Þjóðólfur - 19.04.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.04.1907, Blaðsíða 2
64 ÞJÓÐÓLFUR. b. Foreldrar og fósturforeldrar eiga að inna af hendi ellistyrktarsjóðsgjald fyrir börn sln og uppeldisböm, sem vinna hjá þeim, eru á þeirra vegum eða þeir kosta til náms. c. Húsbændur eiga að greiða styrktarsjóðs- gjald fyrir hjú sín og annað þjónustu- fólk sitt, sem er á framfæri með þelm. d. Iðnaðarmenn eiga að greiða styrktar- sjóðsgjald fyrir starfsmenn (iðnnema og sveina) sína. e. Kaupmenn, verzlunarstjórar og aðrir verkveitendur eiga að greiða styrktar- sjóðsgjald fyrir þá, sem eru í fastri þjónustu hjá þeim, f. Húsráðendur eiga að greiða styrktar- sjóðsgjald fyrir lausamenn og lausakon- ur, sem hjá þeim hafa lögheimili síð- asta vistarár, svo og fyrir húsmenn, sem ekki hafa húsnæði út af fyrir sig. Nú eru þessir menn öreigar að áliti hrepps- nefndar og bæjarstjórnar, og fellur þá niður skylda þeirra til að greiða styrktarsjóðsgjöld fyrir aðra. Þeir, sem greiða styrklarsjóðs- gjöld fyrir aðra, hafa rétt til þess, að telja þau þeim til skuldar, sem gjaldskyldir eru, svo og til að halda gjaldinu eptir af kaupi þeirra eða launum. II. gr. í hverjum kaupstað og hreppi skal á ári hverju úthluta “/3 hlutum af gjaldi því, er það ár ber að greiða til ellistyrktar- sjóðsins í kaupstaðnum eða hreppnum, og ennfremur hálfum styrk þeim, er lagður er til styrktarsjóðsins úr landsjóði á árinu, svo og hálfum vöxtunutp af styrktarsjóðn- um fyrir næsta ár á undan, 13. gr. Styrk þann, er árlega skal út- hluta, veita bæjarstjórnir og hreppsnefndir ellihrumum fátæklingum, sem eru fullra 60 ára að aldri eða þar yfir, og heima eiga f hreppnum eða kaupstaðnum, án tillits til þess hvar þeir eru sveitlægir, svo framarlega sem umsækjandi uppfyllir eptirfarandi skil- yrði: a. að hann hafi ekki verið dæmdur sekur um eitthvert athæfi, sem svívirðilegt er að almennings áliti, eða hafi það verið, að hann hafi fengið uppreisn æru sinnar. b. að hann sé eigi þurfandi orðinn fyrir þá sök, að hann hafi sjálfur til hags- muna fyrir börn sín eða aðra gert sig öreiga og ófæran til að bjargast, eða valdið því með óreglu og eyðslusemi eða á annan þvílíkan hátt; c. að hann síðustu 10 árin, áður en hann sótti um ellistyrk, hafi haft fast aðsetur hér á landi og á þeim tíma eigi þegið af sveit eða gerzt sekur í betli eða flakki eða hagað sér þannig, að hneyksli hafi valdið að almenningsáliti (lagst ídrykkju- skap eða aflað sér viðurværis með ó- siðsömu líferni o. s. frv.); d. eigi framfærslurétt hér á landi. Nú hefur kona skilið við mann sinn að borði og sæng eða að lögum eða orðið ekkja, en maður hennar hefur þegið sveitarstyrk, meðan þau voru saman, og er sveitarstjórn- inni í dvalarhreppi hennar þá heimilt að veita henni ellistyrk, þótt ekki séu liðin 10 ár frá því er maður hennar þáði af sveit. Styrkur til lækninga, þar í talin meðul. sjúkrahús, umbúðir og slfkt, telst eigi sveit- arstyrkur, er um ellistyrk er að ræða. 14. gr. Þeir er vílja fá styrk úr elli- styrktarsjóði, skulu fyrir lok september ár hvert senda skriflega beiðni um styrkinn til hlutaðeigandi bæjarstjórnar eða hreppsnefnd- ar, og á bænarskráin að fela í sér þær upp- lýsingar, sem með þarf til þess að geta dæmt um verðleika umsækjanda. Beiðninni skulu fylgja vottorð einhvers málsmetandi manns um það, að upplýsingar þær, er í beiðninni standa, séu sannar. 