Þjóðólfur - 06.12.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.12.1907, Blaðsíða 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. desember 19 07. 55 ■ t yírni j). thorsteinsson fyrrum landfógeti, er andaðist 29. f. m. (sbr. síðasta blað), var fæddur á Arnar- stapa i Snæfellsnessýslu 5. apríl 1828. Foreldrar hans voru: Bjarni Þorsteinsson amtmaður í Vesturamtinu (-) 3. nóv. 1876 95 ára) og kona hans Þórunn (•)• 28. marz 1886) Hannesdóttir biskups í Skálholti Finnssonar biskups, og er sú ætt þjóðkunn, en föðurættin bændaætt góð úr Skagafirði, er Steingrímsætt nefnist. Voru þeirBjarni amtmaður og Steingrímur biskup syst- kinasynir, en þremenningar við Bjarna amtmann voru merkiskonurnar Jarþrúður Jónsdóttir kona Boga Benediktssonar á Staðarfelli og Valgerður Árnadóttir á Grund kona Gunnlaugs Briem’s kammeráðs, og er sá ættbálkur allur orðinn mjög fjölmennur. Móðir Bjarna amtmanns var Guðríður dóttir Bjarna Nikulássonar sýslumanns í Skaptafellssýslu, nafnkennds manns á sinni tíð. Þá er Bjarni amtm. dótturson hans andaðist, voru liðin tæp 200 ár frá fæð- ingu afa hans (Bjarna Nikulássonar), og mun það nálega eins dæmi hér á landi, að ættir gangi svo seint fram. Árni Thorsteinsson kom í Bessastaða- skóla haustið 1844, og var þar 2 síðustu veturna, er skóli var þar haldinn, en 1 vetur í Reykjavfkurskóla og útskrifaðist þaðan 1847, sigldi samsumars til háskól- ans og tók þar hin fyrirskipuðu lærdóms- próf 1847 og 1848, en embættispróf í lögum 19. júní 1854 með 2. einkunn í báðum prófum, kom út hingað 1855 og fékk veitingu fyrir Snæfellsnessýslu 1856. Dvaldi þá í Stykkishólmi meðan hann hélt sýsluna. Hinn 18. febrúar 1861 var hann skipaður landfógeti og bæjar- fógeti í Reykjavík, og kvæntist 8. sept- ember s. á. systkinabarni sínu Soffíu Krist- jönu dóttur Hannesar St. Johnsen kaup- manns 1 Rvlk, er var bróðir (sammæðra) Þórunnar konu Bjarna amtmanns. 1874 var bæjarfógetaembættið skilið frá land- fógetaembættinu, og þjónuði Árni land- fógetaembættinu eingöngU eptir það, unz hann fékk lausn frá því haustið 1904, eptir fulla 48 ára embættisþjónustu, og er það óvenjulega langur þjónustutími fyrir lögfræðinga hér á landi. — Hann var sæmdur kanselliráðsnafnbót 1867, riddarakrossi dannebrogsorðunnar 1874, heiðursmerki dannebrogsmanna 1895 og kommandörkrossi dannebrogsorðunnar 2. stigi 1904, um leið og hann fékk lausn frá embætti. 1877 varð hann konung- kjörinn þingmaðar og sat á öllum þing- um þaðan frá til 1903. Hann var forseti sameinaðs þings 1885, en forseti efri deildar 1886—1887 og 1893—1903, eða a'ls á 10 þingum, og fórust honum þau störf eins og önnur, einkar liðiega úr hendi. Með konu sinni átti hann 5 börn, er komust til aldurs: Hannes cand. jur. rit- ara við Islandsbanka, Þórunni konu Franz Siemsen’s f. sýslumanns, Árna ljósmyndara í Rvk, Sigríði (f 1905), er átti Pál sýslu- uiann Einarsson í Hafnarfirði og Bjarna. Árni landfógeti var frábær reglumaður um alla hluti, og embættisfærsla hans fyrirmynd, enda var hann manna hagsýn- ástur og vandvirkastur, og ástundunin fram úr skarandi, að leysa allt sem bezt og samvizkusamlegast af hendi, sem hon- um var trúað fyrir. Hann var vel að sér um margt og hefur ritað ekki allfátt, eink- um um fiskiveiðar, um landbúnað (súr- heysverkun o. fl. Hann átti mikinn þátt í stofnun fornleifafélagsins og sparisjóðs Reykjavíkur, hafði mikið yndi af garð- rækt, eins og garðurinn við íbúðarhús hans ljósast sýnir, og lét sér yfirleitt mjög annt um allar verklegar framfarir og framkvæmdir, enda var hann starfsmaður hinn mesti og ósérhlífiun. Hann var manna staðfastastur og trygglyndastur, frásneiddur allri fordild og fláttskap, ljúf- menni í allri umgengni, glaðlyndur og góðviljaður, og ávann sér hylli og virð- ingu allra, er nokkur nánari kynni höfðu af honum. Hann var í stuttu máli sann- nefndur sæmdarmaður, er ekki vildi vamm sitt vita, og munu allir, er til þekkja fús- lega unna síðasta landfógeta Islands þess