Þjóðólfur - 26.07.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.07.1907, Blaðsíða 2
122 ÞJÓÐ ÓLFUR. Eins og sjá má af frv. eru allar brýr, bæði stórar og smáar, taldar með vegum þeim, er þær liggja á, og viðhald þeirra háð sömu reglum sem veganna. Arnes- og Rangár- vallasýslur eiga því að kosta viðhald stór- brúnna yfir Þjórsá og Ölfusá, viðhald, sem nú hvílir á landsjóði. Nefndin var samdóma um, að þetta væri allþung byrði, enda þótt um smærri brýr væri að ræða en þessar. Það hefur því verið stungið upp á þeirri miðlun, að ef miklar skemmdir verða á brúm þessum af jarðskjálftum, ofviðri eða öðrum ófyrirsjáanlegum atvikum, þá skuli landsjóð- ur bæta þær skemmdir að öllu Ieyti á sinn kostnað, Hinsvegar mun það hafa verið meining stjórnarinnar, þótt það komi ekki nógu glöggt fram í frumvarpinu, að lands- sjóður kostaði, þá er þörf krefði, endurbygg- ingu allra hinna stærri brúa (járnbrúa) á flutningabrautum, en ekki sýslufélögin, og landsverkfræðingurinn, er kvaddur hefur ver- ið álits um þetta mál, hefur skýrt nefndinni frá, að hann hafi ávalt talið þetta fyrirkomu- lag sjálfsagt. En með því að áríðandi er, að þessum skilningi laganna sé slegið algerlega föstum, svo ekki sé um að villast, þykir rétt- ast að taka þetta skýrt fram í frv. og hefur því nefndin gert ákveðnatillöguumþað. Hefði landsjóður ekki haft þessa lagaskyldu, gat ekki annað komið til mála, en að sýslufé- lögin hefðu heimtað álag á brýrnar, er þau tóku við þeim. En nú virðist mega við það una, að um afhending brúa gildi hið sama og um afhending vega, að allt sé í góðu standi, er afhendingin fer fram. Þá hefur og nefndin tekið það beinlinis fram með ákveðinni tillögu, að sama skylda um bætur á ófyrirsjáanlegum skemmdum og um endurbyggingu hvíli á landssjóði, að því er snertir allar brýr, er þegar eru byggðar eða byggðar verða á flutningabrautum og kosta yfir 15,000 kr. Nefndin var öll á einu máli um það, að það hlyti að vera sjálfsögð afleiðing af þess- ari stefnubreyting í vegaviðhaldinu, er frumv. gerir, að eptirstöðvar allra lána, er sýslufé- lög hafa tekið úr viðlagasjóði til flutninga- brauta, að brúm meðtöldum, féllu niður frá 1. október 1909, eða frá þeim tíma, sem sýslurnar taka að sér viðhaldið. Hversu upp- hæð þessi sé mikil, verður nú ekki sagt með vissu, en eptir þeim upplýsingum, er nefnd- in hefur fengið hjá gjaldkera landsjóðs, munu eptirstöðvar þessara lána naumast fara mik- ið’ fram úr 20,000 kr. — Samskonar lán, sem tekin eru annarsstaðar en í viðlagasjóði munu vera örfá, og sú upphæð sáralítil, og Ieiðir það af sjálfu sér, að landsjóður tekur að sér, að greiða eptirstöðvar þeirra lána, frá sama tíma og hin falla niður". — — Fræðsla barna. Nefndin í'iþví |máli í Nd. hefur orðið ’einhuga um að aðhyllast frumv. stjórnar- innar. I nefndarálitinu segir meðal ann- ars um þetta efni: „— — Víða hafa menn litið svo á, að stjómarfrumvarpið innleiddi skólaskyldu um land allt, er leiddi til þess, að reisa yrði með ærnum kostnaði skólahús, eitt eða fleiri, í hverjum hreppi, og þessa skóla ættu svo sveitirnar að kosta að mestu leyti um aldur og æfi. Mönnum hefur ógnað að taka á sig slíka byrði, og því snúizt á móti stjórn- arfrumvarpinu,*en aðhyllzt efri deildar frum- varpið, sem lætur þeim í sjálfsvald, hvernig þeir haga barnafræðslunni, og hvort þeir verja til hennar einum eyri eða engum úr sveitaj-sjóði. Vér þykjumst þess fullvissir, að menn hefðu almennt fallizt á frumv. stjórnarinnar, ef þeir hefðu athugað nógu rækilega ákvæði 