Þjóðólfur - 03.01.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.01.1908, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐÓLFUR. sér í öllum skáldskap, hvort sem hún á nokkuð skylt við pólitík eða ekki. Enda er það svo um flesta sjónleiki, að þeir hafa eitthvert markmið, einhverja ákveðna stetnu, þótt æfintýra-sjónleikir séu, eins og þessi er. Annars væri það blaður út í loptið eða ekkert annað né meira en bláber sýning á hugmyndum manna og skoðunuro um álfa hér á landi, eða með öðrum erðum sýning á álfa-þjóðtrúnni. Með því að leikur þessi er látinn ger- ast um aldamótin 1800, þá verður sumt í honum ekki sem allra réttast, borið saman við þann tíma, einkum að því er mannfólkið snertir, með því að höf. hef- ur sumstaðar haft nútíðarfólk og nútíðar- venjur 1 huga. Sumstaðar bregður og fyrir dálítilli ósamkvæmni t. d. það, að Svartur þræll, sem verið hefur lengi þjónn álfakongsins, þarf að spyrja um, hvaða kerling Aslaug sé, álfkonan, sem hufði átt í löngum erjum við álfakonginn. Og ýmislegt fleira rnætti nefna, en það er flest smálegt. Viðtölin eru víðast hvar allsmellin og sumt af því, sem t. d. Gvend- ur snemmbæri segir er vel sagt. En þó bregður sumstaðar fyrir óþörfum útúrdúr- um og dálítið losaralegu hugsanasam- bandi. Sumt er og dálítið spaugilegt eins og t. d. áhlaup höf. á Kristjáns 5. norsku lög, og hversu álfakongurinn gerbreytir dómi sínum við það að heyra þau lög nefnd á nafn. Á það líklega að merkja, að þau lög séu útlendur, óþjóðlegur laga- bálkur, en sama mætti segja um ýms fleiri lög, er dæmt hefur verið eptir á Islandi. Og á sínum tíma voru norsku lög Kristjáns 5. ágætt lagasmíði og all- mjög til þeirra vandað. Álfakongurinn hefði þá átt beinlínis að taka fram, að hann dæmdi eingöngu eptir Grágásarlög- um, því að Jónsbók mátti eins hafna af sömu ástæðu sem norsku lögum. En í sjálfu sér spillir þetta og því umlíktekki leiknum í heild sinni. Og þótt hann geti ekki kallast listaverk — til þess þarf svo mikið — þá er hann allgóður og tekur »Nýársnóttinni« gömlu stórmikið fram. Um sjónleik þennan, eins og hann er leikinn nú, er þess að geta, að hann fer mjög vel á leiksviði. Leiktjöldin eru einkar snotur, sumpárt máluð af hinum nafnkunna leiktjaldamálara Dana, Carl Lund, og sumpart eptir fyrirmyndum frá Ásgrími málara Jónssyni, þar á meðal álfaborgin, sem er prýðisfalleg, og sést í Ijóshafi undir fjallbrekku, er á fossar nið- ur úr og rennur fram hjá álfaborginni. Leikfélagið hefur og ekkert sparað til að vanda sem mest til búninga allra, og hef- ur það hlotið að kosta mjög mikið. Er óhætt að segja, að jafn fagrir og fjöl- breyttir búningar hafi ekki sést hér fyr á leiksviði, og mundi þykja full boðlegir á hverju góðu leikhúsi erlendis. Er íþessu fólgin mikil framför, og vonandi að leik- félagið fái kostnað sinn og fyrirhöfn að fullu borgað. Það er fegurðarnautn að sjá sýningarnar á leiksviðinu í leik þess- um og þær út af fyrir sig ættu að geta haldið leiknum alllengi uppi, löngu eptir að menn eru orðnir mettir af efni hans, ekki að tala um það aðdráttarafl, er veru- lega fríðar stúlkur mundu hafa í þessum glæsilegu búningum á fögru leiksviði. En þar er leikfélaginu töluvert ábótavant. Frú Stefanfa sómir sér að vísu ávallt vel og ekki sfzt í þessum leik, er gervileg í vexti og alltíguleg í framgöngu, en glap- sýnum (»illussioner«) getur hún naumast valdið sem undrafögur álfkona. Heið- bláin, Mjöll og Ljósbjört