15. Kr- Styrkurinn veitist fyrir lok októ- bermánaðar. Hann veitist fyrir eitt ár í senn, og má ekki vera undir 20 krónum og ekki yfir 200 kr. Prestar og alþýðufræðsla. Eptir M Stefdnsson. II. Alþýðufræðslu verður sérstaklega að nefna þá menntun, er allir unglingar hljóta lögum samkvæmt að nema fyrir ferming- araldur, sem skilyrði þess, að þeir þar eptir geti orðið meðlimir kirkjunnar og borgarar þjóðfélagsins. Svo langt er menntunarskilyrðunum enn eigi komio, að bamaskólar séu til sveita, nema á stöku stað, og á alþýðuskóla vora fara að sjálfsögðu ekki nema örfáir af fjöld- anum. Má því telja, að alþýðufræðslan hvíli að mestu á prestum og farandkenn- urum, og það er sorglegur sannleikur, að sú uppfræðsla er ónóg og lítilmótleg um þessar mundir. Hvað farandkennara snertir, þa mun þeim nú víða vera frem- ur að fækka, frá því sem var fyrir nokkr- um árum. Mun það bæði stafa af því, að önnur atvinna hefur aukizt og er betur borguð að vetrinum en var, og svo því, aðþarhefur sannast málshátturinn; »Nýir vendir sópa bezt«. Þeim kennurum var fyrst tekið tveim höndum; það var nýung til aukinnar fræðslu, en landsjóður borg- aði. Kennararnir urðu því margir en um leið misjafnir. Hitt var þar á mót alstað- ar eins, að kennsluaðferð sú var jafnó- heppileg. Námið varð hvorki heilt né hálft, vegna margsundurslitinna kennslu- tíma og sífelldra kennaraskipta, erengum reglum höfðu að fylgja við kennsluna, nemaþeim, er þeir settu sér sjálfir. Þetta stendur framförum nemendanna mikið í vegi, en skapar um leið kennurunum yfir höfuð rýrlegt álit hjá almenningi, þótt slíkt sé auðvitað kennslufyrirkomulaginu fremur að kenna, en mönnum þeim, er kennslunni gegna. Um uppfræðslu frá prestanna hendi mun víða vera fátt að segja. Þó munu margir þeirra enn álíta það heyrá undir sinn verkahring, að ráða farandkennara til safnaða sinna, og sína eigin heilögu skyldu telja þeir það enn, að »spyrja börn« eða hlýða þeim yfirsín kristnu fræði, áður þau eru »fermd«. Það eru hinar einu fræðslustundir utan kirkju, er alþýða nýtur frá prestunum, og þær eru nú víða orðnar örfáar, aðeins fermingarárið. Þetta mun þó sem annað vera mjög misjafnt hjá prestum, því margir láta þeir sér annt um uppfræðsluna, og eru ekki ánægðir að fermingin sé einungis nafnið. En það má ætla að vaki eitt fyrir öðrum prestum, er lítil afskipti gera sér af uppfræðslu barna innan heimilanna í söfnuðum sínum, önnur en að spyrja þau fermingarárið nokkrum sinnum úr kverinu, og ferma að því búnu, og þá ef til vill opt án þess að halda opinbert próf um kunnáttu þeirra, eins og þó fyrir nokkrum árum var orðið almennt, og virð- ist sjálfsagt. Að unglingafræðsla eflist frá því sem nú er, við prestafækkunina, má eigi ætla. Hitt lítur þar á móti út að sé áreiðanlegt, að úr henni dragi enn til- finnanlegar með sömu aðferð og nú er höfð. Persónuleg afskipti presta af ung- lingum minnkar frá því sem nú er, og á- stæða er á hinn bóginn að ætla, að kennurum fækki, bæði vegna þess að færri bjóðast til starfsins, og hins, að prestar hafa eigi framkvæmd á að fjölga kennurum að sama skapi, sem söfnuðirn- ir stækka. Hér í Húnavatnssýslu eru 4 köll prestlaus, sem slengt hefur verið á nágrannaprestana, þar til næsta alþingi afgreiðir kirkjumálin. Mér er nú kunn- ugt um kennslukraptana hjá einum þeirra presta, er þannig hefur 2 prestaköllum að gegna. Fyrirfarandi vetur hefur hann haft einn farandkennara í söfnuði sínum, sem er allstór, og í vetur er sami kennarinn látinn duga I báðum söfnuðunum, eða svo langt, sem verksvið prestsins nær, og það þó kennari þessi sé maður á áttræð- isaldri, sem í uppvexti sínum lærði hvorki að