Þjóðólfur - 19.04.1907, Blaðsíða 1
59. árg.
Reykjavík, föstudagirsn 19. apríl 1907.
17.
SíjórnarfrumYörpin.
i.
Það kvað vera mesti aragrúi frumvarpa,
er stjórnin ætlar að leggja fyrir næsta
þing, að mun fleiri en síðast, og voru þau
þó 40 þátalsins. Milliþinganefndirnar íj fá-
tækramálinu og einkum í landbúnaðar-
málinu hleyptu tölunni þá fram. En nú
er það aðeins kirkjumálanefndin ein, sem
hjálpar stjórninni um nokkur stykki. Mælt
er, að öll frumvörp kirkjumálanefndar-
innar verði þó ekki lögð fyrir þingið af
stjórninni t. d. frumvarpið um kirkjuþing-
ið og frv. minnihlutans um afnám biskups-
embættisins. Sumum hinna er lögð verða
fyrir kvað og verða töluvert breytt, en
ekki höfum vér enn séð þann frumvarpa-
flokk, eins og stjórnin hefur skilið við
hann.
Það eru að eins 5 stjórnarfrumvörp,
sem enn eru komin í ljósmál og
send þingmönnum (og blöðunum) til
athugunar. Þessi frumvörp eru ný
læknaskipunarlög, ný vegalög, ný
alþingiskosningarlög (hlutfalls-
kosningar), lög um almennan elli-
styrk og lög um skilorðsbundna
hegningardóma og hegningu
barna og unglinga. Með þremur
fyrsttöldu frumvörpunum eru gerðar svo
miklar og gagngerðar breytingar á gild-
andi lögum um sama efni að það má
kalla þau ný lög, því að þótt megin-
stofn hinna gömlu laga haldist, þá eru
breytingarnar svo víðtækar, að þær ger-
breyta aðalstefnu gildandi laga. Einkum
á þetta heima um vegalögin og kosning-
arlögin, sem eflaust verða þýðingarmestu
Iögin, sem lögð verða fyrir þetta þing og
hin afleiðingaríkustu fyrir þjóðina, en mjög
vafasamt, hvort það verður eindregið í
heppilega átt, nái þau samþykki þingsins
lítt eða ekki breytt. Um það verða eflaust
talsvert skiptar skoðanir, eins og jafnan
verður þá er um stórfelld nýmæli er að
ræða. Þriðja málið er almenning skiptir
og miklu er.
1. Lækníiskipunarmálió.
I frv. stjórnarinriar er gerð sú höfuð-
breyting á læknalögunum 13. okf 1899,
að sleppt er allri flokkun læknisemoæH-
anna (í 5 flokka) með raisháum launum
(1300—1900 kr.). Nú á hver héraðs-
læknir að fá 1500 k r. í árslaun
o g allir hafa rétt til eptirlauna
en eptir gömlu lögunum höfðu læknar í
tveimur lægstu flokkunum ekki eptirlauna-
rétt. Auk þessa eru skipaðir fastir að-
stoðarlæknar í ísafjarðarkaupstað og Akur-
eyrarhéraði með 800 kr. árslaunum og
veifir ráðherrann þau embætti, en kon-
ungur öll héraðslæknaembættin. Þeir
héraðslæknar, er nú hafa hærri laun en
>5°° kr. halda þvf sem fram yfir er, sem
viðbót fyrir sjálfa þá.
A sjálfum læknishéruðunum eru allvíða
gerðar breytingar og hefur stjórnarráðið
farið þar eptir tillögum landlæknis. En
breytingarnar eru þessar.
i. Reykjavíkurhérað minnkað þannig
að Reykjavík fylgi að eins Seltjarnarnesið,
Engey og Viðey og hinn annar hluti
Seltjarnarneshrepps upp að EUiðaám og
Fossvogi í stað þess að nú fylgir bænum
allur Seltjarnarneshreppur, Bessastaða-
hreppur, Garðahreppur og Mosfellshreppur.
