Þjóðólfur - 04.10.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.10.1907, Blaðsíða 3
MöÐOLFUR. 163 enginn landbúnaður er. Reynslan hefur sýnt, að fyrir alla er dýrara að lifa í kaupstað, en til sveita, jafnvel þó nokkur flutningskostnaður sé á matvöru og öðru til sveitanna. Félagsandi okkar Islendinga þarf að glæðast, og á að glæðast á skólunum. Þegar skólinn er 1 kaupstað, hafa hvorki lærisveinar innbyrðis, eða lærisveinar og kennarar svo mikið saman að sælda, eins og á skóla í sveit, og þar af leiðir, að félagsandi milli nemendanna glæðist ekki eins vel, og að kennarinn getur ekki kennt eins vel. Eitt af því bezta, sem kennari getur kennt lærisveini sínum, er að gefa hon- um gott eptirdæmi, að breyta sjálfur svo vel, að nemandinn fái löngun til að breyta eins. Til þessa þarf náið samband milli kennara og lærisveins, samband, sem að eins næst á skólum til sveita. Búnaðarskólar Dana standa líka úti á landinu. Þrír þeir beztu og mest sóttu standa einu sinni ekki í járnbrautarstöðv- arbæ, heldur um hálfa mílu frá næstu járnbrautarstöð. Við fylgjum því ekki ept- irdæmi Dana, og öpum við þó margt ept- ir þeim. Nú er mest talað um Hólaskóla. Hann þykir illa í sveit kominn og standa á óhentugri jörð með tilliti til notk- unar nýrri verkfæra. Með tilliti til notk- unar nýrra verkfæra svo sem sláttuvéla o. fl., er það satt, að engið á Hólum get- ur ekki slegist með henni, en mikið af túninu, og það sem ekki er slétt mætti slétta, og þar sýna nýjustu og ódýrustu aðferð í að slétta, plægja, herfa og sá grasfræi, og margt fleira má gera á Hói- um. Fyrir þá ástæðu þarf skólinn ekki að flytjast. Eptir Islenzkum samgöngu- mælikvarða eru samgöngur við umheim- inn vel viðunanlegar, og svo, að þær eru óvfða betri. Við að flytja Hólaskóla, tapar land- sjóður líka miklu fé. Húsið á Hólum má með litlum kostnaði gera viðunandi, og sparast þá alveg bygging nýs húss og um leið verð þess gamla, sem hefur kost- að nýtt um 20 þúsundir. Látum sveitirnar njóta þeirra gæða, sem streyma frá skólunum, nóg er samt teygt til kaupstaðanna. Að endingu vil eg setja tvær athugasemdir, sem eg vildi óska að menn hugleiddu vel. 1. Er ekki oflítið að hafa að eins 2 bún- aðarskóla ? Mér sýnist að bændastétt- inni veiti ekki af 4, og að sá sparn- aður, sem á þann hátt vinnst, sé allt of dýrt keyptur. 2. Er rétt að launa kennurunum úr landsjóði? Væri ekki betra að styrkja nemendurnar og láta svo kenn- arana taka laun sln frá þeim, með því að hækka gjald þeirra. Vera nemenda yrði þá dýrari, en hann fengi aptur meiri styrk. Með þessu er möguleiki settur fyrir því, að einstakir menn, sem löngun og hæfi- legleika hafa til að halda skóla, geti það. En með núverandi fyrirkomu- lagi geta þeir ekki, án landsjóðs- styrks, haldið skóla svo ódýrt, sem lærisveinarnir geta verið á öðrum landsskólunum. Þessar 2 athugasemdir, sérstaklega þá seinni, bið eg mér færari menn að hugsa um og láta heyra sínar skoðanir um hana. P. Ferðapistla frá íslandi, hefur dr. Heinrich Erkes jafn- aðarmaður í Köln ritað nýlega f „Reinische Zeitung". Dr. Erkes var hér á landi 1905, og hafði þá meðal annars stutta viðdvöl á Húsavík og Raufarhöfn. Ritar hann mjög hlýlega um landið og íbúana og með gleggri skilningi en menn eiga að venjast hjá út- lendum ferðamönnum. Hefur hann lagt allmikla stund á að nema íslenzku og hefur gefið út dálítið íslenzkt-þýzkt orðasafn, sem er framar öllum vonum. Hefur þess áður verið minnzt í Þjóðólfi. JarOasala. Höfuðbólið Þingeyrar f Húnavatnssýslu hefur Sturla Jónsson kaupm. í Rvík nýlega keypt af Hermanni Jónassyni alþingismanni fyrir 25,000 kr. Brauns verzlun .Hamborí Aðalstræti 9. Tal§íini 41. í Annað stórbýli: Bræðratungu í Biskups- tungum með hjáleigum, seldi Einar Bene- diktsson f. sýslumaður í sumar fyrir 20,000 kr. Kaupandinn talinn Svend Poulsen frétta- ritari við „Berlingske Tidende", er var með í konungsförinni, sonur Emil Poulsens fyrr- um leikara við konunglega leikhúsið. „Hólar" komu frá útlöndum í fyrra dag. Stærsta úrval af: vindlum og vindlingum. Reynið