Þjóðólfur - 06.09.1907, Side 3
ÞTÖÐÖLFUR.
147
málaráðherra Frakka sæmdi hann í hitteð-
fyrra riddarakrossi heiðursfylkingarinnar
frönsku. Dr. Zamenhof er lítill maður
vexti, hægur og látlaus í framgöngu. Hann
hefur orðið að hafa ofan af fyrir sér með
læknisstörfum í Varsjá og átt við fremur
þröngan kost að búa, enda hefur hann
varið miklu íé og fyrirhöfn til þess að
koma hugmynd sinni um alþjóðlegt hjálp-
armál í framkvæmd.
Um kveldið var haldin fyrsta samkoma
fundarins á einu af leikhúsum bæjarins.
Á leiksviðinu sat dr. Zamenhof, forstöðu-
nefnd fundarins og borgarstjórinn í Cam-
bridge, en umhverfis sátu fulltrúar frá
30—40 þjóðum og 60 manna söngflokkur,
en á áhorfendasviðinu aðrir fundarmenn,
alls um 1500, enda var leikhúsið aiveg
troðfullt. Samkoman hófst með því, að
sungið var kvæðið »Espero« eptir dr.
Zamenhof, sem kalla mætti þjóðsöng
esperantista. Því næst bauð borgarstjórinn
dr. Zamenhof velkominn með ræðu á
esperantó. Kona borgarstjórans hélt
einnig ræðu á esperantó, og bauð esper-
antista velkomna til bæjarins og óskaði
þeim og fundinum allra heilla. Þá var
komið með fagran merkisfána, sem brezka
esperantófélagið hafði látið gera, og var
hann hátíðlega afhentur fundinum. Er
hann fagurlega útsaumaður og á hann letr-
að nafn dr. Zamenhofs, ártalið, er esper-
antó var birt í Varsjá (1887) og nöfn
þeirra bæja, er esperantófundir hafa verið
haldnir í, ásamt ártali. Merkisfáni þessi
verður framvegis notaður á alþjóðlegum
esperantófundum, og bætt við áletrun
þeirra funda, er síðar verða haldnir.
Að því búnu stóð dr. Zamenhof upp
og hélt langa ræðu. Þakkaði hann fyrst
fyrir viðtökurnar og talaði um, hve mikil-
vægt væri fyrir málefni esperantista, að
esperantófundurinn væri nú haldinn á
Englandi, og hve góðan byr esperantó
hefði fengið hjá Englendingum. Því næst
talaði hann um, hvað væri aðalatriðið í
esperantóhreyfingunni; það sem lægi á
bak við hjá flestum esperantistum, það
sem hvetti þá til að starfa að útbreiðslu
málsins, það væri óskin um að efla bræðra-
lag og vinarþel meðal þjóðanna, eins og
hann hefði líka látið í ljósi í einu versi
af »Espero« :
Sur neutrala lingva fundamento,
komprenante unu la alian
la popoloj faros en konsento
unu grandan rondon famiiian.
Óðara en la majstro (svo kalla esper-
antistar dr. Zamenhof) hafði lokið máli
sínu, kvað við dynjandi lófaklapp um
allan salinn, sem engan enda ætlaði að
taka, en er því loksins linnti, voru lesln
upp nokkur af þeim hraðskeytum, sem
fundinum hafði borizt úr öllum áttum.
Þar á meðal var eitt frá Will. T. Stead,
hinum alkunna friðarpostula og ritstjóra
tímaritsins »Rewiew of Réwiews«. Það
hljóðaði þannig: »Frá friðarfundinum í
Haag. — Eg er neyddur til að vera á
öðrum alþjóðafundi, sem mundi vera
miklu skemmtilegri og alvarlegri og nyt-
samari, ef allir fundarmenn töluðu esper-
antó. Því fleiri alþjóðafundi, sem eg er
viðstaddur, því sannfærðari verð eg um,
að dr. Zamenhof hefur með esperantó
lagt einn ómissandi undirstöðustein undir
Bandalag heimsins, og hann er: létt og
einfalt hjálparmál, sem allir geta komið
sér saman um að taka upp. Áður en
öldin er liðin, verður esperantó almennt
viðurkennt sem nauðsynlegt fyrir hvern
menntaðan mann«.
