Þjóðólfur - 08.02.1907, Síða 2

Þjóðólfur - 08.02.1907, Síða 2
22 ÞJÖÐOLFUR. fornu frægð þess við fegurð náttúrunnar. Það er yrkisefni, sem séra Matthiasi læt- ur. Fáir menn hér á landi munu kunn- ugri fornsögum vorum en hann eða hafa tekið meiru ástfóstri við sögukappana. Örlög kappans æfislóðar eru myndir vorrar þjóðar heiptum slungnar hreystifróðar hamingjulitlar, frægar þó dettur honum í hug í sambandi við veru Grettis í Drangey. Erindin þrjú um Hóla og hina horfnu dýrð þeirra í þessu sama kvæði (»Skagaf]örður«) eru óviðjafnanlega fögur og hugðnæm. Söguljóðin um Hóla- stipti eru nokkuð svipuð að efni og bún- ingi og einkar vel kveðin. Þá er og í þessu bindi ljóðmæli úr leikritum skálds- ins (Skugga-Sveini, Vesturförinni, Jóni Arasyni og Helga magra). Hafa fá Ijóð komizt jafn-fijótt á varir þjóðarinnar og haldið sér þar, eins og vísurnar úr Skugga- Sveini (Utilegumönnunum). Það má heita, að hver maður, sem kominn er til vits og ára, kunni flestar þeirra utanbókar. Síðast í bindi þessu eru þýdd kvæði eptir ýmsa höfunda og má sérstaklega nefna hin frægu »Mansals-ljóð«, eptir Longfell- ow, hið fræga kvæði »Hrafninn« eptir Edgar Poe (bezta íslenzka þýðingin á því kvæði) og Lars Krúse eptir Holger Drach- mann, er byrjar svo: „Hann var knálegur maður, kyr í lund og karlmenni’ i sjón og raun ; Þú átt fáa sem hann mín fósturjörð, en fleiri sem blása’ í kaun". Þar er og þetta erindi: „Og frelsið er sett í fuglabúr og flónið skín eins og sóiin og dvergar komast í dæmissess og dulur í hæsta stólinn". (Niðurl.). Fundahöld víð Þjórsárbrú, Síðustu daga f. m. voru haldnir fundir við Þjórsárbrú fyrir Arness og Rangárvalla- vallasýslur til að ræða ýms mikilsvarðandi mál þeirra héraða. Eptir fundargerðunum, er oss hafa góðfúslega verið léðar til af- nota, birtum vér hér ágrip af því mark- verðasta, er á fundum þessum gerðist. Er þar fyrst að telja Slátrunarhússmálið. Fundur um það var haldinn 28. janúar. Fundarstjóri Agúst Helgason f Birtinga- holti, en skrifari séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað. Voru þar staddir kjörnir fulltrúar úr 18 hreppum Arness-og Rang- árvallasýslu, samkvæmt áskorun nefndar- innar, er haft hafði slátrunarhússmálið til meðferðar. Skýrði fundarstjóri fyrst með nokkrum orðum frá því, hve brýn nauð- syn væri á þessum félagsskap, og þvf næst skýrði hann frá störfum nefndarinn- ar og niðurstöðu þeirri, er hún hefði komizt að. Spurðist hann fyrir hjá full- truunum um undirtektirnar undir mál þetta í ýmsum hreppum, og urðu svör manna á þá leið, að í flestum hreppum beggja sýslnanna væri mjög almennur áhugi fyrir stofnun slíks slátrunarhúss, en víða væri þó haldið fram ýmsum breytingum á fé- lagslögunum, sem skilyrði fyrir hluttöku inanna. Þvf næst var rætt frumvarp til laga fyrir féiagið, og urðu allangar umræður um einstök atriði þess, þar á rneðal einkum utn sektaákvæðið, þar sem stungið var upp á 5 kr. sekt fyrir hverja sauðkind og 25 kr. sekt fyrir hvern nautgrip, er félagsmaður seldi utanfélagsmanni, er kaupir fé til slátrunar. Þessi ákvæði þóttu of hörð, og var tekið fram, að þati fældu marga frá að taka þátt í félagsskapnum. Var því samþykkt, að láta sektarákvæði þessi gilda að eins þá er félagsmaður seldi naut- grip eða sauðkind