þurfa ekki að eins að vera glæsilega klæddar, held- ur glæsilegar sýnum. Sú sem hugnæm- ust er frá skáldsins hendi og mest til vandað (Heiðbláin) verður jafnvel einna sízt á leiksviðinu, og er undarlegt að sú, er hana leikur (frú Efemía Waage) skuli ekki taka sig þar betur út.) Leikur henn- ar var og í fyrstu mjög lélegur, en hefur að mun batnað síðar og er nú viðunanlegur. Miklu. betri er Mjöll (frk. Emilía Indriðadóttir). Hún ber sig vel og er röskleg í svörum, einarðleg og úr- skurðargóð, eptir því sem skaplyndi henn- ar á að vera. I framsögu sakar á þingi álfakonungsins er hún ágæt, talar skýrt og með áherzlu, eins og á að vera. Ljós- björt (frk. Arndís Bartels) er fremur snot- ur að áliti, og sómir sér vel á leiksviði. Um leikhæfileika hennar verður lítt dæmt af þessu hlutverki hennar einu saman. Hlutverk frk. Guðrúnar Indriðadóttur, er leikur Guðrúnu fósturdóttur bónda, gefur henni ekki tilefni til að sýna mikla leikara- hæfileika, jafnvel sfður en búast mátti við og söngur hennar er bágborinn. En vitanlega er dálítið vandasamt að leika þetta hlutverk þannig, að áhorfend- urnir verði hrifnir. — Unnusti hennar (Helgi Helgason) fer dável með það pund, sem honum er trúað fyrir, án þess nokkuð skéri úr. Álfakongurinn (Jens Waage) hefur mjög gott gerfi, og er vel leikinn. Kvæðisframsaga hans í 2. þætti er mjög góð, kraptmikil og þó stillt við hóf eptir efni, sömuleiðis framkoma hans á álfaþinginu. Gvendur snemmbæri (Árni Eiríksson) er kyndugur karl, orðgífur og orðheppinn, auðsjáanlega gáfaður flæking- ur, sem hefur »fjöld of farið«, margt séð og heyrt og veitt því öllu glögga eptir- tekt. Jafnvel þótt hann væri illa leikinn mundu áhorfendurnir ekki finna það, þvl að útlit hans eitt og orðaval nægir til að gera hann hugþekkan áhorfendunum þegar í stað. Og ekki spillir það fyrir, þegar hundshausinn er kominn á hann. Þá verða áhorfendurnir stórhrifnir, klappa og hlæja ákaft. Slík hlutverk eru þakk- lát og létt af hendi að leysa til þess að fá lof fyrir góðan leik. En séu þau leikin með list eru þau ekki vandaminni en hver önnur. Jafngóður leikari sem Árni getur ekki leikið Gvend illa, en hann hefur ekki á honum sýnt verulegar nýjar hliðar á list sinni, sem naumast þarf heldur að ætlast til. Hann er blátt áfram sæmilega vel leikinn. Um leikendur þá, er smærri hlutverk hafa er það að segja, að Reiðar sendi- maður (Egill V. Sandholt) er furðu góð- ur og talar greinilega, svo að þar er um sýnilegar framfarir að ræða frá því er hann kom fyrst fram á leiksviði. En þá var hann ótækur. Sá er leikur Húnboga stallara (Páll Steingrímsson) er öldungis nýr maður á leiksviði, og er því ekki von, að hann nái sér til fulls niðri á hlutverki sínu, sem þó er fremur létt, en svo háttað, að það útheimtir sérstaka á- herzlu í einstöku tilsvörum, sem leikand- inn nær ekki. En þetta getur lagazt með æfingu. Gömlu konurnar (frk. Þuríður Sigurðard. og frk. Þóra Guðjohnsen) eru báðar góðar, einkum hin síðarnefnda og gerfi beggja ágætt, ekki sízt hinnar fyr- nefndu, enda þarf þar litlu að breyt^nema hárinu. Litla Sigga (frk. Marta Indriða- dóttir) er sérlega laglega og eðlilega leik- in, mjög vel farið með l(tið efni og með góðum skilningi á því. Minnst kveður að þeim, er leika Guðmund bónda og Grím. Vitanlega er hlutverk bóndans harla léttvægt og lítilsháttar, en úr Grlmi mætti gera meira, en gert er. En það þarf íþrótt til að leika vitskertan mann. — En nú höfum