Þjóðólfur - 06.09.1907, Page 1
59. árg.
Reykjavlk, föstudaginn 6. september 1907
M 39.
Alþing-i.
VIII.
Nefndarálit
meiri hlntans í stjórnarskrármálinu.
Nefnd sú, er háttvirt deild hefur falið
frv. þetta til íhugunar, hefur eigi getað
•orðið á eitt mál sátt.
Meiri hluti nefndarinnar telur eigi heppi-
legt, þvi síður nauðsynlegt að þ e 11 a þing
afgreiði frá sér lög um breyting á hinni
gildandi stjórnarskrá.
Svo sem kunnugt er, hefur verið sett
nefnd manna af hálfu bæði alþingis og
hins danska ríkisþings, og eiga nefndir
þessar að semja og bera upp fyrir kon-
ungi tillögur í lagafrumvarps formum um
stöðu Islands í Danaveldi, eða um sam-
band íslands og Danmerkur. — Að vísu
er eigi hægt að spá neinu um það m e ð
v i s s u, hver árangur verði af þessu nefnd-
arstarfi, en þess munu allir Islendingar
vænta, að árangurinn verði sá, bæði að
fleiri mál verði lögð undir forráð alþing-
is, og að löggjöf og stjórn landsins verði
trygt fullkomið sjálfstæði í öllu því, er
landið varðar sérstaklega. —Þessa vænta
menn, og telja má sennilegar líkur til,
að þessar vonir rætist.
En fari svo, þá má telja það víst, að
fyrirkomulagið á hinni æztu stjórn íslands
og aðstaða hennar bæði gagnvart kon-
ungi og stjórn sambandslandsins geti eða
jafnvel hljóti að verða fyrir breytingum.
Eins og mál þetta nú horfir við, er þvl
mjög sennilegt, að jafnhliða því, er frum-
varp sambandsnefndarinnar verður til með-
ferðar á alþingi, væntanlega 1909, hljóti
að verða því samferða frumvarp um breyt-
ing á stjórnarskránni, ef til vill gagngerð
endurskoðun hennar.
Ef frumvarp það, er fyrir liggur, eða
eitthvert frumvarp um breyting á stjórn-
arskránni, næði samþykki þessa þings,
væri skyldugt, að leysa upp þingið þ e g a r
í stað (61. gr. stjórnarskrárinnar) og
mundi þá stjórnin, samkvæmt fastri venju
og ákvæðum 8. gr. í stjórnarskr., telja sér
skylt, að boða til kosninga í júnf 1908
og kveðja til aukaþirrgs í lok júlí eða
ibyrjun ágústmán. 1908.
Hið reglulega alþingi kemur saman 15.
febrúar 1909 — rúmum 5 mánuðum ept-
ir lok aukaþingsins, væri til þess kvatt —
og til þess er ætlazt, að alþing 1909 fái
tillögur eða frv. sambandsnefndarinnar til
jneðferðar.
Svo framarlega, sem tillögur sambands-
>nefndarinnar leiða til þess, að endurskoða
þurfi stjórnarskrána 1909 — sem eins og
áður er fram tekið, má telja því nær
alveg víst eða mjög sennilegt, — þá er
-öllum kostnaði og fyrirhöfn þjóðarinnar
við kosningarí júní 1908, og öllum kostn-
aði við aukaþingið 1908 fullkomlega á
glæ kastað og til alls engra nota, hvorki
fyrir þjóðina né stjórnarskrármálið sjálft.
— Þetta mundi því vera næsta óráðlegt.
Svo er og annað atriði, engu þýðing-
arminna, er vel verður að athuga.
Til þess er ætlazt, að tillögur og frum-
varp sambandsnefndarinnar verði kunn-
ugt þjóðinni á næsta ári, svo snemma, að
þjóðin geti haft hliðsjón af þessum til-
lögum við almennar kosningar á næsta
hausti. Á það hefur verið lögð rík á-
herzla, að þjóðinni yrði með almennum
kosningum gefinn sem beztur kostur á,
að láta 1 ljósi sinn vilja um sambands-
málið, og meiri hluti nefndarinnar álítur
nauðsynlegt, að alt verði gert sem hægt
er, til þess að þjóðinni verði það mál
svo vel kunnugt, sem föng eru á, fyrir
hinar næstu almennu kosningar til alþing-
is, 1908.
Það mál, hið þýðingarmesta mál, sem
um langan aldur hefur verið til meðferð-
ar, á mestu að ráða við hinar næstu al-
mennu kosningar.