utanfélagsmanni, er verzlar rrieð sláturfénað eða afurðir hans, og það því látið óátalið, þótt félagsmað- ur léti kind og kind til stöku viðskipta- manna til eigin neyzlu. Nokkrar umræð- ur urðu um erfiðleika á því, að fá ábyrgð einstakra manna fyrir láni til stofnunar- innar Iengur en 5 ár, þar sem engin skylda hvílir á neinum félagsmanni að vera leng- ur en 5 ár í félaginu. En álit fundar- manna var, að ekki þyrfti hærra ábyrgð- arlán í viðbót við stofnbréf og banka- lán út á eignina en svo, að félagið gæti ef á þyrfti að halda, greitt það á 5 ár- um. — P’undurinn var í einu hljóði sam- þykkur því, að taka fénaðinn eptir n i ð u r- lagi, enekki mati. Samkvæmt skýrslu um hluttök.u manna í þessum félagsskap, er fram var lögð á fundinum, hafa 26 hreppar 1 sýslunum lofað hluttöku, féiaga- talan alls 565, og upphæð hins lofaða stofnfjár þegar orðin 11,120 kr. Því næst var gengið til atkvæða um, hvort stofna skyldi slátrunarhúsið, og var stofnun þess samþykkt í einu hljóði af öllum viðstödd- um fulltrúum hinna 18 hreppa. Því næst var kosin félagsstjórn fyrir báðar sýsl- urnar og hlutu kosningu fyrir Arnessýslu: Vigfús Guðmundsson f Haga og Agúst Helgason í Birtingaholti og fyrir Rangár- vallasýslu: séra Eggert Pálsson á Breiða- bólsstað og Þórður Guðmundsson í Hala, en til vara fyrir Árnessýslu: séra Ólafur Sæmundsson 1 Hraungerði og Eggert Bene- diktsson í Laugardælum, en fyrir Rang- árvallasýslu: Grímur Thorarensen í Kirkju- bæ og Páll Stefánsson í Ási. Rjóraabúin. Aðalfundur Rjómabússambands Suður- lands var haldinn daginn eptir, 29. jan- úar. Voru þar komnir fulltrúar frá öllum búum Sambandsins, nema Deildárbúinu, 16 alls. Þar var og Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Fundarstjóri Ágúst Helgason, skrifari séra Ólafur Finnsson. Lagður fram endurskoðaður ársreikningur félagsins og samþykktur. Sigurður ráðunautur vakti máls á því, að sýning yrði haldin á kom- andi sumri, á hrossum, nautgripum og sauðfé í sambandi við fyrirhugaða komu konungs að Þjórsárbrú, jafnhliða sýningu á smjöri frá öllum rjómabúum Sam- bandsins. Eptir alllangar umræður var samþykkt að halda sýningu þessa og stjórn Sambandsins falin framkvæmd málsins í samvinnu við Búnaðarfélag Islands. I smjörsölumálinu hnigu umræður að því, að allt smjör Sambandsins yrði selt þeim, er hæst verð byði í það í Reykjavlk, og var stjórn Sambandsins falið að útvega tilboð frá öllum smjörsölum, er selt hafa smjör frá búunum sfðastl. sumar. — Ósk- að var eptir, að Búnaðarfélag Islands gerði allt sem það gæti til þess, að smjör- ið yrði sent út í kælirúmi og fengi svo fljóta ferð sem unnt væri. Það var sam- hljóða ósk fundarins, að Búnaðarfélagið sæi sér fært að koma á fót stuttri kennslu ( búnaði fyrir Árness-og Rangárvallasýslur í janúarmánuði næsta ár við Þjórsárbrú. Kosin stjórn Sambandsins: Ágúst Helga- son, (formaður) og meðstjórnendur Eggert Benediktsson og séra Ólafur Finnsson. Endurskoðandi séra Eggert Pálsson. Verzlunarmálið. Þriðja daginn, 30. janúar, var fundur haldinn til að ræða frumvarp til laga fyrir »Verzlunarfélag Stokkseyrar«. Fundar- stjóri Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Frv. var samþykkt eptir nokkrar umræður. Félag þetta verður samvinnufélag, er nefn- ist »Ingólfur«, og hefur