vér gleymt þrælnum, honum Svarti. Hann leikur Friðfinnur Guðjónsson, þaulvanur leikari, er getur brugðið sér 1 ýmsa hami, en hreinsar sig af flestu, svo að sjaldan eða aldrei mistekst verulega, og eru slíkir menn hinir þörfustu á hverju leiksviði, þótt ekki séu afburðamenn í leiklist. Danzarnir í leik þessum eru góðir. Sér- staklega er fallegur danzinn, sem bætt hefur verið inn í 4. þátt, þá er álfarnir koma inn og danza kringum Jón til að heilla hann. Það er ekki gert ráð fyrir þeim danzi í hinu prentaða leikriti. Eins og vér gátutu áður um, þá verða það sýningarnar á leiksviðinu (leiktjöldin, danzarnir, búningarnir o. fl.), er gera það að verkum, að fólk mun fýsa að sjá leik- inn optar en einu sinni, þvl að þótt efni hans sé dágott, þá mundi það eitt út af fyrir sig ekki laða menn kveld eptir kveld, ef leiksviðsútbúnaðurinn væri lé- legur og lítt fyrir augað. Leikfélagið hefur heiður af þessum leik yfirleiít, ekki síður en höfundurinn, er áhorfendurnir klöppuðu fram á leiksviðið að leikslok- um á annan í jólum, þá er leikur þessi var leikinn 1 fyrsta skipti. „Horfurnar". í síðasta tölubl. „Þjóðólfs“ er grein með fyrirsögninni „Horfurnar", eptir einhvern ónefndan mann, er nefnir sig „Verax". — Við grein þessa vil eg leyfa mérað gera ör- stuttar athugasemdir eða leiðréttingar, að því er ummæli greinarhöfundarins um ís- lands banka snertir. Það er ekki með öllu rétt, að kröfurn- ar um meiri peninga hafi aukizt ár frá ári, síðan Islands banki var stofnaður. — Hið sanna er, að kröfurnar um peninga voru orðnar mjög háværar, á ð u r en bank- inn var stofnaður og það svo, að þingið sá sér eigi annað fært, en að auka pen- inga í landinu með því að stofna banka þennan. Það mun naumast verða sagt, að kröfurnar hafi síðan verið meiri en sam- svarar eðlilegri eptirspurn, sem orsakast af auknu viðskiptalífi á síðari árum, gagn- gerðri breytingu á verzlunarfyiirkomulag- inu og því, að síðan íslands banki var stofnaður, hafa ýms framfarafyrirtæki kom- izt á fót, sem vitanlega hafa þarfnazt pen- inga, ekki að eins sem stofnfé, heldur og til starfrækslu. Það er heldur eigi rétt hjá höfundin- um, að peningunum, sem hann segir að verið hafi „rifnir út úr bönkunum" hafi „mest verið varið til stórfelldra húsa- bygginga". Slíkt er fjarri sanni. Það er að vísu etgi unnt að sýna nákvæmlega með tölum, hve miklu af fénu að verið hafi varið til húsabygginga, en það er óhætt að fullyrða, að miklu minna af fé bankans hafi verið varið til þess en til atvinnu-fyrirtækja. Það er alveg staðlaus staðhæfing hjá Verax, að Islands banki hafi „þanið eign- ir manna á pappírnum upp úr öllu valdi" og „Landsbankinn hafi svo orðið að fylgj- ast með“. — Það er alkunnugt, að það sem hér í Reykjavlk hefur helzt verið fundið íslands banka, eða stjórn hans til foráttu, er það, að bankinn hafi haldið heldur fast í peningana við lántakendur, og einkum hefur stjórn bankans þótt gera frernur lítið úr mörgum húsa- og lóða- virðingunum, er fyrir hana hafa verið lagðar og mun Landsbankinn að öllum jafnaði hafa lánað heldur meira út á slík- ar virðingar en íslands banki, enda er það hreint og beint ranghermi hjá höf- undinum, er hann virðist gefa í skyn, að „meiri hluti höfuðstaðarins sé að veði hjá íslands banka". Allur fjöldinn af húsum í Reykjavík er óveðsettur banka þessum; þau eru miklu meira veðbundin veðdeild Landsbankans, eins og Verax sjálfur og hver annar getur fengið nokkurn