Þjóðólfur - 20.12.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.12.1907, Blaðsíða 2
224 f>J Ó Ð Ö LFUR. niðurstöðu, að hún væri — o, að bókin væri með öðrum orðum stórt bókmenta- legt gat. Og efast enginn um, að sá út- reikningur sé réttur, því að Ólafur er fjölkunnugur mjög í tölvísi og getur ekki að eins reiknað út allar kvaðratrætur, heldur allar stólparætur, hvort sem það eru stjórnarrætur, landvarnarrætur eða þjóðræðisrætur, yfir höfuð allskonar ræt- ur, hverjujnafni sem nefnast, þótt erfið- ari sé viðfangs en Guðmundur á Sandi. Er nú og svo að sjá, sem skáldsól Guð- mundar sé gengin langt úr hádegisstað, og að nú sé skáldhiminn hans sjálfs ekki orðinn ósvipaður illa sköfnum grautar- potti, er hann ltkti himinhvolfinu við áð- ur fyrrum í skáldlegri líkingu(!). í sam- bandi við þetta dettur mér 1 hug ritgerð eptir Guðmund í »ísafold« ekki alls fyrir löngu, þar sem hann stakk upp á því í j fullri alvöru, að því er virtist, að land- sjóður ætti að styrkja ung og efnileg skáld, ekki til þess að—^yrkja, heldur til þess að — fjölga mannkyninu, því að mest væri um það vert, að fá góðan kynstofn, og til þeirra hluta væru skáldin hæf öðrum framar, sem stórmenni í andans heimi. Fjárstyrkurinn átti að vera til þess, að þessir andans menn þyrftu ekki að of- þreyta sig á vinnustriti, en gætu fengið nægar hvlldir til að þola betur «blóðmiss- una« til mannfjölgunarinnar. En þingið hefur enn sem komið er ekki sinnt þess- ari málaleitun, að eins veitt róbarnaföð- ur ofurlítil verðlaun í sumar, í eitt skipti fyrir öll. En það mun ekki vilja eiga nokkur eptirkaup við Guðmund á Sandi f þessu, enda mundi það miklu heldur vilja veita öðrum eins manni og Þorgils gjallanda einhvern styrk, til að — semja skáldsögur. Og þeim styrk væri eflaust betur varið, heldur en kynbótastyrk til Guðmundar Friðjónssonar. Nú sem stendur neyta sumir bæjar- búar naumast svefns né matar vegna stöð- ugra fundahaida, ræðuhalda og rifrildis um, hverjir skuli vera þeir 15 vísu feður, er óhætt sé að trúa fyrir velferð bæjar- ins. Þetta bæjarstjórnarkosningaundirbún- ingsfargan logar ekki að eins í öllum fé- lægum bæjarins, sem enginn veit tölu á, heldur læsir sig inn í hvern krók og kima, og kaupir sig enginn »frí« frá leitar- mönnum félaganna, er ganga með log- andi Ijósi um allan bæinn til að leita að »mönnum« í bæjarstjórnina, og steypa þeim svo öllum í kássu í sameiginlegt fulltrúasáld, er öll félögin eru svo að hrista og henda á milli sín vikum saman til að vita, hverjir efstir verða eptir all- an þann skakstur. Og verða það auð- vitað hinir léttustu — flotholtin — eða vindbelgirnir, sem ávallt »skrolla« ofan á. En í þessu allsherjarfulltrúasáldi, sem fjölda bæjarbúa er varpað í þvernauðug- um ægir öllu saman. Þar eru t. d. dóm- arar og draugasærendur, kaupmenn og konsúlar, ritstjórar og ritstýrur, skjala- verðir og skóarar, skinnasalar og skradd- arar, bankastjórar og bankagjaldkerar, bankabókarar og bankaskrifarar, verkfræð- ingar og vélafræðingar og allskonar fræð- ingar og kandídatar, jafnvel kúfræðis- kandídatar, fasteignasalar^ og fjárdráttar- menn, trésmíðameistarar og tréskerar, lausamenn og læknisfrúr, brennivinsfénd- ur og brennivínsmenn, krossberar og kross- beraefni, stjórnarféndur^og stjórnarsleikj- ur, »heimastjórnarmenn« og hjálpræðis- hermenn, lögréttumenn og laumuspilarar, landvarnarmenn og loptfarar, þjóðræð- ísmenn og klepptækir menn o. s frv., er oflangt yrði upp að telja. kEn af þessari