líklega aðalúsölu- stað á Stokkseyri. En barátta ætla menn að verði um það milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Og fulltrúinn úr Eyrarbakka- hreppi lýsti því yfir á fundinum, að hlut- taka Eyrbekkinga í félaginu væri bundin því skilyrði, að útsölustaður væri á Eyr- ! arbakka. Mun »Ingólfs«félagið ætla sér ' að hafa útbú á Eyrarbakka og reyna þannig að sameina kiaptana. Á Eyrar- bakka er þegar annað félag nýstofnað »Hekla« að nafni, aðallega sprottið upp af pöntunarfélagi (og verzlun), er Gestur Einarsson frá Hæli veitti forstöðu. Stjórn- endur þessa félags eru: Kristján Jóhannes- son kaupm. (formaður og framkvæmdar- stjóri), séra Kjartan Helgason í Hruna og Sigurður Guðmundsson í Helli. Senni- legt er, að þessi tvö félög, »Ingólfur« og »Hekla« renni saman, enda ætti svo að vera, því að sundurdreifing kraptanna má ekki eiga sér stað í þessum efnum frem- ur en öðrum, Svo er þriðja félagið á þessum slóðum, Stokkseyrarfélagið gamla, er heldur áfram. Það er pöntunarfélag, er haft hefur og hefur eflaust framvegis aðalviðskipti sín við Zöllner. Hin félög- in eru samvinnukaupfélög eða ítölufélög, þ. e. arðurinn gengur ekki eingöngu til hluthafa, heldur jafnframt til viðskipta- manna eptir viðskiptamagni.—Gjalddagi á pöntuðum vörum Ingólfs-félagsins er ákveðinn 15. október, og tók stjórnin fram, að íélagið mundi greiða vexti af þeim upphæðum, er fyr væru greiddar. Stjórn félagsins var'kosin: Eyjólfur Guð- mundsson í Hvammi (formaður), Einar Jónsson á Vestri-Geldingalæk (varafor- maður) og Grímur Thorarensen í Kirkju- bæ sem meðstjórnandi. Varastjórnar- maður Gunnlaugur Þorsteinsson á Kiða- bergi. Endurskoðunarmenn Sigurður Ól- afsson sýslumaður og séra Skúli Skúlason 1 Odda. Stjórninni falið að semja um húskaup handa félaginu og fullgera þau. Manndráp. Sænskur maður, Selmer Bjerken að nafni, varð norskum manni, Kristian Kristiansen, að bana á sunnudaginn var, 3. þ. m., í gistihæli Hjálpræðishersins hér í bænum. Voru þeir báðir drukknir, Bjerken þó meira að sögn og varð þeim sundurorða. Sló Bjerken þá Kristiansen í andlitið svo mikið högg, að nefiðbrotn- aði, og féll Kristiansen örendur úr sæti slnu fram á gólfið. Maður var við, er sá allar aðfarirnar. Við skurð á líkinu dag- inn eptir, sást, að æð hafði slitnað neðan á heilanuro, og blætt inn í heilann, og haft dauðann samstundis í för með sér. Bjer- ken þessi er mikill drykkjumaður, og sagð- ur svakafenginn og vondur við vín. Hann er sjómaður, og hefur dvalið hér í vetur. Var hann óðar hnepptur í varðhald og blður hér dóms. Kveðst hann hafa verið svo drukkinn, að hann muni ekkert eptir sér. Kristiansen, sá er drepinn var, var einnig sjómaður og var hér á þilskipi í sumar, en síðan í haust vann hann á bók- bandsverkstofu Guðm. Gamalíelssonar, því að hann kunni vel til bókbands. Hann hafði verið fremur drykkjugjarn, en ann- ars hægur í skapi og gæflyndur hversdags- lega. Alþýðulestr arfélag Reykjavíkur hélt ársfund sinn 1. þ. m. Formaður Tryggvi Gunnarsson. Ársfélagar með 2 kr. tillagi 44, en með misseristillagi (1 kr. gjaldi fyrir styttri afnot safnins) 36. Bóka- eign rúm 1000 bindi. Utlán árið 1906 full 2000 bindi. I sjóði átti íélagið nú 460 kr. Það hefur fengið næstl. ár 300 kr. styrk úr landsjóði og bæjarsjóði