2/ Héraðslæknir settur í Hafnarfirði og
til hans umdæmis lagt það, sem tekið
hefur verið frá Reykjavíkurlæknishéraði,
og auk þess Kjalarneshreppur og Kjósar-
hreppur. Kjósarhérað er því lagt niður,
sem sérstakt læknishérað, en sá hluti
Strandarhrepps (Hvalfjarðarströndin) er
áður lá undir það, lagður til Skipaskaga-
héraðs og Þingvallasveitin við Grímsnes-
hérað.
3. Mýrahéraði, er heita skal Borgar-
neshérað, breytt þannig, að Borgarhrepp-
ur er tekinn frá Borgarfjarðarhéraði og
lagður til þess héraðs, en Miklholtshrepp-
ur aptur lagður frá því til Stykkishólms-
héraðs. Læknissetur skal vera í Borgar-
nesi.
4. Nauteyrarhérað sameinað við ísafjarð-
arhérað og aðstoðarlæknir skipaður á
Isafirði.
5. Höfðahverfishéraði skipt í tvent,
þannig að vesturhluti héraðsins, vestan-
megin Eyjafjarðar verði sérstakt læknis-
hérað að viðbættum innri hluta Arnar-
neshrepps og Skriðuhreppi og nefnist það
Svarfaðardalshérað, (í ástæðum stjórnar-
innar en Arnarneshérað í frv.), en austur-
hlutinn austar fjarðarins fái etri hluta
Hálshrepps í viðbót og haldi hinu gamla
nafni Höfðahverfishérað. Nær það hérað
því að eins yfir Grýtubakkahrepp og
Hálshrepp. Stungið er upp á, án þess
það sé sett beinlínis í frumvarpið, að á-
stæða væri til að leggja Svalþarðsstrand-
arhrepp frá Akureyrarhéraði til Höfða-
hverfishéraðs og sæti þá héraðslæknirinn
rétt fyrir innan Fnjóská í Laufási eða á
Þorsteinsstöðum.
6. Lagt er til að Breiðdalshreppur
leggist frá Fáskrúðsfjarðarhéraði til Beru-
fjarðarhéraðs með því að þar sé miklu
minn'a að gera fyrir lækni, vegna þess að
sjúkrahús sé á Búðum í Fáskrúðsfirði og
þangað sæki fjöldi útlendra fiskimanna.
7. Loks er lagttil, að Álptavershreppur
fyjgi Síðuhéraði en ekki Mýrdalshéraði,
með því að Kúðafljót sé talin öllu minni
torfæra en Mýrdalssandur en leiðin úr
Álptaveri álíka löng austur á Síðu, eins
og út í Mýrdal.
Tala 'æknishéraðanna er 43 eptir þessu
nýja frv. oT er það sama sem nú er eptir
að Blldudais éraði var bætt við á síðasta
þingi. I stað i'jósarhéraðs og Nauteyrar-
héraðs, sem legg^st niður, kemur Hafnar-
fjarðarhérað og klofningurinn úr Höfða-
hverfishéraði með viðai ka (Arnarneshérað
eða Svarfaðardalshérað.
Stjórnarráðinu telst svo .;1, að launaupp-
hæð þessara 43 héraðslæki 3 og tveggja
aukalækna (aðstoðarlækna) é svo að
segja alveg jöfn þeirri upphæð, s^m nú er
lögð til að launa hæknum, og þó 400 kr.
lægri um árið, er frá líður og læknar,
sem nú hafa hærri laun en 1500 kr. eru
farnir frá.
Þótt allir læknarnir eigi nú að komast
á eptirlaun og laun hinna lægstlaunuðu
séu lækkuð um 200 kr., álítur landlæknir
samt þetta ekki nóg til þess að fá nýta
menn í öll eða flest læknahéruðin. H;fur
hann því farið fram á, að breytt sé ákvæð-
unum um borgun fyrir læknisverk þannig
að héraðslæknar séu ekki bundnir við
ákveðinn óhreyfanlegan taxta, sem settur
sé í gömlu lögunum, er sé mjög lágur,
heldur sé héraðslæknum heimilað að taka
borgun fyrir verk sín nokkuð eptir mati,
miðað annarsvegar við vandasemi verks-
ins og hinsvegar við efni og ástæður
gjaldanda, eins og gert sé í öðrum lönd-
um. Stjómarráðið hefur fallizt að mestu
á þessa tillögu landlæknis og um það
hljóðar 4. gr. frv., sem er svo látandi í
heild sinni:
4. gr. Þegar samkomulag næst eigi og
ágreiningur verður, skal fara um borgun
fyrir störf héraðslækna samkvæmt gjaldskrá,
er ráðherra semur með ráði landlæknis.
