Þjóðólfur - 11.10.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.10.1907, Blaðsíða 1
4 59. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. október 190 7 M 44. er Það er ávallt verið að klifa á því i sum- um blöðum, hversu illa og óskynsamlega 1 a n d i n u sé stjórnað, hversu landstjórn- in sé óhagsýn, eyðslusöm og hlutdræg, að landið sé komið eða sé að komast í al- ger fjárþrot og verði þá og þegar gjald- þrota, landsbúið þrotabú o. s. frv. Vitan- lega eru þetta ýkjur, þótt ekki verði því neitað, að fjárhagur landsins sé ekki sem glæsilegastur, en stjórninni verður ekki eingöngu um það kennt. Það hefui ekki orðið komizt hjá því, að leggja í mikinn og margvíslegan kostnað á síðustu tímum, og hefði stjórnin látið undir höfuð leggj- ast ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir og haldið sem fastast utan um pyngju land- sjóðs, þá hefði hún eflaust einnig fengið skammir, og að mörgu leyti þá með réttu. Hins vegar kemur blöðum þeim, sem ávallt eru að knésetja landstjórnina fyrir flestar eða allar gerðir hennar, aldrei til hugar að finna nokkurn skapaðan hlut að því, hvernig höfuðstað Iandsins — Reykjavíkurbæ — er stjórnað, nema ef vera skyldi í hæsta lagi einhver eins at- kvæðis athugasemd með upphrópunar- merki aptan við allra stærstu lokleys- urnar, um leið og fundargerða bæjarstjórn- arinnar er getið. Aldrei er t. d. minnst á það, að Reykjavíkurbær sé illa sskild- ingaður«, og þó er víst flestum kunnugt, að fjárhagur bæjarsjóðs getur naumast verið aumari en hann er, þar sem segja má, að hann eigi naumast til næsta máls, enda er sjón sögu ríkari, því að fágætt mun vera að sjá það beinlínis tekið fram 1 auglýsingu í opinberu blaði, að bær- inn sé í fjárþröng, um leið og hann er að krefja menn um ógreidd bæjar- gjöld. Þetta stóð nýlega með feitu letri 1 »Reykjavíkinni« hvað eptir annað, og stórhneykslaði það bæði mig og eflaust marga aðra. Það eru að minnsta kosti dálítið einkennilegar ástæður fyrir rétt- mætum skuldakröfum frá bæjarsjóði sjálfs höfuðstaðarins. Enginn skuldheimtumað- ur, þótt kominn sé á heljarþremina, fast að gjaldþroti, mundi hnýta öðrum eins hala aptan við skuldakröfur sínar. Eða skyldi bæjarsjóður ætlast til þess, að menn greiði skuldir sínar til hans af einskærri meðaumkvun og komist við af hreinskiln- inni: að bæjarsjóður sé fjárþurfi? Eg hygg naumast, að menn borgi nokkurn tíma skuldir sínar af þeirri ástæðu, ekki einu sinni prívatmanni, hvað þá heldur bæjarsjóði. En hversvegna mæltist ekki bæjarsjóður til þess við efnaða borgara . bæjarins, að þeir gæfu honum fáeinar krónur, því að hann hefði ekkert til að borga verkamönnum sínum þennan mán- uðinn! Svona lagaðar auglýsingar eins og þessi með feita letrinu í »Reykjavík«, eru sannarlega ekki vel til þess fallnar, að efla lánstraust bæjarins út á við. En það er auðvitað hverju orði sannara, sem í auglýsingunni stendur. Að eins er sá munurinn, að það er ekki að eins nú, sem bærinn er í fjárþröng, hann er það stöðugt. Það er orðinn »króniskur« sjúk- dómur, þótt minna beri á honum vissa tíma ársins, meðan gjöldin streyma mest inn. En hann hverfur aldrei og verður alvarlegri og alvarlegri með ári hverju, svo alvarlegur, að það er fullkomið á- hyggjuefni hverjum bæjarbúa, er lengra hugsar en til morgundagsins. Og hverju er þessi fjárþröng og bágu fjárhagsástæður bæjarsjóðs að kenna? Engu öðru en illri og óhagkvæmri stjórn. Þar verður því ekki um kennt, að bæjar- stjórnin hafi hingað til ráðizt í nokkur stórþýðingarmikil nauðsynjafyrirtæki fyrir bæinn, er hafi haft mikinn kostnað í för með sér. Síður en svo. Hér er allt ógert, sem gera hefði átt fyrir löngu, og höfuðstaðurinn aptur úr flestum smákaup- túnum annarstaðar á landinu í flestu eða öllu. Þau framfarafyrirtæki fyrir bæjarins hönd, er nokkru skipta, eru enn sem komið er mest allt bollaleggingar eða í býgerð, og kostnaður við þau því ekki enn