Þjóðólfur - 22.11.1907, Side 2

Þjóðólfur - 22.11.1907, Side 2
202 ÞJÓÐÖLFUR. 1. Að vinnan sé móðir allrar vel- megunar, og að arðurinn af vinnunni gangi til þeirra, er taka þátt í henni. 2. Að allir menn, karlar og kon- ur, bæði giptar og ógiptar, sem eru 2i árs, hafi óbundinn kosningarrétt. 3. Að kvennmenn hafi jafnrétti á við karlmenn í stjórnmálum, atvinnu- málum og menntamálum. 4. Að ríki og kirkja sé aðskilið, enda sé og hverjum frjálst að hafa þá trú, er honum sýnist og sann- færing hans býður. 5. Að uppfræðsla og menntun sé sameiginleg fyrir allar stéttir fram að vissu aldurstakmarki, og kostuð af almannafé. 6. Að gjafsóknarréttur sé öllum frjáls. 7. Að öll gjöld til þess almenna hvíli að öllu leyti á fasteignum, arði af atvinnu og peningaforða einstakra manna. 8. Að erfðagjald til lándsjóðs fari hækkandi, og hækki því meir, sem arfurinn er stærri. 9. Að arðvænleg fyrirtæki, er miða til almenningsheilla, svo sem sam- göngur á sjó og landi, námugröptur o. s. frv., séu rekin með fé hins al- menna og undir umsjón þess. 10. Að öryrkjastyrkur sé veittur öllum, er ekki geta séð fyrir sér sjálfir, og án þess þeir missi nokk- urs í af réttindum sínum. 11. Að séð verði um, að þeir, er þess óska, geti fengið land til rækt- unar með sem beztum kjörum, og ódýr lán til að rækta með landið. 12. Að aðflutningur og tilbúning- ur áfengra drykkja sé bannaður. 13. Að sjúkrasjóðir verði stofnaðir og styrktir af almannafé. 14. Að engir aðrir en búsettir menn í landinu eigi fasteignir, fossa, ítök, námur eða reki aðra atvinnu í því eða landhelgi þess. 15. Að fullt sjálfstæði íslands sé vlðurkennt". En auk þeirra mála, er hér eru talin, þá hefur sambandið mörg fleiri mál til meðferðar (5. gr. laganna), og eru þau aðallega þessi: 1. Samtök vinnukaupenda gegn verkamönnum til að þröngva kosti þeirra. 2. Atvinnuleysi innan sambandsins. 3. Kaupfélagsskapur eða samtök til vörukaupa. 4. Fræðsla og menntun barna og unglinga verkamanna. 5. Sjóðstofnanir til þarflegra fyrir- tækja og fyrir félögin. 6. Nægilegar húslóðir handa verka- mönnum í kaupstöðum. 7. Kosningar í bæjarstjórnir. 8. Kosningar til alþingis. 9. Útgáfa blaða eða blaðs, er ræði málefni og hugsjónir félagsmanna. Eins og sjá má, eru hugsjónir sambandsins talsvert miklar, og eigi að búast við, að þær komist allar til framkvæmda þegar í stað. Þau mál, er þingið nú aðallega hafði með höndum, voru kaupfélags- mál, bæjarstjórnarkosningar og blaða- málið. Öllum þessum málum var vísað til Sambandsráðsins til fram- kvæmda og úrslita. Kaupfélagsmálið er komið svo langt á veg, að öll astæða er til að álíta, að það kom- ist í framkvæmd, áður en langt líður og er enginn efi á því, að það verður mikill hagnaður að því fyrir marga. Slíkur félagsskapur er einkar þarfur, einkum eins og nú stendur á. Lög fyrir væntanlegt félag eru fullsamin — voru útbúin á þinginu — og er meginregla þeirra: engin lán, engar skuldir, hvorki innlendar eða útlendar. annars er