Þjóðólfur - 26.07.1907, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR.
123
Frtegur islenzkur taflmaOur.
í »Lögbergic 13. f. m. er skýrt frá þvl,
að landi vor Magnús Smith, taflkappi
Kanada, hafi verið einn hinna fáu manna,
er unnu eitt tafl á móti dr. Emanuel
Lasker taflkappa heimsins, er hafði komið
til Winnipeg og teflt þar 39 töfl. Vann
hann þau öll nema 5, er hann tapaði, og
2, sem urðu jafntefli. Var Magnús einn
þeirra, er vann. Þótti dr. Lasker svo
mikið koma til taflmennsku Magnúsar, að
hann bauð honum að verða meðritstjóri
við skáktímarit þau, er hann gefur út í
New-York, og segir blaðið, að Magnús
muni þvl flytja þangað innan skamms.
Auk Magnúsar tefldi einn landi, Hannes
Líndal, við Lasker og varð þar jafntefli.
Dr. Lasker er Þjóðverji af Gyðingakyni,
en hefur lengi verið búsettur 1 New-York.
Hann hefur mörg ár verið taflkappi
heimsins og sigrað alla aðra í taflþraut-
uni, en þá tefla keppinautarnir optast
mörg töfl saman. Að vinna eitt einasta
tafl móti slíkum köppum, þykir því mikil
frægð. Hver veit nema þessi landi vor,
Magnús Smith verði eptirmaður Laskers
sem taflkappi heimsins. Það væri ekki að
eins skemmtun að því, heldur einnig
frægð fyrir hinn fámenna þjóðflokk vorn.
Látinn
er 8. þ. m. hinn nafnfrægi norski vís-
indamaður Sofus Bugge, prófessor 74
ára gamall. Jarðarför hans fór fram í
Kristjaníu með stórkostlegri viðhöfn 15.
þ. m.
Bæklingur
Einars Hjörleifssonar »Frjálst sambands-
land« er kominn út í danskri þýðingu á
forlag Gyldendalsbókaverzlunar í Kaupm.-
höfn.
>Skálholt«
kom hingað frá útlöndum i gærmorgun.
Með því komu nokkrir farþegar, þar á
meðal Einar Benediktsson f. sýslumaður
Kristinn Björnsson cand med. og læknis-
frú Arndís Jónsdóttir frá Stykkishólmi.
Slys.
Tveir þýzkir menn, jarðfræðingurinn dr.
Knebel og málari Rudloff að nafni, hafa
drukknað fyrir skömmu í stöðuvatni í
eldgíg einum nálægt Öskju í Dyngjufjöll-
um. Höfðu haft með sér bát úr striga
eða gúttaperka, og farið í honum út á
vatnið, meðan fylgdarmaður þeirra, Ög-
mundur Sigurðsson, fór til Akureyrar að
sækja vistir. En þá er hann kom aptur,
fann hann bátinn rekinn, en mennirnir
voru horfnir. Þriðji maður, þýzkur, hafði
verið með þeim, en var ekki viðstaddur
þá er slysið bar að, og gat því ekkert
frá því skýrt.
Sýning á málverkum
heldur Ásgrímur Jónsson málari næstu
daga í Goodtemplarhúsinu (salnum uppi).
Eru þar meðal annars ýms ný málverk
frá Þingvöllum, stór og smá; ættu menn
að skoða safn þetta sem bezt, því að það
er sannarlega þess vert.
Skipsbruni.
4--f. m. brann frakknesktfiskiskip »Norma«
frá Dunkerkque i1/*—2 mílurfrá landi und-
an Suðursveit í Hornafirði. Skipverjum, 18
að tölu, bjargaði »Figaro« fiskiskip frásama
stað, flutti þá í land að Kálfafellsstað og
voru þeir fluttir þaðan til Fáskrúðsfjarðar.
Embættispróf í lögfræði
við Hafnarháskóla hafa tekið : Magnús
Guðmundsson með 1. eink. og Kristján
Linnet með 2. eink.
Mannslát. Aage Lorange lyfsali í
Stykkishólmi andaðist í Kaupmannahöfn 22.
f. m. úr brjóstveiki 30 ára að aldri. Hann
tók við lyfjabúðinni f Stykkishólmi 1902 og
kvæntist Emilíu dóttur Möllers lyfsala, og
eignuðust þau 3 börn. Hann var ágætur
lyfsali og bezti drengur.
+
Bjarni Bjarnarson
sölustjóri í Húsavík.
Stormur úti næðir napur,
nötrar tindur með hvítum linda.
Enn má gráta Eyjan hvíta,
amar kuldi og harmar duldir.
