Þjóðólfur - 06.12.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.12.1907, Blaðsíða 2
214 ÞJÓÐÖLFUR. Lánin hefðu afborgast smátt og smátt og verið horfin innan nokkurra ára, en við- haldið það varir »vísast« um aldur og æfi. Eins og þegar er getið, er áætlað, að viðhaldið á þeim brautum, sem þegar eru lagðar, nemi . . . . kr. 3,300,00 Vextir og afborganir af vega- og brúarlánum voru . . — 2.326,00 Mismunur kr. 974,00 eða sem næst þúsund krónur. Að visu er Rangárvallasýslu gert að skyldu, að bera '/3 hluta viðhaldskostnaðarins á veg- inum milli brúnna, en óvíst er hvað það verður lengi. En jafnvel þó það sé tekið með í reikninginn, þá verður áhalli samt. Þetta, sem Rangárvaliasýslu ber að greiða, eru eptir áðurnefndri áætlun rúmar 800 kr. En svo bætist við viðhaldið, þegar Grimsnesbrautin kemur — og hún þarf að koma sem fyrst. Sú braut er talin að verða 56 kílóm., og viðhald hennar kem- ur þá til að nema 4,200 kr. Það er hug- boð mitt, að Laufásbóndanum, jafn fjár- glöggur sem hann er talinn, þegar um hans »eigin buddu« er að ræða, að minnsta kosti, þætti þetta ?kki vera neitt tiltakan- lega góð verzlun, þegar öllu er á botninn hvolft. Eg hef ekki getað leitt hjá mér, i sambandi við símamálið, að minnast á þessi atriði, verðlaunin og lánauppgjöfina, af því að blaðið gaf ástæðu til þess, og bið eg lesendurna afsökunar á því. Árnesingur. Utan úr heimi. Peningaþurðin. Um ekkert hefur verið tiðræddara i er- lendum blöðum næstl. mánuð, en pen- ingaþröngina á heimsmarkaðinum og þar af leiðandi óvenjulega mikla vaxtahækk- un í fiestum bönkum. Það þóttu t. d. tiðindi, er Englandsbanki setti vextina upp i 7% 7. f. m., og menn bjuggust jafnvel við enn meiri hækkun, en ekki hefur það þó orðið enn. Það eru 30 ár full síðan vextir urðu jafnháir í Eng- landsbanka, sem þeir eru nú. Annars er það ekki nema á ófriðartímum, að pen- ingavextir hækka svo gífurlega, eins og nú hefur átt sér stað á örstuttum tíma. Nú er það Ameríka, sem veldur þessum peningadýrleika. Þaðan er þessi óhappa- alda runnin, er þegar hefur gert mikið tjón hér í álfu og veitt mörgum þungar búsifjar. Alda þessi nær einnig hingað, eins og hefur sýnt sig í vaxta-uppfærslu bankanna. En hvernig stendur þá á þessu, munu menn spyrja. Hefur Amer- íka nú svo stórkostleg fyrirtæki fyrir höndum, er gleypi svo mikla peninga ? Fjarri fer því. Og þótt svo væri, og Amerlka þyrfti mikilla peninga við þess vegna, jafnvel héðan úr álfu, mundi það ekki hafa stórkostleg áhrif á heimsmark- aðinn, því að peningarnir mundu þá vera i veltu. En það er einmitt, sem nú vant- ar í Ameríku. Peningarnir eru ekki í veltu, af því að menn trúa ekki bönkun- um fyrir þeim, og geyma þá heldur rentu- lausa, þ. e. að segja gullið, því að það rífa menn út úr bönkunum. En seðlarn- ir hrúgast þar upp, en þá vilja menn ekki, af því að traustið á bönkunum er nú sem stendur svo nauðalítið. Vegna þess að margir bankar í Ameríku (eink- um i New-York) hafa ekki getað haft nægan gullforða til að leysa inn seðlana, hafa þeir farið á höfuðið, hver um ann- an þveran, og fjöldi fólks misst sparifé sitt og hefur það komið mjög hart nið- ur á verkamönnum. Sparifjáreigendur hafa staðið í þéttum fylkingum úti fyrir bönk- nnum, áður en þeir hafa verið opnaðir, j og áflog og ryskingar