Þjóðólfur - 26.04.1907, Page 2

Þjóðólfur - 26.04.1907, Page 2
ÞJÓÐÓLFUR. 68 hvert öðru fegurra, var undirspilið á Fortepiano og Orgel-Harmonium nákvæm- lega samtaka söngflokknum og raddirnar framúrskarandi vel samæfðar og hreinar. Hinsvegar má búast við því, að almenn- ingur hafi ekki fellt sig eins vel við sam- söng þennan, eins og ýmsa aðra, sem haldnir hafa verið hér áður, en sem bæði hafa tekizt miklu miður og ekki verið eins vel stjórnað og getur naumast önnur orsök legið til þess en sú, að hér á landi þekkir almenningur lítið eða ekkert til gamla kirkjusöngsins og að raddsetning þessara laga er miklu flóknari og þrengri en algengt er nú, jafnvel víða óáheyri- legri fyrir þá, sem eru óvanir henni, en er þó í raun og veru skínandi fögur og hugðnæm. Ýms meiriháttar söngfélög í helztu borgum og bæjum erlendis, fást að miklu leyti eða jafnvel einvörðungu við að útbreiða þekkingu almennings og álit á kirkjusöngvunum gömlu og þykja þeir hvarvetna einkennilega fagrir og fjölbreyti- legir1). Nú hefurj hr. Sigfús Einarsson orðið fyrstur manna hér á landi til þess að vekja athygli manna á þeim með þess- um fagra og áhrifamikla samsöng sínum og á hann miklar þakkir skildar fyrir það og væri óskandi að menn mættu eiga von á slíkum samsöngvum frá hans hendi optar. Jafnvel þó ýmsum kunni að hafa þótt minna til samsöngs þessa koma, en þeir höfðu gert sér vonir um áður, og allmik- ið að borga eina krónu fyrir að hlusta á hann, hef eg heyrt fjölda marga viðstadda segja, að þeir vildu gjarnan borga eina krónu fyrir hvert einstakt lag af flestu því er sungið var. Svo mikið hefur þeim þótt til hans koma og er það gleðilegur vottur um smekkvísi þeirra og góðan skilning á söng yfir höfuð, en þetta hvorttveggja er einmitt það sem þarf að glæða og auka svo sem unnt er hjá oss íslendingum, ekki sfzt hérna í Reykjavík, enda hefur það eflaust verið tilgangur hr. S. E. með samsöng þessum og má full- yrða, að honum hefur tekizt það mæta- vel svona í fyrstu byrjun. Þrjú lög sungu þau sóló, S. E. og frú hans. Það er ekki fyrir alla að fást við þessar gömlu kirkju-»aríur«, en þvf meira lof skilið eiga hjónin fyrir það, hve vel þeim fór það úr hendi. Það erauðheyrt að frú Valborg hefur lagt mikla alúð við að æfa hljóð sín, svo fimlega beitir hún þeim, enda hefur hún lært söng 1 mörg ár hjá hinni frægu söngkonu Sophie Keller — dóttúr gamla Henriks Rung — og því fengið ágæta tilsögn. Hljóð henn- ar liggja fast, en eru þó liðug mjög og einn kost hafa þau enn, auk þess sem þau eru allmikil og falleg, þau eru tár- hrein. Frúin syngur aldrei falskan tón. Sunnudaginn síðastan í vetri 1907. Canlus /irmus. Fundarályktun. Þjóðólfi hefur verið send til birtingar svolátandi fundarskýrsla: Á fundi, er haldinn var f Nesjahreppi í Austur-Skaptafellssýslu þ. 4. apríl þ. á. var rætt um sjálfstæði íslands, eða um samband Islands og Danmerkur. Að enduðum umræðum var borin upp svohljóðandi tillaga: Fundurinn er algerlega samþykkur stefnu þeirri, er kemur fram í blaðaávarp- inu svokallaða, en álítur yfirlýsingu þing- manna í stjórnarflokknum lýsa óheilind- ‘) í söngriti einu, afarmerkilegu, sem ný- lega er út komið á dönsku, er meðal ann- ars sagt um kirkjusöngva