Þjóðólfur - 06.03.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.03.1908, Blaðsíða 2
33 ÞJÓÐÖLFUR. til höfðingja fallinn, síðan er Jón Sigurðs- son leið. Þó hygg eg, að Islendingar á Sturlungaöld hefðu allvel unað því, ef eigi hefði Gissur jarl verið lævísari en eg hygg Hannes jarl vera. En vant er menn á velli að sjá; en óhyggilegt tel eg það af andskotaflokki jarls, að þykjast sjá illt eitt við allar aðfarir hans. Sé slíku fram haldið, munu vitrir menn gruna þá um græsku, og að það búi undir, að steypa honum úr völdum, þeim sjálfum i hag, þótt eigi séu sannar sakir til; spillir það máiefnum þeirra meðal góðra manna og viturra. Sé megnum andróðri beitt gegn jarli, mun hann freista flestra ráða til að halda völdum; má það verða að meira tjóni, en að gæta hófs og gefa honum tóm til að safna sökum á hendur sér, ef hann er ósakvar; mundi þá verða auð- velt að steypa honum úr völdum með fylgi alþýðunnar, ef góð rök væru fengin og nægir sakastaðir til þess. Eigi sé eg nú mann í óvinaflokki jarls, erbeturværi til höfðingja fallinn. En eigi mun þykja mark að, hvað eg ræði um; munu hinir yngri menn telja, að mér glepjist bæði sýn og vizka. Tel eg það annáð til, að eigi þótti mér alþingi hyggilega fara, er það þág heimboð Dana. — Fyrrum vildu íslend- ingar engar utanstefnur. En grunur er mér á, að Danahöfðingjar hafi ætlað að ávinna það með veizlum og annari kurteisi, er Haraldur blátönn hugðist að vinna með vopnum, ef landvættir eigi byrgi íslandi. Eður Ólafur digri með vælum, ef eigi væri þá hér 1 landi þeir höfðingjar, er einskis fangstaðar vildu á sér ljá. Vera þóttu' höfðingjar í fornöld, þótt eigi ætu þeir allar kýr sínar á einu máli, eins og nú gerið þér, er þér hyggist að vinna Dani með matgjöfum einum og mungáti, enda mun yður skammt endast sllkur höfðingsskapur. Er það ætlun mín, að Danir séu vitrari menn en svo, að þeir vinnist með gælingum og glysmálum einum. En gætið þess, að þér sjálfir verðiðeigi þannig unnir, er þér aðári eigið stefnulag við Dani. Hygg eg að betur gerið þér þá, ef þér hyggið að dæmum Einars Þveræings, leits biskupssonar, Jóns Sigurðssonar og annara mætra manna, en að vinmálum og veizlum Dana. »Hversu lízt þér frelsi voru nú komið«, mælti eg. »Sfðan er gamli sáttmáli var ger«, mælti hann, »hefur frelsi alþýð- unnar eigi í annan tfma betra verið; og eigi óttumst eg ófrelsi lýðnum til handa, ef þér kunnið til að gæta, og ef eigi færuð þér jafn óviturlega með fé yðvart, sem nú gerið þér á síðari árum, er miklu af fé landsins er varið í áteyri og aðra hófleysu slíka. Frelsi hvers manns og hverrar þjóðar er á förum, ef í fjárþrot kemst. Og betur hygg eg féð bankanna geymt f búum og jörðum bænda, en í byggingum sjóþorpanna, er þér nú mtinuð nefna borgir og bæi. En svo mun vera, að nú þyki síður sannmæli en til forna: »Bóndi er bústólpi, bú er landstólpic, þótt eg fái eigi skynjað hvað því veldur. En eigi er það frjálsum mönnum samboðið, að svfnbeygja sig svo undir ok flokks- fylgisins, að halda eigi einurð sinni og sannfæringu, hver sem í hlut á. Eigi þykir mér það góðs viti, ef svo er, sem mér er flutt, að mætir menn, er unna rétti og sannindum, taki að gerast ófúsir að rfða til alþingis af þeim sökum, að meir ráði þar meðal höfðingja ofríki og vælar, en góð málefni. Þá vissi eg bezt framferði í landi hér, er þeir stýrðu lög- um og landi Isleifur og Gissur feðgar, Sæmundur fróði og Jóan helgi, Þorlakur