4. gr. frv. — Þar er með skýrum orðum sagt, að þeir hreppar — og þeir eru miklu fleiri en hinir — sem ekki eiga kost á, að senda börn í fastan skóla, séu skyldir til að sjá þeim börnum á skólaaldri fyrir fræðslu hjá farkennara, að minnsta kosti tvo mán- uði á ári, semj[ekki fá jafngóða fræðsiu á annan hátt. Þessi er þá byrðin, er frv. fer fram á, að lögð verði á sveitarsjóðina, byrði, sem þar að auki að hálfu Ieyti hvílir, eða getur hvtlt á landsjóði. Það traust berum vér til áhuga méiri hluta almennlngsl á fræðslumálum, að hann telji ekki eptir sveitarsjóðunum, að láta svona lítið af mörkum, til þess að koma í veg fyrir, að nokkurt barn fari á mis við nauðsynlega fræðslu, og geti með hægu móti náð því fræðslulágmarki, sem frumv. setur. Frumv. stjórnarinnar er' byggt á þeirri grundvallarsetningu, að þjóðfélaginu sé skylt að sjá um, að hvert einasta barn þjóðar- innar eigi kost á að njóta þeirrar mennt- unar, sem nauðsynleg er talin hverjum manni. í frv. eru ákveðnar kröfur um kunnáttu barna, sem eru fullra 14 ára. En jafniramt því, að gera þessar kröfur til einstakling- anna, skyldar frv. þjóðfélagið — sveitar- sjóðina og landsjóð með vissum skilyrðum — til þess að styðja að því með fjárfram- lögum, að foreldrar og framfærendur barn- anr.a geti fullnægt fræðslukröfunum. Ekkert getur, að voru áliti, verið sjálf- sagðara né sanngjarnara. Frv. efri deildar raskar algerlega þessum grundvelli. Það gerir allar sömu kröfurnar, en lætur það vera á valdi minni hluta almennings, hvort nokkur eða enginn eyrir er lagður fram &i sveitasjóðunum til fræðslu barna. — Meira að segia tæpur einn fjórði hluti at- kvæðisbærra manna í hreppi hverjum getur, eptir því frumv., komið í veg fyrir það, að nokkurt fast skipulag komizt á barnafræðslu sveitarinnar. — Að setja slík lög, virðist til- gangslítið, þau mundu verða pappírsgagn eitt og því betur ósamin. Yrði frv. efri deildar að lögum, mundi fræðslusamþyktaákvæði þess — og þau eru kjarni frv. — koma til framkvæmda á þeim stöðum einum, sem þeirra er minnst þörf. En alstaðar þar sem áhugi manna á fræðslu- málum er svo daufur, skilningur manna á gagnsemi og nauðsyn góðrar barnafræðslu svo sljór, að menn vilja lítið og helzt ekkert á sig leggja til þess, að koma henni í betra horf en nú er, þar mun allt sitja í sama farinu um óákveðinn tlma. I fám orðum sagt, þar sem þörfin á skjótum umbótum er mest, mundu Iögin ekki koma að neinu liði. Eptir frv. stjórnarinnar hafa skólanefnd- irnar vald, og þeim er fengið í hendur eða til umráða fé, til þess að framkvæma það vald. Fræðslunefndir efrideildarfrumvarps- ins eru aptur á móti valdalitlar og félausar og geta því að eins að gagni komið, að mikill meiri hluti manna í fræðsluhéruðun- um fallist á tillögur þeirra. Frumv. stjórnarinnar gerir foreldrum og forráðendum barna það að skyldu, að láta öll börn á skólaaldri, sem ekkf njóta nauð- synlegrar fræðslu heima fyrir, að áliti skóla- nefndar, ganga í þá skóla, sem þegar eru til, eða seinna kunna að verða stofnaðir af frjálsum vilja manna. Efri deildar frumv. lætur þetta allt laust og bundið, gefur að eins heimild til, að gera um það samþykkt eins og annað, sem hér að lýtur. í stuttu máli, frumv. stjórnarinnar kemur fastlög- bundnu skipulagi á barnafræðslu í landinu, bæði á fræðsluna sjálfa, fjárframlög til henn- ar og allt fyrirkomulag. — Efri deildar frv. leggur það á vald alþýðu manna, að skipa fyrir um þetta. — —“ Almennur kosnlngaréttur. Eins og kunnugt er, lagði stjórnin frv. fyrir þingið um