merkið »E1 Comercio kr 5 pr. x/2 kassi, 0,50 pr. 5 stykki. Ekta egypskir viníllin <íar nýkomnir. j-ot, JíltðCjlU OQ rG^llkSpiirj fr&bærlega niikid úrval. Símslitin á Smjörvatnsheiði, er getið var um í síð- asta blaði, voru óvenjulega mikil, svo að sagt var að þráðurinn hefði slitnað á 160 stöðum vegna klaka, er blaðizt hafði utan um hann við ísingu, og kvað svo mikið að því, að þráðurinn var sumstaðar orðinn jafn gildur og símastaurarnir. Á sunnudag- inn var komst samband aptur á. Prestkosning er um garð gengin að Tjörn á Vatnsnesi og er Björn Stefánsson cand. theol. kosinn prestur þar. Um Hofteig sækir kand. Haraldur Þórarinsson. Það brauð hefur staðið óveitt síðan 1904. HeiOursgjaflr úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa hlotið 31. ágúst: Jón Arnason dbrm. f Þor- lákshöfn og Helgi Þórarinsson bóndi í Þykkvabæ í Landbroti 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi dugnað í jarðabótum. Eptirmæli. Hinn 5. aprfl síðastl. lézt merkisbóndinn Eyleifur Einarsson á Árbæ í Mosfellssveit, bróðir Gunnars bónda á Selfossi í Flóa. Hann var fæddur 13. marz 1840 og kvæntist 24. maí 1876, eptirlifandi ekkju Margréti Pétursdóttur, sem enn er búsráðandi á Árbæ. Um æfistarf þessa fráfallna merkisbúnda má segja að það hafi verið margt og mikið, og komið vel niður. Fyrstu búskaparár þeirra hjóna í Egilsstaðakoti í Flóa, áttu þau við ýmsa örðugleika að búa vegna efna- skorts. Þrátt fyrir það byrjuðu hjónin að beita dugnaði sínum í þarfir ábýlisjarðar- innar, þótt slíkt sé ætíð örðugt fyrir frum- býlinga, er verjast vilja skuldum. Þó fór svo, að þegar þau fluttust frá býlinu aptur, eptir 5 ár, að búið var að hressa það allt upp, og leggja undirstöðu að garði umhverf- is túnið, og fullgera sumstaðar. Þá mátti og heita að bústofninn væri orðinn góður og skuldir engar. Um vorið 1881 fluttust þau hjón að Árbæ í Mosfellssveit, og þar bjó Eyleifur síðan til dauðadags. Það er kunnugra en frá þurfi að segja í hve fráleitri niðurníðslu sú jörð var, er hann tók við henni, og að taka tryggð við þræl- nídd ábýli og enduneisa þau, sýnir göfugri framsóknaranda í menningaráttina en fjöldi manna gerir sjer grein fyrir. Um búnaðar- sögu hjónanna á Árbæ, þarf ekki að fjöl- yrða, hún er í fáum dráttum sagt falleg. Þrátt fyrir ýmsar ómaklegar árásir á þau, frá hendi landsdrottins þeirra fyrri árin, safnaðist þeim kjarkur og framsýni til að bæta jörðina á alla lund, bæði með tún- görðum, sléttum og húsabótum, svo að við eldri menniinir, er munum tvenna tímana, höfum ekki séð betur gert annarsstaðar á leiguliða jörð. Það var áður, og er líklega ennþá svo, að þegar bændnr úr sveit fiytja á jörð við aifaraveg nærri kaupstað, verða optar fleiri af gestunum að þiggja meira 'en gefa, og víst er um það, að svo fór hér. Því þrátt fyrir lítið húsrúm framan af búskapartím- anum þeirra, var altaf fullt af lestamönnum, göngumönnum til vers oft. Mátti það hrein- ustu furðu gegna, hvað hjónunum tókst vel að gera þessa ýmsu gesti sína ánægða. Lundarfar Eyleifs sál. var þannig: Hann var harður og þéttur i lund, tryggur og ráðvandur í öllum viðskiptum og lét sér mjög liugarhaldið um að skulda ekki öðrum; enda tókst honum það. Sorg og ýmiskonar mótlæti heimsótti þau hjón á Árbæ, en þar sem trúin á guð situr í öndvegi, eins og stöðugt var í húsi hjóna þessara, þar hverf- ur sorgarmyrkrið eins og þoka fyrir hlýrri vorsól. Blessuð veri minning þessa fráfallna bónda. Þess ermikillega óskandi fyrir alla Vetrarjakkar, buxur sérstakar og jakkar, mjög ódýrt. gesti og gangandi, að með þjóðvegum vor- um byggju sem flestir, sem hefðu sömu hjartagæzku til að bera til þeirra, sem um veginn fara, sem áður nefnd hjón höfðu. Væri þá vel farið. 10/7 1907. Eerdamadur kunnugur á krbce. Hinn 14. júlí síðastl. andaðist að heimili sínu Setbergi á Akranesi, húsfrú Jónina María Arnadóttir, fædd 17. sept. 1874, á Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Foreldrar hennar voru Árni hreppstjóri Sveinbjörns- son og Ólöf Jónsdóttir. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum, og dvaldi hjá þeim þar til að hún fyrir tæpu ári giptist trésmið Sveini Magnússyni, sem nú er búsettur á Setbergi á Akranesi. Jónína sál. var guðhrædd, stillt og gáfuð kona, og hvers manns hugljúfi, er hana þekktu; er hennar því sárt saknað af vin- um og vandamönnum, og öllum er henni kynntust. Hún lætur eptir sig eina dóttur á 1. ári. Sv. O. IVýtt liotel. Bahns Missionshótel Badstuestrœde 9. Kjöbenhavn. Herbergi frá 1 kr. 25 a. Fæði og húsnæði 3 kr. 50 a. á dag. Samkomuhiísið Betel. laMillMiar eru eins og venja er til vandaðastar °g lang-ódýrastar í verzl. B. H, Bjarnason. Lampar og allt þeim tilheyrandi, er eins og flestum mun kunnugt vera lang-ódýrastir í verzl. B. H. Bjarnason. Eldhúsgögn °g Þar á meðal galv. Bala og Vatnsfötur, fá menn hvergi vandaðri né ódýrari en í verzl. B. H. Bjarnason. Sunnudaga: Kl. ó1/^ e. h. Fyrirlestur. Miðvikuaaga: Kl. 8V4 e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bcenasamkoma og bibliulestur. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg. Grand Hotel Nilson Köbenhavn irtælir með herbergjum sínum með eða án fæðis í veitingahúsinu fyrir mjög vægt verð. NB. Islenzkir ferðamenn fá sér- staka ívilnun. 77 vordegi? Mér fannst eins og eg væri kominn í einhvern undraheim, og móð- urbróðir minn væri vingjarnlegur töframaður, er sýndi mér furðuverkin. Hann sýndi mér göturnar í Westend, og skrautlegu vagnana þar, Ijósklæddar stúlkur og dökkklædda menn, sem allt var á eintómu iði, hvað innan um annað eins og maurar á maurábúi, þá er stafur er rekinn i það. Eg hafði aldrei getað gert mér hugmynd um þessar óþrjótandi húsaraðir og annað eins slkvikandi líf. Því næst ókum við gegnum Strandgötuna (The Strand), og þar var enn fjölmennara. Við komumst jafnvel inn 1 »City«, en móðurbróðir minn bað mig um að geta þess ekki við nokkurn mann, þvf að hann vildi ekki, að það yrði almennt kunnugt. Þarna var allt öðruvísi um að litast en í Westend, þarna var unnið af kappi og iðjuleysingarnir áttu þar engan griðastað. Þótt eg væri ungur var mér samt ljóst, að þarna var veldi Englands fólgið. Hér t «City« Lundúnaborgar væri rótin, sem yfirráð, auðlegð og svo mörg önnur fögur blöð væru sprottin af. Allt annað getur breyzt og klukkunum í City má hringja, þangað til kólfurinn dettur úr þeim, en sá starfandi framkvæmdarandi, sem þróast á þessu fárra kílómetra svæði, má ekki og getur ekki breytzt, því að dvíni hann, visnar einnig allt, sem hann gefur vöxt og viðgang. Við snæddum hádegisverð hjá Stephens, nýtízlcuveitingahúsi í Bond Street. Þar stóðu vagnaraðirnar og söðlaðir hestar allt frá dyrunum og lengst út á götuenda. Þaðan ókum við til St. Jakobs skemmtigarðsins og til Brooks hins nafnkunna klúbbs »whigganna«, og loks til Watiers, þar sem tigna fólkið var vant að spila. Eg hitti alstaðar fyrir samskonar fólk, reigingslegt og mittismjótt. Og allt sýndi það móðurbróður mínum hina mestu virðingu og mér lauslegt umburðar- lyndi, er eg átti að eins honum að þakka. Samtalið hné stöðugt aðhinusama eins og hjá prinsinum: um stjórnmál, heilsufar konungsins, slark prinsins, ófrið- inn, veðhlaup og hnefleika. Eg veitti þvl einnig eptirtekt, að sérvizku dutlung- ar voru í tlzku, eins og móðurbróðir minn hafði sagt. Og er menn á megin- landinu enn þann dag í dag skoða oss sem vitlausraspítalalimi, þá er enginn vafi á, að þetta eru menjar frá þeim tíma, þá er einu ferðamennirnir, sem fólk á meginlandinu kynntist, voru úr flokki þeirra manna, er eg nú hitti. Þá er eg ásamt móðurbróður mfnum sat þetta kve’.d hjá Watier á einum rauða flauelslegubekknum meðfram veggjunum, benti hann mér á ýmsa af þessum kynlegu körlum, er höfðu mest orð á sér fyrir hina og þessa sérvizku, og sumt af þvf er enn ekki öldungis gleymt. Allur salurinn var súlum skreyttur og speglum, og feikna langur. Var hann troðfullur af háværum manngrúa. Voru þar allir í dökkum kveldbúningi og hvftum silkisokkum með fellingarlfni úr£smágerðu efni, og litla flata hatta undir hendinni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.