Þjóðólfur - 03.01.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.01.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. janúar 1908. M 1. Þj óðólfur óskar árs og friðar öllum löndum sínum d þessu nýbyrjaða ári, og vonar, að það verði heilla- og hamingjuár fyrir land og lýð. Hann er nú farinn að fitja upp 60. árið, og er því orðinn gamall gestur og góðkunnur. Væri hann og ekki á þenn- an aldur kominn, ef hann hefði ekki not- ið hylli og velvilja landa sinna. En opt hefur gata hans grýtt verið og opt hefur verið reynt að hriuda honum í urð út úr götu, opt verið við honum stjakað af ung- um og yfirlætismiklum farandsveinum, en ekki hefur það hept för hans, og hefur hann nú þrammað um land alt nær 6 tugi ára, út á yztu annes og inn til dala, hvar sem mannabyggð hefur verið. Munu þeir bæir allíáir á landi voru, þar sem hann aldrei hefur verið gestkomandi, ald- rei stigið fæti sínum inn fyrir dyr þessi 60 ár. Mætti ætla, að hann væri nú lúinn orðinn og þreyttur af svo langri göngu, en því fer fjarri. Hann er jafnléttur á fæti og liðugur eins og i æsku, og skor- ast ekki undan að slá í eina bröndótta, ef svo býður við að horfa. Af því að hann kemur svo víða og er alstaðar spurð- ur frétta, þá óskar hann eptir, að sem flestir kunningjar sínir geri honum við- vart um allt það fréttnæmt, er geyist í I sveit þeirra, segi honum allskonar tiðimfT, er almenning varða, og skýri fyrir hon- ■um áhugamál sín, hvort heldur þau snerta alla þjóðina í heild sinni eða einstaka •landshluta. En Þjóðólfur lofar aptur á móti að flytja óbreytt orð þeirra og frá- sagnir um land allt inn í hvern krók og kima, og þylja það allt upp fyrir ungum og gömlum. Væntir hann einkum, að á- hugamiklir yngri menn liggi ekki á liði sínu, með því að æskunni er svo háttað, að hún vill láta töluvert á sér bera. Sé þjóðin hálfsofandi, þá verða blöðin einn- ig dauðadoppuleg. Dotti þjóðin, þá dotta þau. En nú má sízt sofa, því að verk- •efni er nóg að vinna, og enginn má und- an merkjum svíkjast eða úr fylkingu riðl- ast, ef fram skal sækja, en ekki á hæli •hopa. Og í von um styrk og stuðning allra góðra drengja í baráttu fyrir góðu máli, hefur Þjóðólfur 60. ársgöngu sína, örugg- ■ur og ókvíðinn. Árið 1907, sem nú hefur kvatt oss, hefur að vissu leyti verið merkisár fyrir þjóð vora, þótt ekki hafi það verið sérlega viðburðarlkt. Engin stórkostleg óhöpp hafa að hönd- um borið þetta liðna ár, engin þjóðar- óhamingja heimsótt oss af hálfu náttúru- ;aflanna, er vér íslendingar, eins og fleiri, höfum opt orðið fyrir í eldgosttm, jarð- skjálftum og harðindum. Liðna árið hefttr ekki að eins verið farsælt ár, happa- ár ( þeim skilningi, heldur einnig á ann- an hátt. Þaö mun jafnan verða talinn þýðing- armikill viðburður í sögu vorri, að kon- ungur vor Friðrik 8. heimsótti oss þetta ár ásamt kjörnum 40 dönskum ríkisþings- mönnum. I sambandi við þingmanna- förina til Danmerkur árið áður stendur konungsheimsóknin í sumar sem leið. Og eins og íslenzkum þingmönnum var tekið með hinum mestu virktum í Danmörku, eins gerðum vér allt sem í voru valdi stóð til að taka sem virðulegast móti konungi vorum og dönsku þingmönnun- um, svo að þær viðtökur urðu þjóð vorri til sæmdar, en ekki vansæmdar. Það kem- ur ekki þessu máli við, þótt haga hefði mátt viðtökunum með meiri ráðdeild og hagsýni í ýmsum atriðum. Fyrir slík sker verður aldrei siglt til fulls. Og það er ávallt hægra að sjá eptir á, að hitt og þetta hefði farið betur öðruvísi. En þótt konungskoman og heimsókn dönsku ríkisþingsmannanna verði jafnan talin merkur viðburður, þá er samt hætt við, að þessi för hafi ekki út af fyrir sig nokkur veruleg, víðtæk áhrif á hina pólitisku framtfð þjóðar vorrar, eða marki nokkurt spor í framsóknarbaráttu vorri. Um verulegan