Þjóðólfur - 13.12.1907, Síða 1

Þjóðólfur - 13.12.1907, Síða 1
ÞJÓÐÓLFUR 59. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. desember 190 7. Jís 56. andaðist 1 Stokkhólmi sunnudagsmorgun- inn 8. þ. m. kl. rúmlega 9, og kom hing- að stundu síðar símfregn um fráfall hans. Voru þá þegar fánar dregnir á hálfa stöng hér 1 bænum, og barst fregnin því óð- fluga út. Kom hún að vísu ekki óvænt, því að símskeyti barst hingað 5. þ. m., að heilsu konungs væri að hnigna, en áð- ur hafði hann alilengi veikur verið. Skorti liann rúman i1/* mánuð upp á 79árfull, því að hann var fæddur 21. janúari82g. Var faðir hans Óskar, er síðar varð kon- ungur Svía og Norðmanna (Óskar I. -{* 1859) sonur Karls 14. Jóhanns Svíakon- ungs (f 1844), en hann var eins og kunn- ugt er frakkneskur herforingi í liði Na- póleons mikla, og hét Bernadotte, áðut en Karl 13. Svfakonungur (f 1818) tók hann sér í sonarstað og arfleiddi hann að konungdómnum. Óskar 1. átti tvo sonu eldri en Óskar 2., er hét fullu nafni Ósk- ar Friðrik. Það var Karl, er síðar varð konungur eptir lát föður síns, og nefnd- ist Karl 15., og Gústav, er andaðist ung- ur 1852. Voru þessir þrír bræður mjög góðum gáfum gæddir, Óskar ekki sízt. Stundaði hann nám við háskólann í Upp- sölum og gat sér þegar mikinn orðstír fyrir lærdóm og fjölhæfar gáfur. Lagði hann einkum stund á siglinga- og sjó- hernaðarfræði og fékk ungur mikla «prak- tiska« æfingu í löngum sjóferðum á hverju ári. Tæplega þrítugur varð hann aðmír- áll, en tvítugur var hann, er hann samdi fyrstu ritgerð sína — um sjóvarnir með sérstöku tilliti til Stokkhólms. — Sögu landsins, einkum hernaðarsöguna, fór hann að kynna sér af miklu kappi, og tekur þá jafnframt að yrkja. »Ursvenska flottans minnen« nefnist ljóðabálkur einn mikill, er hann orti 1855—57 um afreks- verk sænska flotans á liðnum tímum, og þótti svo mikið í þau Ijóð varið, að sænska akademíið sæmdi hann skálda- verðlaunum fyrir þau 1857. Síðar orti hann fleira, og 1888 kom út skrautút- gáfa af öllum ljóðmælum hans í 3 bind- um, þar á meðal þýðingar hans á erlend- um skáldritum (t. d. á Torquato Tasso eptir Goethe o. fl.). Karl konungur 15. andaðist 18. sept. 1872, að eins 46 ára gamall, og bar þá ríkið undir Óskar bróður hans, með því að Karl konungur átti engan son, en að eins eina dóttur, hina núverandi drottn- ingu Dana, en konur eru ekki bornar til ríkiserfða í Svíþjóð. Þá er Óskar 2. tók við konungdómi, var hann 43 ára gam- all og sat hann að ríkjum rúm 35 ár. Hefur Svíþjóð farið afarmikið fram á tík- isstjórnarárum hans í öllu tilliti. En þá raun varð hinn aldraði konungur að þola á síðustu æfiárum sínum, að Noregur sagði slitið öllu sambandi við Svía 7. júní 1905 eptir fulla 90 ára sambúð, er jafnan hafði stirð verið og fór æ versnandi eptir því sem lengur leið, unz full sam- bandsslit urðu. Það getur vel verið, að Óskar konungi hefði tekizt að halda Nor- I egi í sambandinu, hefði hann beitt meiri | lipurð og lægni gagnvart Norðmönnum og reynt að sinna frekar réttmætum kröf- 1 um þeirra. En það er enginn efi á, að þótt honum hefði tekist það sína tíð, þá hefði sambandið rofnað eptir hans dag, og þá ef til vill orðið nokkru sögu- legra og ekki án blóðsúthellinga, því að á því leikur enginn vafi, að það hefur verið Óskar konungi mikið að þakka, að ekki kom til ófriðar milli Norðmanna og Svía 1905, eins og áhorfðist um stund. Það var og eflaust rétt ráðið af konungi, að hafna því tilboði Norðmanna, að mað- ur af ætt hans tæki við konungdómi í Noregi, því að af því hefði eflaust leitt sífellda úlfúð milli þjóðanna austan og vestan megin Kjalarins. En það er eng- inn vafi á þvf, að Óskar