Bach's: ... „hele Datidens (þ. e. á 17. og 18. öld) og Störste- parten af Nutidens Musik er intet ved Siden af den Bach’ske Kirkemusik. Den r e n e protestantiske Kirkestil har i den endelig fuldendt sit Löb og naaet Maalet". um og tvíveðrungi. Og getur fundurinn eigi borið traust til þeirra manna, að semja við Dani um mál vor, nema að þeir skuldbindi sig til fyrir þing, að halda því fram í fullri alvöru, þegar til samn- inganna kemur, að ísland verði frjálst sambandsríki Danmerkur, og að sérmál Islands skuli eigi borin tipp í ríkisráði Dana. — Annars álítur fundurinn, að stjórnin hefði átt að rjúfa þingið, og efna til nýrra kosninga, svo þjóðin hefði átt kost á, að kjósa þingmenn sína, með sér- stöku tilliti til þessa mikilvæga máls. Tillagan samþykkt í einu hljóði (32 á fundi, flest kjósendur). Fundarstjóri var Þórarinn Sigurðsson oddviti, skrifari Þorleifur Jónsson hrepp- stjóri. Andatrúarsýkin. Það sorglega atvik kom fyrir um síðustu mánaðamót, að landi vor hr. Magnús E. Brandson, sem í mörg undanfarin ár hefur átt heima hér í borginni, varð viti sfnu fjær eða brjálaður út af andatrú og hefur verið á vitskertraspítala borgarinn- ar síðan. Til allrar hamingju er hann á batavegi, en að hann verði nokkurntíma heill heilsu aptur, er efasamt. Erþetta atvik sorglegt, því M. er að mörgu leyti vel gefinn, og skyldurækinn maður gagnvart fjölskyldu sinni, konu og 4 börnum. I blaðinu »Heimskringla« í Winnipeg, skýrir M. frá komum sínum á andatrúar- fundina, nokkrum vikum áður en hann varð fyrir þessu áfalli. Kveðst hann hafa byrjað að sækja fundi þeirra á síðastliðnu hausti fyrir áeggan kunninga síns, Pól- verja nokkurs, er sé samverkamaður sinn. Á þessum töfrasamkomum segist M. svo hafa talað við móður sína látna fyrir mörg- um árum og s. frv. Svo þungt var hann þá orðinn haldinn af þessari banvænu sýki. Þótt þetta sé að eins eitt lítið dæmiaf öllum þeim snörum, er andatrúardýrkend- ur leggja fyrir fólk víðsvegar í heiminum, þykir mér rétt að láta þetta opinberlega í ljósi, er hér var um Islending að ræða, er fyrir þessu óláni varð. Og svo gæti þetta dæmi — ef til vill — orðið ein- hverjum íslendingum til aðvörunar í fram- tíðinni. I öllum Bandarlkjunum eru andatrúar- samkomur bannaðar með lögum. Verða andatrúarleiðtogarnir því að halda fundi sína í pukri, en sem bettir fer nær leyni- lögreglan þeim félögum optast á sitt vald, og verða þeir þá fyrir útlátum og sumir jafnvel fangelsi. En þótt örfáir séu þeir nú orðnir, er taka þátt í fundum andatrú- armanna hér í borginni, heyrist þó ná- lega á hverju ári rödd í blöðunum, um þennan og hinn andatrúarflokkinn, er hafi verið tekinn höndum fyrir kukl og fjár- dráttarbrögð. Er það því rniður Ijós vott- ur þess, hve sterk ástrfða andartrúar- sýkin er hjá sumu fólki. Chicago 28. febr. 1907. Arnór Atnason. Slátrunarfélag Suðurlands, Það mál er nú komið svo langt áleið- is, að félagið tekur til starfa í Reykjavík í septembermánuði næstkomandi. Félagið var stofnað á fundi við Þjórs- árbrú 28. janúar síðastl. (sbr. 6. tölubl. Þjóðólfs) en eptir var þá að ráða for- stjóra eða framkvæmdarstjóra félagsins, aðalslátrara 0. fl. Til þess að gera út um það komu hér saman á íund í næst- liðinni