Þjóðólfur - 01.05.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.05.1908, Blaðsíða 1
60 árg. Reykjavík, föstudaginn 1. mai 1908. Frá sambandslaganefDdiQQL Símskeyti til Þjóðólfs í morgun kl. Uhdirriefnd (úr sambandslaga- nefndinnij, Jóhannes Jóhannesson, Lárus H. Bjarnason, Krabbe hér- aðsfógeti og H. N. Hansen konfer- enzráð, varð sammála um tillógur ftil nefndarinnarj í gœrmorgun. Um kveldið héldu íslensku nefndarmenn- irnir Dönum veizlu. * * * Þetta eru mjög þýðingarmikil tíð- indi, enda þótt hér sé ekki að ræða nema urn undirbúningstillögu. Það máeilaust ganga að þvi vísu, að tillag- an liafi verið borin undir aðra nefnd- armenn beggja meginn áður, annars hefði naumast verið leyft að gera þetta samkomulag heyrum kunnugt. Þetta þýðir því hér um bil sania, sem samhomulag frá beggja liálfu íslendinga og Dana í nefndinni. H. N. Hansen er úr flokki hinna frjálslyndari íhaldsmanna (Frikon- servative), en Ivrabbe úr flokki hinna frjálslyndustu vinstrimanna (»radi- kale«). Erlend tíðindi. (Eptir enskum blöðum til 17. t. m.). Brnninn í Boston, •sem getið var um í símskeyti í síðasta blaði, varð 12. f. m. Þrír tuskusafnarar höfðu kveikt bál, til þess að þurka við tuskur sínar á opnu svæði í útborg þeirri, er Chelsea heitir, en það lcviknaði þá í öllu ruslinu hjá þeirn, og með því að allhvasst var, varð neistaflugið afarmikið, svo að kviknaði í húsunum umhverfis. Jókst nú eldurinn og breiddist út allan daginn, þangað til loks tókst að stöðva hann eptir 13 klukkustundir, og var þá brunninn til kaldra kola fjórðungur út- borgarinnar, en í henni búa alls 40 þús. manns. Urðu þannig 10 þús. manns hús- næðislausir. Alls er talið, að brunnið hafi um 1000 íbúðarhús, 13 kirkjur, 4 skólar, 4 bankar, 2 sjúkrahús, 25 verk- smiðjur og margar opinberar byggingar. Manntjón varð tiltölulega mjög lítið (um 20 manns), enda varð bruninn um hádag. En allmiklum erfiðleikum hefur verið bundið að sjá öllu þessn húsvillta fólki fyrir húsaskjóli og viðurværi. Talið er, að það, sem brann, hafi verið vátryggt til brunabóta fyrir hér um bil 18 milj. kr., en tjónið af eldinum orðið miklu meira. Víg laiulsfjórans í Galizíu. Þess var getið í símskeyti í síðasta blaði, að landstjórinn 1 Galizíu hefði verið myrtur af rúthenskum stúdent. Gerðist það 12. f. m. með þeim hætti, að stúd- entinn fékk áheyrn hjá landstjóranum vegna þess, að hann þóttist ætla að sækja um kennarastöðu við skóla nokkurn; en óðar en hann var kominn inn til hans, skaut hann þrem skotum af skammbyssu og særði landstjórann til bana. Þustu menn nú að, og var stúdentinn þegar handtekinn. Kvaðst hann vonast til þess, að dauði lándstjórans mundi verða til þess, að stjórnin létti okinu af löndum sínum (Rúthenum). í Galizíu er álíka margt af Rúthenum og Pólverjum, eða jafnvel ötlu meira af Rúthenum, en öll völdin eru í höndum Pólverja, og beita þeir hinni mestu kúgun og ójöfnuði við Rúthena. Stúdentinn, sem morðið framdi heitir Siczynski, og er hann einungis tví- tugur að aldri. Móðir hans var líka hand- tekin, og er mælt, að hún hafi sagt lög- reglunni frá því, að hún hafi hvatt son sinn til að fremja verkið og gefið honum fé, til þess að kaupa fyrir skammbyssu. Þrjár systur hans voru einnig tekuar fast- ar, en bróðir hans réð sjálfan sig af dög- um, til þess að falla ekki í hendur lög- reglunnar. — Landstjórinn hét P o t o c k i greifi. Var hann einn af hinum auðug- ustu og mest metnu mönnum í öllu Aust- urríki. Frá Serbíu. Allt frá því að Pétur konungur settist þar á veldisstól eptir dráp fyrirrennara síns, hefur hann þótt valtur í sessi, og með því að grunur lék á, að hann hefði verið í vitorði með konungsmorðingjun- um, hafa aðrir ríkishöfðingjar ekkert vilj- að hafa saman við hann að sælda. Grun- urinn um, að konungur hefði verið í vit- orði með morðingjunum, styrktist líka við það, að engum þeirra var hegnt, heldur hafa þeir enn hinar æztu virðingar og eru hinir handgengnustu konungi. En ekki eru þeir vel þokkaðir af almenningi, og á þinginu er andófsflokkurinn mjög óþjáll viðureignar. 