Þjóðólfur - 11.10.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.10.1907, Blaðsíða 2
ÞJÓÐÓLFUR. 166 barn. Eins og víðar í bókinni er þar hrúgað saman feiknum heilum af hinum óviðfelldnustu orðum og setningum. Það er mjög þreytandi að lesa slíkt mál — þar kemur opt mikið í ljós sérvizkuleg viðleitni eptir að rita allt öðruvísi en aðrir menn. Ólöf er afarþreytt á llfinu og svo frá- hverf manni sínum, að hún verður fegin þegar hann fer að eiga vingott við eina vinnukonuna þeirra. Búsýslan og heim- ilisannirnar dreifa þönkum hennar nokk- uð — og þó einkanlega umhyggjan fyrir barninu, sem henni þykir eðlilega vænt um. Bágindi sjálfrar hennar opna augu hennar fyrir llkum kjörum annara, og hún reynir af mætti að líkna bágstöddum. Hún gefur svöngum að borða og klæð- litlum föt og þetta starf veitir henni svöl- un nokkra. Eins og stundum á sér stað, verður hún að fara með þetta á bak við manninn. Enn nefnir hún guðhræðslu sína, sem Ijósgeisla í lffi slnu og raunabót, en um þau efni er mjög undarlega að orði kom- izt, allur sá lestur skemmir bókina að mun, nema ef sá skyldi tilgangurinn að sýna fram á, hversu lítilsvirði hin svokall- aða »guðhræðsla« og trúartilfinngar manna eru, sem jafnaðarlega komi helzt í ljós við jarðarfarir og þesskonar tæki- færi. Ólöf telur ^ig heldur ekki annað eða meira en trúhneigða, og skrítin er guðs-hugmyndin hennar — hún hugsar sér guð eins og hvítan, síðskeggjaðan öldung — sitjandi fyrir ofan allt! Það minnir á drauminn hans Eyvindar litla í »Kátum piltií. Hugmyndin sú er svo sem ekkert ný eða frumleg, því síður há- fleyg eða fögur. Árin líða og ólöfþrammar allt af hel- kaldan jökulinn með bónda sínum. Það virðist sem Sveinn taki fályndi hennar vel, einkum fyrstu árin, en svo fer hann að bæta sér í munni og skapi með brenni* víni. Og þá kastar nú tólfunum. Ólán og armæða Ólafar er varla í letur fær- andi, enda þótt flestar drykkjumanna- konur eigi við lík kjór að búa. Ólöf lifir þó stöðugt í draumlandi sínu og þráir og þráir en hvað? — Lfklega kærleika, því kærleikslaust llf er ekkert líf. En svo finnur hún hann í »dalnum 1 jöklinum*. Ungur piltur einn, Þórhallur að nafni, liggur úti í hríð skammt frá Ási. Hann kelur mjög á fótum, og er fluttur heim að Ási, og Ólöf tekst á hendur að stunda hann og greru skjótt sár hans. Ferst henni það vel. En að launum fyrir starfa sinn fær hún svölun á »sálarþorsta« sín- um, og nú renna upp þær stundir, sem fylla hjarta hennar þeim unaði að undr- un sætir, með því hún væntir að fá eilíft líf og eilífa sælu vegna þeirra stunda!! Hún fær ást á Þórhalli og hann ást á henni, og nú finnast þau á laun eins opt og færi gefst. Ástarfundum þessum er lýst nákvæmlega og skal ekki farið út f þá sálma frekar; þó kemur manni ósjálf- rátt í hug: Hvað kemur til að maðurinn, sem mest og bezt ritaði í fyrra vetur um siðleysi íslenzka kvennfólksins, skuli ekki láta hana Ólöfu sína vera hafna hátt yfir slíkt athæfi, — að láta hana — gipta konuna læðast á tánum eptir baðstofunni um hánætur og fara upp f rúm til óvið- komandi manns — þó aldrei nema hún