Þjóðólfur - 14.02.1908, Blaðsíða 2
r
26
ÞJÖÐOLFUR.
heimtumanni; hann starfar launaður af
bankanum innan veggja hans, bankastjóri
á meðan hann situr í bankanum, inn-
heimtumaður fyrir utan bankann, og er
mér óhætt að segja, að óvanalegt mun
siíkt fyrirkomulag. Þegar svo fór að
minnka um peninga og ábyrgðir, sem
bankanum llkaði, fór að fjölga afsögðum
erlendum víxlum og ógreiddum ávísunum.
Hvernig reyndist bankinn þá ? Hverjir
voru aðvaraðir ? Erlendu kaupmennirnir
með snyrtibréfinu, sem prentað var í
Gutenberg 1 fyrra, og sem Fjallkonan
prentaði upp í fyrra vetur, bréfi, sem að
sanngjarnra dómi svívirðir alla ís-
lenzku verzlunarstéttina und-
antekningarlaust. I s 1. kaup-
mennirnir voru ekki af bankanum
varaðir við farandsölum, hvorki með um-
burðarbréfum eður öðru. E r þ e 11 a
ekki full sönnun fyrir því, að
bankinn sé rekinn roeðdönsk-
um samhug, án þess að litið sé
á hag ísl. verzlunarstéttarinn-
ar. Þetta hefði átt að vera ljóst þingi
voru í sumar, er það jók enn á ný rétt-
indi Islandsbanka, og ólík var verzlunar-
stéttin, eða nokkur hluti hennar, forfeðr-
um vorum, því svo virtist, sem gleymt
væri umburðarbréfið, bæði kaupmönnum
og þingmönnum, en hitt þori eg að full-
yrða, að í Danmörku er það ógleymt.
Þetta er þá verzlunarbankinn!
Hvað höfum vér nú lagt í sölurnar, til
þess að ná inn í landið erlendum mil-
jónunum ?
Seðlaútgáfuréttinn höfum vér afhent er-
lenda bankanum í 30 ár. Af því búast
má við, að almenningi sé ef til vill ekki
fullljóst, hve dýrmætur seðlaútgáfuréttur-
inn er, skal eg með fáum orðum reyna
að útskýra þetta. Seðlarnir, sem íslands-
banki hefur fengið rétt til að gefa út,
eru eins og aðrir innleysanlegir peninga-
seðlar, í raun réttri ekkert annað en skuld-
bindingarskjal bankans, til handhafa seð-
ilsins, um að greiða honum (handhafa)
tiltekna peningaupphæð í gulli gegn af-
hending seðilsins; trygging sú, er bank-
inn setur handhöfum seðlanna, er, hvað
Islandsbanka áhrærir, gull og ríkisskulda-
bréf, er nemur % hluta af upphæð þeirra
seðla, sem eru manna á millum.
íslándsbanki fær útlánsvexti af öllnm
þeim seðlum, er hann lætur frá sér, en
greiðir að eins vexti af því gulli, er hann
ábyrgist seðlaná með. Seðlarnir ganga
svo manna á millum sem fullgildur gjald-
eyrir í skemmri eða lengri tíma, áður en
þeir koma aptur í bankann; sumir koma
aldrei í bankann aptur, svo sem seðlar,
er brenna í eldsvoða, farast með skipum
eða týnast á annan hátt, og munar það
stórupphæðum opt á tíðum, oggræðirþá
bankinn auðvitað peningaupphæð hinna
glötuðu seðla. Afríkisskuldabréfum þeim,
er bankinn notar til ábyrgðar seðlunum,
fær hann þar á móti vexti, er munu nema
frá 3'/2—41/2%, og er sú ábyrgð að mun
ábatasamari fyrir bankann, en gullfúlgan, |
sem liggur arðlaus í bankanum, en auð-
vitað ekki eins trygg og gull, þótttrygg
sé, og er ekkert út á þá ábyrgð að setja,
eins og nú stendur; þó skal þess getið,
að ef skyndileg hræðsla við bankann
gripi almenning, og allir heimtuðu fé sitt
af bankanum, mundi óheppilegt fyrir
bankann að hafa lítið gull, jafnvel þótt
hann hefði ríkisskuldabréfin, en vonandi
er og óskandi, að slíkt komi ekki fyrir
hér. Með því að kynna sér í ársfjórð-
ungsreikningum íslandsbanka, hve mikið
er af seðlum í umferð, þarf ekki reiknings-
fróðan mann til að sjá, að hér er um
mjög mikinn gróða fyrir bankann að
ræða.