12. f. m. var þingið leyst upp og boðað til nýrra kosninga, vegna þess að minni hlutinn gerði allt þingstarf ómögulegt með málalengingum og allskonar vafningura. Er sagt, að á úrslitum þessara kosninga velti, hvort konungstign Péturs sé þegar lokið, eða hann lafi við konungdóm nokkur árin ennþá, því áð ef andófsflokkurinn verður ofan á, er talið víst, að hann verði neydd- ur til að leggja niður völdin, Ef stjórn- arflokkurinn sigrar, heldur aptur á móti sama þófið áfram, og er það talið lík- legast, því að stjórnin mun leitast við að hafa þau áhrif á kosningarnar, að þau verði málalokin, hvernig svo sem hugir manna eru gagnvart henni. í þingræðu, sem dr. V e 11 k o v i t s j, foringi andófstn^nna, hélt áður þingi var slitið, fórust honum þannig orð: »Hvaða traust getum vér haft á stjórn, sem rýrt hefur álit Serbíu svo mjög, að stjórnandi þess er brennimerktur sem hvata- maður að sprengingaillvirkjum ? Hvað hefur orðið úr heimsóknunum, sem ráð- gerðar voru til hirðar Ítalíukonungs, Austurríkiskeisara og Rússakeisara ? Kon- ungur vor er blátt áfram einangraður og hundsaðuraf öílum þjóðhöfðingjum.— Vér höfum sokkið svo djúpt, að það þykir vera náð að Iáta oss sæta þeirri meðferð, sem tæplega er samboðin lénsríki. Én þó að utanríkispólitíkin sé sárgrætileg, þá er þó innanlandspólitíkin ennþá lakari. Herforingjar ráðast á fulltrúa þjóðarinnar að ósekju; pólitiskir mótstöðumenn eru settir í fangelsi og drepnir, ritstjórar and- ófsblaðanna eru lögsóttir eða varpað í fangelsi fyrir upplognar skuldakærur. Það er morðvargastjórn, sem situr að völdum í Serbíu«. Þó að gera megi ráð fyrir, að hér sé ef til vill eitthvað orðum aukið, virðist það einsætt, að ástandið er ekki fagurt. Enska ráðaneytið nýja, sem getið hefur verið áður í Þjóðólfi, komst á laggirnar um miðjan f. mán. Heldur þykir frjálslyndi flokkurinn hafa veikzt við þau umskipti. Að vísu hefur hann allmikinn meiri hluta atkvæða 1 neðri málstofunni, en í rauninni er þetta ekki einn flokkur, heldur margir harla sundurlyndir flokkar, sem jafnvel má segja um, að ekki séu sammála um nokk- urn skapaðan hlut, nema að berjast á móti fhaldsflokknum og verndartolls- stefnunni, sem Chamberlain ætlaði að reyna að hefja aptur til vegs og gengis í brezka ríkinu. Nokkur hluti frjálslynda flokksins vjll auka veg og gengi ríkisins sem mest, vinna undir það ný lönd og reyna að bræða það saman í eina heild; það eru hinir svo kölluðu »imperíalistar«. Aðrir vilja aptur á móti snúa sér sem mest að heimalandinu og heimaþjóðinni og láta aðrar þjóðir afskiptalausar; þeir börðust gegn ófriðnum við Búa forðum og vildu veita írum heimastjórn. í frjáls- lynda flokknum eru líka bæði verka- menn, sem fylgja jafnaðarmannastefnunni og auðmenn og höfðingjar, sem eru allt annað en byltingagjarnir. Eins og nærri má geta, getur svo sundurleitur flokkur ekki orðið ásáttur um mörg stórvægileg nýmæli eða fylkt sér um þau svo fast, að efri málstofan sjái sitt óvænna að streit- ast á móti. A meðan að C a m p b e 11 - B a n n e r m a n sat við stýrið, var hann svo mikils metinn af öllum stefnum flokks sfns, að sundurlyndisins gætti ekki mjög mikið, og hann var eins og einingarband milli þeirra allra. En nú er nokkuð öðru máli að gegna. Asquith, nýi ráða- neytisforsetinn, er eindreginn »imperial- isti«, en aptur á móti er Lloyd-George, sem orðinn er fjármálaráðherra í stað Asquith’s, einn af helztu mönnum hins framgjarnari hluta flokksins, og þar sem fjármálaráðherrann þykir ganga næst ráðaneytisforsetanum að veg og völdum, er varla að búast