rýmkun kosningarréttar- ins þannig, að 4 kr. aukaútsvarsgreiðsla, sem 1 gildandi stjórnarskrá er gerð að skilyrði fyrir kosningarrétti, skuli burtu falla, og fá með þessu kosningarétt allir karlmenn, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, og að öðru leyti fullnægja hinum almennu skilyrðum um 25 ára aldur, óflekkað mannorð, heimilisfestu í kjör- dæminu eitt ár, óskert fjárráð og skuld- leysi af sveitarstyrk. Meiri hlutinn vill aðhyllast þetta frv. stjórnarinnar, en minni hlutanum (Eggert Pálss., B. Kr.) þykir hér ofskammt farið, og fer í ágreinings- áliti um það meðal annarsþessum orðum: „Við lítum, að vísu eins og meiri hlutinn svo á, að kosningarréttinn til alþingis beri ekki að miða við nokkuð ákveðið gjald, þar eð allt slíkt gjald, hverrar tegundar sem er, getur ekki, út af fyrir sig, verið nein trygg- ing fyrir því, að vel og viturlega sé með þann rétt farið, heldur er hún að eins fólgin í samvizkusemi og þroska þess, er með hann fer. En með þvf að þessi samvizkusemi og þessi þroski á sér vitanlega engu síður stað hjá hinum umkomuminni, en hinum efnaðri, engu síður hjá konu en karli, þá virðist okkur, að með frumvarpi því, sem hér um ræðir, sé allt of skammt farið í aukning kosningarréttarins. Við sjáum enga ástæðu til þess, að gera þann mismun á lausamanni og vinnumanni, að hinum fyr- nefnda skuli takmarkalaust veittur kosninga- réttur til alþingis, ef hann að eins hefur náð ákveðnu aldurstakmarki, er skuldlaus við sveit og hefur óflekkað mannorð, en hinum síðarnefnda skuli vera neitað um hann, þótt hann fullnægi öllum sömu skilyrðum og gjaldi auk þess máske meira eða minna til allra stétta. Með slíku fyrirkomulagi væri óneitanlega gefið í skyn, að lausamennsku- stöðuna bæri skilyrðislaust að skoða hjpa- stöðunni æðri, en það teljum vér hvorki réttlátt né eptir ástæðum heppilegt. Við lítum einnig svo á, að eigi fullkomin sann- girni og réttlæti að ráða, þá ætti konum jafnt sem körlum, eptir þroska og hæfileik- um, að gefast kostur á, að taka þátt í lög- gjafarstarfi þjóðarinnar, og í því skyni beri því að veita þeim bæði kosningar- og kjör- gengisrétt til alþingis". Frv. stjórnarinnar samþ. óbreytt við 2. umr. í Nd. í gær. Þlngmannafrumvörp. Frv. til laga um stofnun húsmæðraskóla er borið upp í Nd. Flutningsmenn Pétur Jónsson, Stefán Stefánsson (Eyf.), Stefán Stefánsson (Skagf.)., Jón Jónsson og Þórh. Bjarnarson. Er þar farið fram á, að stofna tvo slíka skóla, annan fyrir Suður- og Vesturland, en hinn fyrir Norðurland og Austurland, og séu settir í sveit, þar sem hagkvæmast þykir og hafa jörð til nauðsynlegra afnota. Markmið skólanna á að vera, að veita konum þá kunnáttu, bóklega og verklega, sem nauðsynleg er hverri húsmóður í búanda stöðu og gera hana færa um köllun sína. Skólarnir eiga að hafa á hendi bæði bóklega og verk- lega kennslu og aðalnámsskeið sé allt að 7 mánuðum (frá október—maí) ár hvert. Hvor skólinn um sig á að geta tekið á móti 30 nemendum, er jafnframt hafi heimavistir í skólanum. Kostnaður við að gera skóla þessa úr garði, greiðist úr landsjóði, að öðru leyti en því, sem hér- uðin styrkja til þess. Kennaralaun og annar árlegur kostnaður greiðist og úr landsjóði. Frv. nefnir ekki launahæð kennaranna, eða hversu margir þeir skuli vera. Nefnd í Nd. Pátur Jónsson, Stefán Stefánsson (Eyf.), Ól. Ólafsson, Hannes Þorsteinsson, Jóh. Ólafsson. Skattamálanefndin í Nd. hefur flutt frv. um breytingn á lögum 13. apríl 1894 um útflutningsgjald: að af hverri sfldartunnu (108—120 pt.) í