skrifa né reikna, en hefur á fullorð- insárunum náð þeirri menntun, sem nægir til þess, að hann er hér talinn góður barnakennari. í báðum þessum söfnuð- um mttn þó vera talsvert á annað hundr- að börn á námsárum innan fermingarald- urs. Enginn barnaskóli er í hvorugum söfnuðinum og mjög lítið um heimilis- kennslu án aðfenginna kennslukrapta, eins og víða mun nú eiga sér stað, sakir fólks- fæðar á heimilum. — Á þann veg er al- þýðufræðslu háttað í Húnavatnssýslu nú á 20. öldinni, og er ástæða að ætla, að víðar sé líkt ástatt og hér. Afleiðingarn- ar eru auðsæar, að þorri alþýðu lærir lestur að nafninu, og flestir að draga til stafs. Hið fyrra læra börnin venjulega á heimilunum, og hjá því verður eigi kom- izt vegna kristindómsnámsins; en víðast mun mega eigna farandkennurum kennslu í skript, ásamt svo lítilfjörlegu reiknings- námi, að börn týna því niður jafnóðum, og hafa þess því engin not á fullorðins- árunum. En er nú rétt að una slíku og láta það liggja í þagnargildi og alvörulausu móki af hendi almennings og yfirvalda ? Svarið virðist eindregið neitandi. Almenn- ingur hefur fyllsta rétt til að heimta við- unandi fræðslu, og á að gera það; en framkvæmdirnar þar til ættu að vera þeim ljúfar, sem framkvæmdarvaldið hafa í höndum, þar eð hér ræðir um þær framfarir, sem með réttu mega nefnast hyrningar- steinar til dugs og sjálfstæði; einstakling- anna, og lypta því þjóðinni til atorku og framfara. En til þessa þurfa algerðar breytingar frá núverandi ástandi. Vér hljótum í þessu sem öðru að fara eptir heillasamlegri reynslu annara þjóða, og stofna barnaskóla, jafnt í sveitum sem sjóþorpum, en bæta sem unnt er heima- kennslu á þeim stöðum til sveita, er skólaskilyrði þættu eigi fyrir hendi. — Það dylst ekki, að hér yrði við byrjun um mikil útgjöld að ræða, en að hinu leytinu eru það þau útgjöld, sem engin framþróunarþjóð hikar við að leggja á sig, enda engum gjöldum betur varið en þeim, er ganga til uppfræðslu æskulýðs- ins, sé sú menntun í réttu horfi. I sam- bandi hér við mætti víkja að því, að sjálfsagt ætti að spara til menntamálanna þau fyrirhuguðu útgjöld, er leitt hefðu af eptirlitskennarastétt efri deildar, og annað sem er ónógt og öfugt tilstofnað, þótt til- einkað sé alþýðufræðslu. III. (Síðasti kafli). Um þörfina fyrir aukinni og endurbættri alþýðufræðslu með almennu skólahaldi munu yfirleitt skoðanir ekki vera skiptar, en á hinu getur orðið meiningamunur, í hvaða afstöðu prestastéttin skuli standa til alþýðufræðslunnar og skólanna. Hug- mynd prestsins í framannefndri Fjallkonu- grein »að gera presta að kennurum og kennara að prestum«, má telja talsvert til gildis. Prestar eru almennt hvað menntun snertir vel hæfir til að hafa yfir- kennslu og umsjón skólanna á hendi, og í annan stað vera góð fyrirmynd nemend- anna hvað framferði snertir. Með kennsl- unni kæmust þeir í náið samband og persónulega viðkynningu við söfnuði sína, sem hefur stóra þýðingu fyrir kirkjulífið. Hér kæmi að lokum svo rífleg launavið- bót, að prestsstaðan yrði allvel launt;8 'og jafnvel betur, en kirkjumálafruvnvarpið gerir ráð fyrir, en kemur þó um leið í veg fyrir þá óánægju og sundrung, er frumvarpið mundi leiða aí sér í ýmsum söfnuðum, þá til framk’;gemda kæmi, að svipta þá prestinum.y' Mér er persónulega kunnugt, að í einujn slíkum söfnuði þessa héraðs, hafði unrfanfarið rayndast sú hug- mynd meðal bfenda, að koma á fót barna- skóla í sveiti’áni, og gefa prestinum kost á yfirkenns’ju við hann. Fyrir liðugu ári síðan, eiÁnnitt