eptirmælis, því að það er sannmæli. í allftarlegum og hlýlegum eptirmælum um Árna landfógeta í »Lögréttu« í fyrra dag (eptir Þórh. Bjarnarson lektor ?), vill Þjóðólfur leyfa sér að leiðrétta allmein- lega villu, er slæðst hefur þar inn í land- fógetatal greinarhöfundarins. Þar segir, að Jón Vidö (réttara Vidöe), er drukknaði á Viðeyjarsundi (1789) hafi verið sonur Skúla fógeta og þjónað landfógetadæm- inu, sem aðstoðarmaður föður síns frá 1763—1789. Það er rétt, að Jón son Skúla var aðstoðarlandfógeti, en hann nefndi sig aldrei Vidö, og hann andaðist á sóttarsæng heima í Viðey. En sonur hans var Jón Vidöe stúdent, sá er drukknaði á Viðeyjarsundi, rúmlega tví- tugur, og hann þjónaði vitanlega aldrei landfógetaembættinu. Höf. hefur ein- hvernveginn villzt á þessum feðgum. Jón Skúlason dó 10. marz 1789, enjón Vidöe sonur hans drukknaði 19. s. m. Óg þá var það, sem gamli Skúli mælti þessi al- kunnu orð: »GoIdið hef eg nú land- skuldina af Viðey«. Síminn austur og »Lögrétta«. (Niðurl.). Að öllu yfirveguðu virðist það þvl sanngjarnast og eðlilegast, að landsjóður kosti að öllu leyti línuna frá Reykjavlk að Garðsauka, eins og haldið er fram hér að ofan. En viðvíkjandi lín- unum út frá þessari línu, línunum, sem að réttu lagi heita »aukalínur«, hefur stjórnin og þingið að því er virðist, slegið föstu því, að landsjóður kostaði þær að 2/3 hlui ’m, en viðkomandi héruð að r/3 hluta. Eptir þessari reglu var það því, að I. þm. Árn. singa (H. Þ.) bar fram breyt- ingartillögu um að færa tillagið, 12,000 kr., niður í 40 do kr. Línan frá Selfossi niðui á Eyrarbakka var áætluð nálægt II, 000 kr., og \eru þá þessar 4000 kr. rúmur */3 hluti af'.þeirri upphæð. Taldi hann tillöguna í samraévni ,við yfirlýsingu þingsins 1905 annarsvegar log »megin- reglu fjárlaganefndarinnar hins vegar«. (Alþt. 1907 B. 160. dálki). Eptir öllum undirbúningi málsins og með- ferð þess á þingunum 1905 og 1907 var þess því eigi að vænta, að sýslunefnd Árnes- inga á aukasýslufundinum 29. okt. síðastl. samþykkti að greiða þetta umtalaða 12,000 kr. tillag til símans austur. Það hefði verið til ofmikils ætlazt, að búast við því. Þegar gangur málsins er krufinn til mergj- ar, þá hafði í raun og veru ekkert breytzt, er gæti réttlætt fráhvarf nefndarinnar frá sinni fyrri stefnu, enda kom ekki til þess, og allir hér eystra, sem eg hef heyrt minn- ast á þetta mál, eru nefndinni þakklátir fyrir gerðir hennar í þessu máli. Það er auðvitað »leitt«, að síminn ekki kemst. en þar er ekki Árnesingum um að kenna eða sýslunefndinni, heldur fellur ábyrgðin þar á þingið, hringl þess og stefnuleysi. Það virðist líka sumum, að hér komi fram frá stjórnarinnar hálfu einskonar kúgunarviðleitni í garð sýslunefndarinnar eða sýslunnar. Sfmastaurarnir komu til Stokkseyrar, ef eg man rétt, fyrstu dag- ana 1 ágúst 1 sumar. Þeir eru útvegaðir og fluttfr hingað upp, mikill hluti þeirra að minnsta kosti, áður en fjárlögin eru afgreidd frá þinginu. Þó má vel vera, að stjórnin hafi haft hér fé til umráða, er heimilt var að verja í þetta. Um þ a ð skal eg ekkert segja, en vil vona, að svo hafi verið. En hitt er ljóst, að símastaurarnir eru útvegaðir a n n a ð- hvort fyrir aðalfund sýslunefndarinnar í vor, og þar af leiðandi á ð u r en stjórnin gat vitað um undirtektir hennar, eða þá að þeir eru pantaðir e p t i r fundinn, og það þrátt fyrir skýlausa neitun sýslunefndarinnar um að leggja fé til að- allínunnar austur. Eptir fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar og með tilliti til útvegunar á símastaurunum, verður ekki annað séð, en að það hafi átt að kúga sýsluna til þess að leggja fram þessar margumgetnu 12,000 krónur til símans. Þessi viðleitni stjórn- arinnar, sem hér virðist koma fram, að þröngva rétti sýslunefndarinnar, er hættu- leg fyrir fjármál og sjálfstæði sýslnanna í innanhéraðsmálum, og sýslunefndirnar þurfa að vera alvarlega á verði gagnvart slíkri áleitni af hálfu stjórnarinnar. Það er nóg gert að