Þjóðólfur - 14.06.1907, Blaðsíða 2
98
ÞJOÐOLFUR.
eg álít, að vér höfum yfirfljótanleg and-
leg störf handa þeim.
Einhverja helztu orsökina til hinnar
vaxandi fjarlægðar milli presta og safn-
aða állt eg minnkandi áhrif presta á æsku-
lýðinn.
Það var gamall og góður siður, að
prestar ferðuðust um sóknir sínar, minnst
tvisvar á vetri og yfirheyrðu börn, en nú
eru slíkar »húsvitjanir« að mestu lagðar
niður. Það var lika algengt, að prestar
tóku börn og kenndu þeim á heimili
sínu, en naumast er þó hægt að búast
við því, að prestar geti að nokkrum mun
gefið sig við barnauppfræðslu undir nú-
verandi kringumstæðum þeirra.
Allir munu viðurkenna það ætlunarverk
prestanna, að glæða trúarlífið, — að lífga
og þroska fegurstu og göfugustu tilfinn-
ingar mannshjartans, — að styðja dyggðir
og siðgæði manna.
A hvern hátt ættu prestarnir hægra
með að vinna þetta þýðingarroikla hlut-
verk, en þann, að hafa börnin undir sinni
hendi, ogUeggja sjálfir hjá þeim grund-
völl hinnar andlegu [menntunar, og leiða
þau að nokkru*leyti þýðingarmesta áfang-
ann af þroskaskeiðinu.
Hvar munu hin dýrmætu frækorn trú-
arinnar falla í betri jarðveg en saklaust
og hreint barnshjarta?
Og þegar börnin yrðu fullorðnir menn
menn, þá mundu geislar hinna guðræki-
legu upplýsinga falla hjá þeim í sáðan
og undirbúinn gróðrarreit í stað óyrktrar
jarðar.
Það velvildarþel, jsem .börnin fengju á
presti sínum og kennara mundi verða
rótgróið og jafnframt leiða til þess, að
koma á betra samkomulagi milli presta
og safnaða.
Nú vill svo vel til, að fyrir hendi liggja
breytingar á tilhögun’alþýðumentunarinnar
jafnframt breytingu á prestaskipuninni; það
er því einmitt nú tími til að athuga, hvort
ekki sé heppilegt að sameina þessar ná-
skyldu stöður, barnakennara og presta,
einkum þar eð eg held, að þessi samein-
ingartillaga hafi talsvert fylgi.
Eg hefi nú leitast við við að sýna fram
á, að séu prestar látnir hafa á hendi
barnakennslu, þá verði þeim auðveldara
að leysa af hendi ætlunarverk sitt, svo
að það verði gagnlegra og þýðingarmeira
í þjóðfélaginu og þar af leiðandi betra
samkomulag milli presta og safnaða.
Eg efast ekki um það, að flestir séu
mér samdóma í þvl, að ætlunarverk prest-
anna sé svo mikilsvert, að það sé sann-
arlega ómaksins vert, að styðja að því,
að þeir geti leyst það vel af hendi; og
að það sé einhver helzti máttarstólpi þjóð-
heillarinnar.
Með þessari sameiningu vinnst það einn-
ig, að vér höfum þá jafnan sæmilega vel
mentaða barnakennara. Það mun og
verða talsverður vinnusparnaður, vér losn-
umþá við að þurfa að mynda nýja stétt; og
jafnframt er það fjársparnaður, því launa-
viðbót prestanna mundi tæplega verða
jafn há og laun sérstakra kennara.
Auðvitað ætlast eg ekki til, að prestar
verði barnakennarar nema til sveita, sér-
stakiega í fámennum og strjálbyggðum
sveitum.
Ekki finnst mér nein ástæða fyrir oss
Islendinga, að fylgja mjög dæmi annara
þjóða í þessu efni, þar sem ýmsar kring-
umstæður eru svo óllkar; vér verðum að
sníða oss stakk eptir vexti í þessu efni.
Eg get hugsað mér, að einhverjum há-
æruverðugum prestaöldungum finnist sér
naumast samboðið, að kenna börnum, en
því er fljótsvarað: Er barnakennsla nokk-
uð óvirðulegri staða en bústjórn og toll-
heimta? Ekki er hún heldur erfiðari, að
eg held.