Gjaldskrá þessi skal vera þannig, að lág-
mark hennar sé yfirleitt eigi hærra en borg-
un sú, sem ákveðin er fyrir læknisverk í 4.
og 5. gr. laga 13. okt. 1899 nr. 24. eða sem
næst eptir tiltölu við það, er um önnur
læknisstörf er að ræða, en þau, er þar eru
nefnd, og hámark hennar eigi meira en lág-
markið margfaldað með tölunni 3. Fara
skal eptir lágmarki gjaldskrárinnar, er vitan-
legir fátæklingar eiga í hlut, eða greiða skal
fyrir læknisverk af almannafé. Að öðru
leyti skal ákveða gjaldið eptir ástæðum öll-
um innan þeirra takmarka, sem gjaldskráin
setur.
Auk þessa er borgun fyrir ferðir lækna
í þarfir einstakra manna hækkuð frá þvf
sem nú er, þannig að bætt er við 75 a.
fyrir 1. klukkustund terðarinnar 50 a. við
aðra og 25 a. við 3. klukkustundina. Nú
er borgunin 25 a. fyrirhverja klukkustund,
jafnt á nóttu sem degi, og fyrir 10 klukku-
tíma ferð fær því læknir nú 2 kr. 50 a.,
en eptir þessu nýja frv. 4 kr. og auk þess
er læknum eptir þessu frv. heimiluð
helmingi hærri borgun fyrir næturferðir
frá náttmálum til miðsmorguns, eða 7 kr.
50 a. fyrir 9 klstferð á þeim tíma. Um
þessa breyting m. fl. hljóðar 5. gr. frumv.
Það verður að líkindum 4. og 5. gr.,
sem einna helxt verða athugaðar í frv. þessu
á næsta þingi og mest umtal um. Annars
virðast breytingar frv. á sjálfri læknaskip-
uninni víðasthvar heppilegar og eflaust
samkvæmt óskum margra, og launajöfn-
uðurinn sanngjarn. Sú stefna er hvort
sem er ríkjandi nú í launalöggjöfinni að
gera öllum sem jafnast undir höfði, en
sá galli fylgir því hins vegar, að ekki
verður þá unnt að launa ágæta embættis-
þjónustu eða láta dugnaðar- og hæfileika-
manninn bera meir úr býttum en hvern ó-
valinn ónytjung, eða að minnsta kosti
ekki svo, að nokkru verulegu nemi. Vit-
anlega verða aukatekjur lækna í hinum
ýmsu læknahéruðum jafnan nokkuð mis-
munandi eptir stærð þeirra og fólkstjölda,
en ekki mun það samt muna sérlega
miklu, þá er frá eru skilin stærstu kaup-
staðahéruðin.
2. Alincnnur ellistyrkur.
Frv. þetta er gagngerð breyting eða
réttara sagt útfærsla á alþýðustyrktarsjóðs-
lögunum 11. júlí 1890 og virðist vera góð
réttarbót. Fátækramálanefndin frá 1901,
er reyndar hafði lokið störfum sínum í
hitteðfyrra sendi stjórninni uppkast af
frumvarpi til laga um eptirlaun hinnar
íslenzku þjóðar eptir Pál amtmann Briem,
er fundizt hafði eptir hann látinn, og hafði
nefndin fallizt á frumvarp þetta í höfuð-
atriðunum og mælt með því, að það yrði
tekið til athugunar. En stjórnarráðinu
„virtist ógerningur að leggja út á þá leið“,
sem farin var í þvf frumvarpi, og hefur
því stungið því alveg undir stól, en kem-
ur í þess stað með þetta frumvarp, og
gerir meðal annars þá grein fyrir því í
ástæðunum við frv., að „heppilegra virð-
ist að byggja á þeim grundvelli, sem
þegar hefur verið lagður hér á landi í
þessa átt, með því að færa út kvíar al-
þýðustyrktarsjóðanna, láta þá ná til alls
landsfólksins og þá jafnframt auka þeim
tekjur, svo að þeir geti komið að veru-
legum notum“. Og það virðist oss vera
öldungis rétt stefna.
