Þjóðólfur - 22.11.1907, Síða 1
59. árg.
Reykjavík, föstudaginn 22. nóvember 19 07.
51.
jónas Ijallgrimsson.
Hundrað ára afmæli.
1807-1007.
Minnisvarði hans afhjúpaður.
Það var íyrir réttum io árum (19. nóv.
1897), er Vilhjálmur stúdent Jónsson
(•}* 1902) reit grein í Þjóðólf um Jónas
Hallgrlmsson og skoraði 1 lok greinar-
innar á Stúdentafélagið hér og í Höfn,
»að gangast fyrir írjálsum samskotum um
land allt á næstu árum 1 þeim tilgangi,
að skáldinu Jónasi Hallgrímssyni verði
reist eitthvert alþjóðlegt minnis-
merki, er yrði afhjúpað á vænt-
anlegri 100 ára minningarháttð
skáldsins 16. nóv. 1907«. (Þjóð-
ólfur XLIX. árg. nr. 54).
Þetta hefur orðið að áhrínsorðum.
Minningarmerkið er reist.
Eptir að Vilhjálmur heit. reit þessa grein
■slna, bar hann mál þetta upp í Stúdenta-
íélaginu hér, og var því vel tekið, og kos-
in nefnd til að standa fyrir samskotum
þessum og hafa forgöngu málsins. Voru
í henni auk Vilhjálms heit., er var for-
maður nefndarinnar: Bjarni Jónsson frá
Vogi, Guðm. Björnsson læknir, Halldór
Jónsson bankagjaldkeri og Jón Ólafsson
ritstj. Eptir lát Vilhjálms heit. (8. febr.
1902) tók Bjarni Jónsson við formennsku
nefndarinnar og vann síðan manna mest
að framkvæmdum hennar. Eptir áskorun
Stúdentafélagsins hér, kaus Stúdentafé-
lagið í Höfn einnig framkvæmdarnefnd,
er átti að vera í samvinnu við Reykja-
víkurnefndina. En þessi Hafnarnefnd mun
harla lítið hafa aðhafzt.
Fremur tregt gekk samskotasöfnunin,
og varð hluttaka almennings miklu minni
en vænta mátti. Langmest fé (um 3000
kr.) safnaðist í Reykjavlk, að sumu leyti
með beinum samskotum, og að sumu leyti
með ýmsum skemmtunum, er haldnar
voru og ágóðinn látinn renna f samskota-
sjóðinn. I sumum sýslum landsins varð
hluttakan sama sem engin, og sumstaðar
mjög lítil. Það var því fyrirsjáanlegt, að
nægilegt fé mundi ekki hafast saman á
þennan hátt svo fljótt, að skáldinu yrði
reistur sómasamlegur minnisvarði á aldar-
afmæli hans. Þá var það, að þingið 1905
hljóp undir bagga og veitti 2000 kr. úr
landsjóði til viðbótar við samskotin efþyrfti.
Einari Jónssyni myndasmið frá Galta-
felli var falið að gera líkneski Jónasar í
meira en fullri lfkamsstærð, og var það síð-
an steypt í bronze. Það er þetta líkneski, sem
afhjúpað var hér á laugardaginn var (16.
nóv.) á 100 ára afmælisdegi Jónasar.
Verður ekki annað sagt, en að það hafi
allvel tekizt, og sýni eflaust riokkurnveg-
inn sanna mynd skáldsins, en það vand-
hæfi var á fyrir myndasmiðnum, að ekki
var annað að tara eptir, en mynd, tekin
af Jónasi dauðum, mynd, sem þó kvað
ekki vera réttgóð. En til er lýsing af
Jónasi, eptir menn, er þekktu hann vel,
og hana hefur myndasmiðurinn getað
haft til stuðnings, er hann bjó til stand-
myndina. Það er ánægjulegt, að fyrsta
standmynd úr eiri, sem hér er reist af
íslenzkum manni fyrir íslenzkt fé (Thor-
valdsensmyndin er dönsk gjöf), skuli vera
gerð af íslenzkum listamanni, er nú hefur
fengið annað mikilsháttar verkefni að
leysa af hendi — Ingólfsmyndina —, er
sagt er að verða muni snilldarverk, að
dómi þeirra manna, er hana hafa séð eða
uppkast af henni.
Þá er safnahúsið á Arnarhóli er full-
gert, á Jónasar myndin að koma þar
öðru meginn við innganginn (hinu meginn
þá líklega Jón Sigurðsson?) Én nú stend-
ur Jónas á múruðum stalli á túni Guð-
mundar landlæknis Björnssonar að aust-
anverðu við lækinn. Og þar var hann
afhjúpaður með hátíðlegri viðhöfn á laug-
ardaginn var (16. nóv.).
Sú athöfn hófst kl. 2 síðdegis með því
að Stúdentafélagið gekk í skrúðgöngu frá
Thomsensskála á Lækjartorgi eptir Lækjar-
götu Og yfir lækinn upp á tún landlæknis.