Loks töluðu fulltrúar frá hér um bil
30 löndum og þjóðum. Að vísu töluðu
þeir ud eins stuttlega, og efnið í ræðun-
um var nokkuð lfkt hjá mörgum, en þetta,
að menn frá svo mörgum og fjarskildum
þjóðum notuðu allir sama málið, sýndi
betur en nokkuð annað, hve víða esper-
antó hefur náð að festa rætur og hve
hæf hún er til að vera alþjóðlegt hjálpar-
mál, þar sem ekki varð vart við neinn
verulegan mismun á framburði allra þess-
ara manna, og allt sem þeir sögðu, skild-
ist ágætlega af öllum áheyrendum; það
sýndi sú hluttekning, sem áheyrendurnir
tóku í ræðum með lófaklappi sínu. Þessi
lönd og þjóðir höfðu fulltrúa á fundinum:
Belgia, Yenezuela, Tunis, Svlþjóð, Slbería,
Sviss, Rússland, Pólland, Uruguay, Nor-
egur, Malta. Bandaríkin, Italía, Island, Ir-
land, Holland, Spánn, Katalónía, Gíbralt-
ar, Þýzkaland, Frakkland, Danmörk, Eng-
land, Skotland, Flæmingjar í Belgíu, Sló-
vakar í Ungverjalandi, Ungverjaland, Þjóð-
verjar í Austurrlki, Tékkar og Kanada.
Fulltrúinn frá Belglu var hershöfðingi,
sem var sendur með umboði frá Belglu-
stjórn til að taka þátt 1 fundinum. Auð-
vitað var því tekið með miklum fögnuði
af fundinum. Fulltrúinn frá Venezuela
var 14 ára gamall drengur, og talaði hann
esperantó prýðisvel.
Að endingu sungu allir þjóðsöng Eng-
lendinga á esperantó, og þar með var
samkoman úti. Hafði hún staðið 1 3
klukkustundir, en ekki var það að sjá á
fundarmönnum, að þeir væru orðnir þreytt-
ir, því að lófaklappið var enn kröptugra
í lok fundarins en í byrjun hans. Mun
þessi samkoma verða minnisstæð flestum,
sem viðstaddir voru. (Meira).
€rlenð símskeyti
til Pjóðólfs frá R. B.
Kaupmh. 3. sept., kl. 5,40.
Pétur Ijósmyndari
Brynjólfsson i Reykjavík gerður kon-
unglegur hirðljósmyndari (kongelig Hof-
fotograf).
Húsasmiðirnir
tóku ekki til verka 2. sept., eins og vinnu-
veitendafélagið heimtaði. Enn er reynt
að koma á sáttum og samkomulagi, til
þess að komast hjá vinnuteppu. Lög-
reglan ræður ekki við neitt.
Frá Antverpen
er að frétta alvarlegar verkfallshreyf-
ingar.
Kaapm.höfn 5. sept. kt. 5,<0 e. h.
Tónskáldið Edvard Grieg
andaðist í Björgvin i gær.
Heimsókn konungsfólksins.
Alexandra drottning og Dagmar keis-
araekkja koma til Kaupmannahafnar á
morgun, en Georg konungur á laugar-
daginn.
Samningatilraunir
i trésmiðadeilunni halda áfram og útlit
fyrir, að henni ljúki friðsamlega.
Frá Marokkó.
Orustur í Casablanca halda áfram.
Bardagi 3. sept. Af Frökkum féllu 7, en
18 særðust. Mannfall mikið hjá Mar-
okkómönnum.
Norðurheimskautsför.
Skip Mikkhelsensnorðurfar a hefur far-
ist nálægt Fort Anton(?). Mikkelsen og
2 fylgdarmenn yflrgáfu skipið í febrúar
og héldu á hundasleðum norður á bóg-
inn, og hefur síðan ekkcrt til þeirra fé-
laga spurzt. Nokkrir af hundum þeirra
eru komnir aptur.
Bœjarbruni.
Bærinn Krossholt í Kolbeinsstaða-
hreppi í Snæfellsnessýslu brann til
kaldra kola 23. f. m., bæjarhús öll og
allt sem í þeim var. Var allt óvátryggt
að sögn. Upptök eldsins ókunn; fólk
allt á engjum.