konungur hefur tekið sér missi Noregs mjög nærri, enda fór heilsu- hans skjótlega hnignandi upp I þaðan. Með drottningu sinni, Soffíu, dóttur Vilhjálms hertoga af Nassau, átti Óskar konungur 4 sonu og tekur hinn elzti þeirra, G ú s t a v hertogi af Vermalandi (f. 1858), við ríkisstjórn eptir föður sinn, og nefnist Gústav 3. (ef til vill Gústavs. Adolf). Næstelzti sonur Óskars konungs er Óskar Bernadotte, sá er afsal- aði sér tilkalli til ríkiserfða til þess að geta kvongazt Ebbu Munk, einni af hirð- meyjum móður sinnar, og þótti það tfð- indum sæta í þann tíð. Þriðji bróðir- inn er Ka.rl hertogi af Vesturgautlandi, kvæntur Ingibjörgu, dóttur Friðriks 8. Danakonungs, og hinn yngsti er E v g e n hertogi af Nerike, málari nafnkunnur og listamaður. Allir synir Óskars konungs eru gáfumenn og vel að sér gervir. Óskar konungur var eflaust mestur vits- munamaður og bezt búinn að andlegu at- gervi allra ríkjandi þjóðhöfðingja í Norð- urálfu. Hann var mælskumaður með af- brigðum og tamdi sér mjög þá list. Voru ræður hans snilldarlegar, bæði að efni og orðavali, og eru þrjú söfn af þeim prent- uð. Hann var hár maður vexti, fríður 1 sýnum og höfðinglegur, hinn ljúfmannleg- asti og lítillátasti við æðri sem lægri, fjör- maður hinn mesti, skemtinn ng glað- lyndur. En með aldrinum gerðist hann nokkru fálátari og alvörumeiri. Bráðlynd- ur var hann nokkuð, en stilti þó optast vel skapi sínu. Fremur vinsæll var hann jafnan meðal þegna sinna, en þó ekki á sama hátt sem Karl 15. bróðir hans, er Svíar höfðu í miklum hávegum, enda vár hann frjálslyndari í skoðunum en Óskar. Annars hafa Svíar átt nokkuð erfitt með að sætta sig við, að konungsætt þeirra er ekki af sænsku bergi brotin, þótt mest bæri vitanlega á því á tímum Karls 14. Jóhanns, er aldrei náði verulegri lýðhylli meðal Svía, er meðal annars stafaði af því, að hann gat lftt eða ekki talað sænsku. Hundrað ára afmæli þriggja merkismanna íslenzkra hefur verið á þessu ári, fyrst Tómasar Sæmundssonar 7.júní, þá Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember og nú síðast Jóns Guð- mundssonar ritstjóra Þjóðólfs 10. desember j (á þriðjudaginn var). Er sjaldgæft meðal hinnar fámennu þjóðar vorrar, að þrír jafnmerkir og mikilhæfir menn eins og þessir allir voru, hver á sinn hátt, séu fæddir á einu og sama ári. Og þótt 100 ára afmælis Júns Guðmunds- sonar sé nú ekki minnzt með sérstökum hátíðabrigðum, eins og hinna tveggja, þá er enginn vafi á því, að starf hans í þarfir þjóðarinnar hefur ekki verið þýðingar- minna en þeirra. I full 20 ár eða alla þá stund, er hann hafði ritstjórn Þjóðólfs á hendi, var það hann, sem mest og bezt studdi Jón Sigurðsson í baráttunni fyrir frekara stjórnfrelsi landsins, enda gat ekki ósérhlífnari og ötulari liðsmann. Kjarkur- inn, starfsþrekið og þolið var framúrskar- andi. Og hinn pólitiski áhugi hans var jafn brennandi alla tíð. Hann var sá eini blaðamaður hér á landi á þeim tímum, er nokkuð kvað að og áhrif hafði á skoð- anir almennings í stjórnmálum, enda voru færri villuljósin í blaðámennskunni þá en nú, til að leiða fólkið afvega 1 ýmsar áttir og trufla og rugla rétta og skynsamlega hugsun. Jón Guðmundsson var brautryðj- andi 1 íslenzkri blaðamennsku, og hélt þar réttri stefnu, þótt hann væri enginn rít- snillingur og gæti sjaldnast fellt hugsanir sínar í létt og lipurt form. En alvaran, einurðin og áhuginn lýsti sér hvarvetna í öllu, er hann lagði til málanna. Vér höfum áður í 50 ára afmælisblaði Þjóðólfs 5. nóv. 1898 lýst Jóni Guðmundssyni og blaðamennsku hans allrækilega eins og oss þótti sannast og réttast, og skírskotum hér til þessarar ritgerðar, enda höfurn vér engu þar