úr Austuras(uförinni. Það á að vera með loptskeytaáhöldum og upp- Ijómunarútbúnaði. Mælt er, að prinzarnir Valdimar og Haraldur verði konungi sam- ferða. Loptþyngdarmœlirinn hefur komizt hærra þessa dagana en nokkru sinni áður eru dæmi til í Danmörku, Sví- ^þjóð. og Mið-Evrópu: í 800 millimetra. Vetrarhörkur. I Parfs hafa helfrosið 9 manns. Al- menn vetrarveðurátta um öll Norðurlönd. Heiðursmerki. Sigurður Kristjánsson bóksali í Reykja- vík hefur verið sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 15. janúar. 29. jan. kl. 6 síðd. Blaðið y>Vort Land« ræðir um alþingisrof og nýjar kosningar hér fyrir næsta þing. Sömuleiðis „Köb- enhavn". Konungskoman. Mælt er, að á »Birma« verði úr sjólið- inu kommandör Garde yfirstjórnandi skipsins, en kapt. Kjær næstur honum að völdum. Kosningar til þýzka ríkisþingsins. Jafnaðarmenn hafa misst 19 sæti í fyrstu kosningahríðinni, og hefur frjálslyndi flokk- urinn (»Liberale«) unnið þau flest. I Norður-Slésvfk hefur atkvæðatala danskra kjósenda fjölgað um 500. Námaslys. í Saarbriicken (við ána Saar í Rínlönd- unum) hefur námusprenging átt sér stað, og biðu þar bana yfir 100 manns. Friðarfundur. Sænska friðarsambandið (í sænskaþing- inu) hefur neitað að taka þátt í almenn- um þingmannafundi (fyrir Norðurlönd) í Kaupmannahöfn, en stingur upp á fá- mennari fulltrúafundi. Öll í bendu eins og vant er, komu nú millilanda- skipin frá útlöndum um næstl. helgi, tvö fráhinu sameinaða »Vesta«, og »Laura« og eitt rhorefélagsskip»Mjölnir«. Með »Vestu« komu meðal annara V. Claessen lands- sjóðsgjaldkeri, Magnús Sigurðsson cand. jur., Guðrún Indriðadóttir leikmær o. fl. Með »Laura« sýslumannsfrú Valgerður Benediktsson, Páll Stefánsson verzlunar- erindreki o. fl. Með »Mjölni« frk. Helga Brynjólfsdóttir. — »Valurinn« (»íslands Falk«) var kominn skömmu áður (20. þ. m.) og hafði þá enginn póstur komið hingað frá útlöndum síðan 9. desembcr. — Þessi tilhögun á millilandasamgöngun- um á veturna er öldungis óhafandi, og veitir sannarlega ekki af, að þingið ( sum- ar geri einhverja bragarbót á gufuskipa- ferðunum, bæði milli landa og umhverfis landið. Hefur áður verið bent á það hér ( blaðinu, hvernig hægast mundi að laga þetta, þannig, að stjórnin leggi mál þetta svo vel undirbúið f hendur samgöngu- málanefndarinnar á þingi, að hún þttrfi ekki að vera að káka við að semja feröa- áætlanir, sem aldrei verða annað en ó- mynd hjá önnnm kafinni þingnefnd og ókunnugri siglingum og hentugasta fýrir-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.