viku kjörnir fulltrúar úr sýslum þeim, sem í félagsskapnum eru. Fyrir Rangárvallasýslu voru: séra Eggert Páls- son á Breiðabólsstað og Þórður Guð- mundsson í Hala, fyrir Árnessýslu: Ágúst Helgason í Birtingaholti og Vigfús Guð- mundsson í Haga, fyrir Kjósar- og Gull- bringusýslu: Björn Bjarnarson í Gröf, fyrir Mýrasýslu: Guðmundur Ólafsson á Lundum. Fyrir Vestur-Skaptafellssýslu hafði verið kosinn Páll Ólafsson á Heiði en hann kom ekki og heldur ekki full- trúinn úr Borgarfjarðarsýslu, séra Guðm. Helgason í Reykholti, sem dvelur erlend- is sér til heilsubótar og Hjörtur Snorra- son skólastjóri á Hvanneyri, er var for- fallaður. í stjórn félagsins kaus fundurinn : Ágúst Helgason í Birtingaholti formann og með- stjórnendur Björn Bjarnarson í Gröf og Pál Stefánsson í Ási, sem flytur sig að Elliðavatni í vor, og eiga þeir að vera eptirlitsmenn með framkvæmdarstjóra og aðstoðarmenn hans. Tregt ætlaði fundinum að ganga að fá forstjóra þann, er líkaði, þótt nógu margir væru í boði, þar á meðal tveir danskir menn, en fulltrúarnir voru ekki fyllilega ánægðir með nokkurn þeirra, er sótt höfðu og lögðu því að Hirti skólastjóra á Hvanneyri að taka stöðuna að sér, en sú málaleitun varð árangurslaus. Loks varð það úr, að Hannes Thor- arensen verzlunarstjóri við Thomsens Magasín tók að sér forstjórastöðu slátr- unarhússins gegn 3000 kr. árslaunum, en aðalslátrari var ráðinn T ó m a s nokkur Tómasson, er numið hefur slátraraiðn í Danmörku og á Þýzkalandi og kvað vera oiðinn fullnuma í þvf. Hann á að fá 1800 kr. árslaun. Lóð hefur félagið keypt hér í bænum 10,600 ferálnir af svonefndri Frostastaða- lóð fyrir 25,000 kr. að meðtöldum húsum þeim, er þar standa. Þar ætlar félagið f sumar að reisa slátrunarhúsið, er vera á með nýtízkuútbúnaði, eins og á sams- konar húsum erlendis. Enn sem komið er, er hluttakan í fé- lagsskap þessum ekki almenn. Einna mest mun hún vera í Árnessýslu. Þar og í Rangárvallasýslu eru 18 deildir gengn- ar í félagið, en í hinum sýslunum til samans ekki nema 5—10 deildir. Menn eru jafnan töluvert hikandi, þá er um mikilsháttar nýmæli er að ræða, sem hefur mikinn kostnað í för með sér, og alveg nýtt í sinni röð hér á landi. Væri óskandi, að fyrirtæki þetta gæti blómgast og dafnað og orðið landbúnaði vorum til gengis og gróða, eins og það eflaust getur orðið, ef því verður vel og skynsamlega stjórnað og menn verða sam- taka um að fara gætilega í fyrstu og spenna ekki bogann of hátt t. d. með óeðlilegri verðhækkun á kjötinu. Slysfarir. Jóhannes Guðmundsson bóndi í Möðrufelli í Eyjafirði datt af hestbakiá heimleið af Akureyri að kveldi 26. f. m. Fannst að eins ódauður skammt frá Stokkahlöðum morguninn eptir og virtist hafa dregizt í ístaðinu lengi, því að stíg- vélið var af öðrum fætinum, og hefur hann losnað á þann hátt. Læknir var þegar sóttur, en maðurinn andaðist sam- dægurs 27. f. m. Aðfaranóttina 6. þ. m. drukknaði í Bolungarvík Magnús Kristjánsson formaður frá Isafirði, og er mönnum ó- ljóst, hvernig slysið hefur atvikazt. Lík líans fannst sjórekið skammt fyrir utan Kálfadal 7. þ. m. Áður hefur verið getið um drukknun 3 manna frá Steindyrum á Látraströnd. Formaður á bátnum var Bjarni Gunnars- son bóndi á Steindyrum, mesti dugnað- armaður, Hafði farið til selaveiða 25. f. m. og ekkert spurzt til bátsins síðan. »Norðri« telur þó ekki óhugsandi, að mennirnir hafi náð landi 1 Grímsey, en lftil von sé þó um það. Prestkosning fór fram í Hvammi í Laxárdal 19. þ. m. og var séra Arnór Árnason uppgjafa- prestur á Ballfirá kosinn í einu hljóði með 25 atkvæðum (af 49 á kjörskrá). Hinn umsækjandinn var Þorsteinn Björns- son cand. theol. [Eptir símtali frá Sauð- árkrók 23. þ. m.]