Var íslenzki fáninn borinn í fararbroddi
fyrir stúdentafylkingunni. Þá gengu og
skólapiltar með marga fána í skrúðgöngu
niður skólabrúna og eptir Lækjargötu inn
á hátíðasviðið. Síðast kom fylking Ung-
mennafélagsins, einnig fánum prýdd, og
skipuðu allar þessar fylkingar sér á tvo
vegu kringum líkneskið. Streymdi mikill
mannfjöldi þar að hvaðanæfa, svo að há-
tíðasvæðið, Lækjargata öll og næstu göt-
ur var troðfullt af fólki, svo að sjaldan
hefur meira verið við önnur hátíðabrigði
hér í bæ, enda vildi svo heppilega til, að
veður var stillt og gott.
Því næst var fyrst sungið eptirfarandi
kvæði eptir Jón Ólafsson með nýju lagi
eptir Arna Thorsteinsson:
Þér, Jónas Hallgrfmsson, ísland var allt,
þess afl og þess fegurð lék á þínum strengjum
Þótt hamingjustigirnir hallir,
yrði þér jafnan og auðlánið valt,
hafa ávöxt borið hjá frónskum drengjum
þeir hollu hreimarnir snjallir.
Skáldjöfur lands vors, vér elskum þig allir!
Þýður sem vorblær, sem háfjallið hár,
svo hreinn sem faðir-vor barns á tungu,
sem stálið er andinn þinn sterki.
Lifi’ hann hjá þjóðinni aldur og ár
og eldmóð hann tendri í hjörtunum ungu;
það verður þess vísasta merki,
íslenzk sé Jþjóðin í orði’ og verki.
Heill sért þú, loks til vor heimkominn!
þótt hvíli bein þfn í öðru landi,
þú áttir þó hér að eins heima.
Ættjörðin lítur hér ástmög sinn,
um aldur hjá oss nú mynd þín standi;
þér aldrei skal ísland gleyma.
Svffi þinn andi’ yfir öllu hér heima !
Þá sté fram Bjarni Jónsson frá Vogi
og hóf mál sitt með stuttri skýrslu um
10 ára undirbúning þessa minningarmarks
og bauð formanni Stúdentafélagsins (Sig.
Eggerz) að afhjúpa líkneskið, og gerði
hann það með nokkrum orðum, en for-
maður Ungmennafélagsins (Jakob Ó. Lár-
usson) lagði lárviðarsveig um höfuð lík-
neskinu. Hélt Bjarni svo áfram ræðu
sínni og mæltist vel að vanda.
Að því loknu var sungið eptirfarandi
kvæði eptir Þorstein Erlingsson með nýju
lagi eptir Sigfús Einarsson :
Hér fékk okkar glæstasta gígja sinn hljóm
og gullið í strengina sína;
og sæll ertu Jónas, því sólskin og blóm
þú söngst inn í dalina þína,
og þjóðin þín fátæka fegin sig býr
og frægir með gimsteinum þínum,
og málið þitt góða í faðminn þinn flýr
með flekkina’ á skrúðanum síuum.
Og heiðraðu, móðurjörð, hörpuna þá,
því hann varð oss kærastur bróðir,
sem söng við oss börnin og benti’ okkur á,
að blessa og elska þig, móðir,
sem ástvana sjálfur og einmana dó
6g andaður fekk ekki leiði,
sem söng þegar geislarnir sendu’ honum fró
og svolítill blettur í heiði.
En sárt var að kenna þá svipinn hans fyrst,
er sólin var slökkt undir bránum,
og minnast þá barnsins, hve brjóstið var þyrst,
og bjóða' honum armana dánum.
En látum sem fæst yfir högunum hans
og hinna, sem frægðir oss vinna,
svo móðirin gangi’ ekki döpur í dans
í dulunum barnanna sinna.
Hann Jónas sá morguninn brosa við brún;
en bágt á hér gróðurinn veiki,
því lágur er geislinn, sem teygist í tún
og tröllskuggar smámenna’ á reiki;
og þyki þér hægfara sól yfir sveit,
þá seztu’ ekki niður að kvíða,
en minnstu þá dagsins, sem meistarinn leit
og myndin hans ætlar að bíða.
Og gakktu’ honum aldrei f gáleysi hjá:
hann gleymdt’ ekki landi né tungu,
og æfinni sleit hann við ómana þá,
sem yfir þig vorhimin sungu.
Hér bíður hann dagsins sem ljósvættur lands
og lítur til blómanna sinna :
þess fegursta’ í ættjarðarhlíðunum hans
og hjörtunum barnanna þinna.
Loks hrópaði formaður Stúdentafélags-
ins: »Lifi minning Jónasar Hallgrlms-
sonar«, og var tekið undir það með|fer-
földu fagnaðarópt.