orðið út af því að ! komast sem fyrst inn, því að undir þvf getur verið komið, hvort menn ná fé sínu eða ekki. Forstjóri eins stórbankans í New-York lýsti því yfir, meðan fjöldi manna var óafgreitt í bankanum, að nú væri öllum útborgunum lokið, bankinn væri þrotinn, og þó hafði um daginn verið ekið stórfé i gulli til bankans, er hann hafði fengið til að standast áhlaup- ið, en það hrökk ekki til. Þessi bankastjóri réð sér sjálfum bana síðar, var sjálfur orðinn öreigi. Þessi bankahrun hafa víðsvegar í Am- eríku valdið svo mörgum sjálfsmorðum, að það líkist farsótt, eptir því, ^m »Neues Wiener Tagblatt* 18. f. m. skýrir frá. Og ber einna mest á þessu meðal þeirra manna, er auðugir voru áður, en orðið hafa öreigar við þessi banka-gjaldþrot. I San Francisco ætlaði borgarstjórinn að beita því ráði, þá er bankarnir þar voru komnir á heljarþremina, að fyrirskipa svo og svo marga helgidaga eða hvíldardaga fyrir bankana, svo að þeir gætu lokað og fengið svigrúm til þess að rétta við hag sinn og fullnægja kröfunum. En það hélzt ekki uppi, því að múgurinn ætlaði þá að gera herhlaup á bankana, og urðu þeir því að halda opnu, þangað til þeir voru alþrotnir. Fólkið krefst gulls og aptur gulls, og bankarnir haía því orðið að leita til Evrópu, einkum til Englands, til að fá lánað gull. I miðjum f. m. fór t. d. »Lusitania«, hinn mikli dreki Cun- ardlínunnar með 25 »tonn«(l) af gulli frá Englandi til Ameríku. Til að hepta þennan gríðarmikla gull-útflutning og reyna að minnka dálítið eptirspurnina, hefur Englandsbanki hækkað vextina svona ört á stuttum tíma. En það virðist ekki ætla að hrífa, því að Ameríka verður að hafa gull hvað sem það kostar, meðan þessi vandræða-kreppa stendur yfir og allt þangað til að traust manna á bönkunum vaknar aptur, og allt kemst í sama horf og áður. Og þess verður ef til vill ekki langt að bfða, þvl að naumast getur þetta ástand haldist lengi. Munu þá pen- ingavextirnir falla óðum, er gullið fer apt- ur að streyma inn á markaðinn og inn í bankana, því að þá verður gullforðinn svo mikill í bönkunum, að ekki verður þörf að leggja höpt á útlánin. Eins og áður er getið, er svo afarmik- ill hörgur á viðskiptamiðli manna á með- al í Amerlku, með því að gullinu er ekki hleypt á markaðinn, en seðlarnir kyrrir í bönkunum, svo að það lítur út, eins og Ameríka sé gersamlega peningalaus, þótt peningarnir séu raunar til. En það hjálp- ar ekki, þegar þeir eru ekki í veltunni. Nú loksins hefur Bandarlkjastjórnin, eða réttara sagt fjármálaritarinn Cortelyou, tekið rögg á sig til að reyna að ráða bót á þessum gjaldmiðilsskorti meðal al- mennings, með því að tiikynna, að stjórn- in ætli að gefa út 50 miljónir dollara í Panamaskuldabréfum, er gefi 2% í vexti trá 1. nóv. þ. á. Ennfremur er ráðgert að gefa út 100 miljónir dollara almennra skuldabréfa eða skuldaskírteina með 3% vöxtum frá 20. nóv. og eiga að eins að vera í gildi eitt ár. Roosevelt forseti hefur látið í ljósi, að honum geðjaðist vel að þessum. ráðstöfunum Cortelyous, og þingið í Washington muni eflaust fall- ast á þær, er það kemur saman. Þetta er tekið eftir þýzkum blöðum frá 19. f. m., og er þess þar getið, að þetta muni ráða töluverðar bætur á vandræðunum, og líkindi fyrir, að hið versta sé nú af- staðið. Kemst þá