Búnaðarfélag Islands.
Sú breyting hefur orðið á stjórn þess,
að Þórhallur Bjarnarson lektor hefur af-
salað sér forstöðu þess, en séra Guð-
mundur Ilclgason prófastur i Reyk-
holti verið kosinn forseti félagsins, og
fær 2000 kr. í árslaun. Ætlar hann að
segja af sér embætti sakir heilsubilunar
og flytja hingað suður í nóvember næstk.
DAmur
var kveðinn upp í gær fyrir undirrétti
Reykjavíkur í máli því, er »Ábyrgðarfé-
lag þilskipa við Faxaflóa« hafði höfðað
gegn eigendum norska skipsins »Mod«,
er olli strandi Faxaflóabátsins »Reykja-
víkur« 20. febr. þ. á. Vann Ábyrgðarfé-
lagið mál þetta með öllu og fékk sér til-
dæmdar nál. 23,000 kr. í skaðabætur,— er
hér um bil samsvarar ábyrgð félagsins
á bátnum, — og 100 kr. i málskostnað.
Fyrir hönd félagsins sótti málið Guðm.
Sveinbjörnsson aðstoðarmaður i stjórn-
arráðinu, en Oddur Gíslason málafl.m.
varði.
Látlnn
er i Berlín 15. f. m. Jósep Joachim,
einhver frægasti fiólínleikari í heimi, 76
ára gamall. Hann var af Gyðingakyni og
fæddur í Ungverjalandi. Söngflokltur sá,
er hann stýrði, varð heimsfrægur undir
forystu hans, og enginn þótti hansjafn-
ingi í því að túlka tónsmiðar hinna
stærstu snillinga, Bach’s, Mozart’s, Beet-
hoven’s, Schuhmann’s, Brahms o. fl.
Drukknun.
Hinn 24. f. m. druknaði í Hólmsá í
Skaptártungu Guðmundur Frið-
laugsson skósmiður héðan úr bæn-
um. Var hann þar við brúarstöplagerð.
Hann lætur eptir sig konu og barn.
„Laura“
kom hingað frá útlöndum að morgni
1. þ. m. Meðal farþega með henni var
Oddur Jónsson héraðslæknir frá Mið-
húsum í Reykhólasveit, er hafði látið
gera holdskurð á sér i Kaupmannahöfn
og hefur nú fengið fulla bót meina sinna.
Hann fór héðan áleiðis heim til sín með
»Lauru« i gær (til Flateyjar). Með »Lauru«
komu og nokltrir (8—9) Vestur-íslend-
ingar, sumir alkomnir (til Vestmanna-
eyja), en aðrír snögga ferð, þar á meðal
Ásmundur Jóhannsson úr Miðfirði.
Islenzkar sagnir.
Páttur af Árna Grímssyni,
er sig nefndi síðar Einar Jónsson.
(Eptir handr. Gísla Konráðssonar á lands-
bókasafninu.)
18. Frd Gunnlaugt hunda.
Hér skal nú geta þess, er löngu var
áður en sögnum er hér komið um Einar
(eða Árna Grímsson). Maður hét Gunn-
laugur, kallaður hundi, húskarl Árna prests
Skaptasonar á Sauðanesi, lítt að manni.
Hann vildi eiga konu, er Málmfríður hét,
og leitaði giptumála við hana. En þá
beiddi hennar sá maður, er Eymundur1)
hét, allröskur og fékk hennar, og fóru
þau að búa í Skálum, yzta bæ á Langa-
nesi. Gunnlaugur hundi hétzt nú við
Málmfríði, og var það eittkveld, að ráðs-
kona Árna prests, er Ingiríður hét Jóhanns-
1) Eymundur Ólafsson og Málfríður Ind-
riðadóttir giptust 2. júní 1772.
dóttir prests, er síðast var í Mælifelli 1
Skagafirði, gekk til fjóss og meystelpa sú
[er] Kristín hét, og áður er getið að vör
varð við mann ókenndan í kirkju hjá Árna
presti. En er þær komu í fjósið, heyrðu
þær korr mikið og snörl í auðabási.