fyrirkomulag þess að nokkru svipað t. d. Verzlunarfjelagi Stein- grímstjarðar og fél. Ingólfur á Stokks- eyri. Um bæjarstjórnarkosninger hér í Reykjavík er það að segja, að Sam- bandsráðinu var falið, í samvinnu við stjórnir félaganna f sambandinu, að semja lista fyrir það. Blaðamálið er máske stærsta og þýðingarmesta málið út á við. Það var að öllu falið Sambandsráðinu, og er vonandi, að því takist að hrinda því í framkvæmd, því undir því er þróun og velgengni þess mikið komin. Annars er verkefni Sambandsráðs- ins allmikið, þannig á það t. d. að leitast við að koma í veg fyrir verk- föll og koma á sættum, ef unnt er, ef verkfall verður o. fl. í sambandsráðinu eru 7 menn, og er herra Þorvarður Þorvarðsson prent- ari formaður þess. ■ P. SJónleikar. Leikfélag Reykjavíkur hóf sjónleika sína þennan vetur á sunnudaginn var. Þá lék það gamanleik nokkurn: >Föðursystir Charleys« eptir Brandon Thomas, enskan leikritahöfund. Hefur leikur þessi áður verið leikinn hér fyrir nokkrum ár- um. Hann er efnislítill fremur, en ekki óskemmtilegur, og hlær fólk dátt að hon- um. I þetta skipti var hann meðallagi vel leikinn. Aðalgallinn, að flestir leik- endurnir töluðu svo óskýrt og loðmullu- lega, að opt heyrðust ekki nema hálfar setningarnar og stundum alls ekki. Þar lék meðal annars svo að segja spánnýr leikandi, frú Efemía Waage, en hlutverk hennar var lítið og ómerkilegt, og verður þvl ekkert dæmt um leiklist hennar ept- ir þvf. Mjög bar á því í þetta sinn, eins og og reyndar optar, að húsið var offyllt á- horfendum, allt of margir aðgöngumiðar seldir, og troðfullt af standandi fólki með- fram veggjunum. Veldur það miklum óþægindum, þeim er sæti hafa, og gerir loptið í húsinu nær óþolandi, auk þess sem þessi ofþrengsli gætu orðið stórhættu- leg, ef bruna bæri skyndilega að hönd- um. Leikfélagið tapar heldur engu við það, þótt vísa verði fólki frá vegna hús- þrengsla, vandinn ekki annar en sá, að að láta það fólk, sem frá verður að hverfa, hafa forgöngurétt næsta skipti. Það er nokkuð öðru máli að gegna um skemmt- un, sem að eins er haldin einu sinni og ekki endurtekin. Þá er eðlilegt, að menn gæti síður hófs í sölunni. Mannalát. Hinn 15. þ. m. andaðist hér 1 bænum ekkjufrú Maren Ragnheiður Frið- rika Lárusdóttir, tæplega 80 ára að aldri. Hún var fædd í Hofsós 11. des- ember 1827, og voru foreldrar hennar Lárus Thorarensen sýslumaður í Skaga- íjarðarsýslu (^-1864) Stefánsson amtmanns Þórarinssonar og kona hans Elín Jakobs- dóttir Havsteen systir J. P. Havsteens amtmanns, og var hún einkabarn þeirra hjóna, giptist ung að áldri Jóhannesi Guðmundssyni síðar sýslumanni í Stranda- sýslu og Mýrasýslu. Hann varð úti skammt frá heimili slnu Hjarðarholti í Stafholts- tungum 11. marz 1869, að eins hálf- flmmtugur að aldri. Nokkrum árum síð- ar flutti hún til Reykjavíkur. Af börnum þeirra hjóna lifa 4: Jóhannes sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, Ellert véla- stjóri í Ólafsdal, Sigriður kona séra Kjart- ans Helgasonar í Hruna og Katrín ógipt, en 2 dóu uppkomin: séra Lárus aðstoðarprestur á Sauðanesi (-j- 1888) og og Anna (j- 1903) er átti dr. Valtý Guð- mundsson í Kaupmannahöfn. Ein dóttir þeirra, Elín að nafni, dó 6 ára gömu).