fallinn á bæjarbúa. En sjálfsagt verða þeir þess varir síðar, og ekkert und- legt, þótt talað verði þá um fjárþröng, þá er hún er svo tilfinnanleg nú þegar, meðan svo nauðafátt er gert að gagni fyrir bæinn. Það er sannarlega ekki glæsileg tilhugs- un, að leggja út í afarkostnaðarsöm fyrir- tæki með tóma féhirzlu eða réttara sagt með stórskuldir á baki. Gjaldþol flestra bæjarbúa er þó takmarkað, og að því getur rekið, ef forsjá alla skortir, að ástandið hér verði t. d. engu betra en í Kristjaníu, þar sem menn hafa neyðst til að flýja úr bænum vegna óbærilegra skattaálaga. Og af því að gjöld til ríkis- sjóðserueinnigafarhá í Noregi, vegnaskulda ríkissjóðs, þá hafa margir Norðmenn bein- línis flúið land sitt vegna þessara geysi- háu skatta, er yfirstigið hafa gjaldþol manna. Astandið hér g e t u r orðið svip- að, en vonandi, að svo verði þó ekki. En þá þarf sannarlega að verða gagnger breyting á stjórn bæjarins að minnsta kosti. Oddviti bæjarstjórnarinnar, sá sem nú er, og hefur verið næstl. 20 ár, á auð- vitað drýgstan og mestan hlut í óhagsýn- um og óheppilegum ráðstöfunum bæjar- stjórnarinnar fyr og síðar í fjárhagslegu og stjómlegu tilliti, en ekki er honum e i n u m um að kenna ólagið. Bæjar- stjórnin í heild sinni á þar sinn drjúga skerf, því að ekki verður sagt, að þar hafi jafnan setið nátthúfur einar og jábræður oddvita. En eg get ekki neitað því, að mér hafa fundizt margar ráðstafanir og ályktanir bæjarstjórnarinnar þvf líkastar, sem almennt hyggjuvit og ráðdeild skip- uðu ekki öndvegi í þeirri samkundu. Augu bæjarstjórnarinnar virðast optast hafa verið gersamlega Iokuð fyrir »tjár- þrönginni* í bæjarsjóði. Þeir vísu feður hafa úthlutað fénu til ýmissa óþarfra sýsl- ana og bitlinga, eins og þeir hefðu úr óþrjótandi nægtabrunni að ausa. Þá hefur bæjarsjóður ávallt verið nógu ríkur. Eg hef ekkert á móti því, að mönnum, sem unnið hafa vel og lengi f bæjarins þarfir, séu veitt einhver eptirlaun úr bæj- arsjóði í hlutfalli við efnahag hans. En eg kann ekki við, að sllku fé sé stungið að mönnum undir öðru yfirskini, og þá látið vera margfalt hærra, en nokkur hæfa er á. Eg viðurkenni t. d., að Ólafur gamli f Lækjarkoti sé einhverrar þókn- unar verður á gamals aldri fyrir margra ára starf sem fátækrafulitrúi. En eg get ekki verið samþykkur þeirri aðferð, að láta hann hafa 800 kr. árslaun sem heil- brigðisfulltrúa bæjarins.(II) Það er blátt áfram skoplegt og gengur enda hneyksli næst. Allir vita, að þetta svo- nefnda heilbrigðisfulltrúastarf er hégóminn einber og algerlega þýðingarlaust og gagn- laust fyrir bæinn, svo að því leyti má einu gilda, hver því gegnir. En það á ekki að launa þetta »humbug« með 800 kr. Miklu réttara hefði verið að veita Ólafi gamla svo sem 200 kr. ellistyrk ár- lega, ef bæjarstjórninni hefur fundizt, að hún yrði að láta það eitthvað heita. Annars dettur mér ekki í hug, að fara að telja hér upp vanhugsaðar fjárveitingar og bitlinga bæjarstjórnaiinnar á síðustu árum að eins, því að það yrði langa rollan. Ráðsmennska hennar ætti að vera bæjar- búum svo kunn, að þess þyrfti ekki. Það væri vitanlega nógu fróðlegt, að rifja einnig upp hitt og þetta af fleiri gerðum hennar, t. d. lóðarkaup dýrum dómum af einstökum mönnum til að breikka göt- urnar við hús þeirra(II), dýr kaup á lóð- arspildum, sem bærinn hefur áður gefið o. fl. o. fl. En það syndaregistur yrði oflangt til að rúmast í einni blaðagrein. Sú er bót í máli, að nú má eflaust vænta nýrri tíma með nýja bæjarstjór- anum, sem bærinn á að launa með 6000 kr. (laun og skrifstofufé). Hann verður væntanlega ekkivalinn af verri endanum, úr því að bæjarstjórnin á að gera það, sjálfsagt nýja bæjarstjórnin karla og kvenna, sem á að setjast á rökstóla eptir nýárið. Þá má segja: sjá allt er orðið umbreytt, allt er orðið nýtt. Raunar hef eg litla trú á því, að bænum verði skynsamlegar stjórn- að en áður, þótt kvennfólkið komist