Þjóðólfur - 17.05.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR.
83
móðir hennar hjá 'henni síðustu árin.
Ragnheiður heit. var merkiskona, gáfuð
vel og mikilhæf.
Hinn 8. þ. m. andaðist Björn Guð-
mundsson fyr bóndi á Brekku í Bisk-
upstungum kominn hátt á áttræðisaldur.
Hann var sonur Guðmundar bónda Guð-
mundssonar á Brekku og Helgu Jónsdótt-
ur prests Bachmann’s f Klausturhólurn
Hallgrímssonar læknis. Son Bjöwis heit.
er Björn hreppsnefndaroddviti og bóndi á
Brekku,
Þilskipaafli
hefur verið í langlakasta lagi í þetta skipti
á skipum þeim, er ganga héðan frá Faxa-
flóa. Langhæstur afli mun vera um 25,000
hjá Birni skipstj. Ólafssyni frá Mýrarhús-
um á skip hans samnefnt. Næst um 19
þús., en allur þorri skipanna að eins 10
til 15 þús. og mörg enn minna.
Vetrarvertíðin
hefur orðið mjög misjöfn á opna báta
hér við flóann. Langhæstur afli hefur
orðið hjá nokkrum mönnum í Garði, er
mestan netaútveg hafa. Um 1200 þar
hæst til hlutar. Minni afli hefur verið í
Höfnum og f Grindavík, en þó dágóður
yfirleitt. I Vogum og á Vatnsleysuströnd
í meðallagi eða nálægt því. Austanfjalls
(í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka og Stokks-
eyri) hefur vertíðin orðið með langlak-
asta móti, mjög rýrir hlutir f öllum þeim
veiðistöðvum, enda mjög ógæftasamt þar.
Með „Ceres“
11. þ. m. komu frá útlöndum M. Lund
lyfsali og frú hans, Skúli Thoroddsen
ritstj. og frú hans. Sigfús H. Bjarnarson
konsúll frá ísafirði, Ólafur Árnasou kauþ-
maður frá Stokkseyri, Pétur Ólafsson
kaupm. á Patreksfirði, Konráð Stefánsson
stúdent, Kofoed-Hansen skógfræðingur,
Ólafur Benjamínsson verzlm. (frá Þing-
eyri), Þorv. Benjamínsson verzlunarm. frá
ísafirði, Solveig og Þórunn dætur Kr.
Jónssonar yfirdómara, ungfrú Ragnh. Jónas-
dóttir frá Sólheimatungu, Kristín Jóns-
dóttir kaupkona í Rvík, enntremur frá
Ameríku Benedikt Reykdal málari (bróð-
ir Jóh. Reykdal verksmiðjueiganda 1 Hafn-
arfirði). Hefur hann dvalið 19 áríVest-
urheimi.
Gullnafarinn
kom nú loks með »Ceres«, svo að ald-
rei fór svo, að hann kæmi ekki. En ekki
verður byrjað á greptrinum ná þegar, því
að umsjónarmaður þessa verks, Rostgaard
verkstjóri, liggur sjúkur í taugaveiki. En
líklega dregst það ekki mjög lengi úr
þessu, að bæjarbúar fái vitneskju um auð-
æfin 1 Vatnsmýrinni.
„Vesta“
kom norðan og vestan um land frá út-
löndum 13. þ. m. Meðal farþega á henni
var Oddur Jónsson héraðslæknir í Mið-
húsum á Reykjanesi, er hingað kom til
að leita sér lækninga.
Fréttabréf úr Suður-F’ingeyjarsýslu.
Höfdahverji 24■ apríl.
Tíðarfar. — Svipað galdraveðri. — Jarða-
bætur. — Fjölgun vélabáta. — Síldveiðar
Norðmanna. — Ungmennafélög. — Kaupstað-
arsótt. — Manntjón).
Það ber mjög sjaldan við að fréttir héðan
sjáist í blöðunum, ættn þó fréttapistlar úr
hverri sveit að birtast í blöðunum við og við
til fróðleiks og skemmtunar.
Veturinn, sem nú er að kveðja, hefur verið
óvenjulega harður og hrottafenginn með
suðvestan langstæðum hríðum, svo jafnvel
eldri menn kveðast ei muna slíkt, en ekki
hafa snjóþyngslin verið; samt gerði ákafa
stórhríð 18. febr., er stóð yfir nærfellt 3 sól-
arhringa, og hlóð niður fönn mikilli, reyndar
í það eina skipti sem verulegt stórfenni hef-
ur komið á þessum vetri; aftur hafa verið
úrkomur og frost á víxl, svo öll jörð hefur
verið reyrð í klakadróma (svelli þakin) við
og við hafa komið mikil frost, en sjaldan
staðið mjög lengi. A aðfangadag jóla 24.
desbr. voru 20 stig á Celsius, og 9.—10.
marz einnig 20. stig, en bjart veður og hægt.