veginn glögga hugmynd um af reikningságripum beggja bankanna. Hverju fjárþröng sú eða fjárhagsvand- ræði, sem Verax talar um, og sem hann að minni hyggju, gerir fullmikið úr, sé í raun og veru að kenna, skal hér eigi far- ið út í að þessu sinni. En með sanngirni eða rökum munu þau eigi geta orðið tal- in af völdum íslands banka eða stjórnar hans. Og víst er um það, að hefði ís- lands banki eigi verið stofnaður eða starfsfé hans að neinu leyti aukið, hefðu fjárhagsvandræðin verið enn gífurlegri hér á landi. Hitt er annað mál, að vel má vera, að öllu því fé, er bankarnir hafa lánað á síð- ari árum, hafi eigi, af lántakenda hálfu, verið varið eins forsjállega og æskilegt hefði verið, en svo hefur jafnan farið og mun fara hjá hverri þjóð, meðan hún er að læra að hagnýta sér lánsfé rétt, enda eigi gott að gerast fjárhaldsmaður annara í þeim efnurn. Um þá hlið málsins er jeg Verax sam- dóma, að nauðsyn sé á, að vér Islending- ar getum orðið sem sjálfstæðastir f efna- legu tilliti. Hvorki þjóðin í heild sinni, né einstaklingar hennar, lifa til lengdar, svo vel sé, á lánum eingöngu — hver svo svo sem lánardrottinn er. Rvfk 31. des. 1907. Sighvatar Bjarnason, Yiðskilnaður •lóns Ólafssonar við æfistarf sitt — blaðamennskuna — varð á gamlárskvöld með hjartnæmum kveðju- orðum til allra fjær og nær, samfara yfir- lýsing um, að hann hefði lifað í svelti og ekkert úr býtum borið frá stjórnarinnar hálfu fyrir 5 ára dygga þjónustu í vín- garði „sannsöglinnar". Þjóðólfur hefði alls ekki minnzt á þennan viðskilnað mannsins, ef sá „framliðni" hefði ekki kvatt hann sérstaklega og kastað á ritstjóra hans vinarkveðju, út af því, að „Herrauð- ur" hafði látið í ljósi, að Jón væri ekki afnmikil spekingur að viti eða jafnmikill afburðamaður, sem hann sjálfur þættist vera, og „sannsöglin" hans ekki jafnáhrifa- mikil, eins og hann sjálfur væri að „bá- súna". Þetta virðist Jóni hafa sárnað stórum, og verður svo opt, þá er satt er sagt. Eignar hann mér þessi „ómaklegu" ummæli um sig og blaðið og má hann það gjarnan. En raunar er því svo hátt- að, að eg hef nálega aldrei skipt mér af sparki Jóns, heldur látið það eins og vind um eyrum þjóta, metið ummæli hans sem ómerk ómagaorð, eins og t. d. sltamma- þvætting hans út af blaðaávarpinu í fyrra vetur. Eg ætla mér ekki að troða nú illsakar við Jón út af þeim drengskapar- hótum, er hann þá sýndi mér. En eg þekkti þá manninn fyrst til fulls. Af drengskap í blaðadeilum ætti Jón sem minnst að gorta, en „dauðir hafa sinn dóm með sér“, og svo er um Jón Ofafsson nú. Eg ætla inér ekki að leggast á náinn, það er ekki venja mín, þótt slfkt „drengskap- arbragð" sé ekki öldungis óþekkt, enda hjá jafnmiklum drengskaparmanni sem Jóni Olafssyni. Þótt hann hafi nú kvatt rækilega og í síðasta sinn, eptir því sem hann segir, þá hefnr hann svo opt kvatt áður, þá er hann hefur hrökklast frá þvl og því blaðinu — sjálfsagt 20 sinnum — og þó heilsað jafnan innan skamms aptur og svo getur enn orðið. Það er því hreinasti óþarfi að taka þennan við- skilnað og þessa skilnaðarkveðju hans alvarlegar, en hinar tuttugu eldri skilnað- arkveðjur hans. Það er ekkert sennilegra, en að hann gangi aptur þegar í næsta mánuði, eða að minnsta kosti á þessu ári, samkvæmt gömlum vana, og heilsi þájafn- digurmannlega, eins og hann kvaddi nú eymdarlega. Þess vegna er engra ept- irmæla þörf nú sem stendur. H. P.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.