Hníga vonir, hættan vakir,
hamingjuleysið yfir geysar
þegar velli þeir að falla
þetta frón, sem verja tjóni.
Hvað nú brast svo hátt í austri?
Héraðsbrestur til mín vestur
hingað barst með fréttum fyrstu
farinn að værir, þú minn kæri.
Stoðar eigi oss þó bugi
angur, drenginn að gráta lengi,
en hver mun fríða fylla skarðið.
Forna Víkin þögul hnípir.
Dauði sárum þig særði stórum
sat hann hjá þér og mátt tók frá þér.
Þó ei ægði eða beygði
afli sálar kvala bálið.
Loks skein friðar bjarmi blíður.
blundur nætur, Ijúfur sætur.
lokaði sjónum svæfði meinin,
sól hné ævi fögur að sævi.
Gáfuþulur, þú ert farinn,
þig og látinn margir gráta;
veit eg foldin elur aldrei
íslenzkari dreng en var hann.
Sprett hann tók á máli mjúku
margan fríðan, á að hlýð ’ann
mest var yndi, því á þeim stundum
andinn teigaði Mímisveigar.
Gervilegur íslandsarfi
ætíð varstu, merkið barstu
eins og sá, er aldrei beygir
alda tfmans heljar kalda.
Stefnu þinni í hinnstu hafnir
haldið fékkstu, aldrei vékstu
því að enginn umhleypinga
andi þig í leiddi vanda.
Þitt hið lága leiði eg eygi,
lít þar konu er faldar hvítu
sitja aldna í sorgar feldi,
sár og trega fella tárin.
Tíminn hefur rauna rúnir V
rist á hennar ið hvita enni.
Þessum orðum hana eg heyrði
hljóðlega mæla í aptankælu:
„Sonur góði, sofðu í friði
sáran þó að eg megi tárast.
Tungu minni eg held enginn
unni meira og betur kunni.
í ljúfri minning, sonur sanni
sífellt geyma eg skal þig heima
á þínu græða leiði lágu
ljómandi rós á vori ljósu".
í des. 1906.
Benedikt Guðmundsson
(frá Húsavík).
Samsætl héldu Svíndælingar Ingvari
hreppstjóra Þorsteinssyni í Sólheimum á
Auðkúlu í Svfnadal 17. f. m., afmælisdag
Jóns Sigurðssonar, og var honum þar færð-
urað gjöf veglegur stóll með silfurskildi, og
grafið á: „Til Ingvars Þorsteinssonar, frá
sveitungum hans 1907“. Hann lagði niður
hreppstjórn á síðastl. vori, og hafði þá verið
hreppstjóri í samfleytt 36 ár, en í sjálfstæðri
stöðu um 50 ár, fyrst nokkur ár sem ráðs-
maður hjá móður sinni á Grund í Svínadal,
en lengst af sem bóndi á eignarjörð sinni
Sólheimum. Foreldrar Ingvars voru þeir
Þorsteinn bóndi Helgason á Grund og Sig
urbjörg Jónsdóttir fyrrum prests á Auðkúlu.
vfk. Kvæntur var Ingvar Ingiríði Pálma-
dóttur frá Sólheimum, systur Erlendar danne-
brogsm. í Tungunesi og þeirra systkina;
var hún honum samvalin rausnarkona.
Ekkjumaður hefur hann nú verið nær 20
árum, en búið með ráðskonum. Hann er
nú nær sjötugur að aldri og þó vel ern.
Hann hefur reist að nýju öll jarðarhús og
sléttað því nær allt túnið og girt. Ingvar
hefur notið mjög vinsælda sveitunga sinna,
enda jafnan verið hinn tillögubezti um öl-
sveitarmál.
í samsætinu tóku þátt yfir 60 manns úr
sveitinni og þótti það fara vel fram. Séra
Stefán á Auðkúlu talaði þar fyrir minni
heiðursgestsins, um leið og hann afhenti
stól þann, er áður er getið í nafni sveitunga
hans. Kand. Björn Stefánsson talaði fyrir
minni Jóns Sigurðssonar og íslenzka fánans’
sem einmitt þann dag var dreginn á stöng
um allt ísland. Auk ræðuhalda skemmtu
menn sér með söng og dansi og skildust
vel ánægðir að kveldi.
Einn af átján.
margeptirspurði er nú kominn apt-
ur, verðið er að vanda svo lágt, að
öll samkeppni er útilokuð.
Sandlaus asfaltpappi **
Rúllan 21 □ al. á 2,45.
Sandlaus asfaltpappi nr. 1.
Rúllan 21 □ al. á 3,10.