18. jan. var ofsa hláka með 10 stiga hita,
en daginn eptir stormur og kuldi með hríð-
arfjúki. 3. marz gerði ákaflegt óveður fyrst
af suðvestri, en gekk í norður, er á daginn
leið, var sá bylur svo skjótur og snarpur að
eg man ei að annað eins skafrok hafi komið
nú í nokkur ár, úr hjarnfönnunum reif og
þyrlaðist skarinn í allar áttir svo ferðamenn
máttu varla komast leið sína, og Ægir var
ógurlegur ásýndar. Um kveldið slotaði veðr-
inu, og var blíðalogn daginn eptir; eigi er
ólíklegt, að þegar vantrúarþokan og galdra
og draugatrúin voru á sínu hæsta stigi, að
slíkur fellibylur mundi hafa verið álitinn
göldrum og fjölkyngi að kenna.
Þannig hefur þá tfðin verið þennan vetur-
inn (til 25. marz) og er ei furða þótt okkur
bændunum væri ekki farið að lítast á blik-
una, eptir allan harðinda’ kaflann, stormana
hríðarfjúkin, frostin og storku bræðingana,
og eiga svo kannske von á öðru eins vori
og í fyrra, eptir allt saman, en 25. marz,
brá til sunnanáttar og hlýinda, og hefur
nú að mestu tekið upp snjó úr byggð, frost
er að vísu öðru hvoru, en stillur, og er
byrjað að vinna á túnum, og jafnvel sum-
staðar að jarðabótum. Þegar tíðarfarsum-
skiptin komu duttu mér í hug þessar hend-
ingarEggerts Ólafssonarum ísland: „Hefja
mun guð í gæfu, gott stand það land".
Mikill áhugi eríbændumað vinna að jarða-
bótum, einkum þúfnasléttum og girðingum,
og virðist sá áhugi vera að færast í aukana um
land allt; en bændur hafa í mörg horn að
líta, og eru fáliðaðir, svo eigi er að búast
við skjótum umbótum „sígandi lukka er
bezt“ segir máltækið. 1950 ætti þó öll tún
að vera orðin alsléttuð á Islandi, komi eng-
inn apturkippur í þetta, sem vonandi ekki
verður.
Mótorbátar þjóta nú upp sem gorkúlur allt
í kringum fjörðinn (Eyjafjörð) og á þeim
byggir nú margur sína framtíðarvon, hvað
efnahaginn snertir; það er sízt að lasta að
sjávarútvegurinn taki framförum, en á hinn
bóginn dylst engum, að vinnukraptur sveit-
arinnar dregst að sjónum, svo til vandræða
horfir. Þá eru síldarveiðar Norðmanna, sem
taka vjnnukrapt frá sveitunum þangað, f sfld-
arselin fer fólk eigi allfátt einkanlega kvenn-
fólkið, sagt er að þær komi með fullar
„kjölturnar" af peningum þaðan, og er það
í sjálfu sér gott og blessað, við það eykst
peningastraumurinn í landinu, en hvort þeír
peningar vega meir en á móti því böli eða
þeim ófögnuði, sem af þeirri atvinnu hefst,
þegar öllu verður á botninn hvolft, er ekki
gott að segja.
Ungmennafélag stofnuðu nokkrir ungir
menn hér vorið 1905, hefur það milli 20. og
30 meðlimi bæði pilta og og stúlkur. Til
gangur þess er meðal annars, að auka lestr-
arfýsn unglinganna, einkum á að kynnast
fornsögum vorum, og hefur keypt allar
Islendingasögur, ritverk Jóns sagnfr. Jóns-
sonar og fleiri bækur. Félagsskapur þessi
er hinn þarfasti, og ætti að ryðja sér til
rúms hið fyrsta, þvf unglingarnir, sem eru
framtíðarfólk, læra eflaust að hugsa meira,
og sjóndeildarhringur þeirra víðari en ella.
Hver veit líka nema þessi félagsskapur verði
meðal til þess að lækna kaupstaðarsóttina,
sem er að verða sannkölluð landplága fyrir
sveitina, og til að eyða sundrunginni, þessari
gömlu ólánsfylgju islenzku þjóðarinnar. Fé-
lag þetta heitir „Dagsbrún", og er elzt allra
ungmennafélaga hér á landi, það hefur haft
fremur góð áhrif á sveitina, þótt það hafi eigi
borist einsmikið á ogsum ungmennafélög, sem
síðan hafa verið stofnuð.
Hinn 23. f. m. fórst bátur með 3 mönn-
um af Látrarströnd. Formaður Bjarni Gunn-
arsson Steindyrum lætur eptir sig ekkju og
4 börn öll í ómegð; hinir voru unglings-
menn um tvítugt. Enginn þeirra mun hafa
verið vátryggður, og ætti þetta slys að verða
til að kenna mönnunr að tryggja líf sitt.
Til Islenciing’a.
*»« lupinönii
eru langódýrastar í verzlun und-
irritaðs.
T. d.: Stofuskrár á 70 au.
Hjarir “ífj" parið á 35 —
Hurðarhúnar br. frá 60 —
Nú er það alkunnugt orðið, að tillögur
Stúdentafélagsins um íslenzkan fána hafa
fengið hið bezta gengi um land allt.
