Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.05.1907, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 17.05.1907, Qupperneq 1
r v ' Þ JOÐOLFUR. • 59. árg. Reykjavík, föstudaginn 17. maí 1907. Jú 22. Bókmenntir. Jón Trausti. Leysing. Kaupstað- arsaga frá síðustu áratugum nítjándu aldar. Rvík 1907. 466 bls. 8. Nafnið Jón Trausti er gervinafn, en al- kunnugt mun samt, hver sá rithöfundur er, sem undir því nafni dylst, svo að ó- þarft er að geta þess hér. Skiptir og minnstu um nafnið. Aðalatriðið hvernig verkið er af hendi leyst. Skáldrit eiga að dæmast eingöngu eptir hinu bókmennta- lega gildi þeirra, en ekki eptir því, hvort höf. er þekktur eða lítt þekktur. En því miður nættir mörgum við að hæla öllu því, er þeir menn rita, er kunnastir eru og mest láta á sér bera, en niðra opt hinsvegar um skör fram því, er frá ný- græðingum stafar, af því að þess er ekki nógsamlega gætt, að »öH byrjun er erfið« og að »fáir eru smiðir í fyrsta sinn«. Jón Trausti er að vísu enginn nýgræð- ingur í skáldskap í bundnu máli, en það má kalla hann byrjanda í skáldsagnalist- inni. Hefur áður birzt eptir hann ein skáldsaga »Halla«, og var henni almennt vel tekið, þótt smlðalýti væri á henni. Tæpu hálfu ári eptir útkomu hennar kem- ur nú þessi saga margfallt fyrirferðarmeiri, og einhver hin lengsta skáldsaga, er sam- in hefur verið á íslenzku, að undanteknum ef til vill hinum lengstu sögum Jóns Mýr- dals, sem enn eru óprentaðar. En fyrir- ferðin ein er lítilsvirði, því að skáldlegt gildi stendur ekki í nokkru sambandi við það. I smásögu á örfáum blaðsíðum er opt miklu meiri skáldskapur og meiri snild, en í skáldsögu, er tugum arka skiptir. Það þarf snilling til að rita feikilanga skáldsögu þannig, að skáldlegt gildi henn- ar samsvari stærðinni, og það tekst naum- ast öðrum en afbragðs skáldsnillingum. Aðrir reisa sér optast nær hurðarás um öxl með þvf að rita of langar bækur. Andagiptin hrekkur þá ekki til að gera þær að listaverki í heild sinni. Svo hefur Jóni Trausta farið. Hann hefur ritað of- langa bók, sem orðið hefur ofvaxin kröpt- um hans, enn sem komið er. Hann hef- ur farið heldur geyst af stað, ætlað sér ekki af. Og þess vegna fer sagan í hálf- gerða mola hjá honum, verður sumstaðar þreytandi aflestrar, og missir við það þau tök á lesandanum, sem gott skáldrit þarf að hafa frá upphafi til enda til þess að það geti kallazt sannur skáldskapur. Hér er ekki átt við »spennandi eldhúsrómana«, er lítt menntað fólk les opt með mikilli áfergju, heldur um þann skáldskap, er sannarlegt skáldlegt gildi hefur. Aðalefnið í »Leysing« eru umbrot eða straumköst milli hins gamla Og nýja tíma í verzlunarefnum, milli einokunarverzlun- arinnar gömlu, selstöðuverzlunarinnar dönsku og kaupfélagsskaparins, þessarar nýju verzlunarhreyfingar, er reynir að bijót- ast undan einokunarvaldinu og skapa nýjar verzlunarbrautir. Það er baráttan á þessum tímamótum, er bókin lýsir, og þótt efnið sé ekki í raun og veru vel fallið sem skáldlegt viðfangsefni, hefur höf. all- víða tekiat vel að lýsa þessari baráttu. Skaplyndi Þorgeirs verzlunarstjóra tekst Jiöf. allvel að sýna, frá ytri hliðinni, en þá er hann fer að skýra ástæðurnar fyrir hinni glæpsamlegu hegðun hans, lýsa sálar- stríði hans og afsaka brothans, þá brestur bog- inn, af því að höf. hefur spennt hann um of. Hann hefur ætlað sér að lýsa þvf, hvernig Þor- geir leiðist ósjálfrátt af hefnd og geðríki til glæpsamlegs atferlis, og glæpurinn hafi orðið að óvilja hans, því að í raun réttri sé hann alveg saklaus af brennunni. En sú málsvörn tekst ekki, því að eptir sög- unni verður Þorgeir hreinn og beinn glæpa- maður, er fær beinlínis ístöðulaust mann- tetur til að kveikja f húsum keppinauts síns og við það fer auðvitað gljáinn af aðalhetju sögunnar, sem höf. annars lætur vera mikilmenni, gæðamann og sæmdar- mann. En enginn góður drengur mundi slíkum ráðum beita til að koma keppi- naut sfnum á kné. Höf. helur auðvitað