eldri og Jón Loptsson, Ketill og Klængur biskupar og Brandur Sæmundarson. Voru þeir trúmenn miklir, enda litu meir á málefni, en á rfki þeirra, er þeir áttu málum með að skipa. Lítt mun stoða þótt þér berið bláa fána, ef þér reisið eigi annað merki og fylkið yður um það; er það merki sannleika og réttlætis, borið af upplýstri skynsemi og samvizku. — meðan mikill þorri vopnfærra manna yð- varra eyðir fé og fjörvi við drykkjur og dufl, fæ eg eigi séð, að þér séuð menn til að heimta meira frelsi yður til handa af erlendnm þjóðum, en nú hafið þér, eður verjast yfirgangi þeirra; enda mun því fir um fara, að Danir láti laust Is- land, sem þér gerið meira að því, að sýna þeim hvílíkur dýrgripur það er. Hyggið að því, að það ok er verst, er eigin rangindi og fásinna leggur yður á herðar. Hitt má eg segja þér, ef þig forvitnar að vita það, að eigi myndum vér til forna hafa álitið 'betur á komið með Dönum og Islendingum, en var með þeim Hallbirni og Hallgerði Tungu-Odds- dóttur. »Hversu segir þér hugur um framtíð Is- lands«, mælti eg. »Vant er slfktaðsjá«, kvað hann; »en þó má eg það segja, er eptir mun ganga, að ef þér sundrið kröpt- unum, munuð þér ekki ávinna, en öllp tapa; gætuð þér gnóglega séð það af ís- lendingasögu, því enn gildir sama lög- mál sem til forna: að hvert það ríki, sem sjálfu sér er sundurþykkt, mun eyðast. Segja má eg þér það, að ef vér yærum yngri, myndum vér hafa horfið í átthaga vora fyrir handan Helsingjabotn. Eru þar drengir góðir, er þér gerðuð vel 1 að líkja eptir, og ekki eigið þér við meira útlent ofurefli að etja, en þeir hafa átt. Ef þér eigið nógan drengskap og dáð, mun yður vel vegna, En dáðin og dreng- skapurinn verður að eiga rótsína í trúnni á Alföður, annars visnar hann upp og deyr, eins og lauf bjarkar þeirrar, er höggvin er frá rót sinni. Eg þóttist þar fáu kunna til að svara, og er hann tók ekki til máls, mælti eg: »Hvað er tíðinda af Öxarárþingi ?« Hann sneri snúðugt við og kvað: Fjallkonan snjalla felur brá-stalla, hvítfaldi mjalla hún skautar valla. Húrrahróp gjalla, höfug tár falla hennar á alla háðung Þingvalla. Að þvf búnu laust hann staf sínum svo hart á Meyjarsæti, að allt skalf við; en eg vaknaði. Eg steig á bak og hvataði ferð minni ofan á Völlu. Heyrði eg þá ámátleg hljóð úr þokunni; fannst mér það líkjast gargi, er margir hrafnar eiga þing i gljúfrum. Reið eg þá fram á mann nokkurn, er mér virtist eigi algáður, og spurði hann, hverju þetta sætti. »Það er verið að húrra fyrir konginum maður, skilurðu það ekki ?< kvað hann. 5. Tekjugrein fyrir bændur. Hversu margar þúsund krónur hafa Is- lendingar gert að engu nú á síðastliðnum árum? Eg ætla með fáum orðum að benda bænduro á svínarækt. Okkur er flestum kunnugt, að svfnakjöt er dýrt hér og ekki fyrir almenning, að nota það til fæðu. En af hverju stafar þessi dýrleiki ? Hann kemur aðallega af því, að við verð- um að kaupa allt flesk frá útlöndum, og þar er það vanalega í háu verði. Mundi ekki vera betra fyrir bændur að ala svín og nota til fæðu handa þessum dýrum allt það rusl ogallan þann úrgang, svo sem fiskrusl og mjólkurskol o. m. fl. sem til fellur, en nú verður að engu gagni ? Það er afar margt, sem ekki verður notað á sveita- heimiluro, og er ágætis fæða fyrir þessi dýr, og mtindi þess vegna ekki verða til- finnanlegt, að halda þau, 1 samanburði við verðmæti þeirra, Sömuleiðis gætu bænd- ur selt árlega meira af sauðfé og lagt í