Skjótum vér því til allra góðra Islend-
inga, að draga hinn íslenzka fána á stöng
á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, i7.júní
næstkomandi.
Reykjavík 14. maí 1907.
Fyrir hönd Stúdentafélagsins.
Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi,
Guðm. Finnbogason, Magnús Einarsson,
Matth. t’órðarson.
do. amerískir — 45 —
og annað eftir þvi.
U tanhúss-asfaltgiappi,
iTillun. 19 ferálnir,
kr. 3,40—3,00.
Stærri og margbreyttari birgðir
en annarstaðar hér í bæ.
B. H. Bjamason.
Spltalinn í Laugarnesi
óskar eptir, að gert sé verzlunartil-
boð í eptirfylgjandi vörur:
Rúgmjöl, byggmjöl, hveiti, hrís-
grjón, haframjöl, kartöflumjöl, sago-
grjón stór og smá, baunir (klofn-
ar), smjörsalt, kaffi, export, te, hvíta-
sykur (höggvinn) púðursykur,sveskj-
ur, rúsínur, tvíbökur, kirsiberjasaft
súr, grænsápa. sóda, ofnkol og
steinolíu.
Tilboðin þurla að vera komin
fyrir 1. júní næstk., og það tilboð,
sem gengið er að, gildir fyrir báða
hlutaðeigendur frá 1. júní og til
1. júní 1908.
Allar vörurnar þurfa að vera vel
vandaðar. Kol og steinolía sé afhent
á spítalanum fyrri bluta sumars.
Hver sem vill gera tilboð getur
fengið nánari upplýsingar hjá und-
irrituðum.
Sömuleiðis er óskað eptir, að
bakarar bæjarins hafi sent tilboð sin
fyrir sama tíma um sölu á fransk-
brauðum og sigtibrauðum, og um
bökun á rúgbrauðum.
Laugarnesi, 15. maí 1907.
llermaiin Jónasson.
Til glaðnings og
hressingar.
"Víst er það,
að hvergi hér i bæ fæst annað
eins úrval af góðum vínum, sem
í verzlun undirritaðs.
Þar fást vín frá heimsins beztu
vínsöluhúsum, þar á meðal alveg
óviðjafnanlegt Portvín: Sanatario
fl. á 3,50, Sherry 10 teg., þar á með-
al hið viðfræga Sherry Ideal fl. á
3,00, hvít og rauð Borðvín, Líkör-
ar 20 teg., Cognac frá Louis de
Salignac & Co. o. fl., 8 teg., Whisky
fjölda teg., Ö1 frá Tuborg og Carls-
berg, Messuvín, Akvavit, m. m.
ókeypis vinskrá, ef um er beðið.
B. H. Bjarnason.
Veiðiáhöld:
Stengur, Færi, Hjól, Önglar, Topp-
ar, Kastlínur o. fl.
Langódýrast í
verzlun B. 11. BJARM§OI.
Sumarsj öl,
Barna- og iinglingaliiifur,
margar tegundir.
Margt einkar hentugt til
FERIIIIIGARGJAFA,
o. fl., o. fl., er nú nýkomið í verzl-
unina í húsi Björns Símonarsonar
Vallarstrœti 4.
Almannarómur : Bezt er að
verzla við Ben. S. Pór. Reynslan
kennir það hverjnm, er reynir, að
bezt sé — það borgi sig bezt, —
að eiga öll víuKaup og brennl-
vínskaup við vínverzlun Ben.
S. Pórarinssonar.
Niðursoðin matvæli, Ávextir í
dósum, Ostar, Pylsur, Kex og Smá-
kökur, Chocolade, Cacao, Hveiti,
Sago, Saft, Kryddvörur, Sælgæti og
annað, sem útheimtist til hátíða-
breytni, fá menn hvergi betri né
ódýrari en í
verzl. j). íj. Sjarnason.
Veggjapappír
(tapet) 10—15% undir verði þeirra
manna, sem lægst selja. 20 mis-
munandi gerðir í
verzl. B. H. BJARNASON.
jók húframleiðslu ÍO þús. bænda
síðastl. ár. Meira næst.
ALFA
ber með réttu
nafnið
y>hið bcztaci.
Brúkið þessvegna
ALF A
MARGARINE
Sunnudaga: Kl. 61/* e. h. Fyrirlestur.
Midvikudaga: Kl. 8V4 e. h. Bibliusamtal.
Laugardaga: KI. n f. h. Bœnasamkoma
og bibl'tuiestur.
Peir kaupendur Pjóðólfs hér
í bænum, er skipt hafa um bú-
staði nú á krossmessunni, eru
beðnir að tilkynna það á afgreiðslu
blaðsins, svo að þeir geti fengið
blaðið með skilum.
Frímerki í skiptum.
Hver sem sendir mér frímerki frá sínu
eigin landi, fær aftur jafnmörg ogjafnverð-
mæt frimerki annara landa, Eg kaupi einnig
í stórum stíl allar frímerkjategundir. Tilboð
eða skipti-frímerki óskast sent
Heinr. Kriimer,
Leipizg, Nordstr. 24, Germania.