ætlað sér að lýsa þannig baráttunni milli, hins illa og góða í manneðlinu, að glæpir séu óvita- og óviljaverk, er geti hent »beztu menn«. En þar hefur hanntekizt á hendur að leysa sálfræðilega þraut, sem honum hefur orðið ofraun, og hefur svo farið fleirum en honum. Því skal ekki neitað. Lýsingarnar á hugstríði og sam- vizkubiti Þorgeirs eru of langdregn- ar og ekki sem eðlilegastar. Og sama gildir um verzlunarhugleiðingar hans og eintal við sjálfan sig, alltof mikil mærð og málalengingar, er spillir heildaráhrifum bókarinnar. Framkoma Þorgeirs í réttun- um sfðast er allvel lýst, en aðdragandinn að fráfalli hans, þá er hann tekur bana- sótt sína í beitarhúsi uppi á fjöllum ber nokkurn keim af frásögninni um Sigurð formann eptir Gest Pálsson, enda svipar þeim Þorgeiri og Sigurði saman um fleira (samvizkubitið sem nagandi ormur hjá báð- um o. s. frv.) Langbezti kaflinn í bók- inni er »Sólsetur«, lýsingin á banalegu Þorgeirs, komu Rögnu dóttur hans og sætt þeirra feðgina. Þar er ekkert of eða van, frásögnin skáldleg og tilþrifamikil, enjafn- framt eðlileg, og sýnir ljósast að höf. er gæddur skáldskapargáfu, er vænta má að beri mikla og góða ávexti, þá er hann lærir að beita henni rétt, sriíða burtu ó- þarfa málalengingar og takmarka sig hæfi- lega mikið. Ymsir fleiri kaflar í bókinni bera og vottum að það er gott efni, oss liggur við að segja ágætt efni í höf. sem skáldsagnahöfi, en meira en efni er það ekki e n n. En það er líka meira en sagt verður um flest skáldrit, er nú birtast, og skáldskapur er þó kallaður. Þótt allmargir verulegir gallar séu á »Leysingu« frá skáldlegu sjónarmiði, þá fer því fjarri, að hún sé slæm bók. Hún er þvert á móti allra virðingar verð af byrjanda, sem höf. getur kallazt í þessari skáldskapargrein, og dylst oss ekki að vænta má allmikils af honum í framtíð- inni, einmitt á þessu sviði skáldlistarinnar — söguskáldskapnum, ef hann tekur sér hæfilega stór, en ekki allt of umfangsmikil og vandasöm viðfangsefni. Að málinu á bókinni má ýmislegt finna, en ekki er því jafnmjög ábótavant sem á »Höllu«, og er það auðsætt, að höf. hefur tekið sér fram til muna. Vér hirðum þó ekki að tína til sérstök dæmi, enda yrði það alllangur listi, ef taka ætti jafnframt ýms óviðkunnanleg orðasambönd og óís- lenzkulegar setningaskipanir. Undarlegt er það, að orðið »harmur« í merkingunni: gremja, reiði, kemur fyrir optar en einu sinni í bókinni. Þá merkingu hefur orðið »harmur« aldrei í íslenzku. Það er danska orðið »Harme« — gremja, reiði, sem höf. virðist hafa villzt á, þótt lítt skiljanlegt sé. A sama hátt er »harmyrði« notað t. d. á bls. 157 í staðinn fyrir skammaryrði eða illyrði. En þetta stendur væntanlega allt til bóta, því að höfi er svo smekkvís, að honum mun auðvelt að forðast þessi sker að mestu leyti eptirleiðis. Þrátt fyrir galla þá, sem á sögu þessari eru, verður því ekki neitað, að hún er bókmenntalegt þrekvirki af manni, sem öðrum störfum er bundinn og orðið hef- ur að rita þetta allt í hjáverkum sínum. Það er lagleg aukavinna og frá því sjón- armiði sannarlega furðuvel af hendi leyst. Hver veit nema sá tími komi, að því fé þyki vel varið, sem veitt sé Jóni Trausta til aðgefasig eingöngu við skáldsagna- ritun. Sá tími er vitanlega ekki kominn enn, en ekki er ólíklegt, að næstu sögur hans geti þokað honum betur upp en orðið er. Bankarnir. Það mun koma fyrir næsta þing, að bæta einhvérnveginn úr peningaeklu þeirri, sem hvaðanæfa er kvartað um í landinu. Það virðist auðsætt, að alþingi hljóti að taka hinar háværu raddir almennings til greina. Og væri þá óskandi, að sú að- ferð yrði valin til þess, sem bæði full- nægði þörfum landsmanna vel og einnig beindi peningamálum vorum í þjóðlegt horf. í sjálfu sér er það mjög óeðlilegt, að hafa hér tvo seðlabanka. Þeim réttind- um fylgja kvaðir, sem gera bankana dýra og umsvifamikla, en allan óþarfa kostn- að, sem af þessu leiðir, verður almenn- ingur auðvitað að borga. Þar