peningamarkaðurinn væntanlega í samt lag aptur von bráðar, og megum vér hér heima því búast við vaxtaniðurfærslu, því að vitanlega er það skylda bankanna, að lækka jafnskjótt og að hækka, hvenær sem horfurnar batna aptur. Lundur í Reykjavík, sem er að ýmsu leyti einn af skemmtilegustu bústöðum bœjarins, er nú til sölu, með tiltölulega mjög lágu verði og einkar þægilegum borgunar- skilmálum. Arðvænlegur atvinnurekstur getur fylgt með, ef um semur. Lítil fasteign í Rvík tekin i skiptum, ef þörf krefur. Það kost- ar litið að kynnast þeim kjörum, sem hér er í boði, en óhyggilegt að vanrækja það, fyrir þann sem nokkur ráð hefur og vill eiga heima í Rvík við stöðuga, hæga og lífvænlega atvinnu. Semja ber sem fyrst við seljandann S. B. Jónsson. sem veitir nauðsvnlegar upplýsingar. Loptskcytl Marconl’s. Nú er komíð á reglulegt loptskeyta- samband þvert yfir Atlantshaf milli Mar- coni-stöðvanna í Cape Breton í Canada og Clifden á írlandi. Þetta samband hófst 17. október og voru þann dag send 10,000 orð fram og aptur milli loptskeyta- stöðvanna. Var þessa atburðar getið þá í erlendum blöðum, en þó furðu stutt- lega víðast hvar, eins og það þætti eng- in sérleg stórtíðindi Og stafar það eflaust af því, að ritsímafélögunum hefur ekki verið mikið um það gefið, að halda þessu svo mjög á lopti, enda verður Marconi eflaust örðugur keppinautur þessara félaga, með því að hann getur sent skeyti svo miklu ódýrara þessa leið, en þau gera, bara að samband þetta geti þá haldist stöðugt og engin snurða komi á þráðinn. Eptir að samband þetta komst á, höfum vér ekki séð þess getið, hvernig það hafi reynzt að staðaldri, en sjálfsagt hefði þess verið getið, ef einhverjar verulegar misfellur hefðu á því orðið. Um Paulsen hinn danska, er svo mikið var gumað af ný- verið, heyrist nú ekkert getið og dönsk blöð minnast ekki á hann. Marconi hef- ur orðið honum snjallari. Esperant.ó sem alheimsmál. I »Neues Wiener Tagblatt« 19. f. m., er skýrt frá því, að hin alþjóðlega nefnd vísindamanna, er átt hefur ráðstefnu í París til að velja eitthvert hentugt al- heimsmál, hafi lýst því yfir, að esper- antó væri það mál, er næst kæmist hug- sjóninni um auðlært og að öllu leyti hent- ugt allsherjarmál, og hefur því nefndin samþykt það sem heimsmál í öllurn að- alatriðum, að eins stungið upp á nokkr- um lítilsháttar breytingum á sama grund- velli, sem það er byggt á, til að gera það enn samkvæmara, og mun hver es- perantisti eiga mjög auðvelt með að fella sig við þær breytingar og tileinka sér þær. Það sem þegar hefur verið ritað á esperantó, heldur því sínu fulla vísinda- lega gildi. I nefnd þessari voru 3 þýzk- ir vísindamenn, einn frá Belgíu, einn danskur (Otto Jespersen professor)4 frakk- neskir, einn grískur (rektor við Aþenu- háskóla), 1 ungverskur, 1 rússneskur, 1 ítalskur, 1 austurrískur. 