ófullkomnu upptalningu sjá menn, að margra grasa kennir í sáldinu, og að naumast sé hætt við, að bæjarstjórnin nýja verði einlit, þegar loks er búið að skilja sauðina frá höfrunum, sálda þessa 15 útvöldu frá. Flestir þeirra, sem verið hafa svo óheppnir að lenda í þessu alls- herjarsáldi munu þeirri stundu fegnastir, er þeir losna úr þeirri prísund og kom- ast alveg hjá þvl að verða settir á »horn- ið« sem fallbyssufæða fyrir kjósendur bæj- arins. En reyndar þekki eg suma svo hégómagjarna og metorðagjarna, að held- ur vildu þeir sitja næstir kölska, en neðst- ir í himnaríki, og veit eg að öllum slík- um mönnum er það hugraun mikil, að vera skipað til sætis neðst á kosninga- listana og eiga enga von um að ná sæti í hinni háloflegu bæjarstjórn höfuðstað- arins. Væri eg einn þeirra, sem félögin hér í bænum eru að dansa með á kosn- ingalistunum, þá mundi eg langhelzt kjósa, ef eg væri ekki alveg sáldaður frá, að vera skipað þar þannig til sætis, að eg væri alveg ugglaus um að hljóta ekki kosningu, þvf að eg vil ekki missa mitt góða nafn og »rykti« fyrir að setjast í bæjarstjórnina. En sá orðrómur er nú almennur, að þeir sem þangað komi með viti, missi það að mestu 1 þeirri sam- kundu og þeir sem þangað komi rneð tæpu meðalviti verði þar hreint og beint að óvitum. A slíka Kleppstofnun nr. 2 óska eg hvorki mér né mínum vinum. En þetta breytist ef til vill til batnaðar með nýja borgarstjóranum. Það verður gaman að sjá, hver það hnoss hlýtur. Ekki lízt mér á Knút vorn til þess starfa. Eg er hræddur um, að hann mundi ríða svo marga knúta á málefni bæjarins, að erfitt yrði að leysa. Hef eg enga trölla- trú á stjórnspeki hans og kýs hann því frá, sömuleiðis Svíakonsúlinn og frú Brfet. Þá er eptir Bjarni frá Vogi og litist mér betur á hann, því að myndugur mundi hann verða til orða og athafna. En eg er smeikur um, að hann mundi ekkieinu sinni taka ofan hattinn fyrir Vilhjálmi keisara eða öðrum þjóðhöfðingjum, er þeir kæmu hingað, þótt öll bæjarstjórnin félli á kné. Auðmýktar- og lotningargáfan er svo lítt þroskuð hjá honum, að eg verð að kjósa hann frá, því að ein höf- uðdyggð bæjarstjóra verður að vera, að hann kunni að hneigja sig og beygja fyrir öllum stórhöfðingjum og spari ekki að halda þeim hóf á bæjarins kostnað, er þeir sýna það lítillæti, að heimsækja land vort og snæða mat hjá oss. Er eg orð- inn alveg staðuppgefinn í bæjarstjóraleit- inni og er því helzt að hugsa um, að leita frétta af framliðnum og spyrja þá gegnum Indriða, hvar bæjarstjórann fyr- irhugaða sé að finna, en andarnir eru kunnir að sannsögli, síðan þeir læknuðu Jón heitinn frá Stóradal, enda trúi eg öllu, sem Indriði segir og skoða það allt sem dásamlegar vitranir frá öðrum heimi, engu síður en Einar, Björn og Haraldur, er eg spái öllum ódauðlegri frægð fyrir óhrekjandi vísindalegar sannanir um all- ar athafnir vorar eptir dauðann. Þá þarf engrar trúar framar við, þegar vísindaleg vissa er fengin fyrir öllu hinu meginn. Þá þarf enga presta lengur og engar kirkjur, og verður það mikill fjársparn- aður. Þá verða að eins haldnir vísinda- legir, fræðandi fyrirlestrar um annað líf. Og það segi eg satt, að þá öfunda eg Einar, því að þá rakar hann meiru fé að sér, en hann gerði í Ameríku-lciðangrin- um, og þarfnast engra samskota í ofaná- lag. Hugsum okkur þá tíma, þegarHar- aldur er orðinn biskup á íslandi, Einar hálaunaður farandprédikari og Björn gamli »stiginn yfir landamærin«. Sá yrði lát- inn leysa þá frá