hverjum umbúðum, sem hún flytzt, skuli| útflutningsgjald vera 50 aurar. Þetta frv. hefur verið samþ. í Nd. með þeim viðauka (frá M. Kristjánssyni o. fl.) að 1 o°/o af þessu gjaldi skuli greiða í Fiskiveiðasjóð íslands, og skuli þvl fé varið til eflingar síldarútveg innlendra manna. Stefán Stef. (Skagf.), Árni Jónsson og Jón Jónsson flytja frv. til laga um heim- ild til að leggja sporbraut milli Skerja- fjarðar og Reykjavíkur og til að setja reglugerð um notkun hafnar í Skerjafirði. Það er hlutafélagið Höfn, sem um leyfi þetta sækir, en því félagi veita forstöðu: Björn Ólafsson augnlæknir, Ólafur Árna- son kaupm. og Sigurður Briem póst- meistari. Fjórar nýjar verzlunarstaðalöggildingar eru enn komnar fram: að Eysteinseyri við Tálknafjörð, Tjaldanesi í Arnarfirði Króksfjarðarnesi í Geiradalshreppi og Kalmansárósi við Hvalfjörð. LæknamáliO. Nefndin í því hefur klofnað í tvennt. Meiri hlutinn (Guðm. Björnsson, Ól. Thorl., Guðl. Guðm.) vill samþykkja stjórnarfrumvarpið með lítilsháttar breyt- ingum á skipun einstakra læknishéraða, og er algerlega samþykkur tillögum frum- varpsins um launakjör lækna, bæði föstu launin og hækkun gjaldskrárinnar (taxt- ans), en minni’ hlutinn (Stef. Stef. Eyf., Jóh. Ólafsson) vill ekki fallast á þá hækk- un, en vill yfirleitt halda borguninni fyrir aukaverk lækna á sama stigi og verið hefur. Nefndir i Nd.: Stjórn landsbókasafnsins: Þór- hallur Bjarnarson (skrifari), Guðl. Guð- mundsson (form ), Skúli Thoróddsen. Lánsdeild við Fiskiveiðasjóð i n n : Magnús Kristjánsson, Björn Bjarnar- son, Björn Kristjánsson. Þinghlé það, er konungskoman hefur í för með sér er nú byrjað. Síðasti fundur í þinginu í dag. Þar verður að rýma burtu borð- um úr neðrideildarsalnum, með því að móttaka konungs fer þar fram. Þingið mun aptur taka til starfa 10.—12. ágúst, og verða framlengt til 10—xi. september að líkindum. Konungur stígur hér á land á þriðju- dagsmorguninn kl. 9—10. Móttökunefnd- in útbýtir væntanlega nógu snemma ítar- legri dagskrá fyrir alla dvöl konungs hér. -Crlenð símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmannahöfn, 23. júlí kl. 6,m e. h Konungsföriii. Þá er »Birma«, »Atlanta« og »Geysir«. lögðu af stað héðan á sunnudaginn; var fjöldi fólks saman kominn, og kvaddi konung með húrra-ópum. Veður var bjart og fagurt. Kveðjuskot dundu frá virkjunum, er konungsföruneytið fór þar hjá. I gær kom frétt frá skipunum í Skagerak og sagður kyr sjór. »LaCour« fer héðan í kveld. Hryðjuverk á Jótlandi. Frá Holstebro símað, að ráðskona hús- manns nokkprs í þorpi þar í grennd, hefði hengt þrjú börn hans, og þrjú börn, er hún átti sjálf, en síðan sjálfa sig. Manntjón. Frá San Francisco símað, að gufu- skipið »Columbia« hafi farizt af árekstri, 69 menn drukknað, en 144 verið bjargað. Frá París er símað, að æfingar með hernaðarlopt- farið »Patiia« takist framúrskarandi vel. Kóreukeisari hefur lagt niður völdin og fengið þau krónprinzinum í hendur. Alvarlegar róst- ur á ferðum, en að líkindum tekst Japön- um að bæla þær niður. Kaupm.höfn, 25. júlí kl. 5m e. h. Konungur í Fœreyjum. Frá Trangisvaag er símað, að »Birma«, »Atlanta«, »Geysir« og »Hekla« hafi kom- ið þangað í gær (h. 24.) eptir viðkomu í Vogi(Vaag). Fagnaðarviðtökur í Trangis- vogi. Helmingur Suðureyjarbúa þar við- staddur. Konungur horfði á þjóðdansa í landi, en bauð helztu mönnum til veizlu úti á skipi. í kveld er haldið til Þórs- hafnar. Eldsvoði í bænum Victoria í British Columbía.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.