Þjóðólfur - 17.05.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.05.1907, Blaðsíða 2
82 ÞJOÐOLFUR. um, að pað hefði verið hið mesta óhapp, ef íslandsbanki hefði orðið hér einn um hijuna, og er óhætt að fullyrða, að vin- sældir hans hér á landi hefðu J>á orðið enn minni, en þær eru, enda áreiðanlegt, að menn hafa kunnað að meta betur Landsbankann en áður, og þykir nú vænna um hann en fyr, eptir nánari kynni af Islandsbanka. »Nýi bankinn« hefur ekki getað staðið »gamla bankanum« á sporði í almennri lýðhylli, ef svo mætti að orði komast. Og mun ástæðan með- al annars vera sú, að Landsbankinn er eign landsins, en Hlutabankinn útlend- inga. Uppástunga greinarhöf. um, að einn sé þjóðbanki í landinu (Landsbankinn), en hinn bankinn starfi sem prívatbanki, er að voru áliti heppileg, ef það gæti tek- izt. Og einokun þyrftu menn naumast að óttast, því að samkeppni mundi verða nægileg milli þessa þjóðbanka og prfvat- bankans, enda er því svo háttað, jafnt 1 peningamálum sem öðru, að einokun getur ekki átt sér stað, sízt til lengdar, nema um einhver lögskipuð réttindi sé að ræða eða hlunnindi, sem ekki verður breytt fyr en eptir ákveðið árabil. Svo er t. d. um einkaleyfi ýmsra félaga, og eru þá vanalega reistar skorður við því í byrjun, að unnt sé að beita einokun. En þessu er allt öðruvísi háttað f starfsemi banka. Þeir geta staðið misjafnlega vel að vígi í samkeppni, vegna ýmsra hlunn- inda o. fl,, en um peningaeinokun getur tæpast verið að ræða í landi, þar sem fleiri bankar en 'einn eru starfandi, og svo verður væntanlega hér á landi úr þessu. Nú mun Islandsbanki fara fram á, að fá aukið hlutafé sitt að miklum mun, og mörg blöð hafa talið alveg sjálfsagt, að þingið gerði það umsvifalaust. En það virðist ekki úr vegi, þótt bent sé á, að þingið skuli vara sig á að hrapa mjög að þessu eða gína undir eins við öllu, sem kemur úr þeirri átt. Það verður að taka bankamálið til rækilegrar fhugunar og gagngerðrar endurskoðunar, eptir því sem tími vinnst til, en láta sér ekki nægja, að bæta úr hinum sívaxandi(!) peningaskorti með því að efla Islandsbanka, danska hlutabankann, blaða undir hann á allan hátt, en skipta sér ekkert af bankanum, sem landið á, láta fara um hann eins og verkast vill. Heimastjórnarflokkurinn hef- ur jafnan haldið hlffiskildi yfir Lands- bankanum og látið sér annt umhann, og svo mun enn verða, ef einlægir heima- stjórnarmenn fá að ráða. R i t s t j. Bókmenntafélagsfundur. Þriðjudaginn 23. apr. kl. 6 síðdegis var haldinn aðalfundnr í deild hins ísl. Bók- menntafélags í Khöfn í Borchs kollegíi. Forseti lagði fram endurskoðaðan reikn- ing deildarinnar fyrir umliðið félagsár. Var hann samþykktur umræðulaust. Tekj- ur deildarinnar á árinu höfðu verið 4906 kr. 65 a., útgjöld 4206 kr. 86. a. í sjóði voru við árslok 22804 kr. 57- a- Þá skýrði forseti frá starfsemi félagsins á umliðna árinu. Reykjavfkurdeildin hafði gefið út: Skírni 80. árg. Diplomatarium Islandicum VIII. bd. 1. h. og Sýslumanna- æfir Boga Benediktssonar III. bd. 3. h. Hafnardeildin hafði gefið út: Bygging og líf plantna eptir Helga Jónsson 1. hepti. Islendingasögu eptir Boga Th. Melsted II. b. 