væri í fötunum! En þetta var nú skammgóður vermir, og Ólöf var bráðum komin úr »dalnum« ogjafnskjótt sem mjúku hendurnar á henni græddu fótasárin, þá fór Þórhallur að hafa sig á kreik. Kveðjtistund þeirra varð talsvert öðruvísi en hún hafði hugsað sér og enda vond, því hún hafði búizt við taumlausum geðshræringum frá hans hlið, en hann var sá rólegasti — náttúrlega af tómri skynsemi! Skildu þau svo og gengu hvort sína leið. Hún skrifaði honum og beið lengi eptir svari, en fór lfkt og áður, það kom aldrei. Svo frétti hún til hans í Amer- iku. Þangað hafði hann farið, án þess að láta hana heyra eitt orð frá sér. Og þó þráði hún hann eins og þyrstur vatn, og þakkaði honum björtustu stundir lífs síns — beztu stundirnar góðu — og geymdi minningu hans í þakklátu hjarta? Stórlátari var hún ekki en svo. Annars svipar Þórhalli þessum of mjög til margra af sama kyni, sem nota sér af einfeldni kvenna, þó að flestir þessháttar menn séu samvizkulausari í þeim sökum en Þórhallur, en hugrekkið hans er líkt og þeirra, þegar út í skömmina er komið. Og — svo er skuldinni allri skellt á kvennfólkið. Að öðru leyti er lýsingin á Þórhalli næsta ógreinileg. Æfi Ólafar versnaði æ meir og meir og er hún frétti um Ameríkuferð Þór- halls, hugði hún á ekkert frekar, en fyrir- fara sér. Með það áform í huga gekk hún áleiðis til árinnar, en hafði barnið sitt með sér — þorði ekki annað —, betri raddir í brjósti hennar töluðu þó hærra en ástríða hennar, og hún hvarf heim aptur. Liðu svo dagar og ár, unz Ólöf sat við kistu manns síns. Var húnþáhnigin á efri ár og grét nú liðna daga, eyðilagða æfi, af því hún átti mann, er hún eigi hafði unnað. Endar þar sagan. Efnið er ekki mikið. Að eins fáir drættir úr hversdagslífi al- múgakonu, sem lifir allan aldur sinn svo að segja á sömu þúfunni, eins og svo óteljandi aðrar konur. En þrátt fyrir það, þótt opt sé illa að orði komizt og efnið ekki vel með farið víða í sögu þessari, þá sýnir hún þó glöggt, að ástlaust hjónaband er og getur aldrei verið annað en mæðu- dagar, kaldir og sólarlausir, og að vín- drykkja karlmannanna bitnar sárast á kvennfólkinu. Það kemur og dável í Ijós f sögunni, að eigin raunir mýkjast við að bæta úr bágum kjörum annara, þvl víða mun »valur særðra manna«, eins og Ólöf kemst að orði, og margir þurfa hjálpar við — betur að fleiri sæju það en sjá. Síðast en ekki sízt ber öll sagan vott um það, hvað lítið það stoði, að vera trúhneigður, ef aldrei kemst lengra. Það gefur lffinu enga gleði, léttir ekki á sorgarbirgðunum, varðveitir ekki fyrir freistingunum, léttir ekki daglegar annir og umsvif. Þetta allt gerir 1 i f a n d i trú. Já, hún gerir meira, hún breytir sorg í gleði og gerir dimman daginn bjartan, því »trúuð sál sér ætíð til sólar«. Ungar stúlkur ættu að minnsta kosti að vera höfundi bókar þessarar þakklátar fyrir það, hvað hann varar rækilega við því að hlaupa hugsunarlaúst út 1 hjóna- bandið, og eins ættu þær að hafa það hugfast, hversu varúðarvert það er, að ganga þeim manni á hönd, sem að ein- hverju leyti dýrkar Bakkus. Þetta tvennt brýnir sagan fyrir