Þjóðólfur - 04.10.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.10.1907, Blaðsíða 2
IÓ2 ÞJÓÐC lfur. inni, að í þ v í máli hafi ráðherrann þó ver- ið stjörnarandstæðingum harla hugþekkur. Þá er til hinna eiginlegu fjármála kem- nr, þá verður alveg sama upp á teningn- im. Þrátt fyrir alt fjármálaraus Valtýs bólaði ekki mikið á því, að fiokkur hans fylgdi annari stefnu í fjármálunum en hinir. Agreiningsatriði þau, er einstakir þingmenn úr minni hlutanum voru að koma með virtust aðeins vera til mála- mynda og engin alvara á bak við. Þar er því minni hlutinn alveg samsekur meiri hlutanum, samsekur honum í þeirri rang- sleitni, er einstöku héruðum var sýnd t. d. í fjárframlögum til ritsímalagninga. Báðir flokkarnir eða meiri hlutinn úr þeim báðum var t. d. alveg sammála í því að virða að vettugi yfirlýstan vilja alþingis 1905 um að ísafjarðarálman og Ægis- síðuálman skyldu jafn réttháar og báðar kostaðar eingöngu af landsjóði. Með því að heimta mikið tillag af sýslufélögunum til Ægissíðuálmunnar, en ekkert til hinn- ar, beitti þingið óhæfilegu gerræði, er meira að segja gekk svo langt að síðustu, að framsögumaður fjárlaganefndarinnar í neðri deild lét sér sæma að leita aðstoð- ar forseta til að vísa frá umræðu og at- kvæðagreiðslu mjög hóflegri breytingartil- lögu (frá 1. þm. Árnesinga), er gekk miklu skemur en önnur tillaga um sama efni, er felld var áður í deildinni, og átti þessi s/ðari breytingartillaga því að kom- ast að, þótt forseta þóknaðist að úrskurða það öðru vísi. En þetta dæmi og annað samkyns, er framsögum. fjárl.n. í nd. átti þátt í, sýna, hversu óheppilegt það er, að fjárlaganefndir deildanna séu skipaðar mönnum, er með stffni og stirðbusahætti nota aðstöðu sína í nefndum þessum til að skara eld að sinni köku og sinna héraða, en ganga á hluta annara og sinna engum réttmætum rökum. Fjárlaganefnd- irnar í þinginu hafa og optast nær verið þannig skipaðar, að þingmenn sömu hér- aðanna (einkum af Norðurlandi og Aust- urlandi) hafa með undirróðri og samtök- um verið látnir sitja þar þing eftir þing, en einstökum héruðum alveg bolað burtu frá hluttöku í þessum nefndum, er sakir fjöldans geta haft og hafa svo mikil tök á fjárveitingum þingsins. Og 1 framsögu þessara stóru nefnda er svo tyllt þeim mönnum, er hégómagjarnastir eru án til- lits til þess, hvort þeir eru starfinu vaxn- ir eða ekki, enda hafa sumir þeirra stund- um tekið sér það létt. Þess eru meðal annars dæmi ekki alls fyrir löngu, að fjárlaganefndarframsögumaður í efri deild hefur hlaupið burtu úr þinghúsinu með- an á fjárlagaumræðum stóð og út á veitingahús(I) og orðið að sækja hann þangað, eptir að annar þingmaður hafði neyðst til ótilkvaddur að svara fyrir hann. í öðrum löndum mundi slíkt atferli hafa verið talið stórhneyksli, og sama manni aldrei trúað fyrir nokkurri framsögu ekki einu sinni f smámáli. En hér — hér er allt boðlegt, bara ef menn eru í »náð- inni« á hærri stöðum, verða jafnvel enn hlutgengari til þýðingarmikilla starfa eptir en áður, og sakar því lítt, þótt látið sé trassast það sem menn eiga af höndum að inna. »Sic itur ad astra«. En hvað sem öðru líður, þá verður aðalmergurinn málsins þegar allt er at- hugað þessi: Þinginu er nú svo háttað, að alvarleg »þinghreinsun« þarf fram að fara, b æ ð i í meiri hluta þingflokknum o g minni hlutanum. Hvorugur flokkur- inn hefur ástæðu til að hreykja sér yfir hinn. Óheilindi og óhreinindi beggja meginn. Þetta þykir ef til vill hart, en það er — því miður — s a 11. Nýjar bækur. Lesbók handa b'órnum og ungling- um I. 160 bls. 8vo. Bók þessi er gefin út á kostnað »Unga íslands* (Einar Gunnarsson) en samin er hún að tilhlutun landstjórnarinnar af þeiru Guðm. Finnbogasyni, Jóhannesi Sigfússyni skólakennara og Þórhalli Bjarnarsyni prófessor, eða réttara sagt, þessir þremenningar hafa valið efnið í bókina, því að minnstur hluti þess er frumsaminn. Þó segjast þeir hafa samið eða þýtt eða fengið aðra til