Þjóðólfur - 19.04.1907, Page 3
ÞJ OÐOLFUR.
65
Málssókn.
A. T. Möller hefir lögsótt Thor E.
Tulinius eptir að kæru Petersens kaup-
manns 1 Fuglefjord á Færeyjum gegn A.
T. Möller & Co. var vísað frá at lögreglu-
stjóranum.
Konungshjónin
ferðast til Kristjaníu 1 lok aprílmánaðar.
18. apríl kl. 5.40 e. h.
Ríkisþinginu
slitið í dag.
Tolllagafrumvarpið
ekki afgreitt frá þinginu og heldur ekki
kosningarréttarfrumvarpið
(um kosningarrétt til sveita- og bæj-
arstjórna).
Ráðlierra Hafstein
og Jón Magnússon skrifstofustjóri komu
hingað í fyrra dag (þriðjudaginn).
Ráðherrann í boði hjá konungi í gær.
Sambandslaganefndin.
Stj órnarflokkurinn („ Reformpartiet “)
hefur tilnefnt í hina væntanlegu sam-
bandslaganefnd fyrir sína hönd A.
T h o m s e n formann fólksþingsins og
Anders Nielsen landsreikninga-
endurskoðanda.
Jarðskjálfti
í Mexico. Margir látizt og margir
fengið meiðsi.
Sameinaða gufuskipafélagið
hefur ákveðið að senda til íslands sam-
hliða konungsförinni nýtízku gufuskip
með farþegarúmi fyrir 100 manns [lík-
lega sama og áður hefur frétzt um
sendingu gufuskipsins „Tietgen0].
-« *
Ríkisþinginu er venjulega slitið fyrstu
dagana í apríl, þegar allt gengur skap-
lega og skikkanlega, en þinglausnir hafa
nú dregizt þetta fram í mánuðinn vegna
samningstilrauna um kosningarréttar-
lögin, er stjórnarflokkurinn var að leita
við hina frjálslyndari íhaldsmenn („Fri-
konservative") í landsþinginu. En þeir
samningar hafa alveg strandað. Er
þetta allóþægilegt fyrir stjórnina og
ekki ósennilegt, að það hafi í för með sér
einhverja breytingu á skipun hennar.
Landsþingið dró einnig tolllögin á lang-
inn, þangað til útséð væri um sam-
komulag um kosningarréttarfrumvarpið,
og lét þau svo sæta sömu forlögunum.
Það er því að eins 10 manna flokkur
í landsþinginu, er kalla má, að ráði
nú lögum og lofum í danskri löggjöf.
Og er nokkuð hart fyrir stjórnina að
lúta jafn fámennu liði, sem engan full-
trúa á í fólksþinginu.
Fulltrúar þeir, er stjórnarflokkurinn
hefur tilnefnt í sambandslaganefndina
eru báðir kunnir menn. A. Thom-
sen forseti er hálfsjötugur að aidri (f.
31. maí 1842) af józkri bændaætt og
sjálfur alþýðuskólakennari, góður mað-
ur og gegn, hæglátur og hrokalaus.
A. Nielsen er 20 árum yngri (f. 30.
maí 1862). Hann er formaður stjórn-
arflokksins á þingi, ötull maður og
harðger,#fastlyndur og þéttur fyrir, en
drengur góður. Hann er húsmannsson
frá Jótlandsheiði og hefur verið þing-
maður síðan 1890. Er talinn líklegt
ráðgjafaefni við næstu ráðaneytisskipti.
Síðast í gærkveldi kom ennfremur
skeyti til Þjóðólfs frá R. B., um að sósía-
listar hefðu tilnefnt P. Knudsen einn af
helztu forvígismönnum þeirra, í sambands-
laganefndina en að flokkurinn vildi ekki
taka þátt í íslandsförinui í sumar.
I morgun kom þvi næst svolátandi
skeyti frá R. B., sent frá Khöín kl. 10 i
gærkveldi:
Ríkisþingið hefurná valið 34 pingmenn
til íslandsfararinnar: 23 úr fólksþinginu
par á meðal Thomsen forseta, A. Nielsen
endurskoðanda, Bluhme kommandör,
Blem (frá Borgundarhólmi) og Zahle, en
17 úr landsþinginu, en þar á meðal eru
fgrv. ráðherrar Bramsen, Alfred Hage og
Goos, ennfremur Madsen Mggdal lands-
reikningakönnuður. Skrifstofustfóri ríkis-
þingsins verður og í förinni. Sósíalislar
hafa ckki enn ákveðið til fulls, hvort peir
taka þátt í förinni eða ekki. [Pað munu
vera 6, sem þeir œttu að senda hlutfatls-
lega}.
