Þjóðólfur - 03.01.1908, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 03.01.1908, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐOLFUR. ♦ I i Hver selur bezt og ódýrast? Eg hef áður prentað samanburð á orgelverði mínu og tveggja annara orgel- sala hér á landi, og sýnt, að þeir selja ódýrustu orgel sín ca. 2ý—40 „próccnt" dýrari en eg sel orgel af sambœrilegri tegund, og hefur þeim samanburði ekki verið hnekkt. Söluverð annara orgelsala á Norðurlöndum er nokkuð svipað verði þessara tveggja ofangreindu. Allir auglýsa þeir þó, að sín orgel séu ódýrust og bezt, og telur einn sér þetta og annar hitt til gildis. Einn segist gefa kaupendunum reikninga frá verksmiðjunni. Þeir reikningar eru samhljóða prentuðu verðlistaverðl, en af því verði mun umbodsmadurinn fá ca. 40 „prócent" afslátt hjá verksmiðjunni. Sami telur einnig til, að ekki þurfi að borga hljóðfæri sín fyr en við mót- töku. En er þá ekki kaupendunum betra að taka missiris lán fyrir ca. 3 °/o og kaupa hjá mér, haldur en að fá missiris umlíðun á hljóðfærunum, sem eru minnst 25—40 °/o dýrari. Sami kveður sín orgel bezt allra, og segir að þau hafi einusinni fengið hæstu verðlaun í Svíþjóð (Svfþjóð er álíka fólksmörg og eitt meðalríki í Bandaríkjunum Nú hafa orgel mín ekki aðeins fengið hæstu verðlaun < fjölda mörgum ríkjum og 1 stórveldunum, heldur einnig á alheimssýningunum. Sami segir einnig, að píanó sín séu bezt og styður þá sögn með 4 vottorðum úr Reykjavík. Um mín píanó, sem kosta frá 520—1150 krónur, (þýzku píanóin frá 520—810 krónur), get eg sagt hið sama sem um orgel mín hir að ofan, en auk þess hafa heimsfrægir snillingar, svo tugum skiptir, lokið miklu lofsorði á þau t. d. Liszt, Rubinstein, Fr. Lachner, Sousa, Pablo de Sarasate, Georg Henschel, Adelina Patti, Jean de Reszke o. s. frv., o. s. frv. Mörgum kaupendum þykir óhæfilegur krókur að senda pöutun norður á Þórs- höfn, en 10 mánuði ársins veldur það þó ekki meira en mánaðar droettiað meðaltali. Orgel mín eru betri, stcerri, sterkari, og úr betri við en sænsk, dönsk og norsk orgel, og miklu ódýrari eptir gæðum en nokkur orgel af sambærilegri tegund, sem seld eru á Norðurlöndum. Pianó mín eru einnig ódýrust allra eptir gæðum. Prestum og öðrum forráðamönnum kirkna vil eg benda á kirlcjuorgel mín. Þýzkar og franskar nótnabækur aí öllum tegundum sel eg með verðlistaverði. Verðlista með myndum ásamt upplýsingum fær hver sem óskar. Þorsteinn Arnljótsson, + Þórshöfn. | 5 Islandsfærden 1907 kemur út í 20 heptum, á 30 aur. hvert, með 200 myndum. 1. og 2. hepti er komið út. Við áskriptum taka allir bók- salar hér á landi og aðalútsölumaður bókarinnar Sigurður Kristjánsson. 88 »Vér erum staddir hér i kveld«, mælti hann, »ekki að eins til að minnast sigurfara hnefleikamannanna áður fyr, heldur til þess að koma oss saman um einhverja skemmtun eptirleiðis. Hér eru nú staddar svo margar hnefleikahetjur, að það ætti að vera hægur vandi, að koma einhverju í kring. Eg hef sjáífur gengið á undan með góðu eptirdæmi, með því að semja um veðjun við hr. Lothian Hume; hann mun sjálfur skýra yður frá skilmálunum«. Þá stóð upp Lothian Hume með pappírsblað í hendinni. »Yðar konunglega tign, herrar mínir! Skilmálarnir eru í stuttu máli þessir: Maður sá, er eg veðja um, Crab-Wilson frá Gloucester, er 18. maí þ. á. reiðu- búinn að berjast við hvern sem er, og hversu þungur sem sá muður er, sem hr. Charles Tregellis skipar móti honum. Hr. Charles verður að binda val sitt við menn, sem eru yngri en 20 ára og eldri en 35 ára, til þess að útiloka Belcher og aðrar verðlaunahetjur. Veðféð er 30,000 kr. gegn 18,000 kr., og sá sem vinnur, borgar manni sínum 3,600 kr. Annaðhvort hnefleika eða borgun«. Það var einkennilegt, að sjá þessa rniklu alvöru, er lýsti sér hjá öllum, hnefleikamönnunum og öðrum, er skilmálarnir voru lesnir upp. »Eg hef heyrt, að Crab-Wilson sé 22 ára gamall«, sagði hr. John Lade, »að hann hafi opt reynt sig innan vébandanna, og að veðjað hafi verið um hann, þótt hann hafi ekki enn barizt fyrir verðlaunum. »Eg hef séð hann að minnsta kosti sex sinnum«, mælti Belcher. sÞessvegna er einnig veðféð svona mikið«, sagði Lothian. »Eg vil leyfa mér að spyrja: Hversu hár og þungur er Wilson ? mælti prinzinn. »Fmm fet og 11 þumlungar á hæð og 20 fjórðungar á þyngd, yðar kon- unglega tign«. »Nógu langur og nógu þungur fyrir hvern á tveimur fótum«, mælti Jack- son, og allir hnefíeikamennirnir samsinntu honum í hálfum hljóðum. »Lestu upp bardagaskilmálana, hr. Lothian«, sögðu margir. »Bardaginn á að fara fram þriðjudaginn 18. maí kl. 10 árdegis á þeim stað, er síðar verður ákveðinn. Orustuvöllurinn á að vera ferhyrndur, 20 fet á hvern veg. Þrír skulu vera gerðarmenn; tveir reglulegir og eibn oddamaður. Er það samkvæmt óskum yðar, hr. Charles?