Með því að mál þetta varðar allan al-
menning birtum vér hér orðrétt þá kafla
frumvarpsins, er mestu máli skipta og að-
alefni þess er fólgið í, svo að menn geti
sig á þeim mikilsháttar breytingum
og umbótura, er frv. gerir á núgildandi
löggjöf í sömu stefnu.
1. gr■ í hverjum kaupstað og hreppi á
landinu skal stofna styrkarsjóð handa elli-
hrumu fólki. I sjóð þennan rennur styrktar-
sjóður handa alþýðufólki, sem til er í kaup-
staðnum eða hreppnum.
Sjóðir þessir skulu styrktir með árlegu
tillagi úr landsjóði, er nemur 50 aurum fyrir
hvern gjaldskyldan mann til sjóðsins það ár.
2. gr. Gjaldskyldir til ellistyrktarsjóðsins
eru allir, karlar og konur, sem eru fullra 18
ára og ekki yfir 60 ára, nema þeir, er nú
skal greina:
a. Þeir, er njóta sveitarstyrks og aðrir,
sem ekki geta unnið fyrir sér vegna
veiklunar á sál eða líkama.
b. Þeir, sem sæta hegningarvinnu.
c. Þeir, sem hafa tryggt sér fé til fram-
færslu eptir 60 ára aldur, að upphæð
150 kr. á ári að minnsta kosti. Greiðir
karlmaðurinn 2 kr. og kvennmaðurinn
1 kr. á ári til sjóðsins.
j. gr. í ellistyrktarsjóð rennur gjald fyrir
leyfisbréf til lausamennsku samkv. 1. gr. í
lögum nr. 3, 2. febr. 1894 um breytingá til-
skipun um lausamenn og húsmenn á íslandi
íó. maí 1863 og viðauka við hana.
4. gr. Hreppsnefndir skulu fyrir lok fe-
brúarmánaðar ár hvert semja skrá um alla
þá, er gjaldskyldir eru í hreppnum til styrkt-
arsjóðsins. I kaupstöðum semja 3 menn, er
bæjarstjórn kýs úr sínum flokki, skýrslur
þessar. Á skrána skulu þeir settir, er lög-
heimili hafa í kaupstaðnum eða hreppnum
hinn 1. janúar; sé vafi um heimilisfang
manns, skal hann settur á skrá í þeim kaup-
stað eða hreppi, þar sem hann dvelur um
áramótin. Á skrána skulu þeir settjr, sem
eru fullra 18 ára hinn 1. janúar, og sömu-
leiðis þeir, sem ekki eru fullra 60 ára hinn
sama dag. í skránni skulu vera skýringar
um gjaldskyldu manna til sjóðsins og skyldu
manna til að inna af hendi ellistyrktarsjóðs-
gjöld fyrir aðra. Skráin skal gerð samkvæmt
fyrirmynd, er stjórnarráðið ákveður.
Lögreglustjórinn í Reykjavík og hver
prestur, að því er prestakall hans snertir, er
skyldur til að senda nefndum þessum eptir-
rit af fólkstalsskýrslum þeim, er þeir eiga
að semja árlega.
J. gr. Auk þess, sem gjaldendur eiga að
greiða gjöld sín til ellistyrktarsjóðsins hver
fyrir sig, þá eru mennn og skyldir til að
leggja fram gjöldin fyrir aðra svo sem nú
segir:
a. Kvongaðir menn eiga að inna afhendi
ellistyrktarsjóðsgjald fyrir konur sínar,
meðan hjónabandinu er ekki slitið að
lögum, enda séu þau til heimilis í sama
hreppi.