Þjóðólfur - 14.06.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.06.1907, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 59. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. júní 1907. Jti 26. Brynjólfur Björnsson tannlæknir. Heima kl. 10—2 og 4—6. Þingholtsstræti 18. Heiðraðir kaupendur ÞJÓÐÓLFS eru minntír á að gjalddagi blaðsins er 15. júli Raupcnóur, er pania blaðið jrá byrjun júlímánað- ar, geta fengið það til ársloka fgrir tvœr krónur, er borgist um leið og blaðið er pantað. og fá þeir þá í kaupbœti: 13. hepti af sögusafni Þjóðólfs 128 bls. með ágœtum skemmtisög- um og Sórpróntun af sögunni „Vestur- förin“ 60 bls. En vitanlega er þá áskript að blaðinu bindandi að minnsta kosti fyrir nœsta ár allt (1908J. Áframhaldið af hinni frœgu sögu Conan Doyle’s: »Ro dney 5 to n e«, verður haldið áfram neð- anmáls svo opt sem unnt er. Þá er sú saga er öll komin út fá þeir, er nú gerast kaupendur blaðsins ókeypis sérprentun af henni allri, svo að þeir missi einskis í, þótt þeir fái ekki fyrri hluta hennar í blað- inu. Mfller^ííYiir Beztu vörur. Málara - vörur, litir, fernis, lakk, þurkandi, allskon- ar tegundir penzla og áhalda. Smídatól, lím, schellalck, bæsir. Biðjið um verðlista og tilboð. I. D. Fltiggers Filial. Köbenhavn K. Saltfiskur og síld. Ágætt verzlunarhús í Kaupmannahöfn ósk- ar eptir beinu viðskiptasambandi við íslenzkt verzlunarhús. Tilboð merkt „Kontant 180“ sendist Ang. J, Wolff & Co. Ann. Bnr. Köbenhavn. Ungmennaskólar eða lýðskólar. Eptir Sigurð Sigurðssort. Á alþingi í sumar verður til umræðu meðal annars frumvarp til laga um fræðslu barna. Það er samskonar frumvarp og stjórnin lagði fyrirþingið 1905, með nokkr- um óverulegum breytingum. Meginatriði frumvarpsins eru þessi: r. að heimtað er, að öli börn 10 ára séu orðin læs og skrifandi, og að heimilin sjálf annist kennsluna fram að þeim tíma. 2. að auknar eru kröfur þær, sem gerð- ar eru til fræðslu barna á fermingar- aldri, og að öll börn frá aldrinum frá 10—14 njóti annaðhvort skóla- kennslu eða farandkennslu. 3. að skylt sé árlega að halda próf, til aðhalds og eptirlits fræðslunni, fyrir börn 10—Í4 ára. 4. að ákveðin eru skilyrði fyrir styrk úr landssjóði til barnaskóla og far- andkennslu. 5. að sérstökum skólanefndum er falin umsjón með barnafræðslunni í hverj- um hreppi og kaupstað, og að yfir- umsjónin með fræðslunni er lögð í hendur stjórnarráðinu, er hafi sér til aðstoðar ráðunaut í fræðslumálum. Frumvarpið er í aðalatriðunum mikils virði, og til stórra umbóta, að því er barnafræðsluna snertir. — Um einstök at- riði geta ávallt verið skiptar skoðanir, eins og t. d. ákvæði 2. gr. um það, hvað heimta skal að 14 ára gamallt barn hafi lært. Sérstaklega virðist mér heldur Iangt geng- ið í 4. tölulið nefndrar greinar, þar sem heimtuð er kunnátta í flatarmáli og rúm- máli. En þótt nú að barnafræðslunni með þessu frumvarpi, ef það verður að lögum, sé komið í gott horf, þá dylst mér þó ekki, að hér er að eins hálfsótt hafið, og tæplega það. Jafnvel hvað góð sem barnafræðslan er, þá virðist reyndin verða sú, að henn- ar gæti lltið, er börnin taka að eldast, ef ekkert er gert til þess að halda fræðslunni við eða auka við hana síðar. Sé þessa