Þjóðólfur - 01.02.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.02.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 19 komulagi þeirra. En við svo búið má ekki lengur standa. Óánægja manna er orðin svo rík yfir gufuskipaferðunum, að það mun þykja fullhart að verða að búa við sama ólagið þetta árið út, þótt ekki yrði það lengur. Dálnn hér 1 bænum 26. f. m. Arni J ó n s- son á Tóptum, fyrrum bóndi í Miklholts- helli í Flóa, á 63. aldursári. Hann var fæddur 7. desember 1844 og bjójónfað- ir hans í Snotru í Þykkvabæ. Hann var son Ólafs á Seli < Holtum Jónssonar á Ægissíðu Þorsteinssonar á Víkingslæk, ArnþórSsonar < Ostvatnsholti Brynjólfs- sonar og mun sá ættleggur kominn frá Torfa í Klofa. Kona. Ólafs f Seli var Ingveldur Isleifsdóttir frá Asmundarstöð- um í Holtum Hafliðasonar Þórðarsonar sýslumanns á Ingjaldshóli Steindórssonar af Akraætt. — Arni heif. var kvæntur Þorbjörgu Filippusdóttur frá Þórunúpi Jónssonar í Varmadal Sveinssonar Guð- brandssonar Lafranzsonar og bjuggu þau mörg ár í Miklholtshelli í Hraungerðis- hreppi, en fluttu til Reykjavikur 1886. Börn þeirra eru: Jón prentari í »Guten- berg«, Kristín, kona Páls Arnasonar lög- regluþjóns, Vigfús og Sigurður. Arni heit. var vel greindur maður, og einkar fróður, spaklyndur og hygginn og vildi ekki vamm sitt vita. Heiðurspening hefur dr. Þorvaldur Thoroddsen pró- fessor fengið frá landfræðisfélagi Amer- íku í New-York fyrir framúrskarandi störf í þjónustu landfræðilegra vfsinda. Heið- urspeningurinn er kenndur við Daly dóm- ara, er eitt sinn var forseti félags þessa, sem er aðalfélag landfræðivísinda 1 Am- erfku. Botnvörpuskip enskt hefur nýlega farizt á Breiðafirði, úti fyrir Grundarfirði, Skipið hét »Imperalist« frá Hull, og kvað hafa verið nýtt skip. Skipshöfninni varð bjargað. Nýtt islenzkt botnvörpuskip, er nefnist »J ó n forseti«, kom hing- að í vikunni sem leið frá Englandi, ný- smíðað, og á að ganga hér til fiskiveiða. Það er eign Thor Jensens kaupmanns og nokkurra fleiri manna hér í bæ. Skipið er laglegt útlits og mjög vel til þess vand- að. Vonandi, að það verði eigendunum happa-gripur. Mannalát. Hinn 26. f. m. andaðist Pétur Porsteins- son, fyrrum hreppstjóri og lengi bóndi á Grund í Skorradal, nálega 79 ára gamall, fæddur 2. febrúar 1828. Voru foreldrar hans Þorsteinn bóndi á Hvanneyri Þor- steinsson frá Miðfossum Björnssonar og Snjáfríður Bjarnadóttir. Pétur heit. var kvæntur Kristínu Vigfúsdóttur frá Grund Gunnarssonar frá Hvammi á Landi Einars- sonar systur Magnúsar á Miðseli í Reykja- vík og þeirra bræðra. Meðal barna þeirra eru: Bjarni bóndi á Grund, Þorsteinn á Miðfossum og Vigfús á Gullberastöðum. Var Pétur hættur búskap fyrir nokkru og dvaldi hjá Bjarna syni sínum á Grund. — Hann var mikill framkvæmdar- og dugnað- armaður og jafnan í heiztu bændaröð, en nánari æfiatriða þessa merkismanns vonum vér að geta birt síðar. Ný bréfspjöld eru komin út með góðri mynd af Jóni Sigurðssyni, og verða þau vafalaust mikið keypt. Þau fást hjá Sigfúsi Eymundssyni, á Thorvaldsensbazarnum, í Thomsens maga- sfni og í afgreiðslu ísafoldar. Kostnaðar- maður er hr. Ólafur Ólaísson, Mjóstræti 8, hinn sami, er gaf út brjefspjöldin með mynd af ráðherranum, er kvað hafa selzt mjög vel. Embættispróf í læknisfræði við háskólann