og 100 kr. frá Iðnaðarmannafélaginu. Bókavörður er Sighvatur Árnason fyrv. al- þingism. Lestrarstofa safnsins (( húsi Jóns Sveínssonar snikkara) opin kl. 6—9 e. h. alla virka daga frá 1. okt. til 30. apríl. Félag þetta var stofnað 1902, en hefur I átt allerfitt uppdráttar vegna slælegrar hluttöku almennings, svo að það hefur | ekki efni á að eignast helztu íslenzku ' bækurnar, er út koma á hverju ári, því síður meira. Aðaltekjur félagsins ganga í húsaleigu og til launa bókavarðar, sem þó eru lág (25 kr. um mánuðinn meðan felagið starfar) og verður því allt of lítið afgangs til bókakaupa. Almenningur ætti því að sinna félagi þessu meir en verið hefur, því að þótt landsbókasafnið sé nú orðið opið einnig síðari'hlua dags, þá gæti Alþýðulestrarfélagið fengið íslenzkar bækur miklu fyr en landsbókasafnið fær þær, ef félagið hefði efni á að kaupa þær strax, og félagsmenn þá fengið að lesa þær eða lána þær út. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi frá Gyldendalsbókaverzlun í Khöfn. Den Freinsynte. Eptir Jónas Lie. 148 bls. 8vo. Þetta er ein af hinum fyrstu og frægustu bókum hins norska skáldmærings og hefur komið út í mörgum útgáfum. Pað eru einkum lýsingarnar á sveitalífinu í norðurhluta Noregs (Hálogalandi og Finn- mörk), sem Lie hefur orðið frægastur fyrir, ásamt lýsingum á sjómannalífinu þaðan (sbr. »Lodsen og hans Hustru«). Den lille graa Kat. Eptir Ingeborg Marie Sick. 163 bls. 8vo. Höf. skáld- sögu þessarar er talin meðal hinna allraefni- legustu danskra kvennrithöfunda, og hafa skáldsógur þær, er hún hefur samið, feng- ið mikið hrós, t. d. »Höjfjeldspræst«. Bók þessi er og vel rituð, og alllíklegt, að þessi ungaskáldkona eigi framtíð fyrir sér, ef henni endist aldur. Margir taka hana nú fram yfir frú Blicher-Clausen, (sem nú er nýdáin), en hún hefur á síðari árum rutt sér afar- mikið til rúms hjá danskri alþýðu með skáldritum sínum, en átt sterka mótsföðu- menn meðal helztu ritdómenda. En Skæmteroman. Eptir Per Hall- ström. 139 bls. 8vo. Höf. bókar þess- arar er sænskur skáldsagnahöfundur all- kunnur og hefur ýmsum bókum hans verið snúið á dönsku. Þýðingin á bók þessari er eptir Johannes Marer, alþekktan skriptþýð- ara (Grafolog) og í raun og veru hinn eina meðal Dana, er þá list leggur fyrir sig, að lesa lyndiseinkunnir og hæfileika manr.a út úr skript þeirra. Allar þessar bækur, er nú var getið, telj- ast til hins »norræna bókasafns« (»Nord- isk Bibliotek«), er Gyldendal gefur út, og er það safn nú orðið 33 bækur alls. €rlenfi símskeyti til Pjóðólfs frá R. R. Kaupm.höfn 5. febr., kl. 6 siðd. Þingrofið. Blaðið »Social-Demokraten« ræðir einnig um uppleysing alþingis og viðurkennir þjóð- legt sjálfstæði íslendinga. Mannalát. Adolph etazráð og skáldkonan Blicher- Clausen eru látin. Manndráp á Rússlandi. Byltingamenn hafa drepið leynilögregiu- stjórann í Varsjá. Stórþing Norðmanna. Eptir æstar umræður í stórþinginu norska bar Michelsen sigur úr býtum með 64 atkv. gegn 59. ___________ Mikil snjóflóð í Alpalöndunum. Margir menn farizt. Námusprenging í Virginíu (í Bandarikjunum) hefur orðið 30 mönnum að bana, mest útlendingum. 7. /ebr., kl. 7 síðd. Landkönnunarferð Hedins. Sven Hedin, sænski landkönnunarmað-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.