1. h. Landskjálfta á íslandi eptir Þorv. Thoroddsen 2. hepti. Ársbækur Hafnar- deildarinnar 1907 mundu verða: Lýsing íslands eptir Þorv. Thoroddsen I. bd. 1. h. Bygging og lff pantna eptir Helga Jóns- son 2. h. Islendingasaga Boga Th. Mel- steds II. bd. 2. h., Æfiminning Willard Fiske’s (í alþýðuritum deildarinnar) eptir sama höfund og að lokum Safn til sögu íslands IV. bd. 1, h. Gat forseti þess, að Hjelmstjerne-Rosencrone-sjóðurinn hefði veitt 500 kr. árlega í 2 ár (1907—1908) til að gefa út Safn til sögu Islands. Þá var borið upp rittilboð frá Sigfúsi Blöndal um útgáfu á hinu íslenzka frum- riti af sögu Jóns Ólafssonar Indíafara. Var það samþykkt og þvf vísað til Safnsnefndar. Þá las forseti upp bréf frá forseta Reykja- víkurdeildarinnar út af samþykkt Hafnar- deildarinnar viðvíkjandi Skírni á síðasta aðalfundi. Um það mál urðu engar um- ræður. Þá var lagt fram nefndarálit um skáld- rit það, er deildin hafði heitið verðlaun- um fyrir. Eitt leikrit hafði komið. Allir nefndarmenn réðu frá að verðlauna ritið. Fundurinn tjáði sig nefndinni samþykkan í einu hljóði. Þá var lagt fram álit nefndarinnar í lagabreytingamálinu. Urðu um það nokkr- ar umræður; engin uppástunga kom þó fram í máli þessu og féll það niður. Þá var kosin stjórn : Forseti Þorv. Thor- oddsen, prófessor, gjaldkeri Gísli Brynj- ólfsson, læknir. skrifari Sigfús Blöndal, aðstoðarm. við konungl. bókasafnið (end- urkosnir) og bókavörður Pétur Bogason, stud med. I varastjórn voru kosnir: Vara- forseti Bogi Th. Melsted, mag. art. vara- gjaldkeri Þórarinn E. Tulinius, kaupmaður, varaskrifari Stefán G. Stefánsson, cand. jur. (endurkosnir) og varabókavörður Þor- steinn Þorseinsson, stud. mag. Endurskoð- unarmenn voru endurkosnir: Þorkell Þor- kelsson cand. mag. og Sigurður Jónsson, læknir. Loks voru 12 nýir félagar teknir í fé- lagið. 6risk-rémversk glíma. íslexxding'ii.rinTi sigrar Norðmanninn. Hér í bænum hefur verið haldin glímu- skemmtun, ný hér á landi, en víðasthvar annarsstaðar alþekkt og mjög iðkuð. Það er hin svo nefnda grísk-rómverska glíma, og mjög ólík íslenzku glímunni. Glímu- mennirnir kútveltast optast nær á gólfinu með allóþyrmilegum átökum, en sigurinn í því fólginn, að leggja andstæðing sinn upp í lopt, þannig að báðar axlir nemi niðri í senn. Glíma þessi þykir flestum hér fremur ófögur og ráða kraptar þar mest úrslitum. Glímur þessar hafa verið sýndar hér í Bárubúð þrjú kveld hvert eptir annað 13.—15. þ. m. Jóhannes Jósepsson glimukappinn frá Akureyri, er hefur æft sig nokkuð í grísk-rómversku glímunni, glímdi hér við tannaflraunamanninn norska O. Flaaten. Fyrsta kveldið vannhvor- ugur á öðrum, næsta kveld sigraði Jóhann- es, en Norðmaðurinn krafðist þá að reyna aptur, þótt auglýst hefði verið, að glímt skyldi að eins þar til annarhvor félli. Varð það samt úr, að þeir tóku saman aptur og bar þá Norðmaðurinn hærri hlut, að sögn meðfram vegna þess, að hann beitti miður leyfilegum tökum. Þvínæst reyndu þeir með sér til þrautar í fyrra kveld, og gerðu tvær atrennur. Lagði Jóíhannes þá Norðmann- inn að velli í báðum. .