2 amerískir (ann- ar ritstjóri »Harpers Weekly« í New- York, hinn prófessor í læknisfræði og öldungaráðsforseti frá Perú), ennfremur frá Englandi W. T. Stead, hinn nafnkunni ritstjóri »Review of Reviews«. Það má geta nærri, að þessi samhljóða úrskurður svo margra vísindamanna, er skoða má sem löggilding esperantó sem allsherjarmáls, hefur vakið mikinn fögnuð meðal allra »esperantista« víðs- vegar um heim, enda mun þetta verða til þess að efla feikimikið útbreiðslu málsins, með því að farið verður eflaust að kenna það 1 öllum æðri skólum hér 1 álfu og víðar. Fyrir höfund málsins dr. L. Zamenhof lækni í Varsjá er þessi úrskur^Ur hinn frægasti sigur. Nafn hans er þegar orð- ið víðfleygara en flestra annara manna, og mun þó verða enn víðfleygara á kom- andi tíma. í Svartfjallalandi (Montenegro) varð um miðjan f. m. nppvlst um stór- kostlegt samsæri, er stofnað var til að gera stjórnarbyltingu í/ landinu. Var ætl- un samsærismannu að myrða Nikulás fursta og spréngjá þingið f lopt upp, er það kæmi ^saman. Nokkrir meiri háttar / menn þar í landi voru við þetta flæktir, og féll þar á meðal grunur á fyrverandi ráðaneytisforseta furstans, Radovic að nafni, svo að honum þótti ráðlegast að flýja landið, en var tekinn höndum í Tri- est. Samsæri þetta var stofnað í Serbíu, og milligöngumaður var prentari nokkur, er leitaði sér atvinnu, ýmist í Serbíu eða Montenegro. Fékk lögreglan grun á hon- um og handsamaði hann, og fundust þá í fórum hans 17 sprengikúlur, en allmik- ið af samskonar morðtólum var á leið- inni til Montenegro, eða þangað komið. Maður þessi lét uppi nöfn þeirra, er í vitorði voru með honum og á þennan hátt varð komið í veg fyrir illræði þetta. Hinn 16. f. m. fjölmenntu íbúarnir í Cett- inje (höfuðborg Montenegro) til hallar Nikulásar fursta og fluttu honum heilla- óskir með húrraópum, en hann þakkaði fyrir. Mótmælafundir gegn þessu tilræði voru haldnir um land alt og guðsþjón- usta haldin í öllum kirkjum til að þakka forsjóninni fyrir hindrun samsærisins. — Með stjórnarbyltingunni átti að koma landinu undir yfirráð Serbíu, að því er menn halda. €rlcní simskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmhöfn 3. des. kt. 535 e. h. Samningur við gufuskipafélagið. Hafstein ráðherra hefur frestað brott- för sinni héðan til 6. des. Samningur- inn milli Hafsteins og hins sameinaða gufuskipafélags (um íslandsferðirnar) hef- ur farið á þann veg, að gamli samning- urinn er nndurnýjaður, þó með þeim við- auka, að strandferðunum er komið í sama horf sem áður var (1904 og 1905) og aukaferðunum fjölgað. Sloppið loptfar. Frakkneska loptfarið »Patrie« slitnaði upp á laugardaginn og sveif í loft upp. Sást síðast til þess við írlandsstrendur og stefndi þá til útnorðurs. Námaslys. Námusprenging hefur orðið í Pennsyl- vaníu. 60 manns innibyrgðir og kafnaðir. 5. des. kl. 3 e. h. Óskar Svíakonungur er lasnari en áður, sakir þess, hve erfitt hann á með svefn, eptir því sem sfmað er frá Stokkhólmi. Krónprinzinn hefur tekizt ríkisstjórnina á hendur, Morðsmál dœmt. Málinu út af morðinu á hinni sænsk- danskkynjuðu frú Levin í Monte Carlo er nú lokið. Vere Goold hefur verið dæmd- ur til æfilangrar þrælkunar, en kona hans til dauða. Veðurskýrsluágrip. Vikuna 30. nóv. til 6. des. 1907. Nóv. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. 30- 4- 3.1 + 3P + 5,5 + 2,5 + 7,! Des. 1. + 4,1 + 4,5 7,o + 3,o + 8,7 2. + 0,2 + o,5 —r- °,5 -7- 4,o + 0,7 3. + 3i° + o,4 0,0 ~ o,5 + 0,7 4- + 3,i + 3,« + 3,o 0,0 + 2,5 5- 4* 2,2 + 3,4 + 3,5 + 0,6 + 2,4 6. —r 3,4 “7“ 0,4 + 2,0 ~7~ 1,0 + j,8 Jarðarför Á. Thorsteinsson, fyrv. landfógeta, fer fram fimmtudag 12. þ. mán. Húskveðja byrjar kl. 12 á hádegi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.