þeim, er lesa hana, og það verður aldrei ofgert. G. L. Frá frétlaritara Pjóðólfs. (Framh.). ----- Cambridge er ekki stór bær eptir því sem gerist á Englandi, íbúarnir eru ekki nema rúmlega 50 þús. Einmitt þessvegna mun bærinn hafa verið valinn til fundar- staðar, þvf að í stórum bæ getur slíkur íundur ekki vakið eins mikið athygli, en það var einmitt tilgangurinn með esperantó- fundinum, að vekja svo mikið athygli* sem unnt væri á esperantó. Það tókst líka fyllilega. Það munu vera fáir Cam- bridge-búar, sem ekki kannast nú við esperantó. Hvar sem gengið var heyrð- ist orðið »esperantó«, klingja í eyrum manna. Dagana, sem fundurinn stóð flutti blaðið »Cambridge Daily News« á hverjum degi eina síðu á esperantó, en auk þess var efni blaðsins mestallt um esperantó. Önnur blöð fluttu einnig lang- ar frásagnir af fundinum. Þrátt fyrir öll fundahöldin gáfu flestir sér tíma til að skoða sig dálítið um í bænum og grenndinni. I bænum eru ýms fögur stórhýsi. Mest ber á stúdenta- görðunum (Colleges), enda eru þeir 20 alls í bænum og tveir þeirra eingöngu fyrir konur. Eru það mikil hús og reisu- leg eða öllu heldur húsahvirfingar með 2 eða jafnvel fleiri húsagörðum í miðju. Flestir stúdentagarðarnir liggja fram með ánni Cam, sem rennur í gegnum bæinn, en fyrir framan þá á báðum bökkum árinnar er stór og fagur skemmtigarður. Eru þar leikvellir fyrir stúdenta, því að þeir iðka mikið Iþróttir og á ánni er mikið af bátum, þvl að stúdentar eru róðrarmenn miklir. Að innanverðu sá eg einn af stúdentagörðum karla og ann- an kvennagarðinn. Þar búa 150 náms- meyjar í bezta yfirlæti, en flestar þeirra voru nú fjarverandi að njóta sumarleyfis- ins. Meðal þeirra, sem tóku á móti okk- ur var stúlka, sem talaði íslenzku, miss Phillspott, sem dvalið hefur heima á Is- landi um hrfð og stundað norræn fræði. Kvennagarðarnir standa spölkorn fyrir utan bæinn; eru þeir mjög nýlegir, tæp- lega 40 ára gamlir, en flestir hinir stúdenta- garðarnir eru mjög gamlir, sumir jafnvel 800—1000 ára. í þeim öllum er mat- salur, þar sem stúdentarnir halda daglega sameiginlega máltfð; líka er þar kapella eða bænhús; var mér sagt, að allir stú- dentarnir í stúdentagarði þeim, sem eg sá, hefðu til skamms tíma verið skyldir að mæta til guðsþjónustu í kapellunni 5 sinnum á viku. Á þessum stúdentagarði voru 3 hlið, sem nefndust: auðmýktarhliðið, dyggðar- hliðið og heiðurshliðið. Inn um fyrsta hliðið komu nýju stúdentarnir, um dyggða- hliðið gengu menn á meðan menn iðk. uðu dyggðir og vísindi á stúdentagarðin- um og út um heiðurshliðið fóru menn, er menn höfðu lokið námi sfnu. Alls búa yfir 3000 stúdentar f Cam- bridge, en með því að sumarleyfi þeirra stóð yfir, voru þeir fæstir í bænum. Þó mátti sjá allmarga menn í svörtum kufli með svarta ferstrenda húfu á höfði, en það er einkennisbúningur stúdenta, sem þeir eru skyldir að bera f vissum tilfell- um; ef þeir t. d. sjást úti á götu eptir sólarlag og eru ekki f stúdentabúningn- um, verða þeir að greiða 5 kr. í sekt. Háskólinn er alveg sjálfstæð stofnun ; hann velur sjálfur háskólakennarana og