Sem kennarar og mentunarleiðtogat
hafa prestarnir getið sér beztan orðstír í
sögu vorri; sá starfi hefir fágað margan
blett af skildi [ prestastéttar vorrar, og
fegrað furðanlega hinar marglitu minn-
ingar verka hennar.
Ýmsir koma með[þá mótbáru gegn þess-
ari sameiningartillögu, að ekki sé við þvl
að búast, að allir prestar hafi kennara-
hæfileika, en eg hefi þá skoðun, að sér-
hver góður prestur sé einnig góður kenn-
ari, þvl starfi prestanna er 1 raun ogveru
kennsla, — kennsla, sem er mjög nátengd
hinum þýðingarmestu atriðum í uppfræðslu
barna.
Saga vor sýnir einnig, að hinir nýtustu
og beztu af biskupum vorum og prestum
vorum voru jafnframt atkvæðamestir sem
mentunarleiðtogar.
Sumir kunna að óttast miður holl áhrif
í ýmsum greinum, er prestar kynnu að
hafa á börnin, svo sem þröngsýni í trú-
arefnum; eg sé þó enga ástæðu til að
óttast þetta, meðan kirkjustjórnin hefir
töglin og hagldirnar.
En séu kenningar prestanna óhollar og
spillandi fyrir æskulýðinn, þá eru þær
það einnig fyrir fólk yfirleitt, og hreint
ekki þess virði, að til þess sé kostað
ærnu fé, — þær eru þá regluleg land-
plága, sem vert væri að leggja fé til að
útrýma eins og drepsótt.
Um slíkt þarf þó eigi að tala, því prest-
ar hér á landi eru alls ekki þröngsýnir í
trúarefnum, enda óttast eg hreint ekki
skaðlegri áhrif frá þeim í þvl efni, en
öðrum kennurum og jafnvel sfður.
I sambandi við þetta mál get eg ekki
sneitt hjá að fara nokkrum orðum um
ræður presta. Auðvitað þarf efnið í þeim
að vera gott, en það þarf líka að vera
vel skýrt og klætt 1 viðeigandi og að-
laðandi búning. Jafnframt þvl sem prest-
urinn er trúfræðingur, þarf hann einnig
að vera reglulegur siðfræðingur (Moral-
filosof); hann verður að leggja alla stund
á að kynna sér og skýra fyrir sóknarbörn-
um sínum orsakir og afleiðingar dyggða
og lasta.
Eg á ekki við, að hann færi stöðugt
ófundna leyndardóma sálar- og mannlífs-
ins fram á sjónarsvið almennings, það
væri að gera of harðar kröfur; en það
eru ýmsir fjársjóðir í þessum efnum, sem
þektir hafa verið um langan aldur, þó
þeir séu almenningi ókunnir, enda stend-
ur mikill hluti alþýðunnar sorglega lágt í
allri siðfræði; úr því ættu prestarnir að
bæta.
Það er almenn regla presta vorra, að
draga allar sínar ályktanir og sam-
líkingar úr guðspjallinu-og hverfa að þvi
aptur og aptur. Þessi regla er orðin svo
gömul og algeng. að það eru hreinustu
undantekningar í ræðum sumra presta, ef
eitthvað heyrist nýtt, auðvitað hefir það
heyrst á öðrum stað með öðrum orðum.
Ræður prestanna komast svo sjaldan að
hjartanu hjá fjöldanum. Vér erum svo
veraldlega sinnaðir, að það er óumflýjan-
legt, að ræðurnar séu að sumu leyti ver-
aldlegar til þess að þær nái eptirtekt vorri
og séu ekki utan við sjóndeildarhring
vorn. Er það nokkur galli á ræðu, þó
að hún sýni að dyggðir og mannkostir
eru dýrmætustu og happasömustu fjársjóðir
mannsins þegar í þessu lífi ?
Einn okkar allra bezti prestur, séra
Jónas Jónasson á Hrafnagili lætur talsvert
bera á siðfræði í ræðum sínum, en það
hefi eg heyrt ýmsa segja, að enginn prest-
ur hafi snortið eins hjarta sitt og dregið
hug sinn að því hirnneska sem hann.