við, að samvinnan verði mjög náin og ávaxtasöm. í grein, sem W. T. Stead ritar í »Daily Mail« 73. f. m. segir hann meðal annars, að það sé kátbroslegt, að árang- urinn af því, að frjálslyndi flokkurinn hafi orðið miklu fjölmennari en nokkru sinni áður í neðri málstofunni, hafi orðið sá, að völd efri málstofunnar hafi aukizt ó- trúlega. Alla tfð sfðan kosningalaga- breytinguna 1832 hefur efri málstofan aldrei dirfzt að hafna lagafrumvörpum, sem samþykkt hafa verið með yfirgnæf- andi atkvæðafjölda í neðri málstofunni eptir nýafstaðnar kosningar, sem snúizt hafa að miklu leyti um málið, fyr en 1906, að efri málstofan hafnaði skólalög- unum, sem einmitt stóð svona á um. Hefði nú frjálslyndi fiokkurinn verið eins öflugur og vænta mátti samkvæmt höfða- tölunni, hefði hann hafið baráttu gegn M 20. málstofunni, leyst upp neðri málstofuna og lagt málið undir kjósendurna. En þetta gerðu þeir ekki, vegna þess að þeir voru hræddir um, að meiri hluti sinn mundi heldur minnka en vaxa við það. Fyrir þvf segir Stead, að völd efri mál- stofunnar muni fara vaxandi, en ekki minnkandi, þar sem það sé ljóst, að stjórnin þori ekki að leysa upp neðri málstofuna. Asquith muni því sitja í stjórnarsessinum, en sá eiginlegi stjórnandi, sá sem ráði hvað fram nær að ganga í löggjöfinni, það verði B a 1 f o u r (foringi íhaldsmanna), því það sem hann leggi til málanna, verði samþykkt í efri málstof- unni, hvernig sem neðri málstofan gengur frá frumvörpunum frá sinni hendi. Það mundi því spara óþarfa fyrirhöfn og tíma- töf, segir Stead, ef ráðherrarnir sendu frumvörpin áður en þeir legðu þau fyrir þingið, til Balfours og Iétu hann krassa í þau með bláa blýantinum sínum, eins og honum þóknaðist! Um leið og ráðaneytisskiptin urðu, var John Morley Indlandsráðherra gerður að lávarði, og flytzt hann því yfir í efri málstofuna. Mannslát. Hinn 25. f. m. andaðist hér 1 bænum Pétur Jónsson blikksmiður á 52. aldursári, Hann var fæddur í Skógarkoti í Þingvallasveit 2. ágúst 1856, og voru foreldrar hans Jón hreppstjóri Kristjáns- son, er lengi bjó í Skógarkoti, og mið- kona hans Kristín Eyvindsdóttir frá Syðri- Brú í Grímsnesi Hjörtssonar í Hvammi í Ölfusi Jónssonar, systir Hjartar hreppstjóra í Austurhlíð og Björns á Vatnshorni í Skorradal föður Björns dbrm. í Grafar- holti. En faðir Jóns í Skógarkoti var Kristján hreppstjóri í Skógarkoti (J-1843) Magnússon Marteinssonar Þorlákssonar. Móðir Kristjáns var Guðlaug (J* 1808) íngjaldsdóttir úr Bárðardal Markússonar, og var sá Markús föðurbróðir Skúla land- fógeta Magnússonar, en móðir Magnúsar Marteinssonar var Ingibjörg Þorgeirsdóttir systir Helgu, er átti Bjarna Sighvatsson á Svarfhóli í Flóa og voru þau foreldrar Guðrúnar móður meistara Bjarna Jóns- sonar skólameistara f Skálholti, er síðar varð prestur í Gaulverjabæ. Hefur sá skyldleiki ekki áður kunnur verið. I móð- urætt var Jón í Skógarkoti kominn af bændafólki í Þingvallasveit. Missti hann Kristínu konu sína á voveiflegan hátt. Hún datt af hestbaki og beið bana af 22. ágúst 1868. Var Pétur heit. þá 12 ára gamall og ólst síðan upp hjá föður sín- um og stjúpmóður í Skógarkoti. Var hann fjörmaður á yngri árum og glímu- maður góður, og lét sér jafnan mjög annt um að efla og glæða þá íþrótt — íslenzku glfmuna —, svo að heita mátti, að hann væri um tíma hinn eini Reykvíkingur, er nokkurn áhuga sýndi í þessu efni. Má eflaust mikið þakka honum fjör það og áhuga, er nú á síðustu árum hefur vakn- að hér til að endurlífga þessa þjóðlegu fþrótt, svo að telja má nú, að henni sé borgið, því að væntanlega taka nú yngri kraptar við, er ekki láta hana niður falla, þótt Péturs heit. missti við. Á yngri ár- um lærði Pétur blikksmíði í sambandi við niðursuðu á fiski og kjöti, og settist síðan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.