að semja kafla um þau efnin, er þeim þótti helzt vanta, en fundu ekki í því, er fyrir lá. Segjast þeir vera langt komnir með þrjú tíu arka bindi af lesbókinni, og er þetta hið fyrsta þeirra, en hin tvö koma að ári. Þetta fyrsta bindi mun aðallega ætlað börnum, en hin tvö eflaust miðuð við meiri þroska lesendanna. Efnið í þessu fyrsta bindi er margbreytt og flest eflaust allvel við barnahæfi. Smávísum og stuttum kveðlingum er dreift hingað og þangað innan um frásagnir í óbundnu máli, sem flestar eru sögulegs efnis, þar á meðal allmargar þjóðsögur og æfintíri. Þó eru nokkrar fræðandi smágreinar á víð og dreif í bókinni en þær eiga að verða fleiri í síðari bindunum. Kostur er það ekki alllítill, að Ásgrímur Jónsson mál- ari hefur gert ailmargar myndir út af ýmsum einkennilegustu atvikunum í mörg- um þjóðsögum þeim, sem í þessu bindi eru og hefur honum heppnast það mjög vel, enda auka myndir þessar gildi bók- arinnar og munu verða börnunum kær- komnar. Virðist bindi þetta vel fallið til að glæða lestrarfýsn barnanna og halda eptirtekt þeirra og áhuga vakandi, og kemur því eflaust að góðum notum við lestrarkennslu í skólum og heimahúsum. En annars er ekki unnt að dæma um rit þetta fyr en það er allt komið út, og séð verður hvernig hið veigameira efni í síðari bindunum verður valið. Þá fyrst má fá yfirlit yfir heildina og sjá, hvernig safnendunum hefur tekizt að leysa verk- efnið af hendi. Ytri frágangur bókarinn- ar er góður og letrið stórt og skýrt. Mun hún prentuð í Gutenberg, en prent- smiðjunafnið sést ekki. Fr. Hoffmann: Æska Mozaris. Theodór Árnason þýddi fyrir Islenzkan æskulýð, 80. bls 8vo. Kver þetta er einnig gefið út á kostn- að »Unga íslands«. Er þar sagt frá uppvaxtarárum hins heimsfræga tónsnill- ings og er frásögnin hin skemmtilegasta og eflaust sannsöguleg að mestu leyti, þótt höfundurinn hafi að líkindum fágað hana nokkuð til að gera hana sögulegri. Þýðingin virðist vera dável af hendi leyst og orðfærið betra en gerist á flest- um þýðingum, er menn nú eiga að venjast. í sumar. I sumar var kóngurinn sjálfur hjá oss, sá hann hér Geysi og Urriðafoss, Ölvesið, Hreppana’ og Almannagjá, íslenzka fánann og Dannebrog hjá. Meðan hann dvaldi hér margt skeði’ í Vík mannþyrping fyrri þar sást ekki slík, en moldrok á götunum miður var kært, sem meistari Knútur þá hafði oss fært. Fældi það burt héðan fénað og menn, faraldur sá reyndar gengur hér enn, meiri og verri en mislinga kvef, moldin því fyllti vor augu og nef. En moldin hún átti að minna’ oss á það, að mold erum allir í sérhverjum stað konungar, þingrnenn og kaupmenn á fold, konsúlar, riddarar, allt er það mold. En meira var líka en moldina’ að sjá margbreytta laufkransa húsunum á líkt eins og hrúgað að líkfjölum er látinna vina, sem kveðjum vér hér. En moldin og kransar það minnir á sorg, sem má ekki nefnast í kónglegri borg eins og í sumar hún »Vlkin« þó var þvl Valtýr og kóngurinn föðmuðust þar. Og þeir riðu saman 1 Þingvallaferð og þingheimur allur með brynjur og sverð, en kvenfólkið stóð eins og kínverskur múr með klútana’, er riðu þeir hlaðinu úr. Gvendur með kóngsvagninn setti’ undan sól á svipstundu komst hann langtút fyrir ,pól‘, hann var þó banginn og helzt út af því, að hátignin fannst ekki vagninum í. »Konunginn vantar!« hann kallaði hátt, »komi þið piltar að leita hans brátt«. Horn sitt tók Glsli og hátt 1 það blés. »Hvað! Vantar kónginn«, barst suður um nes. Allt varð f herbúðum alþingis hljótt, enginn gat rólega sofið þá nótt, en morguninn eptir var kveðið við kátt: »Kóngurinn stendur á Lögbergi hátt«. Hafsteinn og Kristensen hófu þá mál: sHúrrum og drekkum svo konungsins skál«. Höttunum lyptu þá höfðingjar lands húrruðu allir og stigu svo dans. Horn sitt tók Gísli og hátt 1 það blés hann komst með tónana’ á þrístrikað es, hvein þá í fellum og hömrum f kring, sem hefðu þeir fengið f sfðuna sting. »Alþing hið forna er komið á kreik«, kallaði Pétur, »og