Því miður hefi eg aldrei heyrt til þessa
ágæta kennimanns, en svo mikið veit eg,
að varla getur sannari og einlægari trú-
mann en hann.
Kollavík i2/3 1907.
Jón Guðmundsson.
hngmálafundur á Akranesi
var haldinn þar 10. þ. m. af þingmanni
Borgfirðinga. Á fundinum mættu um 50
kjósendur.
Þessi mál komu til umræðu og samþyktar:
1. Landhelgismálið. Eptir tals-
verðar umræður var samþykkt svohljóðandi
tillaga í einu hljóði:
»Fundurinn skorar á alþingiað taka land-
helgismálið til ítarlegrar yfirvegunar, og
reyna í samráði við landsstjórnina og út-
lend stjórnarvöld, að fá Faxaflóa friðlýstan
fyrir botnvörpuveiðum og landhelgislínuna
færða meira út.
2. Sambandsmálið: Eptirlitlar um-
ræður var samþykt eptirfarandi tillaga með
öllum greiddum atkvæðum (23 atkv.):
„Fundurinn gengur að því vísu, að kon-
ungur skipi menn af öllum flokkum í sam-
eiginlega nefnd til að rannsaka sögulega og
stjórnarfarslega afstöðu Islands til Danmerk-
ur. Komi þeir me'nn fram með 'tillögur um
sambandsmálið, þá skulu þær birtar almenn-
ingi í tæka tíð fyrir næstu þingkosningar, og
skulu byggjast á því, að ísland verði frjálst
sambandsland við Danmörku og sérmál
þess verði eigi borin upp í ríkisráðinu."
3. Kirkjumálið: Svohljóðandi til-
laga samþ. 10: 4.
„Fundurinn álítur réttast að kirkjan verði
aðskilin frá ríkinu, eignir hennar seldar og
varðveittar í sérstökum sjóði, þar til öðru-
vísi verður ákveðið.
4. Kvennréttindamálið: Svolát-
andi tillaga samþykt umræðulaust:
„Fundurinn skorar á alþingi, að taka kvenn-
réttindamálíð til meðferðar og veita konum
fullt jafnrétti við karlmenn, samkvæmt áskor-
un hins íslenzka kvennfélags.
5. K e n n s 1 u’m á 1. Eptir nokkrar um-
ræður var samþ. svohljóðandi tillaga [með
öllum greiddum atkvæðum:
„Fundurinn hallast að frumvarpi stjórn-
arinnar frá síðasta þingi um fræðslu barna.
6. Læknaskipunarmálið. Eptir
nokkrar nmræður samþ. svolátandi tillaga
með öllum greiddum atkvæðum:
„Fundurinn er meðmæltur læknaskipunar-
frumvarpi stjórnarinnar.
7. Vegamál. Svolátandi tillaga samþ.
umræðulaust með öllum atkvæðum:
„Fundurinn mótmælir því, að taka nokk-
urn þátt í viðhaldskostnadi við flutningabraut
í Mýrasýslu."
8. Fundurinn tjáir sig meðmæltan að
stofnuð sé lánsdeild við Fiskiveiðasjóð ís-
lands. Samþykt í einu hljóði.
9. Vitamál. „Fundurinn skorar á al-
þingi að veita sem fyrst fé til vita á Akra-
nesi. Samþ. með öllum greiddum atkvæðum.
10. B a n k a m á 1: „Fundurinn er mótmælt-
ur því að seðlaútgáfuréttur hlutabankans sé
aukinn, en telur ekkert til fyrirstöðu því, að
honum sé leyft að auka hlutafé sitt, en skor-
ar jafnframt á alþingi að styrkja landsbank-
ann til hagfeldrar lántöku." Samþ. með öll-
um atkv.
ix. Kjördæmaskiptingin. „Fund-
inum þykir ekki enn kominn tími til að
gjöra neina breytingu á kjördæmaskiptingum,
enda ætti sú breyting að vera í sambandi
við afnám konungkjörinna þingmanna."
Samþ. með öllum greiddum atkvæðum.
