Þjóðólfur - 20.12.1907, Blaðsíða 1
59. árg.
Reykjavík, föstudaginn 20. desember 1907.
Xs 58.
&óðar ýréitir
almerming.
Nýlega fengum við með s|s »Gambetta«
allmikið af vörum.
/ PAKKHÚSIÐ
höfum við fengið hið kraptgóða Maís-mjöl,
e i n n i g
Hafra, Hveiti og allskonar KORN-MAT.
/ NÝLENDUVÖRU-DEILDINA
n ý k o m i ð: Mc. Vites & Friee’s Kaffíbrauð.
°g
margar tegundir af ÁVÖXTUM.
Baldwins-EPLI, 25 a. pr. pd.
Hvergi eru menn vissari um að fá Edin-
borgar-verð, heldur en einmitt hjá verzl.
EDINBORG, Rvík.
N'Jvpr
Skammðegishugleiðingar.
Eptir Örvar-Odd.
Sæll og blessaður, Þjóðólfur minn ! Eg
vona, að það lyptist á þér brúnin, heilla-
karlinn, er þú sér krákustígana mína,
og efast ekki um, að þú veitir mér þá á-
nægju, að iáta mig sjá, hvernig þeir »taka
sig ÚU á prenti. Eg er svo gerður eins
og fleiri, að mér þykir langmest varið í
það, sem eg rita, og sjái eg einhverstað-
ar grein, sem eg hlýt að viðurkenna vel
ritaða, þá set eg upp allan þann spek-
ingssvip, sem eg á 1 eigu minni, og segi
við þá, sem eru að hrósa henni, að þetta
sé bölvað slúður, enda sjáist nú naumast
framar nokkurt orð af viti í nokkru ís-
lenzku blaði, og öðruvísi skyldi það verða,
ef eg mætti ráða. Og þá er eg dæmi
svona djarft, þá þorir enginn að mæla á
móti og allir verða á sama máli, halda,
að þarna sé karl 1 krapinu, sem viti jafn-
langt nefi sfnu og sé spekingur hinn
mesti, hreinasta »séní«, er þessi veslings
þjóð kunni ekki að meta.
Eg hef þekkt marga golubelgi og spjátr-
\
unga, er þykjast vita alt millum himins
og jarðar og geta dæmt um alla skap-
aða hluti, en eru þó ekki neitt í neinu,
verða að gjalti þegar á hólminn er kom-
ið. Vitanlega er því öðruvísi háttað um
mig, en eg er samt hræddur um, að eg
gæti ekki unnið öll þau afreksverk, sem
eg læt 1 veðri vaka, að eg gæti unnið.
Einkunnarorð mitt er að s ý n a s t, en
ekki að vera, því að eg hef haft nasa-
sjón af því, að það megi komast langt
áfram 1 heiminum með þeirri reglunni.
Sérstaklega er það vænlegt til frama og
metorða, að hneigja sig djúpt í duptið og
helzt skríða á maganum fyrir öllum yfir-
mönnum, öllum valdhöfum og öllu pen-
ingavaldi. Af þeirri auðmýkt stafar ekki
að eins krossaregn og titla, er svalar svo
dásamlega sálarþorsta sumra manna, held-
ur mörg önnur meiri háttar gæði: em-
bætti og ýmsar vegtyllur, er falla að eins
hinum trúuðu í skaut, þeim, sem heyra
og hlýða, góðu börnunum, sem ekki hafa
ofmikla barlest af persónulegri sannfær-
ingu 1 fórum sínum, né höfuðið ofþyngt
af svonefndum sjálfstæðisgrillum, sem ekki
kvað vera talin gjaldgeng vara meðal
roskinna, ráðsettra manna, og ekki [mega
sjást á markaðinum, að miunsta kosti ekki
opinberlega, enda kvað hennar helzt vera
að Ieita hjá þeim, er Wma til dyranna
eins og þeir eru klæddir og eru ekki
þeim hyggindum gæddir, er í hag koma.