heimili sitt svínakjöt í stað þess. Þeir bændur, sem búa 1 nágrenni við Reykja- vík, gætu selt svínin lifandi á sláturhúsið og fengið drjúgum meiri upphæð, en þeir hefðu lagt 1 sölurnar, til að koma þeim upp, Vel mundi og gefast, að hafa þau í fiskiplássum við sjó, og þar er tiltölu- lega ódýrt að halda þau og sala mundi fara þar vaxandi, t. d. mætti opt selja þau á skip, sem koma til að fá sér kjöt o. fl., er þau vantar. Það væri óskandi, að einhver góður búhöldur reyndi að leggja sig fram, og koma upp þessháttar hjörð. Einkum mundi vel til fallið, að hafa svín á rjóma- búum, og þar gætu fleiri en einn haft góð not af, þar sem margir eru í félagi í sömu sveitinni; þá gætu þeir látið áir og ýms skol ganga í svín. Það er flest- um kunnugt, að áir verða lltt notandi til manneldis, þegar búið er að flytja þær langan veg frá rjómabúinu. Þær eru súrar og meira og minna skemmdar. Eins og eg hef áður sagt, þá gætu mörg heimili fengið ódýran skurð með þessu og selt í stað þess naut og fé, sem ann- ars hefði þurft að leggja til heimilis. — Með svínakjöti geta menn sparað smjör til muna, og það er öllum kunnugt, að íslenzkt smjör er í háu verði nú, og góðar líkur, að það verð haldist fram- vegis. Eg vildi óska að sem flestir reyndu til að bæta búnað sinn með þessu, og stíga nýtt framfaraspor í áttina, því seint munu menn verða svo efnum búnir, að þeim dugi að leggja árar í bát, og slá slöku við búnaðinn, sem er landsins aðalstoð og styrkur samfara sjávarútveginum. Það er ekkert, sem hér vantar þessu ' viðvlkjandi, sem eg hef minnzt á, annað en vilja og góðan félagsskap. Sumir þora ekki að leggja neitt í sölurnar og vilja standa á móti öllum framförum af gam- alli þverúð, sem legið hefur í landi frá fyrstu tíð. Það hefur hingað til hver karlinn hokrað út af fyrir sig og ekki þótzt geta gengið í neinn félagsskap. Það er óskandi, að hin uppvaxandi kyn- slóð verði ekki svo fjötruð af gamalli tízku, að hún vilji ekki sinna arðvænleg- um fyrirtækjum, sem tíðkast hjá öðrum þjóðum og verða að góðum notum, fyrir- tækjum, sem vér höfum fullar sannanir fyrir, að geti dafnað hér vel. Þess verður ekki langt að bíða, að sett verði hér upp hrossaslátrunarhús eptir nýjustu tízku, og verður þá margt þar, sem er ágæt fæða fyrir svín; eg hygg að nærsveitir Reykjavíkur geti haft góð not af slíku. Sömuleiðis er margt, sem til fellur við sauðfjárslátrun, en er enn sem komið er fleygt í sjóinn. Það er enginn efi á, að það borgar sig vel fyrir bændur að flytja slíkan úrgang heim og brúka hann á veturna til fæðu handa svlnum. Munið eptir, að ef viljann vantar ekki, þá er getan nægileg. Eg get gizkað á, að mönnum hér í grenndinni þyki ekki álitlegt að koma upp svlnahjörð, af því að einum merkum bónda hugsaðist að ala upp geitfé, en svo fór um síðir, að hann seldi geiturnar og nennti ekki að stunda þær, svo ágóðinn kæmi í ljós. Það sr vonandi, að öðrum takist betur í búfjárræktinni, en þessum manni. Það eru heldur ekki nokkrar sannanir fengnar fyrir því, að geitfé geti ekki þrifizt hér, væri það stundað á réttan hátt. Það er að vissu leyti ekki nema eðlilegt, að aðrir verði tregir til að fitja upp á nýjum bún- aðarframkvæmdum, þegar þeir sjá slíkar hrakfarir hjá sjálfum búfræðingunum, sem eiga að vera leiðtogar og fyrirmynd ann- ara í tandbúnaðinum. En allir sem bera framtíð landbúnaðar vors fyrir'brjósti, verða að leggjast á eitt, að ryðja honum-.nýjar brautir. Ekki