. Sauðárkrók 23. a p r í 1. Inflúenza gengur um Skagafjörð, frem- ur væg. Haldið, að hún hafi borizt með „Tryggva kongi“ (í síðustu för hans) 17. f. m. Nokkuð margir fengið lungnabólgu upp úr henni. Snjóhret gerði á sunnudagsnóttina. Kalt síðan. H i t i o í dag. s/s „Mjölnir" kom og fór í dag. Látlnn er 2. þ. m. (3. í páskum) Kristján Tómasson hreppstjóri á Þorbergsstöð- um f Laxárdal í Dalasýslu, merkisbóndi,. dugnaðarmaður og góður drengur. ,,Sterling“ (Thorefélagsskip) kom frá útlöndum í fyrra dag með um 30 farþega. Þar á meðal voru: Emil Schou bankastjóri, Kn. Zimsen verkfræðingur, kaupmennirnir Sveinn Sigfússon, Gunnar Gunnarsson og Einar Markússon (Ólafs- vík), Sig. Guðmundsson afgr.maður fé- lagsins hér, járnsmiðirnir Bjarnhéðinn Jónsson, Gísli Firinsson og Guðjón Jóns- son, Sigurjón Jónsson verzlunarm., frk. Lára Lárusdóttir. Frá Leith komu kaup- mennirnir R. Braun, Páll Torfason (Ön- undarf.), Jón Proppé og Jón Björnssom Borgarnesi). Sumarið gekk í garð í gær með hægri rign- ingu. Má heita, að verið hafi öndvegis- tíð hér á Suðurlandi og víðar síðan brá til batnaðar fyrir rúmum mánuði. Eu veturinn áður allt frá byrjun jólaföstu einhver hinn harðasti og heyfrekasti, er menn muna, stöðugur innigjafartími fyrir allar skepnur, svo að það var engin furða þótt menn væru orðnir aðþrengdir, er batinn kom. Og af þvl að hann hefur orðið einmitt svo eindreginn, bjargast allt vel, því að naumast má gera ráð fyrir verlilegri harðindaskorpu héðan af, úr því að þessir tímar eru komnir. Góðan ailíi hafa botnvörpuskipin íslenzku fengið nú upp á síðkastið. »Marz« (skipstj. Hjalti Jónsson) kom í fyrra dag, eptir hálfsmánaðar útivist, með svo mikinn afla, sem hann gat rúmað, og talinn var nær 30 þúsund, en annars vita menn ekki með vissu tölu á afla botnvörpuskipa. Afla þennan hafði »Marz« fengið á 9 dögum, því að 5 daga gat hann ekki verið að veiðum vegna storma. — Botn- vörpuskipið »Coot« úr Hafnarfirði kvað hafa fengið unt 50 þúsund síðan það byrjaði veiðar fyrir tæpum mánuði, og »Jón forseti« hefur einnig aflað vel upp á síðkastið. Utgerð skipa þessara er að vísu mjög kostnaðarsöm en uppgripineru líka mikil, ef vel gengur. — Þilskipaafli er mjög rýr, líklega helmingi minni að jafnaði en að undanförnu, hæst 12—13,000 síðan vertíð hófst. Slyw varð hér í gærmorgun. Eyjólfur Eyj- ólfsson skipstjóri á vélabátnum »Haraldi« frá Isafirði lenti í hreyfivélinni, er hann var að setja hana af stað, og muld- ist sundur annar framhandleggurinn upp að olnboga, og auk þess fékk maðurinn fleiri meiðsli, þar á meðal voðasár á háls- inn, um leið og hann slengdist á vélina. Er jafnvel talið tvísýnt um líf mannsins sakir þessara meiðsla.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.