ráðstaf- ar kennslunni án nokkurrar lhlutunar utan að. Háskólinn kýs líka tvo menn á þing og átta menn í bæjarstjórn. (Niðurl. næst). Lausn frá prestskap hafa fengið séra Guð- mundur Helgason f. prófastur í Reykholti og séra Éinar Þórðarson alþm. á Bakka í Borgarfirði (Desjarmýri). SkólastjórastaOan á Eiðum er veitt Bergi Helgasyni bú- fræðing. Míslingarnlr geisa nú sem óðast hér f bænttm og leggjast allþungt á suma. Þeir kvað og vera komnir upp um sveitir hér sunnan- lands, en þó óvíða enn. Að líkindum dreifast þeir yfir landið í vetur, nema því meiri samgönguvarúðar sé gætt milli fólks á mislingaaldri (26 ára og yngri). StórviOri með mikilli fannkomu til sveita var dagana 5. og 6. þ. m. (laugardag og sunnudag). Hafði drifið niður mikinn snjó í sveitum á föstudaginn, í logni að heita mátti. £n hér við sjó fram var þá hellirigning þann dag. Ekki hefur enn frétzt um verulega fjárskaðá í veðri þessu, en þó fórst fé allvíða. Bótin að veðrið var svo stutt og frostharkan ekki mjög mikil. Menn úr Hvítársíðu, er voru á leið hingað til bæjarins með fjárrekstur (rúm 400 hndr,) komust í hann allkrapp- an. Þeir fóru fjallveg þann, sem kallað er »fyrir Ok« og komust í Brunna á föstudagskveldið, um það leyti er versta veðrið skall á. Höfðu þeir tjald með sér, en áttu við kaldan kost að búa ei að síður, og furða mikil, að þeir héldu fénu. Komust þeir loks ofan í Þingvalla- sveit við illan leik og hingað til bæjar- ins á þriðjudaginn. Formaður fararinn- ar var Jón bóndi Pálsson í Fljótstungu. Kvaðst hann aldrei hafa fengið annað eins illviðri öll þau haust, er hann hefur rekið fé hingað suður. Skipstrand og manntjón. Símskeyti frd Seyðisfðri í gœr: Selveiðaskipið »Friðtjóf« frá Tromsö, þrímastrað með hjálparskrúfu, komandi frá Jane Mayen bilaði 1 ísnum, og strand- aði við Langanes 5. þ. m., 15 manns d r u k k n u ð u, en 1 bjargaðist, sem liggur veikur á Skálum á Langanesi. Sigurður Hallgrímsson fyrr- um hreppstjóri á Hrafnsgerði (í F'ellum) drukknaði nýlega 1 Grimsá. TíOarfar Frá Seyðisflrði slmað í gær: Illviðri sunnudaginn og mánudaginn, en síðan blíðviðri og nokkur afli. Hólar ókomnir í gær til Eskifjarðar. AmtsráOsfundur Austuramtsins haldinn 7. og 8. þ. m.. BráOkvaddur varð 25. f. m. Guðmundur Ein- a r s s o n verzlunarstjóri á Siglufirði, bróð~ ir Páls sýslumanns í Hafnarfirði og þeirra systkina, dugnaðarmaður og vel metinn Banamein hans varð heilablóðfall. írlení símskeyti til Þjóðólfs frá R. B. Kaupmh. 10. okt. kl. 5<o e. h. íslands batxki hefur boðað til aðalfundar um að hækka hlutaféð upp í 5 miljónir. Rikisþingið. Við setningu ríkisþingsins fluttu forseL arnir íslandi þakkir í nafni þingsins fyr- ir gestrisnina við heimsóknina í sumar. Steffensen yfirherdómari er valinn forseti landsþingsins (í stað H. N. Hansens, konferenzráðs). Kegpt loptfar. Þýzka stjórnin hefur keypt loptfar Zeppelins greifa, er hefur reynzt framúr- skarandi vel nú upp á síðkastið. Konungkjörinn landsþingsmaður í stað Bjerre prests er nú skipaður Sör- ensen-Egaa sjálfseignarbóndi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.