hefur tekið Sigurður Jónsson frá Eyrarbakka með 2. betri einkunn. Fyrri hluta lagaprófs hafa tekið Magnús Guðmundsson með 1. einkunn og Sveinn Björnsson með 2. einkunn. Samsðngur var haldinn Bárahúsinu 27. f. m. und- ir forustu hr. Sigfúsar Einarssonar og þótti hin bezta skemmtun. Þar sungu þær frú Valborg Einarsson og frú Elizabet Þorkelsson og var gerður mjög góður rómur að. — Lýsingin í húsinu — en þar á að vera raflýsing — var harla léleg, því að rafmagnshreyfivélin var í ólagi, svo að söngfólkið og áheyrendurnir voru að kalla mátti í myrkri, og lá við að fresta yrði samsöngnum vegna þe«s. Hann verður endurtekinn á sunnudaginn. Gull borinn kvað nú loks eiga að koma hingað með »Ceres« 15. þ. m. En ekki vill Þjóðólfur ábyrgjast, að svo verði, því að nú er komið nokkuð á annað ár síðan sagt var, að hans væri von þá og þeg- ar. Má samt vænta þess, að byrjað verði þó svo snemma á rannsóknunum, að sýna megi konungi í sumar gullið(?) úr Eski- hlíðarmýrinni. Hver veit nema brúnin á dönsku þingmönnunum lyptist við það. Bráökvödd varð í Kaupmannahöfn á aðfangadag jóla (24.desember) Ólöf Ólafsdóttir TLt o r b e r g, alsystir Bergs heit. Thor- bergs landshöfðingja, en dóttir séra Ólafs Hjaltasonar Thorbergs, er síðast var prest- ur á Breiðabólsstað í Vesturhópi (•{• 1873). Hún var nær hálfáttræð að aldri, fædd á Hvanneyri í Siglufirði 7. apríl 1832, dvaldi allan síðari helming æfi stnnar hjá bróður sínum Bergi og eftir lát hans hjá ekkju hans, frú Elinborgu Thorberg í Kaupmannahöfn. Var mesta góðkvendi, elskuð og virt af öllum, er kynntust henni, og líktist í því sem fleiru bróður sínum, enda nam hún ekki yndi annarsstaðar en á þvl heimili, og var ógipt alla æfi. ,Valurlnn‘ höndlaði í fyrra kveld enskt lóðar-fiski- skip (frá Grimsby) við veiðar í landhelgi nálægt Garðskaga. Skipstjórinn sektaður hér í gær um 11 £ (tæpar 200 kr.), og slapp með það. Talsíinahlutaf élag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í gær- kvöldi á „Hótel ísland". Fjárhagur félags- ins góður. 2% af ársarðinum lagðir í vara- sjóð samkvæmt lögum félagsins, að því frá- dregnu samþykkt, að greiða hluthöfum 10% í vexti af því, sem þá var eftir, og um af- ganginn (um 4000 kr.) ákveðið, að hann skyldi verða stofnfé. Samþykkt tillaga um að fela stjórninni að færa út kvíarnar þann- ig, að fá taísímaborð fyrir 500 notendur og auka hlutaféð um 10,000 kr. m. fl., er af aukningunni leiddi, svo framarlega sem landstjórnin leggur það ekki til í fjárlaga- frv. sínu 1908—1909, að landsjóður taki að sér bæjartalsímann. Ennfremur samþykkt, að hafa talsímastöðina opna að minnsta kosti 6 klukkusrundir á helgum dögum (í stað 4 nú). Stjórn endurkosin (Knud Zim- sen, K1 Jónsson, Thor Jensen) og henni á- kveðin af félagssjóði 700 kr. þóknun, en 50 kr. til endurskoðunarmanna (Halld. Jóns- sonar og Sighv. Bjarnasonar). Um leikfimiskennslu. Eitt af því, sem vér Islendingar erum á eptir nágrannaþjóðunum með, er þekking á leikfimi og iðkun hennar. Það mun ekki ofmikið sagt, þó að eg segi, að allur fjöld- inn þekki að eins nafnið, og að þeir, sem kunna leikfimi séu sárafáir. 27. apríl 1836 Cggarf (Slaessen ylrréttariálafliitningsiaöir. ■ Lækjargötu 12 B. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Tals. 16. sagði danskur bóndi, sem sumir er lesið hafa sögu ef til vill, þekkja, á fundi í Vi- borg (Ole Kirk): »Gymnastik bör öves lej- lighedsvis"; þessi orð, sem nú eru 70 ára gömul eru samkvæm hugsunarhætti okkar Islendinga og sýna Ijóslega, hversu langt við erum á eptir Dönum. Nú er leikfimi talin ómissandi hér og hvert barn, jafnt karlar sem konur, læra leikfirni. Enginn, sem þekkir til leikfimi, vill neita, að hún sé gagnleg ■— nauðsynleg — og, að við Is- lendingar neitum því enn, kemur af því, að okkur vantar þekkingu á henni, vantar að sjá þær góðu verkanir, er hún hefur á þá, er iðka hana á réttan hátt. Eitt af því, er við getum lært af Dönum, er að meta leik- fimina meira en við hingað til höfum gert. Við erum líka að stfga spor í áttina. Real- skólinn á Akureyri hefur nú leikfimiskennslu og ákveðið er, að kenna leikfimi á væntan- legum bændaskólum. A Hólum hefur ■ nafninu til verið leikfimiskennsla síðastliðna vetur; en þegar ekkert hús er til að kenna í og maður verður að eiga allt undir hvort veðrið er svo, að mögulegt sé að hafa leik- fimi úti, eða þá í kjallaranum, sem alger- lega er óbrúkandi sem leikfimishús, leiðir af sjálfu sér, að kennslan verður stopul og gagnslítil. Nú hefur stjórnarráðið ákveðið að leikfimi skuli vera kennd, en hvar á að kenna hana? Uti á víðavangi ? eða í kjall- aranum ? Báðir staðirnir eru óbrúkandi. Allir er til þekkja, og nokkurt slcyn bera á, hvernig leikfimishús þarf að vera, munu viðurkenna það. Amtsráðið eða sýslurnar hafa hingað til neitað um styrk til að byggja leikfimishús, nú á landið skólann, og vonandi verður það ekki eins spar- samt með fé til að gera skólann vel úr garði. A Hvanneyri vantar líka hentugt leikfimishús. Þegar þingmennirnir hafa séð eins góða skóla og Askov og Ladelund, sem báðir hafa mjög góð leikfimishús, skul- um við vona, að augu þeirra opnist svo, að þeir sjái þörfina á góðum húsakynnum við skólana. Húsakynnin á Hólum eru nú yfir- leitt mjög ófullkomin og full þörf er á, að bæta þau að mörgu leyti. A Hvanneyri eru þau nýrri, enda rniklu betri en á Hólum, en þó hvergi nærri góð fyrir 40 nemendur. Við verðöm að vona, að þingið næst geri einhverj- ar ráðstafanir til að bæta úr húsakynnun- um. í sjálfu sér lítur það hlægilega út að sama þing, sem samþykkir að kenna leik- fimi, gerir ekkert til að hægt sé að kenna hana. En þetta lagar næsta þing vonandi Við barnaskólana, þó fáir séu, ætti að vera leikfimískennsla, og eins við alla aðra skóla. Lesi maður, eins og ætlazt er til að maður geri í skólunum, hefur maður mjög mikla þörf á leikfimi, miklu meiri en annars. Flest- ir barnaskólarnir standa í kauptúnum eða smáþorpum; hvert kauptún ætti að hafa sitt samkomuhús og mætti meðal annars nota það til að kenna í leikfimi. Uti í sveitinni kæmu svo samkomuhús á eptir, en sökum strjálbyggðarinnar á það lengra í land; en á næstu árum er eg sann- færður um, að ýmsir bæirnir koma með umheiminum hvað leikfimi snertir. Ungir menn ættu að stofna félög og ráða kennara og leigja hús til að læra leikfimi í; gætu þeir þá vel haft tíma að kvöldinu eptir vinnu. Kostnaðurinn við það gæti ekki orð- ið mikill, ef margir væru í félaginu. Eg vona, að landar mínir standi ekki mörg ár enn að baki annara þjóða hvað þetta snertir, eins og það er mín heitasta ósk, að