hefjum nú leik eptir þeim gamla og íslenzka sið; allt komi’ í bröndótta Þingvalla lið«. Gengu menn saman og glímdu’ inn í hring, grundirnar skulfu og hraunið í kring. Jóhannes flatur í lynginu lá, laglega Hallgrfmur kappanum brá. Aldrei var húrrað eins hátt eins og þá húrraði’ í Valhöll og Almannagjá, bergmáli fyr ekki’ 1 björgunum sleit en beljurnar ærðust í Þingvallasveit. Plausor. -Crlenð símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmh. 24. sept., Id. blji. Konungkjörinn landsþingsmaður er orðinn Bjerre prestur (í Pedersborg hjá Sorö) fyrrum þjóðþingsmaðnr. / Mexico rákust á járnbrautarlestir og biðu þar bana 63 menn en 43 særðust. Bruce-leiðangurinn. Frá Tromsö er símað, að Bruce og menn hans séu komnir fram heilu og höldnu. Frá Póllandi. Frá Lodz er símað, að 800 verka- menn við verksmiðjur hafi verið teknir höndum vegna morðs á Silberstein verk- smiðjueiganda. Voru 8 dæmdir til dauða og jafnharðan teknir af lífi. Mikkelsens-leiðan g urinn. Vilhjálmur Stefánsson, sem var með í Mikkelsensförinni er kominn til Victoria í British Columbia. Viðbúnaður hafð- ur til að leggja upp í nýja sleðaför. 2fí. sept. kl. 6. Samningur. milli Rússa og Englendinga, sem ákveð- ur verksvið beggja í Mið-Asíu er nú gerð- ur heyrum kunnur. Leikhússtjóri þjóðleikhússins (»Folketeatret«) Dorph Pet- ersen fer frá, en í hans stað kemur Jó- hannes Nielsen. 1. október kl. 6. Pingmennsku-afsal. Hinn nýskipaði konungkjörni lands- þingsmaður, Bjerre prestur, hefur sagt af sér þingmennsku vegna árása á hann í blöðunum út af framkomu hans við konu nokkra við jarðarför. Jafnframt er hon- um vikið frá piestsembætti um stund. Stórhertoginn af Baden. [Friedrich Wilhelm Ludvig, tengdafaðir Gústavs Svía-krónprinz] er látinn [81 árs að aldri (f. 9. sept. 1826)]. Protabú Warburgs skuldar yfir 2 miljónir kr., en eignir tald- ar 700,000 kr. Námufélag Leyfi til námureksturs í Grænlandi, er veitt dönsku félagi, er stendur í sam- bandi við Landmandsbankann. 3. okt. kl. 5«. Ránskapur. Frá Odessa símað, að ræningjaflokkur hafi ráðist á og rænt hraðlest á leiðinni til Kiew. Frá Omsk (í Síberíu) símað að ritslmaskrifstofan þar hafi verið rænd, gjaldkerinn drepinn og nokkrir særðir. Frá Pétursborg símað, að Sveabotgar-uppreisnarmennirnir hafi verið dæmdir til þrælkunar um mis- munandi langan tíma. Austurríkiskeisari er sjúkur. Eiga búnaðarskólarnir að vera í sveit eða kaupstað? Sú alda rennur nú yfir landið, að flytja alt úr sveitinni til kaupstaðanna. Fólkið streymir 1 stórhópum til sjávarins og kaup- túnanna, kaupstaðar-þurrabúðarmönnum fjölgar en bændunum fækkar. Enda þótt framför sé, og hún ekki svo lítil á sein- ustu árum hvað landbúnaðinn snertir, þá fækkar þó þeim, er að honum vilja vinna. Þetta er ekki glæsilegt fyrir bændastétt- ina okkar og verðum við að finna ein- hver ráð við »kaupstaðarsýkinni». Gamla orðtækið: »Bóndi er bústólpi og bú er landstólpi«, stendur þó ennþá óhagg- að, og það heldur slnu gildi 1 framtíð- inni. Nú heyrast raddir um að flytja búnaðarskólana líka, aðdrættirnir eiga að vera svo miklu betri, og fæði nemend- anna þar af leiðandi ódýrara. Nokk uð fleira telja sumir, svo sem, að þar sé völ á betri kennslukröptum, betri samgöngur við umheiminn o. fl. Hvernig á búfræði að verakennd í kaupstað? Þar er sjaldnast búið. Bóklegt væri eflaust hægt að kenna og ef til vill hafa þeir rétt, sem segja, að þar sé hægt að fá betri sér- fræðinga fyrir kennara, en þá vantar alla verklega kennslu, og bóklegt án verklegs er einskis virði. Bóklegt og verklegt þarf að fylgjast að, og sé það að eins bóklegt, eins og nú er ætlast til, þá þarf að vera fy r i r m y n d a r b ú á s k ó 1 a j ö r ð i n n i svo lærisveinarnir geti kynnzt þvl vel, og kennararnir verða að vekja sér- staka eptirtekt lærisveinanna á hverju einuum leið ogþeir kenna það bóklega. Þetta getur alls ekki látið sig gera f kaupstað þar sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.