Á undan þeim glímdu tveir unglingar: Jón Pálsson af Akureyri, félagi Jóhannesar og fim- leikamaðurinn norski Leonhardi og sigraði sá íslenzki tvisvar sinnum. En báðir pilt- arnir munu hafa verið lítt æfðir 1 þessum leik. Fyrsta kveldið, er glímt þar, voru miklu fleiri aðgöngumiðar seldir en húsrúm leyfði. Varð þar þájþröngjmikil, ys]og þys,[margir bekkir mölbrotnir”og fólki lá við meiðsl- um, en fæstir áhorfendurnir gátu séð glím- una. Næsta kveld var þetta nokkru betra og bekkir allir teknir 1 burtu, en ei að síður var þar íjöldi manns, er ekki sá til glímumanna til hlítar, og voru menn óá- nægðir yfi því. Síðasta kveldið munu flestir hafa getað fylgzt með glímunni, enda fæst fólk þá viðstatt. Ljósmynd af glímumönnum Jóhannesi og Flaaten, tekin af Magnúsi Ólafssyni ljósmyndara við síðustu kappglímuna í fyrra kveld, er nú þegar til sölu hér 1 bænum. Aflraunir og fimleika sýndu þeir félagar Jóhannes og Jón í Báru- búð í gærkveldi, og þótti það ágæt skemmt- un og taka langt fram hinum nýafstöðnu sýningum Norðmanna. Fengu þeir og lófa- klapp mikið. Meðal annara aflrauna lypti Jóhannes upp í beinum handlegg (hægri hendi) 140 pd. þunga. Hann lá einnig á huldu með hálsinn og hælana sitt á hvorri brík, með 300 pd. þungan steðja ofan á bringspölunum, en karlmaður sló á steðjann með 15 pd. þungum hamri, og svignaði Jóhannes ekki hót fyrir þvf. Hann togaðist og á við 3 menn að eins með kaðalinn um hálsinn ogl dró þá að sér. Ýmsar aflraunir sýndi hann fleiri samfara fimleikum, en félagi hans, Jón Pálsson, ungur piltur og laglegur, er honum þó öllu fremri í þeim og fádæma liðugur. Hann hélt og uppi í tönnunum 3 borðum með 2 stólum ofan á. Síðan glímdu þeir félag- ar íslenzka gllmu og stóð Jón sig ágæta vel í henni gagnvart jafnmiklum glímu- garp og hreystimanni sem Jóhannesi. Það er ánægjulegt að sjá, hversu þessir ungu landar vorir eru langt komnir í þessum íþróttum, er þeir sýna, og Reykvíkingar ættu að sýna þeim þann sóma, að sækja vel þessar sýningar þeirra. Þær eru sannar- lega þess verðar. Næst sýna þeir list sína annað kveld. Dönsku þingmennirnir, er hingað koma með konungi, verða alls 34, með því að jafnaðarmenn taka ekki þátt í förinni, en eptir réttu hlutfalli við aðra flokka 1 ríkisþinginu, hefðu 6 átt að vera úr þeim flokki. Ástæðan fyrir því, að jafnaðarmenn vilja ekki vera með í för þessari kvað vera sú, að þeim þykir hún of viðhafnarmikil, og sérstaklega kunna þeir þvf illa, að herlið sé haft til fylgdar. Vilja þeir ekkert hafa saman við það að sælda, eða ferðast undir nokkurs- konar vernd þess. Hafa þingmenn þessa flokks því ákveðið að fara hvergi. Ur fólksþinginu hafa þessir 18 þing- menn gefið sig fram til fararinnar: for- setinn Anders Thomsen, Anders Nielsen, Bluhme, Lindö, Jensen-Sönderup, Moest- rup, Blem, N. P. Jensen, Thomas Lar- sen, Carl Sörensen, R. Andersen, P. Mad- sen, M. Madsen Halsted, Lange, Zahle, Rördam, N. Jensen og Emil Petersen, en þessir 16 úr landsþinginu: Andersen-Nye- gaard, Jörgen Berthelsen, Bramsen, Goos, Alfred Hage, J. L. Hansen, Jensen-Sten- gaarden, Johansen, Madsen-Mygdal. H. J. Nielsen, Pagh, Jörgen Pedersen, Ram- busch, Niels Rasmussen, Schultz og Tol- derlund. Auk þess koma J. C. Christensen for- sætisráðherra, Kretz skrifstofustjóri ríkis- þingsins, Cramer lautinant, Ryder o. fl. Allur þorri þingmanna þeirra, sem vænt- anlegír eru hingað í sumar, eru sömu mennirnir, sem kjörnir höfðu verið til fylgdar alþingismönnunum á Danmerkur- för þeirra f fyrra sumar, og ávalt voru samferða þeim, svo að alþingismenn munu kannast vel við þá flesta, og eiga þar nokkra góða málkunningja þeirra á meðal. 