Mér svifu þessar hugsanir ósjálfrátt í
hug, er eg fór að athuga alla konungs-
dýrðina hér í sumar og afleiðingar henn-
ar. Eg ætla ekki að fara að Jtelja eptir
þessa mörgu tugi eða hundruð þúsunda,
sem fór í þennan veizlufagnað. Það var
sjálfsagt að taka sómasamlega móti kon-
ungi vorum og gestum landsins, dönsku
þingmönnunum, en eg held samt, að það
hefði mátt gera það jafnvel með minni
íburði og meiri ráðdeild. Margir hafa t.
d. hæðst að Rauðamelsölkeldu-vatninu og
efast um, að nokkur mundi fást til að
drekka það ókeypis með því að fá [flösk-
urnar í -ofanálag, og ekki hefur heyrzt, að
nokkur hafi gefið sig fram til þess. Er
því spáð, að nefndin muni ætla að skipta
því á milli sfn til að baða sig úr því,
sérstaklega til höfuðbaða, er kvað vera
einkar heilnæmt eptir langar og strangar
kveldvökur í konungsfararvastri, því að auk
þess, sem allir nefndarmenn fengu stjörnu á
brjóstið fengu sumir höfuðstjörnur, og sáu
því alla konungsdýrðina í tvöföldu ljósi, svo
björtu, að þeirsáuekki sólina vegna stjörnu-
ljómans. Mælt er, að þetta »höfuðvatn«
nefndarinnar — R'auðamelsvatnið, — sem
mestu spekingshöfuðin í henni ætluðu að
gera að höfuðdrykk danskra bindindis-
manna hafi kostað landsjóð um 5—6000
krónur. En Danir hristu bara höfuðin
yfir þessum íslenzka goðadrykk nefndar-
innar og kunnu ekki að meta vísdóm
hennar í því vali. Og enginn íslending-
ur var heldur svo þjóðlegur, þótt um af-
urðir landsins væri að ræða, að hann
hefði næga sjálfsafneitun til að drekka
þettla, heldur en að láta hella því niður.
Þjóðræknin var ekki meiri en þetta. Jafn-
vel nefndin sjálf kvað ekki hafa fengizt
til að bragða á því, eins og sýnishornun-
um af útlendu vínunum, sem bragðað
kvað hafa verið á fyrirfram, hæversku-
laust, til þess að vita, hvort þau væru
boðleg konungi. Og til aðstoðar sér í
því vandaverki, kvað nefndin hafa kyatt
til einhverja utannefndarmenn, er ætlað
var að hefðu einna næmastan smekk fyr-
ir því, hvað konungi og öðrum háum
tignarmönnum mundi gómsætast þykja.
Var það trúnaðarstarf mikið og ekki vanda-
laust af hendi að leysa, vegna höfuð-
áreynslu þeirrar, er því fylgdi, og þar af
leiðandi höfuðsvima og höfuðóra.
En þetta er nú allt um garð gengið
og farið að fyrnast yfir 1 hugum manna.
Aðrar eins náðargjafir, og konungskoman
hafði í för með sér, falla mönnum ekki
1 skaut á hverju sumri hér heima. Sælir
munu þeir, sem þeirra gjafa nutu, sér-
staklega riddararnir, etazráðin, dannebrogs-
mennirnir, og medalíumennirnir, því að
lengi hefðu margir þeirra annars mátt
bíða eptir þessu svalandi regni, er draup
á hin þurru og þyrstu brjóst þeirra, enda
kvað sumir hafa borið sig ötullega eptir
björginni.