að auk er annað mjög varhuga- vert við það ástand, sem nú er, að ann- arhvor hinna tveggja banka hlýtur að standa f stað, án þess að geta aukið starf- svið sitt að miklum mun, svo lengi sem báðir eru að vísu bundnir við ákvarðan- ir þingsins, en annar af bönkunum er einskorðaður við þá seðlaupphæð, sem hann hefur nú. — Þetta er skaðlegt fyrirkomulag fyrir bankana sjálfa, og til óþolandi hindrun- ar gegn vexti og viðgangi peningaskipta hér 1 landi, meðan ekki er völ á öðrum bönkum en þessum tveimur. Væri ann- ar bankinn laus við þær kvaðir og af- skipti löggjafarvaldsins, sem fylgja með seðlaréttinum, þá gæti hann fylgzt með þörfum landsmanna og staðið stöðugt jafnfætis eptirspurninni eptir peningalán- um o. s. frv. Á hinn bóginn gæti þingið þá veitt hinum öðrum banka öll þau hlunnindi, sem seðlaútgáfuréttinum geta fylgt, og gæti það verið trygg og sterk stofnun, sem héldi peningamálum landsins í jafnvægi, væri með öðrum orð- um þjóðbanki við hæfi vort nú, og gæti vaxið samkvæmt ráðstöfunum þingsins, smátt og smátt. Samhliða þessu ætti hinn bankinn að starfa sem prívatbanki, og mundi það starf sízt verða óvænlegra til gróða, held- ur en starfsemd bankanna nú, með því fyrirkomulagi, sem á þeim er. Þegar til þess kæmi, að gera þannig upp á milli bankanna, er enginn efi á því, að þjóðin mundi hallast að því, að veita Landsbankanum allan seðlaréttinn, svo framarlega, sem samkomulag fengist um þessa breytingu við Islandsbanka, sem gera mætti ráð fyrir, að ekki yrði torsótt. Að minnsta kosti mundi land- sjóður geta fengið hlutabréfin keypt nú með nokkurri verðhækkun, er menn mættu ekki horfa í, ef á því stæði. Það eru slðustu forvöð nú að kippa þessu í lag, og er vonandi, !að alþingi takí þetta mál til alvarlegrar íhugunar. Menn þurfa að fá meira starfsfé inn í landið, gegnum bankana, og taki þingið nú þann kost, að auka seðlaútgáfu ís- landsbanka, sem þörfum landsmanna 3var- ar, þá munu Islendingar naumlega eiga apturkvæmt frá þeirri stefnu, að gera ís- landsbanka að höfuðbanka landsins, og mundi mörgum þykja það illa farið, ef Landsbankinn, hin eiginlega þjóðlega bankastofnun vor, yrði að sæta þeim for- lögum, sem því hlyti að fylgja. P1 u t u s. * Það er fullkomlega rétt hugsun hjá hin- um heiðraða greinarhöfundi, að seðlaút- gáfurétturinn ætti að vera í höndum þess bankans, sem landið á, Landsbankans, en ekki hjá þeim banka, er útlendingar eiga einvörðungu. En það er hægra sagt en gert, að bæta úr glappaskoti því, er þingið 1901 gerði í þessu efni, því að búast má við, að Islandsbanki sleppi ekki þessum rétti sínum, nema gegn einhverj- um miklum hlunnindum hinsvegar. Jafn- framt yrði það og erfitt landsjóði, jafn- mörg járnin og hann hefur í eldinum, að kaupa hlutabréf Islandsbanka, en vitanlega verður það enn torveldara síðar. Um leið og Landsbankinn fengi seðlaútgáfuréttinn, yrði og fyrirkomulag hans að breytast að sjálfsögðu og seðlarnir verða innleysan- legir. En til þess útheimtist málmforði og önnur trygging. Þá breytingu á Lands- bankanum hefði átt að gera 1901, um leið og honum hefði verið veittur seðla- útgáfurétturinn, en nú er þetta allt erfið- ara viðfangs. En eins og greinarhöfi tek- ur réttilega fram, ætti þingið að hugsa sig vandlega um, áður en það eykur hlunnindi Islandsbanka alveg skilyrðis- laust, því að öll slík aukning hnekkir landsbankanum beinlínis og óbeinlínis og gerir Islandsbanka að höfuðbanka lands- ins, ssm er þveröfugt við það, sem ætti að vera. Enginn lætur svo í orði kveðnu, að hann vilji leggja niður Landsbankann, eða menn þora að minnsta kosti ekki aðláta það uppi, en sé honum enginn sómi sýnd- ur af löggjafarvaldinu, en hins vegar á hverju þingi hlaðið undir íslandsbanka, þá sjá allir, hvert það stefnir og hvar það lendir að lokum. Nú munu flestir hrósa happi yfir því, að ekki tókst að afnema Landsbankann 1901. Menn hafa síðan” komizt að raun A

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.