Yrði nú stjórnarskrárbreyting samþykt
á þessu þingi og kosningar færu fram
í júnf 1908, þá er þessum grundvelli kosn-
inganna alveg raskað. Þá væri alls ómögu-
legt, að þjóðin gæti haft nokkra hliðsjón
af sambandsmálinu við kosningarnar, því
gerðir nefndarinnar verða eigi kunnar fyr-
ir þann tíma. En af því mundi aptur
leiða það, að þingið 1909, sem fyrst ætti
að fjalla um sambandsmálið, væri kosið
með allt annað fyrir auga og hefði því
ekki nægilega traust umboð þjóðarinnar
í því máli, þar sem mest ríður á þvf. —
Þetta mundi og leiða til þess, að rýra á-
hrif þjóðarinnar á og atkvæði hennar um
sambandsmálið. Nú er til þess ætlazt,
að þjóðin geti haft það mál sérstaklega
fyrir auga við tvennar kosningar: hin-
ar almennu kosningar 1908 og við kosn-
ingar til aukaþings 1910, þar sem gerðir
þingsins 1909 í því máli koma til fulln-
aðar-úrslita.
Færi nú kosningar fram í júnf 1908,
áður en tillögur sambandsnefndarinnar
eru þjóðinni kunnar, gæti hún að eins í
eitt skipti — við kosningar til auka-
þings 1910 — látið uppi sinn vilja um
það mál við kosningar ogþá ekki
fyrri en eptir það, er þing 1909, kosið á
öðrum grundvelli, væri búið að fjalla um
málið.
Auk þessa gæti og af þessu leitt, að
bæði sambandsmálið og endurskoðun
stjórnarskrárinnar kæmist á fullkomna
ringulreið, sem yrði til að spilla öllum
árangri þess fyrir aukið frelsi lands og
þjóðar. Það er hætt við, að þingið 1909
þættist standa þar höllum fæti gagnvart
kjósendum landsins, umboðslaust af þeirra
hálfu í máli, jafn stórvægilegu fyrir alda
og óborna. — Ástæður þær, er nú eru
taldar, virðast nægar til þess, að réttlæta
þá skoðun meiri hlutans, að óráðlegt sé
og óheppilegt að samþykkja á þ e s s u
þingi breyting á stjórnarskránni.
Það verður heldur eigi álitið, að nokk-
ur brýn nauðsyn sé til þess einmitt á
þ e s s u þingi, að breyta stjórnarskránni,
þegar telja má nær því alveg víst, að
hana verði hvort sem er að endurskoða
eptir i1/* ár, og hvað sérstaklega snertir
það ákvæðið, orðin »í ríkisráðinu«, er
flm. frumvarpsins munu leggja hvað mesta
áherzlu á, þá virðist frumv. um breyting
á því atriði einnig geta beðið þingsins
1909. — Brottnám þeirra orða úr stjórn-
arskránni, svo sem farið er fram á í frv.,
nægir ekki, eitt út af fyrir sig, [til þess
að tryggja, frekar en nú er, yfirráð ís-
lendinga með konungi einum, yfir lands-
ins málum, en um það efni verða vænt-
anlega tvfmælalaus ákvæði tekin upp í
frv. það, er þingið 1909 fær til meðferð-
ar. — Einnig er það hugsanlegt, að eitt-
hvert annað fyrirkomulag á hinni æztu
stjórn (t. d. landstjóri) verði lögleitt þá,
svo að öll sú deila, er verið hefur um
þetta atriði, falli burt af sjálfu sér. —
Sumkvæmt þessu vill meiri hluti nefnd-
arinnar því leggja það til, að hið fyrir-
liggjandi frumvarp verði eigi frekar með-
höndlað af þinginu að þessu sinni, og
mun meiri hluti nefndarinnar bera upp
tillögu þar að lútandi við frh. 1. umr.
Neðri deild alþingis, 29. ágúst 1907.
Guðl. Guðmundsson, Hannes Þorsteinsson,
form. og frms,
G. Björnsson, Jón Jónsson,
Pótur Jónsson.
Fallin fpumvöpp.
Kosningalagafrumvarp stjórnarinnar
(ný kjördæmaskipting og hlutfallskosn-
ing) var f e 11 d i neöri deild við 3. umr.
31. f. m. með 12 atkv. gegn 11 (tveir
greiddu ekki atkvæði), en úður við sömu
umræðu var felld með jöfnum atkvæð-
um (12 : 12) svo látandi rökstudd dag-
skrá (frá Ól. Ólafssyni o. fl.):
»Með tilliti til þess, að frumvarp til
laga um breytingar og viðauka við lög
um kosningar til alþingis frá 3. okt. 1903
breytir gagngert núverandi fyrirkomu-
lagi við kosningar, en þjóðin á hinn
bóginn hefur sýnt á siðustu þingmála-
fundum, að hún hefur enn ekki áttað
sig á málinu, og væntanlegt afnám kon-
ungkjörinna þingmanna mundi innan
skamms krefja nýrrar breytingar á kjör-
dæmaskipun landsins, þótt frumvarpið
yrði að lögum — og með trausti til þess,
að stjórnin geri ráðstafanir til að málið
verði sem bezt kunnugt og til umræðu
meðal þjóðarinnar til næsta þings, —
tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá«
Með því að breytingartillögur meiri
hl. nefndarinnar um skipting landsins í
einmenningskjördæmi, voru áður felldar
við 2. umr. málsins (sbr. síðasta blað), þá
verður kjördæmaskipting sú, sem nú er,
óhögguð. Hefði málið komizt upp úr
neðri deild, sem líkur voru fyrir um
stund, var lítill eða enginn vafi á því,
að efri deild hefði fnllizt á það, en ýms-
um neðri deildar mönnum þótti viður-
hlutamikið að samþykkja jafn stórfellt
nýmæli gegn vilja mikils meiri hluta
þjóðarinnar, eins og hann hafði komið
i ljós á þingmálafundunum flestum. En
þess var getið, að svo kynni að fara
innan skamms, að þjóðin óskaði eptir
þessari breytingu, og þá væri sjálfsagt
að lögleiða hana. En við fall frum-
varpsins hyggja menn, að kosningabjarg-
hringur nokkurra þingmanna hafi bilað
allóþægilega, og virðast sumir naumast
vera með hýrri bá síðan.