þvf, að rýra völd hérað- anna og draga það inn f stjórnarráðs- skrifstofurnar, þótt eigi sé farið lengra í því efni. Einnig frá þessu sjónarmiði á sýslunefnd Árnesinga heiður og þökk skilið. »Öfgar spilla«, segir »Lögrétta«, og er það mælt til séra Ólafs 2. þm. Árnesinga. Hann er fær um að svara fyrir sig, ef honum þykir það þá ómaksins vert. Eptir að blaðið er svo búið að leggja út af öfgum séra Ólafs, farast því svo orð: »Margt liggur nærri til athugunar, þegar slíkar gerast undirtektirnar. Þetta fram- lag er t. d. eigi nema örlítið brot af verðlaunagjöfum inn í Árnessýslu úr landsjóði 5—6 síðustu árin«. Hér á blað- ið eða höfundur greinarinnar »sennilega« við Ræktunarsjóðsverðlaunin og verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs 9. Ef til vill er hér og átt við styrkinn úr landsjóði til smjörbúanna. Og þessar 12,000 kr. eiga að vera sörlítið brot« af þessu fé, er runnið hefur inn til sýslubúa síðustu 5—6 árin. En hvað kallar blaðið »örlítið brot?« Eptir vanalegri málvenju er það örlítill hluti af heildinni, segjum t. d. z/7 eða T/8 hluti, og er hér þó eigi farið með »öfgar«. Samkvæmt þessu hefði átt að koma inn í sýsluna í verðlaunum þessi ár 84,000—96,000 kr, En öllum má vera það ljóst, að þetta nær ekki neinni átt, og að hér fer blaðið með »öfgar«. Valtýr Guðmundsson var að makleg- leikum víttur fyrir fjármálaræðu sfna við aðra umræðu fjárlaganna í efri deild sökum þess, hve sannleikanum var misþyrmt þar. Hér er sannleikanum misboðið, þótt minna sé í húfi. Það ætti að vera auðið að komast eptir, hve mikið hefur runnið inn í sýsluna af verðlaunafé þessi 5—6 sfðustu ár. Verðlaun úr Ræktunarsjóðnum hafa numið 6 síð- ustu árin 1902—1907 4,800 krónum, og verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs 9. hafa orðið á sama tíma 560 krónur. Þetta eru þá í raun og veru einu verðlaunin, er runnið hafa til Árnesinga þessi ár, þvf styrkurinn til smjörbúanna getur ekki tal- izt að vera verðlaun. En þótt honum væri bætt við, þá mundi sú upphæð ekki komast í námunda við þær tölur, er áður voru nefndar. Annars virðist mér, að með þessum mumælum sé verið að telja verðlaunaféð eptir Ámesingum og kunn- um við því illa, og er þetta því óviðfeldnara, sem það er vitanlegt, að framkvæmdir bæði í jarðabótum og öðru, hafa verið meiri í Árnessýslu síðustu árin en jafnvel í nokkru öðru héraði landsins. — Liggur margt nærri til athugunar, »þegar slíkar gerast undirtektirnar«, og færi illa á því, ef þesskonar hugsunarháttur réði undirtekt- um og atkvæðum löggjafanna á þingi. — En það er ekki allt búið enn. »0g ein- mitt á þessu þingi«, segir blaðið, »voru Árnesingum gefnar upp skuldir, eflaust mun meiri en framlaginu nam«. Eigi skal borið á móti því, að skuldirnar kunni að hafa numið einhverju meira en tillag- inu, eg man það ekki glöggt, en hér er á fleira að líta. — Hér skal eigi rætt um það, hve ósanngjarnt það er í alla staði, að leggja á sýsluna viðhald á brautinni austur yfir sýsluna, en að eins athuga þetta reikningslega. Samkvæmt »yfirliti« Jóns Þorlákssonar verkfræðings yfir ástand flutningabrauta og þjóðvega 1906 og tillögu um vega- gerðir á þeim, er fylgdi frv. til laga um vegi, er lagt var fyrir síðasta þing, og nú er orðið að lögum, eru lagðar flutninga- brautir f Árnessýslu 44kílóm. Viðhaldið á þeim, sem eptir vegalögunum kemur til að hvíla á sýslunni, er eptir áætlun verk- fræðingsins 75 kr. á hvern kílóm., eða alls á þessa 44 kflóm. 3,300 kr. Til sam- anburðar þessu má geta þess, að sýslu- vegasjóðsgjald sýslunnar fyrir þetta ár var áætlað 2,677 kr. — Afborguuin og vextir af landsjóðslánunum og öðrum lán- um til vega og brúa námu þetta ár 2.326 krónum. Jafnvel þótt landsjóðsskuldirnar og aðrar skuldir, er teknar höfðu verið, verði létt á sýslunni samkvæmt vegalög- unum, þá er þess að gæta, að í þess stað fær sýslan viðhaldið á flutningabrautun- um, og eru þau skipti engin vildarkjör.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.