Stjórnmálahorfur í Danmörku.
Frá Kaupmannahöfn er Þjóðólfi skrifað
6. þ. m.:
»Hér gengur altaf í sífelldu stappi út
af kosningarréttinum í sveita- og bæjar-
stjórnir. Stjórnin er altaf að reyna að
semja við þá »frí-konservatívu« en geng-
ur stirðlega. Það er einkum Anders
Nielsen, sem ekki vill sleppa kröfunni um
almennan kosningarrétt. Alveg eins lík-
legt að engir samningar komist á. Fari
svo, verður »Reform-partíið« annaðhvort
að leggja árar i bát og má heita að svo
sé, þó samningunum verði haldið áfram
næsta ár — eða þá að hefja baráttu gegn
landsþinginu um þetta mál með aðstoð
»socialista« og »radikölu« gegn »moder-
ötu«. En með því að það mun ekki vera
J. C. Christensen og Alberti að skapi, er
ekki ómögulegtað þeir fari frá, ef
þar til kemur, og vinstri flokkurinn renni
aptur allur saman, og teknir verði aptur
upp i ráðaneytið t. d. Neergaard eða
Klaus Berntsen og Krabbe eða Zahle <og
ef til vill Anders Nielsen. Og líklegast
yrði þá Vilh. Lassen ráðaneytisforseti.
Þetta eru auðvitað alltsaman getgátur,
sem helzt hefur bólað á í smáblöðunum,
en ómögulegt er samt ekki að svona
kunni að fara«.
Botnverpla-sektir*
F*verúð og þjösnaskapur.
Þess var getið í síðasta blaði, að skip-
stjórinn á öðru enska botnvörpuskipinu,
er »Valurinn« handsamaði, hefði sætt sig
við sekt þá, er honum var ger : 1000 kr.
og afli og veiðarfæri upptækt. Lengra
var þá ekki komið. Eptir nokkurt þjark
gekk hinn enski skipstjórinn að sömu
sekt og félagi hans, enda höfðu þeir báð-
ir verið staðnir að veiðum 1 landhelgi.
En þá voru Þjóðverjarnir eptir og voru
þeir hinir verstu viðureignar, enda stapp-
aði þýzki konsúllinn í þá stálinu, sat
alltaf i réttinum klæddur skínandi ein-
kennisbúningi og var að reyna að rengja
öll gögn yfirmanna Valsins, mælingar
þeirra, uppdrættina, er þeir höfðu farið
eptir o. m. fl. Kvab Valsmönnum hafa
þótt þessi framkoma konsúlsins allkynleg
og fávísleg, og báru sig upp undan þess-
um einkennilega málsfærslumanni, þessum
keisarafulltrúa í fínu fötunum. Var ekki
laust við, að bæði þeir og aðrir hentu
skop að allri frammistöðu konsúlsins og
málsfærslustörfum hans. En óánægja var
mjög almenn meðal bæjarbúa yfir þessu
hátterni konsúlsins og til samanburðar
vitnað í, að aldrei hefði t. d. enski kon-
súllinn hegðaö sér á þennan hátt: að stæla
lögbrjótana upp í þverúð og þjarki gegn
órækum sönnunum, heldur miklu fremur
ráðið þeim jafnan til að hlíta sektargerð-
inni án dómsúrskurðar, með því að þeir
ynnu ekkert við þverúðina annað, en
hlutur þeirra yrði þyngri en ella. Áþað
og mjög illa við, að íslenzkir þegnar séu
að leitast við að gera strandgæzlumönn-
um vorum sem allra erfiðast fyrir að
rækja starf sitt með því að rengja gögn
þeirra og mæla lögbrjótana undan rétt-
mætri hegningu með óþörfu þjarki og ó-
skynsamlegu.