þeir í öðru megi ná fram til framfara og frama, svo að þeir standi sam- hliða nágrannaþjóðunum. Stövring-Höjskole 4. jan. 1907. P. Zóphóníasson. Gullbpúðkaup. Sunnudaginn 21. ágúst síðastl. var af sveit- ungum, ættingjum og ýmsum kunningjum og vinum haldið gullbrúðkaup hjónanna Jóns Magnússonar og Margrétar Einars- dóttur að Arnarbæli í Grímsnesi. Var þar samankomið fjölmenni, eptir því sem í sveit- um gerist, um 170 manns, og skemmti sér með söng, samræðum og ræðuhöldum til kvölds. Af 10 börnum þeirra hjóna, sem á lífi eru, voru 9 viðstödd, og færðu þau foreldrum sínum eptirnefndar gjafir: Föður sínum tóbaksdósir úr silfri með nafni hans 0g ártali og staf silfurbúinn með nafni hans. Móður sinni gáfu börnin forkunnarfagra silfurnælu með nafni hennar, og með 10 laufum, sem táknuðu 10 börn þeirra. Auk barna þeirra voru og mörg barnabörn þeirra viðstödd, sem alls eru orðin 39. — Veður var hið bezta allan daginn, og skemmtu menn sér vel og var dagurinn hinn ánægjuríkasti fyrir hin öldruðu hjón, sem enn eru ern og hress. Jón er sonur Magnúsar Einarssonar frá Miðfelli í Ytri- hrepp, en Margrét er dóttir Einars Gísla- sonar frá Álfsstöðum á Skeiðum. Bjuggu þau allan sinn búskap 46 ár á Álfsstöðum, við fremur lítil efni, en komu þó barnahóp sínum vel til manns hjálparlaust. Fyrir 4 árum fluttu þau til tengdasonar síns Stefáns Jónssona'r í Arnarbæli. Við þetta tækifæri var þeim flutt kvæði, og er eitt erindi þess þannig: „Ykkurkæru öldnu hjón | andinn heilsar vor, | gleðst með ykkurglöðum, | gullbrúð- kaups við spor. — | Hlutuð hamingju þið, | hærri en lýða fjöld, | nutuð heilla hjóna- bands í hálfa öld“. 2+7. Jarðarför 111 annslns mfns sáluga, Árna Jónssonar, fer fram frá heimili hans, Lindargötu nr. 3, þriðjiKlaginn 5. febr. n.k. kl. 111/» f h. Reykjavík, 1. febr. 1907. Þorbjörg Filippusdóttir. Verzlun B. H. Bjarnason í Bejikja- vík hefur tekizt á hendur einka- útsölu hér á landi fyrir Louis De Salignac & Co. í Cognac, og hefur þegar á boðstólum íjölda ágætra Cognac teg. Sama verzlun hefur áður tekizt á hendur mikla sölu fyrir hið vel þekkta félag ,Compania Holandesa4, og mun því óhætt að telja vínverzl. hr. B. H. B. eina meðal hinna allra beztu hér i bæ. Yep Plaiteteíi »8 ágœtt margaríne w cTZie. dSjarnason. Alstaðar í heiminum, þar sem eg hef flutt inn hinn viðurkennda Kína-lífs- elixír minn, hafa óskammfeilnir gróða- brallarar leitazt við að líkja eptir hon- um. Til að koma í veg fyrir, að is- lenzkir neytendur hins ekta Kína-lífs- elixírs verði flekaðir til að kaupa svikið og áhrifalaust meðal af slíkum piltum, skora eg hér með á alla Islendinga að gæta þess nákvæmlega, að á ein- kennismiðanum er Kínverji með glas í hendinni, einnig firmanafnið Valde- mar Petersen, Frederikshavn, Köben- havn, en merkið VFP‘ í grænu lakki á flöskustútnum. Biðjið beinlínis um hinn ekta Kina- lífs-elixír frá Valdemar Petersen, Frederikshavn, Kóbe?thavn. Séuð þér í vafa um, hvort þér hafið fengið hinn ekta Kína-lífs-elixír, skuluð þér skrifa beint til Valdemar Peter- seu, Nyvej 16, Köbenhav?i V. frá 14. maí næstk., og kaups ef um semur, 5 íbúðarhús og 1 verzl- unarhús á beztu stöðum í bænum. Semja ber við <*ísla Þorbjarnarson. (Heima kl. 10—11 og 3—4).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.