skjóðunni. Nú er eg orðinn svo myrkfælinn í svart- asta skammdeginu, að eg þori ekki að skrifa meira um þetta. Eg er lafhrædd- ur um, að eg hafi móðgað andana hans Indriða. Drukknun. Hinn 29. f. m. drukknuðu þrír menn úr Stykkishólmi á heimleið úr Höskulds- ey, höfðu verið þar við róðra. Lenti báturinn á grynningum allskammt frá landi og brotnaði þegar. Mennirnir hétu: Sakarías Jónsson kvæntur maður á sjötugsaldri, Þorgrímur Ólafsson ekkjumaður á fimmtugsaldri og J ó n Daníelsson, kvæntur maður rúmlega hálffertugur, nýkominn 1 Hólminn sunn- an úr Miklholtshreppi. HundraO ára afmælis Jóns Guðmundssonar (sbr. síðasta blað) var minnzt hér í bænum 15. þ. m. með þvf, að fánar voru drngnir á stöng víðs- vegar um bæinn, þar á meðal í stjórnar- ráðinu, á alþingishúsinu og á latínuskól- anum gamla. Öll blöðin, sem út hafa komið hér í bænum síðan á föstudaginn var, hafa minnzt 100 ára afmælis þessa látna merkismanns með hlýlegum minn- ingarorðum. Það gerði í sjálfu sér minna til, þótt flaggað væri h. 15. í stað 10. þ. m., snm vafalaust er hinn rétti fæðingar- dagur J. G. (sbr. slðasta blað). ibúatala Reykjavfkur var í októberlok 10,300. Sjálfsmorð. Hinn 1, þ. m. drekkti sér 1 Bolungar- vík Kristján Jónsson bóndi í Þjóð- ólfstungu (sonur Jóns á Laugabóli á Langa- dalsströnd), dugnaðarmaður og allvel efn- aður. „Vosta" kom hingað í fyrra kveld seint og hafði hreppt afarillt veður sfðustu dagana, missti t. d. skipsbátinn útbyrðis, hélt svo til Vestmanneyja og ætlaði að setja þar í land farþega frá Austfjörðum, en missti þar annað akkerið og hélt þa þegar til Reykjavíkur með Vestmanneyjafarþegana. Voru farþegar alls með skipinu hingað fullt hundrað manna, flest allt frá Aust- fjörðum. Frá útlöndum komu með skipinu ráðherrann ogAgústFlygenringkaupm. og alþm. í Hafnarfirði. Frá útlöndum eru engin stórtíðindi önnur en hin afar- miklu peningavandræði, sero víðasthvar fara ískyggilega í vöxt, einkum í Ameríku. Það lftur alls ekki út fyrir, að þeim vand- ræðum linni þar að sinni, og kvað á- standið vera þar hörmulegt, og hver stór- bankinn af öðrum að fara um koll, þar á meðal sjálfur þjóðbankinn í Kansas. Atvinnuleysið keyrir fram úr hófi og er ástandið einna voðalegast í Kanada. Lundúnablöð frá 6.—7. þ. m. vara menn alvarlega við að flytja til Kanada, eins og nú stendur, því að í bæjunum þar gangi margar þúsundir verkamanna at- vinnulausir, og vinnulaunin hafi á stutt- um tíma lækkað um 25%. Blöðin f Kanada segja, að ástandið sé hið voða- legasta, er landið hafi nokkru sinni kom- ist í og yfirvöldin séu alveg ráðalaus, hvernig þau eigi að afstýra hinni yfirvof- andi sáru neyð, er hljóti að verða í Kanada þennan vetur. Ástandið 1 Banda- ríkjunum kvað ekki vera jafn voðalegt, en þó hafa á örstuttum tíma flutt þaðan 500,000 manna til Norðurálfunnar, og fólksstraumurinn vestan að hingað í álfu er nú stöðugt að aukast. Það er hreinn og beinn flótti. €rlenð simskeyti lil Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.höfn 17. des. kl. 3,nr, e. h. Vaxtahœkknn í Pjóðbankanum. Þjóðbankinn (Nationalbanken) 1 Khöfn hækkar á morgun peningaleigu frá 7— 7>/2% upp í 8—8T/»%. Slys. Púðurverksmiðja nálægt Barnsley á- Englandi sprakk og biðu þar 70 manns bana. Útför Sviakomings. Konungshjónin lögðu af stað í kveld til að vera við konungsútförina í Stokk- hólmi (á fimmtudaginn). Sýning i Árósum. Islandi er ætluð sérstök deild fyrir sig á landsýningunni í Árósum 1909. Dagmar keisaraekkja er farin heim til sín og konungshirðin er flutt frá Fredensborg til Hafnar. Herskipafloti Bandamanna. Atlantshafsfloti Bandaríkjanna er farinn vestur í Kyrrahaf. 