Með því eigi komu fleiri mál til umræðu
var fundargerðin lesin upp og samþykt.
Fundi slitið.
Sv. Guðmundsson. Olafur Finsen.
fundarstjóri. skrifari.
Um Tömas Sæmundsson
hélt Guðm. Finnbogason magister fróðleg-
an fyrirlestur í Báruhúsinu 7. þ. m. á 100
ára afmæli hans. S. d. komu út bréf séra
Tómas með ágætri mynd af honum, búin
til prentunar af séra Jóni Helgasyni presta-
skólakennara, eins og getið var um í síðasta
blaði., Eru bréf þessi alls 45 að tölu: 20
til Jónasar Hallgrímssonar, xotilSæmund-
ar Ögmundssonar 1 Eyvindarholti föður
Tómasar, 9 til Konráðs Gíslasonar, 1 til
Brynjólfs Péturssonar, 2 til þeirra félaga
allra þriggja (Konráðs, Jónasar ogBrynjólfs)
1 til Þorgeirs Guðmundssonar, 1 til skóla-
pilta á Bessastöðum og 1 til kunningja f
Höfn. Fyrsta bréfið er dagsett 20. ágúst
1827 en hið síðasta (til Jónasar) 25. marz
1841, tæpum 2 mánuðum áður en séra
Tómas andaðist. Flest bréfin til félaga
hans í Höfn snerta mest útgáfu! Fjölnis
en elztu bréfin mest próf hans og annara
landa í Höfn. 4 bréfin til föður hans eru
rituð á suðurgöngu séra Tómasar og skýra
aðallega frá þeirri ferð. Bókin er alls 19
arkir að stærð og mjög vönduð að frá-
gangi öllum (á kostnað Sigurðar Kristjáns-
sonar). Ætti hún að seljast vel, því að þetta
er merkisbók og hefur mikinn fróðleik að
geyma um ýmiskonar efni á því tímabili,
er hún nær yfir. Lýsir hún og einkarvel
áhuga séra Tómasar á landsmálum og öll-
um framförum þjóðar sinnar og sýnir, að
hann hefur á margan hátt verið á undan
sínum tíma.
A þessu 100 ára afmæli hans 7. þ. m..
blöktu fánar á stöng víðasthvar í bænum.
€rlenð simskeyti
til Pjóðólfs frá R. B.
Kaupmannahöfn, 11. júní kl. 4,35 e. h.
Látinn
er Koch justitiarius í hæstarétti.
Sjálfstjórn
hefur Óraníunýlendan fengið á líkan hátt
og Transval.
I konungsförinni
verður skipið la Cour (frá sameinaða gufu-
skipafélaginu).
Veðurskeyti.
Norska stjórnin leggur, til að veittir séu
6000 frankar árlega til veðurskeyta frá
Islandi.
Drukknun.
Fimm ungir kappróðrarmenn frá Næst-
ved drukknuðu á sunnudaginn var.
Konungshjónin dönsku.
hafa fengið hátíðlegar viðtökuríLundúnum.
Pgzku keisarahjónin
heimsækja Danmörk í júlímánuði.
Hallœri
í vínyrkjuhéruðunum á Suður-Frakklandi.
Múgurinn þyrpist saman með hávaða og
bæjaríulltrúar leggja niður völdin.
Uppþot
í Japan út af atburðum í San Francisco.
Mótspyrnan (gegn stjórninni) eykst; ákafar
æsingar.
13. júní, kl. 6 e. h.
Konungshjónin dönsku
fara I kveld frá Lundúnum til Frakklands.
Vínyrkjauppþotið
á Frakklandi er að breiðast út.
Morð.
í nánd við Gautaborg fannst bóndi,
kona hans, stjúpdóttir ogbörn, allt myrt.
Áttaskipti
allgreinileg virðast nú vera komin í
skoðanir sumra »stjórnarflokksþingmann-
anna«, er rituðu undir desemberyfirlýsing-
una sælu. T. d. verður ekki annað séð
af »Norðurlandi« 25. f. m., en að al-
þingismennirnir, Guðl. Guðmundsson bæj-
arfógeti og Magnús Kristjánsson séu orðnir
sammála ávarpsmönnum í sambandsmál-