Allan þennan gróða af seðlaútgáfunni
höfum vér, gegn lítilfjörlegu árstillagi í
landsjóð, afhent hlutabankanum,
en lagt, hvað þetta snertir, 30 ára fjörta
á þjóðbanka íslenzku þjóðarinnar; mörg
dæmi slíkra aðfara munu ekki vera til í
bankasögu þjóðanna, og væri betur, ef
fulltrúar þjóðarinnar, sem fjalla um þetta
mál, þegar þessi 30 ár eru liðin, gætu
leitt þetta mál í það horf, að þjóðin
fengi ekki meiri vansæmd af, en hún nú
hefur fengið; þó dylst engum, að hér
sem annarstaðar er hægra að stofna sér
í vandræði, en að komast úr þeim aptur.
Vér höfum með opnum örmum tekið
á móti og stutt erlendan banka, sem sök-
um peningamagns síns er fær um að
ganga yfir höfuð á þjóðbanka vorum, ef
vér ekki. hið bráðasta reynum að stemma
stigu fyrir því og bætum kjör lands-
bankans.
Vér höfum afsalað oss skynsamlegum,
rólegum og efnalegum framförum, en
fálmað í loptinu eptir uppgripum, sem
opt hefur orðið minna úr en við var bú-
izt, og endirinn hjá mörgum hverjum hef-
ur ekki orðið eins glæsilegur og byrjunin
var. I stað rentu, sem miðuð var við ís-
lenzkan arð af fyrirtækjum, og jafnan var
lág, verðum vér nú að greiða sömu rentu,
sem Danir greiða, og sem miðuð er við
dönsk fyrirtæki.
Sandgræðsla.
Á búnaðarnámsskeiðinu við Þjórsárbrú
20. janúar til 1. febrúar, vakti Einar garð-
yrkjumaður Helgason máls á því, að ungir
menn í Rangárvalla- og Árnessýslum ættu
að bindast samtökum um að vinna að
sandfoksheptingu og græðslu hver í sinni
sýslu, eitt dagsverk á ári, endurgjalds-
laust, þar sem þörfin væri mest. Hvötin
til að vinna að þessu, ætti einungis að
vera sú, að vinna ættjörðinni gagn. Þörfin
væri auðsjáanleg, einkum að því er
Rangárvallasýslu snerti. Málið var falið
7 manna nefnd til athugunar, og kom hún
fram með eptirfarandi álit og tillögur,
samið af Þorfinni Þórarinssyni á Drumb-
oddsstöðum:
Jfefndarálit.
Nefnd sú, sem kosin var til að koma
fram með álit sitt og tillögur um, hvernig
heppilegast væri að hefjast handa, til að
hepta eyðingu nytjalands í þessum sýslum
og klæða landið, þar sem það er nakið
og bert, hefur nú lokið starfi sínu og orðið
ásátt urn eptirfarandi álit og tillögur:
I. Pörfin á /ramkvœmdinni.
Uppblástur landsins hefur um langan
tlma verið eitthvert hættulegasta og sár-
asta meinið, sem þjakað hefur búnaði
Rangæinga. Innan frá öræfum landsins
hefur þessi óvinur héraðsins, foksandur-
inn, gert áhlaup á byggðina. Árangurinn
hefur orðið sá, að sandauðnin hefur stækk-
að jafnt og þétt. Foksandurinn hefur
jöfnum, hröðum skrefum farið yfir beztu
og blómlegustu sveitir sýslunnar og lagt
byggðina í auðn. Nýtir bændur, sem
fyr bjuggu á fagurri og frjósamri sjálfs-
eign, hafa orðið að flýja óðal sitt fyrir
þessum víking, sandinum. Öllum er vafa-
laust augljóst, að þegar góðar jarðir leggj-
ast í eyði, þá er það ekki einungis tjón
fyrir eigendur þeirra, heldur fyrir sveitar-
félagið allt. Verði ein sveit fyrir tjóni,
þá líður sýslufélagið við það, og Ifði ein
sýsla landsins tjón, þá er það einnig tjón
fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Hver ein-
staklingur er þráður í þjóðfélags'neildinni,
og ef hann slitnar eða veikist, þá vex
byrði sú, sem hvílir á hinum þráðunum.
Nefndin hefur bent á þetta til að koma
í veg fyrir, að menn álíti sandgræðslu-
málið, fremur en önnur framfaramál, sér-
mál einstakra sveita eða einstakra manna.