þegar milliþinganefndin hafði kýrhjumálafrumvarpið til meðferðar, sendu ybændur þessa safnaðar almenna bænarjskrá til stjórnarráðs íslands um, að prestÍhallinu — sem þá var laust —, værilþegar slegið upp til umsóknar, og þeiifil samkvæmt gildandi lögum gefinn kostLr á, að neyta kosningarréttar síns. Ástai ður fyrir bænarskránni voru um leið skýrðar, og munu sérstaklega hafa verið skólahugmyndin, og að söfnuðurinn fram- vegis sem undanfarið kysi að hafa prest búsettan innan sinna takmarka. En árangur hér af varð enginn. Stjórn- arráðið taldi málið þess eðlis, að hvorki þyrfti að eyða svertu né pappír til að svara slíku, en á hinn bóginn sýnir þessi safnaðarhreyfing það, að þar hefur þá verið vöknuð sama hugmynd, sem hjá hinum heiðraða greinarhöf. »Fjallkonunn- ar«, að gera presta að kennurum. — Það leiðir af sjálfu sér, að ef nokkrar líkur væru til, að þessi hugmynd næði fram- gangi, væri óheppilegt að prestafækkun væri nýafstaðin, með auknum tekjum til þeirra úr landssjóði. Jafnframt er og á hitt að líta, að ef bráður aðskilnaður ríkis og þjóðkirkju væri fyrir höndum, væri óheppilegt að tengja þau fleiri böndum en nú eru, en sem orsakast hlyti af kennslu presta við alþýðuskólana. Fríkirkjuhugmyndin er enn sem komið er of lítið rædd, því þar liggur fyrir þjóð- inni vandasamt verk, en sem að öllu út- liti mun þó unnið verða fyr eða síðar. Frjáls kirkja hefur mikla kosti. Með henni ykist stórum áhugi þorra manna fyrir trúarhelginni og kirkjumálum í heild sinni. Fríkirkjan losnaði og við þá á- hangendur, sem þjóðkirkjan nú ef til vill hefur nauðuga í eptirdragi. Slíkt má telja framför, því nauðugir meðlimir eru til sundrungar en eigi samheldni í hvers- konar félagsskap sem er, jafnframt og það er óeðlilegt og lítt sæmandi. Ann- ars er hér hvorki tími né tækifæri að ræða né rökstyðja aðskilnaðinn, enda liggur sllkt undir mér færari menn. En væri kirkjan gefin frjáls, er sennilegt að mikið af þjóðkirkjueignunum gengju til menntasióðs fyrir alþýðu, jafnframt og landinu hlotnaðist ný alþýðukennarastétt. Það virðist því, að hver leiðin sem tekin er til að hefja kirkjulíf og alþýðufræðslu, þá liggi leiðir beggja málefnanna svo ná- ið og með svo miklum áhrifum hvor til annarar, að úrslit mála þessara hljóti og eigi að verða samferða, og hvorugu að ráða til hlunns, án þ^ss fullt tillit sé tek- ið til þess, hvernig hinu er fyrirkomið. Greiður framgangur beggja þessara mála er nauðsynlegur, og örðugt að gera þar á greinarmun. En megi ekki vænta úr- slita beggja málanna á næsta þingi, væri það flas eitt, er til lítils fagnaðar mundi framvegis leiða, að taka þar einungis kirkjumálin til samþykktar, og það jafn- vel, þótt þau væru færð úr sumum þeim fllkum, er meiri hluti milliþinganefndar- innar hefur íklætt þau í tillögum sínum. €rlenð simskeyti til Þjóðolfs IVá E. B. Kaupmannahöfn, 16. apríl kl. 6.10 e. h. Frá Rússlandi. Ágreiningurinn milli Stolopyn’s (ráða- neytisforseta) og Golowins (þingforseta) er jafnaður [sbr. símskeyti í síðasta blaði um ágreininginn milli stjórnarinnar og þings- ins]. ___________ Nýlenduþingið í Lundúnum hófst i gær. Campbell Bannermann stjórnarforseti hélt ræðu. Allir yfirráðgjafar úr nýlendunum þar saman komnir. Botha vottaði hollustu Transvaalsbúa; hann mælti á hollenzka tungu. ___________ íslenzkt (fiskveiða)félag í Gautaborg, er stofnað var í fyrra held- ur áfram. Sænskir íslands fiskveiðaút- útgerðarmenn sækja um 50,000 kr. styrk úr ríkissjóði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.