árangur af sjálfri förinni getur því naumast verið að tala. En í sambandi við hana stendur athöfn, er getur haft mjög þýðingarmiklar og víð- tækar afleiðingar fyrir þroska og sjálf- stæði þjóðar vorrar. Og það er skipun sambandsnefndarinnar, nefndar- innar, sem skipuð er mönnum úr full- trúaþingum beggja landanna, íslands og Danmerkur. Og þarf ekki að lýsa hér verkefni hennar frekar, því að það hefur svo opt verið á það minnst. En þessi nefndarskipun, undirskrifuð , af konungi hér í Reykjavlk, 30. júlí, sama daginn og hann sté hér á land, það er sögulegasti viðburður liðna ársins. Væntanlega verð- ur sú þýðingarmikla stjórnarathöfn að miklu eða að minnsta kosti að einhverju gagni fyrir þjóð vora, þótt menn yfirleitt geri sér líklega full glæsilegar vonir um árangurinn af starfi nefndarinnar. Hún á við allmikla örðugleika að etja og mjög vandasamt verk af hendi að inna, ef vel á að vera. Allir íslendingar munu óska þess, að henni takizt það sem giptu- samlegast, þjóð vorri til heilla og sjálfri sér til sóma. Sjálfstæðishreyfingar gerðu vart við sig meðal þjóðarinnar með meiri alvöru og áhuga, en venjulegt er, og áttu þær hreyf- ingar meðal annars rót sína að rekja til fánamálsins og blaðamannaávarpsins, er hvorttveggja hafði ýtt við þjóðinni og brýnt hana í sjálfstæðiskröfunum. Álykt- anir þingmálafunda hvarvetna um land gengu nálega allar í sömu átt að skora á þing og þjóð að halda fast fram hin- um fyllstu sjálfstjórnarkröfum, og Þing- vallafundurinn 29. júní áréttaði þær kröf- ur með sklrskotun til gamla sáttmála. Síðan hið endurreista alþingi hófst fyrir rúmum 60 árum hefur þingið ávallt verið haldið að sumrinu. Nú verður það ekki framar nema breyting verði á því síðar, sem ólíklegt er nema um aukaþing verði að ræða. Alþingi 1907 er síðasta sum- arþingið. Eptirleiðis á þingið að koma saman 15. febrúar. Það er nú ekki nema rúmt ár, þangað til hið fyrsta vetr- arþing kemur saman (í febrúar 1909). Síðasta sumarþingið — næstl. sumar — vár óvenjulega afkastamikið þing, yfir 70 frumvörp samþykkt, sem öll eru orðin að lögum og mörg þeirra þýðingarmikil. Þar á meðal má nefna kirkjumálafrum- vörpin, er milliþinganefndin í kirkjumál- um hafði undirbúið, ennfremur innlenda brunamálalöggjöf, endurbætur á ,kjörum lækna, ný vegalög, námalög, takmörkun á eignarráðum yfir fossum, lausamennsku- lög o. m. fl. Tíðarfar mátti heita dágott um land allt árið sem leið, en þurkar að sumrinu heldur miklir og varð því grasbrestur víðast hvar allmikill, einkum á Suður- landi, og heyfengur manna því með minnsta móti, en góður, því að nýting var ágæt. Afli varð í tæpu meðallagi á þilskip, en á opna báta víða allgóður. Hin inn- lenda botnvörpuútgerð hefur gengið fremúr illa, enda hafa útlend botnvörpu- skip aflað næstl. ár með langminnsta móti hér við land að sögn. Einkum var aflinn á skipum þessum sárlítilf í sumar. En vonandi árar betur fyrir ís- lenzku botnvörpuskipin þetta árið, sem nú er að byrja. Mislingar hafa geisað yfir mestan hluta landsins slðasta þriðjung ársins, en ekki hafa þeir verið mannskæðir, ekki neitt svipað því, eins og 1882, er þeir gengu síðast almennt yfir. Nafnkenndustu merkismenn, er látizt hafa á liðna árinu eru skáldið Benedikt Gröndal (-j- 2. ágúst á 81. ári) og Árni B. Thorsteinsson fyrrum landfógeti (-j- 29. nóv. á 80. ári). Sjinleikar. Nýársnóttin. Sjónleikur i fimm þátt- um. Eptir Indriða Einarsson. Eins og stuttlega var drepið á í síð- asta blaði er leikrit þetta nú nýprentað, og lék Leikfélagið það f fyrsta skipti á annan í jólum, en alls 6 sinnum hingað til, ávallt fyrir fullu húsi. Eins og menn vita var eldri »Nýársnótt« höfundarins leikin fyrst hér í bænum um áramótin 1871—72 og var þá mjög mikil aðsókn að þeim leik, enda hefur hann verið