eigi gætt, verður árangurinn af henni tíð- ast næsta rýr og eigi til verulegrar fram- búðar í lífinu. Barnafræðslan er góð og sjálfsögð, því verður ekki neitað. En hún er að eins byrjun, er halda verður áíram, undirstaða, er byggja þarf ofan á. Éf þessi undir- staða, sem lögð er með barnafræðslunni er látin eiga sig, er hætt við, að hún fari forgörðum, og að því fé, er varið var til hennar sé á glæ kastað. Fyrir því varðar það svo miklu, að fræðslunni sé haldið áfram eptir að börn- in eru fermd. Sérstaklega ríðurj'á að kenna unglingunum og mennta þá þau árin, sem þeir eru móttækilegastir fyrir öllum áhrifum, en það er vanalega á aldr- inum frá 18—22 ára. Það, sem hér vakir fyrir mér, eru ung- mennaskólarnir með lýðháskóla sniði. Slík- ir skólar eru að mínu áliti einkar þarfir, og mundu fremur en flest annað bæta úr menntunarskorti alþýðu hér á landi. II. Ungmennaskólana eða lýðskólana, sem einnig mætti kalla þá, hef eg hugsað mér, til að byrja með, 6—8 á öllu landinu. Æskilegt væri að einstaka menn kæmu þeim upp og væru eigendur þeirra. Skólamir ættu að sjálfsögðu að vera í sveit, og í sambandi við þá búskap- ur, er rekinn væri af eigendum skólanna. Skólajörðunum þarf að vera vel í sveit komið. Þær þurfa að liggja nálægt akveg- um eða þannig, að hægt sé með alla að- drætti og samgöngur. Landsjóður ætti, ef þess væri óskað, að veita kost á lánum til að koma skólun- uro á fót. Slíkt lán ætti að veitast með góðum kjörum og löngum afborgunar- fresti. — Eg ætlast einnig til, að skólarnir njóti árlegs styrks úr landsjóði. Styrkur- inn ætti að vera tvennskonar: fast tilllag, 1500—2000 kr. til hvers skóla, og styrk- ur, miðaður við tölu nemenda. Sá styrk- ur þyrfti helzt að vera 30—40 kr. fyrir hvern nemanda, allt að 1000—1200 kr. yfir kennsluárið. Kennsla í skólunum færi aðallega fram í fyrirlestrum, eða að svo miklu leyti, sem því yrði komið við. — Aðalnámsgreinarn- ar, auk reiknings, hugsa eg mér: íslenzku, sögu, einkum sögu íslands, landafræði, og þá sérstaklega, að því er ísland snertir, náttúrufræði, ágrip af bókmenntasögu ís- lands, almennri menningarsögu og þjóðhags- fræði, um stjórn íslands og löggjöf eða »hvernig er oss stjórnað?« og s. fr.v. — Þá tel eg líklegt, að kennd væri enska og danska og ennfremur ágrip af heilbrigðis- fræðinni, leikfimi og söngur. Námstíminn ætti að vera tveir vetur, og kennslan eða skólahaldið háð umsjón og eptirliti landstjórnarinnar. Búskapurinn á skólajörðunum þyrfti og ætti að vera til fyrirmyndar. Mætti þá haga því svo, að þar færi fram að sumr- inu verklegt nám fyrir þá nemend- ur skólans, er óskuðu eptir að taka þátt í því, með umsjón og styrk frá hinu op- inbera. Kennarar skólans þyrftu að vera tveir, og annar þeirra að minnsta kosti lýðhá- skólamaður. En báðir þurfa þeir að sjálf- sögðu að vera vel menntaðir og hæfileik- um búnir til að kenna. Fæði, húsnæði og aðra aðhlynningu eiga nemendurnir að fá í skólanum eða hjá forstöðumanni hans gegn hæfilegri borg- un. Að öðrum kosti gætu þeir haft sam- eiginlegt borðhald fyrir eigin reikning og ráðið matselju, ef það reyndist hagkvæm- ara eða betra. — Skólarnir ættu að vera sameiginlegir fyrir pilta og stúlkur. Auk þessara ungmennaskóla eða