Þjóðólfur - 27.12.1907, Page 2

Þjóðólfur - 27.12.1907, Page 2
230 ÞJOÐÖLFUR €rlenð sínskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.höfn 24. des., kl. 3m e. h. Brezki konsúllinn. Hinn 17. þ. m. var Abraham George Coates viðurkendur brezkur konsúll fyrir Færeyjar og Island, og á hann að hafa aðsetur ýmist í Reykjavík eða Þórshöfn eptir atvikum. Valurinn (»Islands Falkc) verður ferðbúinn 8. jan. Práðlaust samband. Með Poulsens aðferðínni hefur náðst þráðlaust talþráðarsamband milli Kaup- mannahafnar og Berlín. Hefur Poulsen fundið upp aðferð til að rita á pappír inni- hald hinna þráðlausu hraðskeyta. Slys. Við sprengingu í Palermo (á Sikiley) hrundi vopnaverksmiðja og veitingahús og 44 menn biðu bana. Rán. Vélafræðingur nokkur, Nielsen að nafni, rændi 2,300 kr. frá jarðeigendabanka (Grnndejerbank) Kaupmannahafnar, strauk því næst, en var handsamaður af leyni- lögreglu, en um leið skaut Nielsen tveimur skotum af marghleypu og særði manninn. Símskeyti, er koma átti frá Ritzau Bureau til Þjóð- ólfs í gærkveldi, ókomið, vegna þess, að sfminn milli Lervick á Hjaltlandi og Aber- deen á Skotlandi er bilaður, en landsím- inn hér er í góðu lagi. Húsbruni. Aðfaranóttina 22. þ. m. brann hér í bænum lítið hús á Laugavegi nr. 17, eign Baldvins Einarssonar aktygjasmiðs. Hafði hann þar vinnustofu sína. Eldsins varð vart um kl. 1 um nóttina. P'ólki, sem svaf uppi á lopti,var bjargað í síðustu forvöðum, og var þá kominn mikill eldur 1 húsið. Brann það til kaldra kola á skömmum tíma. Upptök eldsins eru gersamlega 6- kunn. Er bæjarfógetinn nú að halda próf um það. ,,Vesta“ fór héðan í gær til Austfjarða, áleiðis til útlanda. Með henni fór aptur heim til sfn séra Björn Þorláksson á Dvergasteini. Til útlanda fór R. Braun kaupmaður o. fl. far- þegar. Nýársnóttin eptir Indriða Einarsson er nú nýprentuð, allmjög aukin og breytt, svo að heita má, að hún birtist nú í algerlega nýju gerfi. Var hún leikin hér í Iðnó í gærkveldi. Verður síðar getið nánar. Mannalát. Hínn 21. þ. m. varð bráðkvaddur í Hafn- arfirði Böðvar Böðvarsson ffyrrum prófasts á Melstað Þorvaldssonar) bróðir samfeðra séra Þórarins heit. í Görðum, hálfsjötugur að aldri (f. 17. nóv. 1842). Hann var tvíkvæntur, fyr Guðrúnu Guðmunds- dóttur prófasts á Melstað Vigfússonar, en síðar Kristínu Ólafsdóttur dómkirkjuprests og síðar prests á Melstað Pálssonar. Böð- var heit. bjó fyrst norður í Miðfirði, en flutti til Hafnarljarðar fyrir mörgum árum (1882). Hann var vandaður maður og vel látinn, fjörmaður og gleðimaður. Synir hans af fyrra hjónabandi eru Guðmundur kaupmaðurí Hafnarfirði, fyrrum ráðsmaður holdsveikraspítalans í Laugarnesi, Böðvar bakari í Hafnarfirði og Eggert trésmiður í Keflavík. Af síðari konu börnum hans lifa 9, flest uppkomin. Á jólanóttina varð bráðkvaddur hér í bænum (úr heilablóðfalli) Páll Pálsson Vídalín, fyrrum bóndi í Laxnesi í Mos- fellssveit, bróðir Jóns heit. Vídalíns kon- súls, á 48. aldursári (f. 15. júlí 1860). Hinn 23. þ. m. andaðist eptir 10 vikna legu í lungnahimnubólgu Friðrik Gísla- son úrsmiður og bæjarfulltrúi á Seyðis- firði 33 ára gamall. [Eptir símskeyti frá Seyðisfirði]. Sjálfsmorð. Um eða litlu fyrir miðjan þ. m. fyrirfór sér Hans K. J. Beck bóndi í Litlu- Breiðuvfk við Reyðarfjörð, bróðurson Hans gamla Becks á Sómastöðum. Hann drekkti sér. Hafði verið þunglyndur lengi. Hann var greindur maður að náttúrufari og vel að sér. Mun hafa verið um fertugt. Eptirmæli. Elín Helgadóttir húsfreyja í Austurey í Laugardal (sbr. 56. tölublað) andaðist þar 15. f. m., rúmlega sjötug að aldri. Hún var dóttir Helga bónda Guðmundssonar í Stein- um undir Eyjafjöllum og fædd ó.júní 1837, giptist 1858 eptirlifandi manni sínum, Skúla Þorvarðarsyni, síðast prests á