mun af veita. Rvík as/2 ’o8. P B. Fregnbréf úr SYeitinni. Arnessýslu io. febr. Það er ekki opt, sem fréttabréf sjást f dagblöðuuum úr þessu byggðarlagi; er þó sýslan með þeim fólksflestu á landinu, og varla er viðburðaminna hér, en í öðr- um héruðum landsins. Um tíðarfarið hér er það að segja, að síðastliðið vor var- mjög kalt og gróð- urlítið allt fram að Jónsmessu. Tók þá nokkuð að batna, en tún urðu ekki f meðallagi sprottin, og enda ekki útjörð heldur. Þurkar og fremur köld tfð hélzt allt sumarið, varð því heyfengur bænda minni en í meðallagi vfðast hvar, en nýt- ing ákjósanleg. Haustið var gott og þur- viðrasamt, og það sem af er þessum vetri, hefur verið Ijómandi milt og gott. Voru veður svo hlý um jól og nýár, að græn- um lit sló á tún umhverfis bæi, af ný- sprottnu grasi. Á Eyrarbakka óx t. d1.. hvönn um 2 þuml. um hátíðirnar. Elztu menn hér muna ekki jafn frosta- og snjóa- litla veðuráttu um þetta leyti árs. Ennþá helzt sama blfðan með frostleysum opt- ast, en umhleypingum nokkrum í nær hálfan mánuð. Sauðfé var ekki tekið al- mennt á gjöf, fyr en milli þorra og þrett- ándá, og hestar litlu fyr. Er því varla hugsandi, að heyþrotum þurfi bændur að kvfða í þetta sinn, þótt einhvern tíma breytist þessi góða tíð. Þó er alltaf afar- mikið komið undir vorveðuráttunni, bæði með það og annan velfarnað landbúnað- arins. — Á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa sjógæftir verið mjög strjálar, en alltaf orðið vel fiskvart, þá róið hefur verið, og um tíma var bezti afli, framan af vetri, þá róið var nokkra daga í röð, Fyrir jólin var lokið við að hlaða sjó- g a r ð i n n frá mynni Ölfusár, austur að verzlunarhústim Lefoliis á Eyrarbakka. Er það með mestu mannvirkjum í Árnes- sýslu, og hið þarfasta, er stundir líða fram, til að verja landið fyrir ofan ströndina ágangi sands og sjávar, enda hefur verkið kostað mikið fé. Nú er 1 ráði, að hlaða afarmikinn grjótgarð sementaðan, þvert frá þessum nýja garði, fram í skerin við brimgarðinn, til þess að verjast hinu mikla ísreki úr Ólfusá, sem á hverjum vetri berst austur með ströndinni á fjörurnar og lón- in fram undan Eyrarbakkaþorpinu, en um þær fjörur er leið opnu skipanna, er þaðan ganga til fiskjar. Þar er einnig ágæt fjörubeit fyrir sauðfé og hross, með ströndinni og út um skerin, sem opt tekur alveg fyrir, af ísrekinu úr ánni. Garður- inn mundi því verða til ómetanlegra hagsmuna þorpsbúum, því landbúnaður er þar stórum að aukast við sjávarsíðuna. Naumast mun verk þetta kosta minna en 10,000 kr. Bæði 1 sjávarþorpunum og sveitunum er ýmiskonar félagsskapur. ísjávar- þorpunum eru Goodtemplarafélög, verk- mannafélög, kvennfélög o. fl. Er tilgang- ur þeirra allra eflaust góður, en svo má með hvert málefni fara, að not þess verði minni en verið gæti; svo er með sum af þeim félögum, sem hér eru nefnd. í sveitunum er félagsskapur mjög að fara f vöxt, og stefnir til velferðar og þrifa. Má þar nefna rjómabúin og slátrunar- húsið, sem hvorrtveggja marka ný spor í verzlun landbænda, einnig búnaðarfé- lögin, sem vinna hér mikið að ræktun landsins og vaxandi afurðum, svo að óvíða mun meira vera. Sameiginlegur félagsskapur sjávar- og sveitabænda eru kaupfélögin tvö, Hekla og Ingólfur, hvorttveggja hlutafé- lög, sem skipta ársarðinum milli viðskipta- manna 1 reikningsárslok. Láta bændur vel af viðskiptunum við bæði félögin, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.