— Frú Maren heit. var mesta sæmdarkona og mannkosta, trygg og trúlynd, ráðdeild- arsöm og umhyggjusöm húsmóðir, og framúrskarandi ástrik móðir börnum sfnum. Hinn 18. þ. m. varð bráðkvaddur hér í bænum séra Ólafur Ólafsson, fyr prestur í Saurbæjarþingum, tæpra 56 ára að aldri. Hann var fæddur í Stafholti 27. nóvember 1851, og voru foreldrar hans séra Ólafur Pálsson síðar dómkirkju- prestur í Rvík og síðast prestur að Mel- stað (j- 1876) og kona hans Guðiún dóttir Ólafs Stephensen sekretera í Viðey. Séra Óiafur heit. kom í lærða skólann 1866, en vék þaðan vegna vanheilsu að afloknum fyrri hluta burtfararprófs 1871, og tók ekki stúdentspróf fyr en 1876 með 2. einkunn, en embættispróf á prestaskólan- um 1878 með sömu einkunn. Arið eptir (1879) var hann vígður prestur að Brjáns- læk, er hann hafði fengið veitingu fyrir haustinu áður. 1881 fékk hann Garps- dals prestakall, og frá 1882 þjónaðihann jafnframt Saurbæjarþingum, er Garpsdals- sókn var sameinuð við til fulls með lög- um 1890. Bjó séra Ólafur á Brunná, Hvoli og Staðarhóli, og var prófastur í Dalasýslu frá 1892 til 1897. I fyrra haust flutti hann hingað til bæjarins, en fékk algerlega lausn frá prestsskap næstl. vor. Hann var kvæntur ekkju Jóns S. Johnsen's læknis á Húsavík, Guðrúnu Birgittu Gísla- dóttur frá Lokinhömrum Oddssonar, syst- ur Odds málaflutningsmanns í Rvlk, og eiga þau börn mörg á lífi. Séra Ólafur var mjög vel látinn af sóknarfólki sínu, mesta spakmenni og góðmenni, fróð- leiksmaður allmikill, þar á meðal einkar vel að sér í ættfræði o. fl. VepzlunarbékO Bryde hér í bænum hefur verið stækkuð og endurbyggð svo mjög í sumar, að hún er nú eflaust hin langsmekklegasta og falleg- asta búð hér í bænum, og öllu þar mjög haganlega fyrir komið, vörunum skipt í deildir í sérstökum hólfum, en gangur eptir endilangri búðinni milli allra deild- anna, og er það einkar hentugt fyrirkomu- lag. Auk sjálfrar búðarinnar, sem er óþekkjanleg frá þvf sem áður var, hafa öll útihús verzlunarinnar verið dubbuð upp og endurbyggð að meiru eða minna leyti, máluð og fáguð, svo að Bryde- eignin beggja vegna Hafnarstrætis má nú heita veruleg bæjarprýði. Hin nýja búð var opnuð 19. þ. m,, en áður hafði fulltrúi verzlunarinnar, hr. N. B. Nielsen, boðið kaupmönnum, blaðamönnum o. fl. að skoða hana, og dáðust allir að stakka- skiptum þeim, er hún hafði tekið, og hversu smelcklega og haganlega breyt- ingarnar væru gerðar. Kaupmanuafé- lagið sendij eiganda verzlunarinnar J. P. T. Bryde etazráð samdægurs samfagnaðar- skeyti út af þessu. Drukknun. Hinn 15. þ. m. drukknaði í Héraðs- vatnaós Skapti Sigur ð s son, sonur Sigurðar hreppstjóra Ólafssonar á Hellu- landi í Hegranesi, efnismaður hinn mesti um tvítugt og