Kirkjubæjar- klaustri (-J- 1869) Jónssonar. Þeim hjónum varð 11 barna auðið, og lifa að eins 3 þeirra: Skúli bóndi í Austurey og2dætur: Anna, gipt kona í Keflavík, og Helga, gipt kona í Hrunamannahreppi, * allt efnisbörn. Elín heit. var guðrækin og siðprúð kona, blíðlynd og glaðlynd og manni sínum ást- ríkasta eiginkona allan hinn langa samveru- tíma þeirra. Hún var ástrík móðir barna sinna og lét sér annt um að innræta hjá þeim guðsótta og góða siðu. Hún gegndi húsmóðurstarfi nær 50 ár og leysti þau störf af hendi með dugnaði og lagi. Hún var virt og elskuð af hjúum sfnum, hjartagóð og hjálpfús við alla, sem bágt áttu, og lét það ásannast í verkinu eptir efnum og ástæðum. Ávann hún sér því virðing og vinsæld allra, er henni kyntust utan heimilis og innan. X. Brauns verzlun ,Hamborg Aðalstræti 9. Dans-glöjar handa konum og körlum. ?vít hálsbinði £ Ijálslín, stórt úrvai. Regnkápur fyrir konur og karla, stærsta úrval. D.D.P.A. Verð á olíu er í dag: 5 oi 10 potta hrúsar 16 aura nr, pott „Sólarskær Stanöarú WMte“, 5 - 10 — — fl — - - „Pennsylyansk Stanðard White", 5 _ io — — 19------- „Pennsylyansk Water Wbite“. 1 eyri ódýrari potturinn í 40 potta brúsum. clirusarnir Idnaéir sRipfavinum óRaypis! Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsunum sje vörumerki vort, bæði á hliðunum og tappanum. Ef þjer viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum yðar. Veð urskýrsluágri p. Vikuna 14.—20. desember 1907. Des. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. 21. 2,0 —1_ 8,0 5,5 12,2 0,9 22. + 1,7 + 0,6 0,0 ~h 4,3 0,5 23- + 0,2 ~ 0,8 + 0,6 -h 4,0 0,0 24. + 3.1 -7- 1,2 ~ 0,5 -r 1,4 + 0,4 25- + 5.4 + 2,9 + 2,5 + 2,2 + 7,5 26. + 4,2 + 4,4 + 4,0 + 3,3 + 8,3 26. / + 4,7 + 1,2 + 1,6 0,0 + 6,1 miklu úr að velja — alll sélegt, haldgott og ódýrt. Hátíða-skófatnaðinn, jafnt og skófatnað til daglegrar brúkunar, er bezt að kaupa í Aðal- stræti 10; það er gömul reynsla og þó ætíð ný. er Fjóla. Fólkið segir, að hún sé skemmti- legasta ljóðabókin. Fæst á afgreiðslu Þjóðólfs og kostar 2 krónur, MomlÉið Betel. Sunnudaga: Kl. 6l/2 e. h. Fyrirlestur. Midvikuaaga: Kl. 81/.* e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. n f. h. Bcenasamkoma og bibliulestur. Til almennings. Eins og almenningi mun kunnugt, hefur síðasta alþingi samþykkt lög um, að af Kína-lífs-elixír þeim, sem eg bý til og alstaðar er viður- kenndur, skuli greiðast skattur, er samsvarar 2/3 af inntlutningstollinum. Sökum þessa ósamsvarandi háa skatts, er mér kom öldungis óvart og vegna mikillar verðhækkunar á öllum efnum elixírsins, sé eg mig því miður knúðan til að hækka verðið á Kína-lífs-elixír upp í 3 kr. fyrir flöskuna írá þeim degi, er fyrnefnd lög ganga í gildi, og ræð eg því öllum neytendum Kína-lífs-elixírsins vegna eiginhagsmuna þeirra, að birgja sig upp með hann um langan tíma, áður en verðhækknn þessi gengur í gildi. Waldemar Petersen. ííyvej 16. Köbenliavn V. Miklar birgðir af allskonar SKÓFATNADl og GALOSCHUi\l eru ávallt í skóverztun minni. Ovida betri kaug að fá. M. A. Mathiesen, Bröttugötu 5. INTýtt liótel. llalins Missionshótel Badsiuestrœde 9. Kjöbenliavn. Herbergi frá 1 kr. 25 a. Fæði og húsnæði 3 kr. 50 a. á dag. Grand Hotel Nilson Köbenhavn mælir með herbergjum sínum með eða án fæðis í veitingahúsinu fyrir mjög vægt verð. NB. Istenzkir ferðamenn fá sér- staka ívilnun. Samkomuhúsið „Sílóam“. Sunnudaginn 29. des. kl. 8. Nýársyuðsþjónustur: Gamlársdag kl. 6'/» og 10V2 e. h. Nýársdag kl. 10 f. h. og 8 e. h. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Samkomuhúsið „Silóam“: Almennar samkom- ur: sd. kl. 6 og föd. kl. 8. Biblíul.: priðjud. kl. 8. Eigaruli og ábyrgðarmaður: Hannew t^or^teinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.