Hvað snertir sandhættu í Árnessýslu,
þá er', hún auðvitað minni en austan
Þjórsár, en þó allmikil á sumum stöðum.
Á síðari árum hefur verið gert allmikið
til að grafast eptir, hvort og á hvern hátt
hægt væri að hepta sandfok. Árangurinn
af þessum tilraunum er fremur góður, og
bendir til þess, að aðferð sú, sem hr.
Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi hefur
byrjað á — nfl. að hlaða grjótgarða þvert
yfir sandgarðana — muni vera hin bezta.
Það sem hingað til hefur verið gert til
varnar sandágangi, hefur annað tveggja
verið gert af einstökum mönnum, eða því
opinbera. Að þessum tíma hefur ekkert
félag verið stofnað til þess sérstaklega að
græða þetta mein landsins. Erum vér í
þessu, sem mörgu öðru, eptirbátar ná-
grannaþjóðanna. Vill netndin í þessu
efni benda á Heiðafélagið í Danmörku,
sem stofnað var til þess eingöngu, að
rækta józku heiðarnar. Félagið hefur nú
þegur, eptir rúm 40 ár, afkastað svo
miklu, að kraptaverk má kalla.
Sveitabændur kvarta nú sárast yfir verka-
fólksskortinum, og er það varla um skör
fram. Jafnt gengur þetta auðvitað yfir
sandsveitirnar sem aðrar. Ef vér því
ætlum að bíða þess, að bændur sjálfir
leggi fram vinnu þá, sem þarf til að
hrinda þessu í framkvæmd, þá verður það
of löng bið, með því líka að bændur
eru ekki allir svo sterktrúaðir á sigur
þessa máls, eða svo samtaka, að von sé
á bráðri framkvæmd án stuðnings annar-
staðar frá. Vér getum búiztvið, að marg-
ur segi, að stuðninginn fái þeir frá því
opinbera, og er þetta að vísu satt. En
þessu er því að svara, að þar er nú opt
»tómahljóð 1 skúfiúnnic, og svo er eðli-
legra og farsælla, að áhuginn fyrir mál-
inu og hvötin til framkvæmda komi innan
frá þjóðinni sjálfri, en njóti svo styrks frá
því opinbera, þegar til framkvæmdanna
er komið.
Þetta, að hepta sandfok og uppblástur
landsins, er það af framfaramálum, sem
allra sízt þolir nokkra bið. Með hverju
árinu sem líður, stækka sandauðnirnar, ef
ekkert er gert, og meira og meira fé þarf
til að græða þær. Vér þurfum því að
hefjast handa nú þegar. En hvað getum
vér gert, peningalausir menn ? Hvaða
leið er þarj til að gera eitthvað í þessu
efni? Nefndin hefur athugað þetta í sam-
bandi við nmræður þær, sem urðu um
málið, þegar það var vakið hér. Niður-
staðan hefur orðið sú, að nefndin telur
æskilegast, að ungir, búlausir menn hér
1 sýslunum bindist samtökum um, að vinna
að þessu máli, stofni félag, er vinni að
þessu. Nefndin hefur einnig athugað,
hvernig bezt er fyrir félagsmenn að ná
markmiði sínu, án þess að útlátin yxu
efnum þeirra yfir höfuð. Eini og nota-
drýgsti vegurinn, sem fær sé fyrir þessa
stétt manna, álítur nefndin þann, að þeir
vinni eitt dagsverk á ári að ræktun lands-
ins í þessari grein; að hinir ungu menn,
sem bera framtíðina á herðum sér, verði
einn dag á árinu sjálfboðar í baráttunni
við uppblástur landsins, að þeir verji I/365
hluta ársins til þess sérstaklega, að ná
landinu úr þessum hershöndum, til að
reka þennan víking af höndum sér.
II. Mólmæli og örðugleikar.
Nefndin gengur að því vísu, að þannig
löguð samtök meðal ungra, búlausra
manna, muni eiga við ýmsa örðugleika
að stríða, þegar til framkvæmdanna kem-
ur. Til að koma í veg tyrir það, að
menn geri úlfalda úr mýflugunni, þá hefur
nefndin athugað nokkrar hinar helztu
mótbárur, sem væntanlega eru á móti
þessum samtökum.