lýð- skóla, væri æskilegt að stofnaður yrði með tímanum, einn lýðháskóli samkvæmt hugmynd Páls Briems fyrir land allt. Hann hugsaði sér þann skóla f Reykjavík eða í nánd við hana, og að öll ungmenni landsins, eða menn milli tvítugs og þrftugs væru skyldir að ganga í skólann. Hugmynd þessi er fögur og góð, en til þess að henni geti orðið framkvæmda auðið, þarf hugsunarháttur þjóðarinnar að breytast, og menntunaráhuginn að aukast. — Ungmennaskólarnir ættu að geta stutt að þessari breytingu og undirbúið jarð- veginn. Þeir eiga því að taka við þar, sem barnafræðslan endar, og halda fræðslu- starfinu *áfram. Þeirra hlutverk er að þroska andlega hæfileika ungmennanna og búa þá undir lífsbaráttuna. StarfsYið presta, Eptirfarandi greinarstúf skrifaði eg í fyrravetur; síðan hefi eg rætt þetta mál við ýmsa skynsama og athugula menn, — þar á meðal nokkra presta — er flestir hafa verið skoðun minni hlynntir. Nú flytur »Fjallk.« grein eptir prest, sem gengur að mestu ísömuátt; en málþetta snertir svo mikið alþýðuna, að það er engin furða þó ýmsir alþýðumenn vilji leggja orð í belg. Sú skoðun hefir óðum rutt sértil rúms hér á landi, að æskilegt væri að fækka prestum að mun. Þetta er bein afleiðing af því, að menn sjá, hve lítið [þeir hafa að gera. Hin andlegu störf prestanna fara stöðugt minkandi; kirkjurækni hnign- ar og eptirlit þeirra með barnauppfræðslu orðið sama og ekkert, að minnsta kosti víða. Að öllum líkindum verða prestar settir á föst laun úr landssjóði 'og losast þeir þá enn við einn starfslið nl. launainn- köllunina. Prestsverkin eru því að verða nokkurs- konar aukastörf, enda eru laun presta yfirleitt svo lág, að þeir eru nauðbeygðir að hafa aðra bjargræðisvegi. Þaðerekki óalgengt hér á landi, að prestar stjómi stórum búum og vita þó allir, að slík bú- stjórn, ein sér, er ærinn starfijhanda dug- andi manni. Samkomulag milli presta og safnaðaer því miður víða ekki svo gott, sem vera ætti; stafar það meira af því, að menn líta hornauga til prestastéttarinnar, en af persónulegri óvild. Þessi kali við prestastéttina stafareink- um af því, að almenningur álítur hin bæt- andi áhrif prestanna á trúar- og siðferðis- lífið svo lftil, að lítið sé fyrir þau gefandi, — er sár yfir því, að gjalda til þeirra ærna peninga fyrir lítil störf. Hvað vinnum vér með því að fækka prestum ? Einungis það, að kjör þeirra verði betri, þeir eru þá ekki nauðbeygðir til að reka aðra atvinnu, geta eingöngu gefið sig við embættisverkum sínum. En á hinn bóginn er eg hræddur um, að það hafi engin glæðandi áhrit á kirkju- rækni manna; miklu fremur mun það reynast svo, að eptir því, sem prestar fækka, því minni verða þau áhrif, erþeir hafa; — þeir munu fjarlægjast enn meir söfnuðina í andlegum efnum. Margir álíta það aðal-orsökina til hnign- andi kirkjurækni, að prestar hafi ekki tekið þeim framförum í andlegri mennt- un og kennimannlegri þekkingu, sem vera ætti í samræmi við vaxandi alþýðumenntun. Eg viðurkenni þetta rétt, að vissu leyti en eg sé ekki að þetta lagist með fækk- un presta. 1 fám orðum; hvernig sem eg hugsa málið hlýt eg að verða mótfallinn fækk- un presta, af þeirri [einföldu ástæðu, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.