Var þá iokið sjálfri afhjúpunarathöfn-
inni, og raufst mannþröngin. En Stúdenta-
félagið söng að skilnaði nokkur þjóðlög
við Thomsensskála.
Um miðaptan hélt Stúdentafélagið mikla
blysför, er þótti takast nijög vel. Var
gengið sunnan frá kirkjugarði upp að
líkneskinu og þaðan út á tjörn.
Kl. 8 var stofnað til samsætis, er Stúd-
entafélagið gekkst fyrir á hótel Reykja-
vfk, og sátu það á 2. hundrað manns,
karlar og konur. Var þar gleðskapar
allmikill: ræðuhöjd, upplestur og söngur.
Voru ræðurnar svo margar, að naumast
varð tölu á komið, og voru sumar dá-
góðar, sumar lélegar, sumar bull. Þar
var t. d. talað fyrir Einari myndasmið*
Jónasarnefndinni, tónskáldunum (Árna Th.
og Sigf. E.), samvinnu skáldanna og kvenn-
fólksins o. m. fl. Þar var og minnzt
Vilhjálms heit. Jónssonar og Páls Mel-
steds, sem boðið var sem heiðursgesti í
samsæti þetta, en treysti sér ekki að koma.
En hann er hinn eini núlifandi Islend-
ingur, er haft hefur veruleg kynni af Jón-
asi og þekkt hann vel. Meðan setið var
að snæðingi, var sungið kvæði það eptir
Þorstein Gíslason, sem prentað er í öðru
tölublaði nú í dag, en eptir máltíð
las Jens Waage upp fyrsta kaflann af
minningarljóðum Jónasar Guðlaugssonar,
sem vér birtum einnig, og frk. Guð-
rún Indriðadóttir síðasta hluta þeirra.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir söng nýj-
ar gamanvísur (eptir Þorstein Gísla-
son?) og þótti góð skemmtun. Sama
kveldið hélt Ungmennafélagið aðra sam-
komu í Bárubúð, og iðnaðarmenn hina
þriðju í Iðnaðarmannahúsinu, og voru
margar ræður haldnar á þessum samkom-
um, kvæði sungin og mannfagnaður hinn
bezti.
Á Akureyri var og haldið samsæti
þetta kveld til minningar um Jónas. Og
Guðlaugur bæjarfógeti sendi símskeyti frá
ættstöðvum Jónasar (Eyjafirði) til Stúdenta-
félagssamkomunnar á hótel Reykjavík með
samfagnaðaróskum í minningu þessa aldar-
afmælis, og var honum þegar sent þakkar-
skeyti af formanni Stúdentafélagsins.
Á þessum Jónasar afmælisdegi blöktu
fánar alstaðar á stöng hér í bænum, þar
á meðal margir íslenzkir. En það óþokka-
bragð hafði verið gert nóttina áður, að
skera sundur snæri á nokkrum stöngum,
er Islenzki fáninn hefur verið dreginn á.
Þeim strákskap er þannig háttað, að hann
verður ekki eignaður siðuðu fólki, og al-
gerlega rangt, að bendla hann við sam-
tök nokkurs einstaks stjórnmálaflokks. Að
minnsta kosti mun hið þjóðfræga »Fram«
nú svo vel síað, að oddborgarar þeir og
örfáir aðrir, sem þar sækja fundi, séu
ekki að bollaleggja slíkar herferðir, eins
og »Ingólfur« virðist gefa 1 skyn. Svo
lágt er félagsnefna þessi naumast fallin
enn.
Hinn 29. f. m. var fyrsta þing
verkmannasambandsins sett í Báru-
húsinu og var því slitið 5; þ. m.
Samband þetta er stofnað af ýms-
um verkmanna- og iðnaðarsveinafé-
lögum hér í bænum, og er ætlazt
til þess, að það síðar meir nái yfir
alt landið. Flvatamenn að stofnun
sambandsins voru formenn nokkurra
félaga hér í bæ (Dagsbrún, Báran
og Prentarafélagið), og var fyrsti
undirbúningsfundur, þar sem rætt var
um mál þetta, haldinn Iý.marzþ. á.
og voru þar mættir 25 menn, er allir
voru stjórnendur ýmsra félaga hér
í bæ; þar var kosin nefnd ti! að
semja lög o. s. frv., og síðan hefur
málið vérið í undirbúningi hjá fé-
lögunum, og loks komst það svo
langt, að sambandið var stofnað og
fulltrúar mættu á hinu fyrsta þingi
verkmannasambands íslands.
Eins og eðlilegt er, þá var mikið
af starfinu á þessu þingi falið í laga-
smíði fyrir sambandið, en þó voru
mörg fleiri mál afgreidd þar.
í 2. gr. laganna er stefnuskrá Verk-
mannasambandsins, og sýnir hún
Ijósast stefnu þess. Hún hljóðar svo:
1