Fyrsta mótbáran væntum vér að verði
sú, að flestir búlausir menn séu öðrum
háðir sem hjú, og hafi því engum virk-
um degi að fórna á altari þessarar félags-
hugsjónar. Auðvitað er þetta rétt, en vér
væntum þess, að enginn bóndi sé svo
þröngsýnn, að hann leggi slfkan stein í
götu nytsamra fyrirtækja, er miði að þjóð-
félagsheill, og neiti hjúi sínu eða barni
um einn, að eins einn dag af árinu til
þessa verks. En ef einhverjir félagar fá
ekki virkan dag til slíks, þá er vegurinn
opinn, að nota helgidag.
Önnur mótbáran er sú, að ekki sé
sandur í öllum sveitum til að leggja
vinnuna í, og ofmikill tími fari í ferða-
lög, ef allir eiga að koma á sandsvæðin,
Þessa mótbáru hefur nefndin einnig tekið
til greina og viðurkennir hana rétta. Af
þessum ástæðum og með sérstöku tilliti
til Árnessýslu, hefur nefndin fallizt á það,
að hver hreppur sé deild út af fyrir sig,
en sé þó ekki bundinn við að leggja
vinnuna fram innan sveitarinnar, ef hann
án tilfinnanlegra ferðalaga getur rétt ná-
búasveit sinni hjálparhönd, ef þörfin er
þar bráðari eða meiri.
Hvað Árnessýslu snertir sérstaklega, þá
hefur nefndin ekki séð sér fært að leggja
til, að störf félagsins væru einskorðuð við
sandgræðslu. Mikill hluti sýslunnar hef-
ur engin sandsvæði, og svo er líka nú
þegar allmikið búið að gera á Reykja-
sandi, svo þörfin er ekki eins brýn, að
fylkja sér um hann. I sambandi við
þetta leyfir nefndin sér, að benda æsku-
mönnum Árnessýslu á það, að þeir geti
snúið kroptum sfnum að öðrum greinum
ræktunar landsins, að fleira þarf að skrýða
og klæða, en foksandana, Þær sveitar-
deildir, sem ekki ná til sandanna, geta
snúið sér að trjárækt eða einhverju því,.
er þær álíta sér færast.
III. Framtið félagshugs/ónarinnar.
Um framtíðarhorfur þessa félags var
allmikið rætt í nefndinni. Til tryggingar
framtíð þessa félags álítum vér æskileg-
ast, að ungmennafélögin taki þessa hug-
sjón að sér, þegar þeim fjölgar og þeim,
vex fiskur um hrygg, eða með öðrum
orðum, að þetta félag og ungmennafélögin
verði eitt og hið sama innan skamms.
Markmið þessa félags er algerlega í sam-
ræmi við stefnuskrá ungmennafélaganna.
Einkunnarorð þeirra er: »Allt fyrir ís-
land«. Vér tökum undir það.
Eins og að framan er nefnt, má hept-
ing sandfoks ekki bíða, það er tjón. Nú
eru ungmennafélögin ekki alstaðar komin
á fót enn. Þess vegna leggur nefndin til,.
að æskumenn Rangæinga sérstaklega taki
höndum saman nú þegar og stofni félag
til varnar uppblæstri lands, er þá síðar
sameinist væntanlegum ungmennafélögum.
í þeim sveitum Árnessýslu, er ekki ná til,
sanda, gerir minna til, þó framkvæmd;
þessarar hugsjónar bíði eptir stofnun ung-
mennafélaga, sem vér vonum, að ekki
verði löng bið.
Samkvæmt því, sem að framan er sagtv
leyfir nefndin sér að koma fram með
eptirfarandi tillögur:
1. Fundurinn skorar á unga, búlausa
menn í Rangárvalla- og Árnessýslum, að>
bindást samtökum um það, að standa á,
verði mót uppblæstri landsins, með þvfc
að vinna einn dag á ári að því, að hepta,
eyðingu grasi gróins lands og til að styðja
að útbreiðslu melsins og annara sand-
plantna, t. d. gulvíðis og grávíðis, eða
einhverju þvl öðru, er miðar til að klæða
landið.
2. Fyrst um sinn skal þessi vinna í
Rangárvallasýslu eingöngu ganga til varnar
sandfoks og til sandgræðslu, en í Árnes-
sýslu þarf ekki að binda sig við það ein-
göngu, heldur að eins það, seui mest er
vert í hverri sveit.
3. Kosnir skulu 7 menn úrhverri sýslu
Árness- og Rangárvalla, til að hrinda mál-
inu 1 framkvæmd út um héruðin.