« Móðurbróðir minn hneigði sig til samþykkis. »Hafið þér nokkrar athugasemdir fram að færa, Wilson ?« Hinn ungi hnefleikakappi, sem var einkennilega óliðlegur á vöxt og beina- ber í andliti, strauk höndunum yflr hið snoðklippta hár. Enginn sjúklingur má vanrækja að reyna Kína-lífs-elixirinn frá Waldemar Petersen, Fred- erikshavn, Kjöbenhavn, sem er útbreiddur og viðurkenndur um allan heim og allir heilbrigðir, sem vilja varðveita bezta skilyrðið fyrir að lifa glöðu og ánægjusömu lífi, nefnilega góða heilsu eiga daglega að neyfa þessa heimsfræga, heilsusamlega bitters. Kina-lifs-elixirinn er búinn til að eins úr þeim jurtum, sem mest eru styrkjandi og heilsusamlegust fyrir hinn mannlega líkama, samkvæmt reynslu og viðurkenningu læknisfræðinnar hingað til. Hann er því frá- bært meltingarlyf, er kemur maganum í reglu og hreinsar og endurnýjar blóðið. Þessvegna hafa menn séð þau furðuverk, að gigtveikt fólk hefur orðið sprækt og stálhraust, taugasjúkt fólk rólegt, þunglynt fólk glatt og ánægt, og veiklulega útlítandi fólk fengið hraustlegan og nýjan litarhátt með því að neyta daglega Kína-iífs-elixírsins. Að Kína-lífs-elixírinn hafi alstaðar rutt sér til rúms sem hið ágæt- asta heilsubótarlyf gegn alls konar kvillum, sést einnig af hinum mörgu verðlaunum og minnispeningum, sem hann hefur fengið á flestum hinum stærstu heimssýningum, en ennþá betri sönnun fyrir ágæti elixírsins, eru þó þær þúsundir þakklætisbréfa, er stöðugt berast bruggara Kína-lífs-elix- írsins, frá fólki, er við notkun elixírsins hefur losnað við sjúkdóma, svo sem gigt, lungnapípubólgu, jungfrúgulu, magakvef, móðursgki, steinsótt, tauga- veiklun, svefnlegsi, hjartslátt o. m. fl. Neytið þessvegna allir, bæði heil- brigðir og sjúkir, hins ágæta lieilsubótar- og meltingarlyfs, Kína-lífs-elix- írsins. Einkum hér á Islandi með hinum sífelldu veðrabreytingum ætti ekkert heimili án hans að vera. Kína-lífs-elixírinn fæst alstaðar á íslandi, en varið yður á lélegum og gagnslausum eptirstælingum, og gætið nákvæmlega að því, að á einkenn- ismiðanum sé stimplað hið lögverndaða vörumerki: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Petersen Frederikshavn, Kjöbenhavn, V. P. einnig fangamarkið í grænu lakki á fiöskustútnum. Læknis-yfirlýsing. Samkvæmt meðmælum annara hef eg látið sjúklinga mina neyta Kína-lífs-elixírs þess, er Waldemar Petersen býr til, og hef jeg á ýmsan hátt orðið var við heilsusamleg áhrif þessa bitters. Eptir að eg hef átt kost á að kynna mér efnasamsetningu elixírsins, get eg lýst því yfir, að jurtaefni þau, sem í hann eru notuð, eru tvímælalaust gagnleg fyrir heilsuna. Cai-acas, Venezuela. I. C. Luciani Dr. med. Andþrengsli. Eg undirritaður, sem nokkur ár hef þjáðst af andþrengslum, hef við notkun Kína-lífs-elixírsins fengið töluverða bót, og get eg þessvegna mælt með elixír þessum handa hverjum þeim, er þjáist af samskonar veiki. Fjeder skósmíðameistari Lökken. Jnngfrúrgnla. Tíu ár samfleyft þjáðist eg af viðvarandi jungfrúrgulu, er gerði mig öldungis heilsulausa, þrátt fyrir öll læknislyf, er eg reyndi. Samkvæmt ráði læknis míns fór eg að reyna Kína-lífs-elixír, og er við notkun hans orðin albata. Sofie Guldmand. Randers. Lífsýki. Eg undirritaður, sem við ofkælingu hef opt fengið megna lífsýki, hef eptir ráðum annara farið að nota hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír og af öllu því, sem eg hef reynt, er elixír þessi hið eina lyf, er hefur getað komið maga mínum í samt lag aptur. f Genf 15. maí 1907. , G. Lin verkfræðingur. Magakvef. Eg undirritaður, sem hef þjáðst mörg ár af uppsölu og magaveiki og leitað læknishjálpar árangurslaust, er við notkun Kína-lífs-elixírsins orðinn alhraustur. Lemvig 6. desember 1906. Emil Vestergaard umboðssali. Máttleysi. Eg undirritaður, sem mörg ár hef þjáðst af máttleysi og veiklun, svo að eg hef ckki getað gengið, er við notkun Kína-lífs-elixirsins orðinn svo hress, að eg get ekki að eins gengið, heldur einnig farið á hjólum. D. P. Birch úrsiniður. Strognæs pr. Holeby. Eigandi og ábyrgðarmaöur: Hannes E*orsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.