í þá vegtyllu. Það mun Varla kippa gamla sleifarlaginu mikið í lag. Það er nýi bæjarstjórinn, sem það á að gera, en þá má hann ekki ganga í fótspor hins nú- verandi oddvita, heldur þvert úr vegi frá þeim förum. Hann verður að vera ör- uggur, einbeittur, framkvæmdarsamur, hagsýnn, hraðvirkur og mikilvirkur, stjórn- samur og úrskurðargóður, Ijúfur og lítil- látur við allan almúga, en ómjúkur við alla stórbokka og ribbalda. En framar öllu öðru verður hann að hafa gott verksvit og kunna vel að segja fyrir verkum á höfuðstaðarbúinu, svo að hann geti í öll- um greinum talizt ötull ráðsmaður, er bærinn stórgræði á að hafa í þjónustu sinni, þrátt fyrir há laun. En hvar fær bærinn slíkan ráðsmann ? Þessari spurningu þyrftu borgarar bæj- arins að geta svarað sem fyrst. Civis. Bókmenntir. Ó I öf í Ás i. Fœrt hefur til betra tndls sögti sjdlfrar hennar: Guðrn. Fridjónsson. Ólöf í Ási heitir nýútkominf skáldsaga. Það er æfisaga konu einnar, og segir hún sjálf frá. Byrjar hún á æskudögun- um og rekur svo æfina allt til ellidag- anna. Bernska og æska hennar eru gleði- snauðar mjög og þegar fullorðinsári* færast yfir hana, á hún fáar eða engar bjartar endurminningar frá þeim dögum; þær beztu eru tengdar við ömmu henn- ar, sem dó þegar ÓlÖf var barn að aldri, og þá gekk gleðisól æsku hennar að viði, því amma hennar var eina manneskjan, sem var góð við hana. Fátt ber til tíðinda á uppvaxtarárun* Ólafar. Eitt hið helzta er það, að um- ferðakennari er tekinn á heimilið, helzt til að kenna bræðrum hennar. Ólöfu varð hlýtt til manns þessa, upphaflega vegna þess að hann lét sér annara ura að segja henni til í ýmsum greinum, en hún hafði að venjast. Hún fór að hugsa öðruvísi og optar um hann en aðra unga pilta, hún þóttist mundi eiga vin þar sem hann var, og í sambandi við hann tók hana að dreyma bjarta æskudrauma. En hún vaknaði fljótt frá þeim. Vinnu- konurnar fóru að öfunda hana af því, að kennarinn leit hana hýrra auga en þær, og svo komst móðir hennar á snoðir ura þetta. Kennarinn var sagður laus í ásta- málum og hneigður fyrir vín, og foreldr- um Ólafar þótti ráðlegast að aðskilja þau, áður en lengra kæmi sögunni. Var það og gert. Hún var send í aðra sveit til móðurfrænda síns. Kvöddust þau kennarinn og hún og sáust eigi framar. Hann lofaði henni að skrifa henni, en hún beið árangurslaust og vonaði eptir bréfum hans — þau komu aldrei, og er kennarinn svo úr sögunni. Ólöf dvaldi hjá frænda sínum, en átti þar litlu meira ástríki að fagna en fyrr- um á æfinni; verður hún við það dul í lund og þunglynd. Svo kemur Sveinn í Ási til sögunnar. Það er efnaður bónda- son og einbirni. Hann biður Ólafar en hún ann honum eigi og vill ekki þýðast þann ráðahag. Sveinn hafði og fátt það til að bera, er laðað fær unga stúlku. Ófríður sýnum og leiður í lund — hugs- ar mest um peninga. Þann veg kemur hann fyrir sjónir. Frændi Ólafar búmað- ur í húð og hár, talar máli Sveins og telur kosti hans, auðvitað þá mesta hvað ríkur hann er og gott búmannsefni; hami leiðir Ólöfu fyrir sjónir, hvað hún, um- komulítil stúlka, sem ekki eigi aptur- kvæmt heim, eigi fárra úrkosta, og svo hins vegnar hverra gæða hún fái notið sem efnuð kona Sveins í Ási. Og Ólöf lét tilleiðast hún sselur sig mansali* og hefst nú »jökulganga« hjónabands henn- ar. Lýsir hún tilfinningum sínum brúð- kaupsdag sinn og finnst henni þá vera fokið 1 flest skjól fyrir sér. Þau Ólöf og Sveinn setjast svo í Ás- búið. Næg voru efnin, en Ólöf sá aldrei glaðan dag, og var sfzt furða, því lítið var um kærleika og samhygð á milli hjónanna, og lýsir hún mjög hinum döpru dögum sínum. Eina dóttur eignast þau hjóniu. Birtir þá ofurlítið yfir lífi Ólafar, og finnst henni nú, að hún hafi eitthvað til að lifa fyrir. Óþarflega mörgum orðum er eytt til þess að lýsa tilfinningum hennar um það leyti, sem hún er að eiga þetta

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.