Lyktirnar á þessu málsvarnarþrefi þýzku
sökudólganna urðu þær, að annar var
dæmdur í 600 kr. sekt og málskostnað,
en ekkert upptækt, af því að hann hafði
verið tekinn utan landhelgi, en sýnilega
áður að veiðum fyrir innan markið, en
hinn fékk 1200 kr. sekt og málskostnað
auk upptektar afla og veiðarfæra, því að
hann hafði ekkert sér til málsbóta, hversu
harðlega sem hann þrætti. Urðu yfir-
menn tveir af »Valnum« og Matthfas
Þórðarson skipstj. að vinna eið að skýrslu
sinni.
Aflinn úr skipunum var seldur fyrir og
eptir helgina. Sumt af fiskinum var salt-
að en meiri hlutinn ekki og var hann
orðinn nokkuð skemmdur, en komst þó
í hátt verð, 22—30 kr. hundraðið og
freklega það sumt af honum (hið saltaða).
Maður fannst ðrendur
12. þ. m. við Arnarnesvog, þar í flæð-
armáli. Hann hét Guðjón Eirlks-
s o n, kvæntur maður héðan úr bænum.
Fór héðan á 2. í páskum (1. þ. m.) til
sjóróðra suður í Grindavík, kom að Arn-
arnesi og kvartaði um lasleika, ráðgerði
að hverfa heim aptur, en hefur Uklega
lagzt fyrir þarna f fjörunni og sjór fallið
yfir hann.
Slys.
Hinn 11. f. m. varð 19 ára gamalldreng-
ur Halldór að nafni, sonur Guðmund-
ar bónda Engilbertssonar á Birnustöðum
f Dýrafirði, undir snjóhengju, er féll ofan
yfir hann á leið millum bæjanna Arnar-
ness og Birnustaða, og fannst lík hans
tveim nóttum síðar undir tveggja álna
þykkum snjóskafli, en hundur, er fylgt
hafði drengnum, stóð þar yfir.
Nýtt lelkrlt
er nefnist »D a u ð a sy n di n« eptir
Otto Ernst er Leikfélagið hér byrjað að
leika. Það er yfirleitt góður leikur og
efnisríkur. Verður síðar getið nánar.
Samsöngur
var haldinn hér í dómkirkjunni í fyrra
kveld undir stjórn hr. Sigfúsar Einarsson-
ar. Söng þar karla- og kvennakór ýms
lög eptir Hándel og Bach, eitt eptir
Schubert og nokkur fleiri, sem sýnishorn
af gömlum safnaðarsöng. Hr. S. E. og
frú hans sungu og »sóló«. Samsöngurinn
var mjög vel sóttur, og þótti vel takast.
„Laura"
kom hingað frá útlöndum f fyrra-
kveld seint. Farþegar með henni
Lárus H. Bjarnason’ sýslumaður, er verið
hefur ytra í vetur (í Danmörku, Noregi,
Svlþjóð og Þýzkalandi), Th. Thorsteins-
sen kaupm., Thor Jensen kaupm., Pétur
Hjaltsted úrsmiður, Newman erindreki
Marconifélagsins og frú hans Ingigerður
(f. Zoéga), ennfremur Steingrímur Tómas-
son, er verið hefur langa hríð víða er-
lendis, bróðir frú Margrétar Zoéga.
„Hólar"
komu hingað frá útlöndum að morgni
15. þ. m. Farþegar: séra Jón [ohannes-
son á Sandfelli í Öræfum (frá berklaveik-
ishæli i Lyster í Noregi) og Jakob Hav-
steen (son J. Havsteen amtm.) snöggva
ferð frá Englandi. „Hólar" fóru austur 1
hina fyrstu strandferð í gærmorgun með
allmarga farþega, þar á meðal séra Jón
Johaunessen til brauðs síns með konu
sinni, Þórður Pálsson héraðslæknir frá
Skinnastað o. fl.
Heiðurspeningur
sá, er Þorvaldur Thoroddsen prófessor
hefur fengið frá landfræðisfélaginu í New-
York og áður*hefur verið getið um, var
hátíðlega afhentur honum á fundi Land-
fræðisfélagsins í Höfn 9. þ. m. Það gerði
Kristján krónprins í viðurvist sendiherra
Bandarlkjanna og lýsir „Nationaltidende"
athöfninni á þessa leið:
„Jafnskjótt sem fundur hófst sté krónprins-
inn í ræðustólinn og lét í Ijósi gleði sína
yfir því að geta afhent dönskum manni1)
þessa sæmdarviðurkenningu, og það jafn-
framt manni, sem hann vissi, að þegar
hefði klotið mikla sæmd í Evrópu fyrir
vísindalegar rannsóknir. Heiður sá, er hin
fjarlæga Ameríka sýndi prófessor Thorodd-
sen með þessu varpaði ljóma ekki aðeins
yfir nafn hans, heldur einnig yfir landið
hans2)."