leikinn all- opt síðan, ekki að eins hér í Reykjavík, heldur annarstaðar á landinu (t. d. á Akureyri). Höfundurinn var að eins rúm- lega tvítugur, er hann samdi það leikrit um haustið eða veturinn áður en hann útskrifaðist úr lærða skólanum (1872) og fékk þá 150 rd. sæmdargjöf frá Reykvík- ingum. Þá er tekið er tillit til æsku höf. má segja, að »Nýársnóttin« gamla hafi furðuvel tekizt, enda þótt ekki allfáir gallar væru á henni frá skáldskaparlegu sjónarmiði. En hún fór mjög vel á leik- sviði, enda er höf. einkar sýnt um allt, er að því iýtur, en það hjálpar afarmikið til að halda hverjum leik, sem er, lengur á leiksviði en ella. Þessi nýja »Nýársnótt«, sem nú er sýnd hér, má heita, að sé alveg nýr leik- ur, svo mjög hefur höf. umsteypt gamla leikritinu. Og er enginn vafi á, að leik- urinn hefur stórum batnað f heild sinni við þessa endurritun, enda hefur hann bæði breytt blæ og stefnu, og atburðirn- ir settir í samband hver við annan á eðlilegri hátt en fyr, og 1 meira samræmi við hina fornu þjóðtrú—álfatrúna — sem nú ber miklu meira á, en í gamla leikn- utn. Allt það, sem áður var einna lak- ast frá skáldlegu sjónarmiði og veiga- minnst hefur verið numið burtu, og ann- að heppilegra sett í staðinn, eða öldung- is nýjum atriðum bætt inn í, viðtölin gerð ákveðnari og efnisríkari víðast hvar o. s. frv., er oflangt yrði að gera grein fyrir, enda óþarft, því að hver sá, er lesið hefur eða séð gömlu »Nýársnóttina« . getur gert þann samanburð við lestur þessa nýja leiks. Jafnframt því sem sjálft efni leiksins er nú mjög breytt frá því sem áður var, þá ber þó jafnvel enn meira á því, að andinn, blærinn í öllum leiknum hefur breytzt algerlega. Það er greinilegur póli- tiskur litur á þessum leik, sem alls ekki var á hinum eldri. I raun réttri má segja, að öll aðalstefna leiksins beinist nú ein- dregið að ákveðnu pólitisku marki og viðburðirnir séu umgerð eða aðdragandi að þeirn tímamótum, er Húnbogi stallari boðar í síðasta þætti, þegar fáninn (ís- lenzki fáninn, hvítur kross í blám feldi) er vafinn utan af stönginni og Áslaug heilsar þeim »gesti«, sem farsælasta tíma- bili þessa lands, gesti, sem færi 1 garð: sfrelsið ungt, nægtir af snilld og nytjar auðs«. Og allir hrópa heill og heiður þeim gesti. Þá er álfakongurinn, ímynd hins rammasta apturhalds, grimmdar og þverúðar, oltinn úr veldisstólnum, veginn af þræl sínum, en Áslaug »hin góða« kjörin til konungs í stað hans. Og eru þá orðin mikil og góð umskipti í »apt- ureldingu« nýja tímans. Samtal Húnboga stallara og Reiðars sendimanns síðast í 4. þætti er og verulega pólitiskt, þar sem minnst er á, að »Utanstefnur viljum vér engar hafa«, að Island sé engin lýð- lenda Noregs (o. Danmerkur nú), að við höfum engin áhrif þar og þeir engin hér, allt verði að koma frá okkur sjálfum, annars fáist engin bót, ástandið sé ískyggi- legt og nýjan foringja þurfi, en þegar hann sé fundinn þá hnappist hirðsveitin um valdið o. s. frv. En allt þetta er klætt í svo hóflegan og kurteisan búning, að það getur ekki móðgað neinn og jafnvel svo vel falið, að sumum áheyr- endum mundi dyljast það með öllu, ef þeir sæju ekki fánann og beyrðu ékki hrópað fyrir honum. Það getur vel verið, að sumir felli sig illa við þennan póli- tiska lit á leiknum, hefðu heldur viljað hafa hann litlausan í þeim skilningi, en ekki erum vér á sama máli um það. Þetta spillir alls ekki leiknum, heldur þvert á móti, því að um leið og leikur- inn er tekinn út úr gömlu þjóðtrúnni og settur í svo náið samband við hana, þá hefur hann jafnframt táknlega þýðingu, aðra dýpri, sem snertir veruleikann, breytt og bætt ástand landsins í framtíð- inni. Og þótt það sé'ekki nema hug- sjón, þá er það sú hugsjón, sem á rétt á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.