í Nd. hefur og verið fellt frv. um lög-
gilding verzlunarstaðar við eystri enda
Viðeyjar móts við Gufunes og frv. til
laga um breytingar á túngirðingalögun-
um 19. des. 1903.
í Ed. hefur fallið frv. til laga um dán-
arskýrslur.
BankamáliO.
(hlutafláraukning íslands banka) var
til 3. umræðu i Nd. 2. þ. m. Var, eins
og fyr ekki nærri þvi komandi, að nokk-
ur skilyrði yrðu sett bankanum í notum
þessara auknu hlunninda og br.till. um
15°/o gjald til landsjóðs frá bankanum
af ársarði hans, eptir að hluthafarnir
hefðu fengið hinar lögmæltu 4o/o, var felld
með 15 atkv. gegn 7. Þessir 7, sem atkv.
greiddu með gjaldinu voru Eggert Páls-
son, Hannes Þorsteinsson, Lárus H.
Bjarnason, Ólafur Thorlacius, Skúli Thor-
oddsen, Stefán Stefánsson (Eyf.) og Tr.
Gunnarsson. Frumv. fór þvi skilyrðis-
laust út úr deildinni og verður vitanlega
samþykkt óbreytt i Ed., svo að hluta-
bankamennirnir mega vel við una þau
úrslit. Minni hluta þingflokkurinn gerir
ekki endasleppt ástfóstur sitt við íslands-
banka, og þá er þeir fá mestallan meiri
hlutann í lið með sér, að minnsta kosti
alla Lögréttumenn —■ 1, þá er engin
furða, þótt þessari dönsku bankastofnun
sé vel borgið.
Þlngsályktun.
Guðl. Guðm. og Jón Jónsson flytja
þingsályktnn þess efnis, að neðri deild
skori á stjórnina að gera ráðstafanir til
þess, að íslendingar, er þess kynnu að
óska, geti átt kost á að fá verklega
kennslu um 4—6 mánuði á ári í sjó-
mennsku á varðskipinu.
Langa rollu
um óhagsýniog óspilunarsemi stjórn-
arinnar las dr. Valtýr Guðmundsson upp
við 2. umr. fjárlaganna í Ed. í fyrra dag,
og á hún eflaust að birtast á prenti
bráðlega, því að ræðumaður hafði »lexi-
una« hreinskrifaða fyrir sér, svo að
honum skyldi ekki fipast, enda veitti
sannarlega ekki af því, því að tölur voru
þar miklar og ægilegar, er vera áttu
rothögg á fjármálapólitik stjórnarinnar,
og sýna það og sanna, að hún væri að
fara með landið á höfuðið, það væri
þegar orðið eða yrði bráðlega »fallit«,
með fleiri miður góðgjarnlegum og mið-
ur drengilegum ummælum i garð stjórn-
arinnar, er ráðherrann tók að vonum
óstinnt upp og hitnaði óvenjulega mikið
í honum, er hann svaraði dr. V., en
fæstum mun samt hafa þótt ráðherra
þungyrtur um slcör fram, því að þótt
sitthvað megi að stjórninni finna, þá
getur enginn samvizkusamur maður bor-
ið henni eða ráðherranum á brýn, að
hann vilji stofna landinu i bersýnilegan
voða eða tefla því fjárhagslega undir
yfirráð Dana, því að slíkt mætti land-
ráð kalla, og mundu fáir verða til
að bera slíkar sakir á Hannes Hafstein.
Ofsvæsnar árásir, sem ekki eru á rökum
byggðar, spilla að eins málstað sækjanda
og gera hann tortryggilegan og illa þokk-
aðan bjá öllum sanngjörnum og dreng-
lunduðum mönnum, sem ávallt neyta
virðulegra vopna gegn mótstöðu-
mönnum sinum, enda er það ekki að
eins drengilegra, heldur viturlegra og
vænlegra til sigurs. En dr. V. G. virðist
eiga erfitt með að skilja það.