smiður hinn bezti. Hann hafði róið á pramma til að ausa mótor- bát, en missti prammann frá bátnum, en hvassviðri var á. Ætlaði Skapti þá að synda í land, en ísjaki færði hann í kaf. Frá þessu hefur verið skýrt í símskeyti frá Sauðárkrók. V atn s veitan hingað f bæinn, er getið var í síðásta blaði, var til umræðu á bæjarstjórnar- stjórnarfundi í gærkveldi, og var samþykkt að auglýsa tilboð um pípugerð og úvega vel hæfan mann til að hafa eptirlit með pípugerðinni og sjá um, að verkið yrði vel af hendi leyst, og hefði sá maður jafnframt umsjón á hendi, þegar pípurnar yrðu settar niður. Öll bæjarstjórnin virt- ist vera á einu máli um það, að taka vatnið úr Gvendarbrunnum, fremur en EUiðaánum, þótt það yrði um 80,000 kr. dýrara. Tillaga frá Kr. Ó. Þ. um að fresta málinu, var felld með öllum atkv. gegn hans einu. Veflurátta hefur verið mjög umhleypingasöm þessa viku, en frost lítið. Símaskrifstofan hér er farin að birta daglega veðurskeyti fráBlöndu- ósi (Bl.), Akureyri (Ak.), Grímsstöðum (Gr.) og Seyðisfirði (Sf.) og birtist hér ágrip af þeirri skýrslu um hitastig á þessum stöðvum og í Reykjavík á hverjum degi kl. 7 árd. Nóv. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. 16. + M + 0,5 + 2,5 -f- 1,0 + 6,1 17. 0,0 *í- 2,4 -r- 0,4 -f- 4,0 + i,3 18. H- °,4 -f- 0.5 0,0 -f- 4,6 -r 0,7 19- + 4,5 + 4,o + 5,° + 1.5 + 7,2 20. -r- 1,5 -r- 1,4 -r* 0,4 -+- 4,o + 2,2 21. -r- 2,8 -r 1,9 -F- i,5 -5- 6,2 -f- >,2 22. 3,9 -v- 0,7 -r- 5,5 Æ 5,o + 0,2 í dag er snjókoma um land allt og hvassviðri (bylur á Bl. og Gr.). Skipstrand. Enskur botnvörpungur, »Premier« að nafni, nr. 740 frá Grimsby strandaði 9. þ. m. á Hörgslandsfjöru í Vestur-Skapta- fellssýslu. Skipshöfnin var 15 manns, en 1 drengur 16 ára drukknaði af bátnum á leið í land, hinir 14 heilir á húfi, og eru þeir á leið hingað til bæjarins. Skipstjórinn heitir George Dixon. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.höfn 20.rnóv. kl. b. e. h. Sambandsnefndin. Til að taka sæti í millilandanefndinni í staðinn fyrir Hansen málafærslumann (Kolding-Hansen) er skipaður landsþings- maður Hansen frá Gundsölille, jústizráð að nafnbót. (N. Hansen (Gundsölille) hefur verið landsþingsmaður síðan 1882 og er nú 64 ára gamall. Er einn af helztu mönnum vinstri manna í landsþinginu. Hann er óðalsbóndi á Sjálandi og hefur haft mörg- um trúnaðarstörfum að gegna). Jónasarhátíð. íslendingafélagið hélt minningarhátíð um Jónas Hallgrímsson á laugardaginn. H. Hafstein ráðherra hélt minningarræðu um Jónas og óskaði, að Islendingar gætu orðið á einu máli. Valtýr Guðmundsson mælti fyrir minni ráðherrans. Hafnarvigsla. Höfnin við Skagann var vígð 1 gær af konungi með mikilli viðhöfn. Hafstein þar við staddur. 21. nóv. kl. 9,60. Hákon konungnr farinn til Énglands. Var f heimsókn í dag á Fredensborg. Ástandið í Portúgal al ið fskyggilegt. Lýðveldisflokkurinn efl- ist afar mikið. Margir menn settir í varðhald. 1

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.