Nú eru Reykvíkingar hættir að minn-
ast á konungsförina að heita má. Nú
snýst allt um gullið, gullnámurnarl Vatns-
mýrinni. En hvað eg vorkenni jarðfræð-
ingunum okkar að hafa fullyrt, að hér
gæti ekki fundizt gull eða aðrir dýrir
málmar. Vísindin eru »humbug« í saman-
burði við reynsluna, er opt gerir að engu
hrákavef vísindamannanna. ískyggileg gull-
sótt mun vera í aðsigi hér í bænum, og er
sú veiki öldungis ný hér á landi og hérlend-
um læknum því ókunn. Munu hvorki
holdskurðirGuðmundanna,homöopatameð-
ul Lárusar, né bakstrar Ólafs í Lækjar-
koti ráða bót á henni. Tel eg sennileg-
ast, að læknarnir sjálfir sýkist af veiki
þessari, og landlæknirinn nýi líklega
einna hættulegast, því að hann var einn
í gullnefndinni og er þeirri gáfu gæddur
að sjá þær sjónir, er engum auðnast, nema
fjarskyggnum mönnum, en þeir munu nú
harla fáir á landi voru. Á Jónasar-af-
mælinu sá hann t. d. sýn mikla, er rétt-
ara væri að kalla vitrun eða fyrirboða
framtíðarinnar. Slfkir menn sjá gegnum
holt og hæðir, sjá hvar fé er fólgið í jörðu
o. s. frv. Landlæknirinn hefur því fyrir
löngu séð, að gull muni vera fólgið í
Skólavörðuholtinu. Það þarf ekki að
vera gull í manni sjálfum til að vera þef-
vís á þann málm. Enn verður þó ekki
sagt um, hversu gullauðug náman er, en
það er eg viss um, að fengist upp úr
henni einar klyfjar á asna, þá mætti
kaupa allt landið, fólk, fénað, og fasteign.
Nú er ekkert sennilegra, en að útlend-
ingar verði fengnir til að grafa gfg nið-
ur að gullinu og vinna námuna, því .uð
hér vantar fé til slíkra stórvirkja. Og það
er ekkert hætt við öðru, en að útlending-
um verði boðin þau vildarkjör, að mest-
ur arðurinn af námunni lendi í þeirra
höndum. Reykvíkingar hafa ekki til
þessa verið svo hagsýnir, eða bæjarstjórn-
in fyrir þeirra hönd. Því hygg eg, að
gullið verði til lítillar gæfu fyrir bæinn
eða landið, enda hef eg aldrei fundið til
mikillar gleði yfir þessu Vatnsmýrargulli,
og óska jafnvel, að það reynist sem allra
minnst. Miklu gagnlegra bænum, að gott og
nægilegt vatn, blátt vatn, hefði fundizt þarna.
Eg er nú svo bölsýnn. Og eg sé gullsóttina
breiðast hér um bæinn og hertaka unga
menn og gamla. Og fjárglæframenn
munu spretta upp eins og gorkúlur á
haug í skjóli gullsins, innlendir og út-
lendir og allskonar illþýði hvaðanæfa að
hingað safnast. Mun Halldór vor Daníels-
son eða Þorvaldur ekki verða þeim lýð
miklir í augum. Og hvorki treysti eg
bæjarstjórninni nýju né kvenfólkinu í bæj-
arstjórninni til að bjarga Reykjavfk úr
þeim hershöndum. Er sennilegt, að Hjálp-
ræðisherinn yrði þá helzti bjargvætturinn.
En þessara tíma verður vonandi langt að
bíða, sem betur fer. Halldór og Þorvald-
ur þá úr sögunni, og kvennfólkið orðið
fullreynt 1 bæjarstjórninni, flest núlifandi
»séní« landsins dauð, bæði það, sem þeg-
ar hefur verið reistur minnisvarði í Blesa-
málum hinum nýju, og hití, sem á minn-
isvarðann eptir og flaggað verður fyrir á
stjórnarráðinu á 100 ára afmælinu m. m.
Guðmundur á Sandi og aðrir sniilingar
munu þá og undir lok liðnir. Sörauleið-
is Jón Ólafsson og með honum öll ís-
lenzk sannsögli aldauða, svo að úr því
sést ekkert satt orð í nokkru íslenzku
blaði og skynja menn þá til fulls, hvað
»landið vantar«, en verður ekki bætt. En
Ólafur Dan mun þá lifa og sitja sveittur
við að reikna út kvaðratrótina af öllu líf-
starfi Guðmundar á Sandi. Nú hefur
hann að eins reiknað gildi kvaðratrótar-
innar af Ólöfu í Ási og komist að þeirri