6rlenð simskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmannahöfn, li, maí kl. 61/* e. h. Thorefélagið hefur keypt 1300 smálesta gufuskip, »In- golf« f stað »Tryggva kongs«, og á það að taka við ferðum hans og leggur af stað héðan 16. maí. Ráðherrann, H. Hafstein, snýr héðan heimleiðis í viku- lokin. Stúdeniafélagið íslenzka hélt fund n. maí og voru þar allir á einu máli um, að íslendingar yrðu að vera samtaka f því að sporna gegn öllum tilraunum til að fylla landið með útlendu auðmagni, og var skorað fastlega á alþingi, að byrja nú þegar á lagasetn- ingu til að tryggja efnalegt sjálfstæði ís- lendinga í framtíðinni. 16. maí, kl. 6 e. li. Iíonungsförin. Konungurinn hefur nú samþykkt fasta áætlun fyrir Islandsför sinni. Hann legg- ur af stað 2i.júlí, kemur til Reykjavíkur h. 30., fer þaðan 11. ágúst til Isafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar, og kemur heim 20. ágúst. Enn ekki ákveðið, á hverju skipi rfkisþingsmennirnir verða. Pingkosningar í Austurríki. Fyrstu kosningar til ríkisþings Austur- ríkismanna með almennum kosningarétti hafa aflað jafnaðarmönnum afarmikils liðsauka, en flokkur þýzkra breytinga- manna (»Tyskradikale«) upprættur. Frá Indlandi símað, að mikil byltingaumbrot og óspekt- ir séu 1 Lahore og strangar ráðstafanir gerðar til að kefja þær. Húsbrunl. Aðfaranóttina 6. þ. m., brann verzlun- arhús J. Sörensens kaupmanns í Bolung- arvfk til kaldra kola. Fólkið, sem bjó uppi á loptinu varð að bjarga sér út um gluggana. Verzlunarbókunum varð bjarg- að, en engu öðru. Hús og vörur hafði verið vátrygt fyrir 28,000 kr. Lausn frá prestskap hefur séra P. Helgi Hjálmarsson á Helga- stöðum fengið án eptirlauna og verður haun aðstoðarprestur séra Benedikts Krist- jánssonar á Grenjaðarstað, er nú í vor flytur til Húsavíkur. Mannalát. Hinn 25. marz síðastl. andaðist að Brjánslæk á Barðaströnd Ragnheiður Jónsdóttir, ekkja séra Jóns Sigurðs- sonar á Breiðabólstað í Vesturhópi, sem látinn er fyrir 48 árum (1859). Hann var bróðir Páls alþm. í Árkvörn og þeirra systkina. Ragnheiður var fædd f Víði- dalstungu 3. október 1824, og því komin hátt á 83. aldursár, er hún lézt. Voru foreldrar hennar: Jón Friðriksson Thor- arensen stúdent í Víðidalstungu og Krist- ín Jónsdóttir prests á Gilsbakka (•{• 1796) Jónssonar, en bróðir Ragnheiðar var Páll Fr. Vídalfn stúdent og alþm. í Víðidals- tungu. — Með manni sínum eignaðist Ragnheiður heit. 4 börn; af þeim dóu 2 ung (sonur og dóttir), eitt uppkomið: Jón Sigurður Vídalín stúdent í Fagradal (J- 1880), en eitt er á lífi: Kristín kona Bjarna prófasts Símonarsonar á Brjáns- læk, (fyr gipt séra G. Þorvaldi Stefáns- syni í Hvammi í Norðurárdal), og dvaldi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.