Tapet (veggapappír)
40 mismunandi gerðir. Rúllan frá
24—60 au.
Loptrósettur allar stærðir, tiltölu-
lega ódýrar, sem allar aðrar bygg-
ingarvörur í verzl.
B. H. Bjarnason.
ímsirurprÍM
er bezt. Kostar í 1h dunkuni 0,40.
Verzl. B. H. Bjarnason.
Áveitir í ten
alveg nýir, eru eins og að ann-
að ódýrastir í verzlun undirrit-
aðs. Verðið er sem hér segir:
<£>
► Aprikoser 2V2 ® dós á 85 aur.
g, Perur do. — á 95 —
Ananas U/2 ® — á 45 —
’g do. 1 ® — á 38 —
5 Tomater 2V2 S — á 55 —
£ Ennfremur:
OD
j§ Þurkuð Epli beztu teg. í 1 ®
. öskjum 65 aur.
Bæjarins langbezta
£5 Felant „Gowhalty“
^ í V* ® dósum pd. 2,00, Ostur,
£ Lax, Humar, Sardínur og ým-
^ isl. Kjötmeti, Söjer, Krydd etc.
.5 Hvergi betra né ódýrara en í
verzlun
B. H. Bjarnason.
Ingvar er elztur systkina sinna, sem öll eru
enn á lífi. Tveir bræður hans eru sjálfs-
eignarbændur í Svínadal: Guðmundur i
Holti og Þorsteinn á Grund. Einn þeirra
Helgi, áður bóndi í Rugludal Jakob verzl-
unarstjóri f Flatey, séra Jóhann í Stafholti
og ein systir, ekkjufrú Oddný Smith í Reykja-
Kj ólf atnaður
til sölu. Ritstj. vísar á.
Fundln peningabudda með peningum
í. Réttur eigandi vitji og sanni eignarrétt
sinn í Hafnarstræti 4.
Árnesing-ar!
Við tjaldbúð templara á Þingvöll-
um 3. ág. fást keyptir ýmsir nauð-
synlegir búsmunir (leirtau o. íl.)
með afarlágu verði; dálitið af timbri
(battningum, o. fl.) fæst einnig á
sama tíma.
%
Sveitamenn! sætið þessum kosta
kjörum. Það sparar flutning fyrir
þá sem þurfa að fara eptir þess-
um munum í kaupstað.
Virðingarf.
Jóhann 0gm. Oddsson
frá Arbæ.
Tveir hestar
með reiðtýgjum fást leigfðii*
uiii konungskomuna.
Austurstræti 3.
11. JP. Leví.
Tapazt hefur brúnn vagnhestur úr
Reykjavíkurlandi, kubbaralegur með nokkuð
miklu faxi, vel feitur. Sést votta fyrir gömlu
meiðsli undan aktjgjaspöðum. Ef vel er að
gáð, þá er klippt á lendina T. V. Engin
vissa fyrir eyrnamarki. Þeir sem kynnu að
verða varir við hest þennan, eru vinsam-
lega beðnir að skila honum sem allra fyrst
til snikkara Torfa Vigfússonar, Grettisgötu
53 f Reykjavík.
Vatnið í Reykjavík
er óhollt.
Fínverzlun lSen. 8. Þórar-
inssonar hefur allt at nógar
birgðir af margskonar öli eins og:
Gamla Carlsbergs lageröli,
Porterölt, Exportöli,
Mörfe-öli, Tuborg;er-Pilsner
o. fl.
Verzlunin í Kirkjustræti 8
er nýbúin að íá mjög falleg
kjólaefni og svnntuefni með ýms-
um litum, reiðfataefni, lasting,
mousselin, flónel, léreft (bl. og
óbl.). Að ógleymdum hinum óvið-
jafnanlegu stivt>L>asirzvimi.
Alt þetta selst með 100/o afslætti
fyrst um sinn.
Þegar taipi tait
geta menn ekki verið þekktir fyrir
að reykja nema góða TIMDIiA.
Eg vil vinsamlegast benda mönn-
um á, að vindlarnir í Kirkjustrœti
8 eru regluleg konungsgersemi og
eptir því eru þeir ódýrir.
Mysuosturinn á 25 a.
er nýkominn ásamt 11. teg. af mjólk-
urosti íAusturstræti 1.
Ásg. Gr. Glnniilaugssou & Co.
Landsbankinn
verður lokaður 30. júlí og 2. ágúst.
3. ágúst verður hann opinn að
eins frá kl. 5—7 e. m.
Gjaiðkeri lanðsjiðs
hefur opið 1. ágúst frá kl. 8—2 og
5—7.