Ingiríður mælti: »Ekki er allt sem dreymir,
ber þig að kveikja, Kristín litla; eg ætla
að bíða hérna á meðan. En er Kristín
kom með ljósið, sáu þær að Gunnlatigttr
hundi lá þar skorinn á háls2). Hljóp
Kristín þá inn og bað Ormar Sigurðs-
son húskarl prests til koma. Eymundur
í Skálum maður Málmfríðar, var þar gest-
komandi og ætlaði að gista þar um nótt-
ina. Var hann frændi Ormars; fóru þeir
nú til að færa hunda í skemmu, og er
mælt að hann tæki þegar aptur að ganga,
sást þá og blóðlifur mikil úr hunda í
klæðum Eymundar. Ormar var ötull mað-
ur og einarður, og greip hann lifrina og
setti 1 auga hunda; var þvf síðan trúað,
að það yrði orsök þess, að ekki fylgdi
hann Ormari né afkomendum hans, þótt
einnar ættar væri hann Eymundi. En
þegar tók hann að fylgja Eymundi og
ásækja konu hans. Bjuggu þau Eymund-
ur í Skálum, þá Einar bjó í Skoruvlk, og
var vinátta með þeim Eymundi; vildi
Einar því fyrir hvern mun fá fang hunda,
og treysti til þess ötulleik slnum og afli,
því engi var hann fjölkyngismaður, og
freistaði þess opt, en enginn var þess
kostur, en þá var það jafnan, að ekkert
bar á hunda, þá Einar kom að Skaltim
eða dvaldist þar. En kallað var að hundi
yrði að ættarfylgju síðan. F.ymundur hét
son Eymundar og Málmfríðar, og var
hann faðir Eymundar bónda, er síðan
bjó í Fagranesi á Langanesi. Voru þar
*Dg á nesinu systur hans tvær, Helga og
Þórdís. Synir Orraars voru þar á nesinu,
Ari og Árni, vaskir menn.
19. Smídaður Ásmundarstada-áttœringur.
Það var á dögum Stefáns prófasts Þor-
leifssonar stiptsprófasts Skaptasonar, að
hákarlsafli var rnikill á Sléttu, og kvört-
uðu bændur um það, að þeir fengu ekki
selt lýsið eða komið þvl til Húsavíkur
fyrir skipleysi. Var rætt um þetta svo
Stefán prófastur heyrði, var hann ötull
maður og mikilhæfur, kallaði bændur sjálfa
orsök í því, að fá ekki nytjað guðs gjafir
fyrir atburðarleysi, því gnægð viðar lægi
á rekum þeirra, smiðir væru þar til góðir
sem þeir Ingimundur í Sveinungsvlk, tré-
smiður mikill, og Hálfdán á Harðbaki,
járni mætti saman skjóta til saums, skyldu
þeir fá jámsmiðinn Einar gamla í Skoru-
vík og með þeim hætti gætu þeir smíðað
skip, að flytja lýsi sitt. Við þetta hvött-
ust bændur fram og var þegar efnað til
skipasmíðar, því ekki skorti viðuna mikla
og góða. Einar úr Skoruvík var til feng-
inn að slá sauminn og stóð ekki á hans
starfa, en þeir voru yfirsmiðir Hálfdán í
Harðbak og Ingimundur 1 Sveinungsvík.
Var nú svo rösklega að smíðinni gengið,
að henni var lokið á hálfum mánuði, og
var þá smíðað skip mikið og gott og
kallað Ásmundarstaða-áttseringur (þótt vel
mætti kalla það teinæring). Gerðist for-
maður Þorsteinn son Einars auðga á
Ásmundarstöðum, var Þorsteinn sá bróðir
Guðrúnar á Oddsstöðum á Sléttu, er fóstr-
aðiEinar prest Árnason, er síðar hélt Sauða-
nes og áður var nefndur. Á skipi þessu
fluttu Sléttungar lýsi sitt til Húsavíkur og
fengu selt það.
En það er síðast sagt frá Einari í Skoru-
vík, að hann bjó þar og dó í elli. Eptir
hann bjó þar Illugi sonur hans og varð
gamall; er sagt hann líktist föður sínum,
en ekki veit eg hvað manna er frá hon-
um komið, ella hvort fleiri væru börn
þeirra Einars og Bjargar.
2) Gunnlaugur Illugason dó 26. febr. 1778
66 ára, á Sauðanesi.