19. des. kl. 9,» e. h. Útför Oskars konungs fór fram í Riddarahólmskirkjunni í dag- Ákaflega mikið fjölmenni. Dönsku kon- ungshjónin þar viðstödd ásamt fulltrúum frá flestum þjóðhöfðingjum í Norðurálfu. Námaslys í Pittsburg (í Pennsylvaníu). 400 manns innibyrgðir og eru menn hræddir um, að flestir þeirra séu dauðir. Fréttir úr Húnavatnsýslu 5. des. Af tíðarfari og árferði er það að segja, að sumarið og vorið var mjög kalt og þurt, og var því gróður f allra rýrasta lagi, einkum á túnum og harðvelli. Mun taða víða hafa orðið þriðjungi minni en 1 með- alári. Heyskapur byrjaði seint og varð mjög rýr yfirleitt og endasleppur, því þegar dró fram í september, brá til megnustu óstill- inga og úrfella. Hröktust þá hey og náð- ust ekki fyr en seint og síðarmeir. Sauðfé hefur þvf verið lógað mjög í haust, og mun aldrei hafa verið flutt jafnmikið kjöt út héðan úr sýslu. Af Blönduósi einum voru sendar út um 2000 tunnur af kjöti, og að sama skapi frá öðrum stöðum. Fjárverð var hátt eptir því, sem hér ger- ist: Kjöt 20 au. '8, gærur 35 au., mör 25—30 au., haustull 50 au. Hrossum var fargað mjög í sumar; eru nú marg'ir farnir að hallast að því, að fækka þeim að mun, og er betra seint en aldrei. Heilsufar hefur verið misjafnt og víða mjög illt. Barnaveiki (hálsbólga) hefur sí- fellt haldizt við á Skagaströnd sfðan fyrir nýár og dáið úr henni nokkur börn. Tauga- veiki geisar á Skagaströnd og í Vatnsdal og jafnvel víðar. Breiðist hún út eins og eldur í sinu, og er þó alltaf verið að sótt- kvía og sótthreinsa. Úr henni hafa dáið 2 menn á Skagaströnd. Annar þeirra var Ólafur Ólafsson óðalsbóndi í Háa- gerði, 47 ára að aldri. Hann lézt á Blöndu- ósi 11. okt. eptir mjög þunga legu. Hann var mesti dugnaðar- og atorkumaður, ó- sérhlífinn og stórhuga. Hann var framúr- skarandi hjálpsamur maður og greiðvik- inn, svo að hann mun varla hafa synjæ§\ nokkurs manns bón, er hann gat gert, en gerði vfst sjálfum sér opt skaða öðrum í hag. Hann var ógiptur maður, en átti 5 börn með ráðskonu sinni, er hann arf- leiddi ásamt börnunum að eigum sínum. 11. nóvember lézt sömuleiðis úr taugaveiki Jósef, einkasonur Jens óðalsbónda Jósefs- sonar á Spákonufelli og konu hans Stein- unnar Jónsdóttur. Hann var 35 ára að aldri, ógiptur maður, og hafði alla æfi, dvalið hjá foreldrum sínuin, nema 3 vetur, er hann gekk á Möðruvallaskólann. Jósef sál. var duglegur maður og ráðdeildar- samur, stilltur og yfirlætislaus, og í öllu hið mesta prúðmenni og »góður drengur« í orðsins fyllstu njerkingu, enda mun hann hafa orðið harmdauði öllum, sem þekktu hann. Er mikill skaði um slíka menn sem þessa á bezta aldri. Annars hefur verið mjög krankfellt hér um slóðir í haust og sumar og margir dáið; síðast nú mjög nýlega 2 bændur á Laxárdal: Benedikt Benediktsson á Mánaskál, ógiptur maður um þrítugt, og Magnús Jó- h annesson í Núpsöxl, giptur maður á fimmtugsaldri. Mislingar eru farnir að ganga bæði á Blönduósi og Skagaströnd og leggjast allþungt á. Um pólitík er hér lítið rætt, og mun það stafa af því, að lítið sem ekkert er enn hingað komið af þingtíðindunum, og bíða menn þeirra með óþreyju. Tíðin hefur mátt heita heldur góð hinar Síðustu vikur, og er auð jörð að kalla. Afli má heita góður í Nesjum, þegar gefið hefur á sjó, en það hefur sjaldan verið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.