Þ. Thoroddsen, er hafði hlustað á ræðu
krónprinsins standandi gekk þvf næst upp
á ræðupallinn og tók við heiðurspeningin-
um úr hendi krónprinsins. Þakkaði hann
fyrst krónprinsinum fyrir lofsamleg ummæli
hans og sneri sér því næst t til sendiherra
Bandaríkjanna O’ Brien, er sat við hlið
krónprinsins og þakkaði á ensku fyrir
sæmd þá, er Landfræðisfélag Ameriku hefði
sýnt honum (Th.). með þessu.
íslenzkar sagnir.
Páttur af Árna Grímssyni,
er sig nefndi síðar Einar Jónsson.
(Eptir handr. Gísla Konráðssonar á lands
bókasafninu).
Ólafur prestur var síðan á Kvíabekk og
voru mörg börn hans: Jóhannes prestur
í Vesturhóphólum, María átti Hall Ás-
grímsson bónda 1 Geldingaholti, Katrín
Guðrún og Grímur hinn seki. Bjarni
sagði svo síðan, að hann hefði átt hálft
hið fjórða barn með Guðrúnu. Hann
þefaði at pilsum kvenna og sagðist finna
af þefinum, hvort þær væru meyjar eða
ekki. Hann sleikti og peninga og hrósaði
því að falið hefði hann 12 ríkisort heil í
fóðruðum íleppum í skóm sínum3).
14. lllindi með Einari og Bjarna.
Lítt lagðist á með þeim Einari í Skoru-
vík og Bjarna, og þá Bjarni fékk Guð-
rúnar kvað Einar:
Hafið þið stúlkur heyrt að tarna
hvað nú á gengur,
gjörði að svala girndum Bjarna
Gunna veslingur.
Bjarni heyroi vísu Eiuars og kvað í
móti:
Ámi Grímsson æru snauður
Einar Jónsson meðkennist
lá hjá Gunnu lukku trauður
lasta þýið allra „vesta".
Því svo hafði Bjarni síðasta orð, og
kallaði Einari réttast það, að segja „versta".
Má af kveðlingsmynd þessari sjá, að þegar
hefur orð verið á komið að Einar væri
Árni Grímsson. Þá kvað Einar nfð um
Bjama og er þetta þar í:
Illa ræmdur aulinn er þó aðra sneiði
blótvargur og bölvað seiði
er bæjarskömmin undir Heiði.
Og enn kvað Einar um ' Bjarna hróp
þetta:
Of í bögum Einar mjög
ei vilt sjálfur halda
nær sém hitti eg þrællinn þig
þú skalt sjálfur gjalda.
Slfkar voru vísur Einars um Bjarna, er
vér viljum ekki framar rita. Það er sagt
að Bjarni forðaðist að verða fyrir Einari
því hann vissi harðfengi og karlmennsku
hans.
1) Þótt dr. Th. sé búsettur í Dan-
mörku er hann vitanlega ekki danskur.
2) Hér er líklega átt við Danmörku.
3) Þeir Guðbrandur og Hljóða-Bjarni
synir Prjóna-Péturs voru flökkumenn miklir
eínkum Guðbrandur. Þeir voru látnir prjóna
duggarapeysur f ungdæmi sfnu, eins og þá
var títt. Stjaki stóð á hlaðinu í Heiði,
tveggja álna hár, og var höggvinn stallur í
miðjan stjakann. Það var leikur þeirra
bræðra, að bregða sér út með prjónana,
hlaupa upp á stjakann og fóta sig efst á
honum, en fella þó ekki lykkjuna. Guð-
brandi tókst það, en Bjarna ekki. Einu sinni
kom Guðbrandur gangandi til Sauðaness-
kirkju og stóð margt fólk úti á hlaði. Þar
stóðu líka fjórir hestar, bundnir hver aptan
í annan, stóð sá yzti við stjaka, en stjakinn
við for. Guðbrandur bregður á skeið og
hleypur fram yfir hestana og forina. Hlaupið
var mælt, og var meira en 15 álnir". Ól.
Dav. íslenzkar skemmtanir bls. 88.