við að bæta. En oss þótti óvið- kunnanlegt að 100 ára afmæli þessamanns liði svo, að þess væri að engu getið í því blaði, er ljósasta hugmynd gefur um hið þýðingarmikla æfistarf hans, blaðinu, sem hann helgaði alla beztu krapta sína, þrátt, fyrir afarmikla erfiðleika, er flestir mundu hafa gefist upp við, aðrir en Jón Guð- mundsson. Hvenær sem rituð verður rækileg saga íslands á 19. öld, þá verður ekki hjá því komist, að lýsa þar ítariega lífsstarfi Jóns Guðmundssonar og skipa honum þar á bekk með hinum merkustu og mikilhæf- ustu mönnum þjóðar vorrar. Svo mun verða sögunnar dómur. Jónasar-afmæli var haldið hátfðlegt á ísafirði 16. f. m., með samkomu í Good-templarahúsinu þar, og komust þar miklu færri að en vildu, því að húsrúm þraut. Þar flutti séra Þor- valdur Jónsson fyrirlestur um Jónas. Því næst las Guðm. skáld Guðmundsson upp ýms af beztu kvæðum Jónasar, en Jón Laxdal söng nýtt kvæði, er Guðmundur hafði ort. Þá hélt Bjarni Jónsson cand. theol. fyrirlestur um Jónas, en Guðm. 1) Jón taldi sjálfur fædingardag sinn 15. desember (1807), og ætti þá 100 ára afmæli hans að vera á sunnudaginn kemur, en í prestþjónustubók Reykjavíkur frá þeim tíma er hann talinn fæddur 10. des., og verður það að vera áreíðanlegra. Bergsson las upp »Brot úr bréfi«, og því næst voru sungin nokkur kvæði eptir skáldið undir stjórn J. Laxdal. Að lok- inni dagskrá skemmtu menn sér við spil og dans fram á nótt. Jónasar-kvæði Guðmundar er svo hljóð- andi: Huldusöng við ljúflingslag, listaskáldið okkar góða, heim í G i m 1 i ljóss og ljóða líða heyrir þú í dag! -— Þangað yfir þöglan geim þýðaat ljóðin óma’ á kveldi, helguð okkar hjartans eldi: — hörpu þinnar töfraveldi, það er ekki af þessum heim! Braga hof þú hefur reist hæst á F r ó n i ljóma vafið, upp hið skíra gullið grafið, tungu okkar endurleyst; — skilinn lífs af lýðum fám, látinn ertu á hvers manns tungu, fyrirmynd þeim öldnu’ og ungu,— engir fegri ljóðin sungu hvorki’ í grát né glaumi hám. »Enginn grætur íslending«, um þig sjálfan kvaðst þú forðum. Það varð sízt að áhrínsorðum: Allir gráta íslending, — þann sem vakti list og ljóð, lýsti, glæddi allt hið bjarta, veitti blíðyl hverju hjarta, hæst lét guðmóðsblysin skarta yfir sinni eigin þjóð. Enginn þekkir leiðið lágt, þar sem kærri fósturfoldu fjarri varst þú hulinn moldu, — en við sérhvern andardrátt heyrum við þinn hjartaslátt hlýjan gegnum strengjakliðinn, Ijúflings mál og lækjarniðinn, lóukvak og sumarfriðinn, hjartans skáld, sem hjörtun átt! Tímamót. Nú er rúmt eitt ár liðið síðan hvellur sá varð í íslenzkri pólitík, er hið svonefnda blaðamannaávarp olli. Enginn vafi er á þvf, að ávarp þetta hefur gert stórmikið gagn. Það hefur hreinsað loptið, og skipt skoðunum manna á eðlilegri hátt en áð- ur, þ. e. ekki eingöngu eptir mönnum, heldur eptir málefninu. Jafnvel þótt um- ræðurnar um ávarpið yrðu allmjög ein- hliða í hinum pólitiska hita, er það vakti, stuðluðu þær samt mjög að því, að gera hugmyndir manna um réttarafstöðu vora gagnvart Dönum miklu gleggri ogskýrari en áður, og fá almenning til að hugsa alvarlega um sjálfstæðismál þjóðarinnar og taka ákveðna stefnu í því, er að lík- indum mundi hafa orðið allóákveðin og á reiki, ef ávarpið hefði ekki komið fram. Reyndar bólaði fljótt á því, að sumir þeirra blaðamanna, er ávarpinu fylgdu f fyrstu, leituðust við að vinda sig út úr öllu saman á eptir, er þeir komust að raun um, að samtök þessi voru mjög illa þokkuð á æztu stöðum. Það voru meir að segja gerðar svæsnar tilraunir til að múlbinda meiri hluta þjóðfulltrúanna til að fara ekki feti framar í réttindakröfum

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.